Bændablaðið - 23.09.2010, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 23.09.2010, Blaðsíða 31
ÖRÆFANETIÐ | 15 „Í sumar hefur aðsóknin í Skaftafell slagað hátt í það sem var í fyrra, sem var metsumar í ferðaþjónustunni. Það dró mjög úr aðsókn- inni eftir að gosið byrjaði í Eyjafjallajökli en sú niðursveifla var tiltölulega fljót að ganga til baka eftir að gosinu lauk,“ segir Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Í fyrra komu um 260 þúsund manns í gesta- stofuna í Skaftafelli frá byrjun apríl til ársloka en í lok ágúst í ár hafa 215 þúsund manns lagt leið sína þangað. Í Skaftafellsstofu er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem ferðafólki eru veittar upplýsingar um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni. Árið 2009 var í fyrsta skipti opið allt árið í Skaftafelli og var þá opið alla virka daga yfir vetrartímann. Í ár er stefnt að því að auka þjónustuna enn frekar og hafa einnig opið um helgar. Allir koma við í Skaftafelli Tveir starfsmenn eru í Skaftafelli allt árið og einn til viðbótar á Höfn, en á sumrin aukast umsvifin til mikilla muna og er þá bætt við 12 starfsmönnum sem sinna upplýsingagjöf, landvörslu og ræstingum auk 8 til 10 starfs- manna í veitingasölu. Þá er einn landvörður á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn yfir sumartímann og annar í Lónsöræfum. Reg- ína segir að mjög gott samstarf sé auk þess við háskólasetrið á Höfn. Á sumrin sinna þrír til fjórir starfsmenn daglegri upplýsinga- miðlun og segir Regína að álagið á þeim sé mjög mikið. Í júlí og fram í ágúst koma þannig að jafnaði þrjú til fjögur þúsund gestir á dag með margvíslegar fyrirspurnir og er- indi sem þarf að sinna. Allir sem eiga leið um svæðið staldra við í Skaftafelli en ferðamenn frá Þýskalandi, Frakklandi og Hollandi auk Íslendinga eru fjölmennastir í tjaldgistingu. Regína segir meira um að fólk ferðist á bílaleigubílum en áður þó enn sé mikið um stóra rútuhópa. Mikilvæg tenging við ljósleiðara Undanfarin misseri hefur gestastofan í Skaftafelli verið með aðgang að örbylgju- sambandi og því haft mun betri nettengingu en þeir sem búa austar í sveitinni. Þetta sam- band hefur samt sem áður verið ótryggt og því segir Regína að það hafi verið kærkomið að komast í ljósleiðaratenginguna sem Fjar- skiptafélag Öræfinga beitti sér fyrir að fengin yrði í sveitina. Nú séu gagnaflutningar mun öruggari en áður, sem skipti miklu máli. Í Skaftafellsstofu er sýning þar sem sögð er saga elds og íss og hvernig náttúruöflin hafa tekist á og mótað umgjörð svæðisins. Sagt er frá menningu sem hefur dafnað í skjóli jökulsins og lífi fólks þar sem eldgos og jökulhlaup hafa sett mark sitt á daglegt líf. Í Skaftafellsstofu má einnig sjá muni úr örlaga- ríkum leiðangri breskra háskólastúdenta árið 1953 og fræðslumynd um Skeiðarárhlaupið árið 1996. Í Skaftafellstofu er þjóðgarðs- verslun með bækur, póstkort og handverk og er lögð áhersla á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu. Ólík sjónarmið komast að Regína segir að frá því að hún tók við starfi þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli hafi verið farið í gagngerar endurbætur og endurskipulagn- ingu á húsakosti þjóðgarðsins í Skaftafelli. Þá hafi farið mikill tími í vinnu við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn en þessar áætlanir eru hafðar að leiðarljósi við skipu- lagningu og uppbyggingu einstakra svæða innan þjóðgarðsins. „Við erum að vonast til að það gefist meiri tími í vetur til að sinna undirbúningsstarfinu hér á þessu svæði til dæmis við að taka út gönguleiðir og að vinna að fræðslu og upplýsingamálum og merk- ingum,“ segir Regína. Hún telur að það fyrir- komulag sem tekið hefur verið upp við stjór- nun Vatnajökulsþjóðgarðs sé mjög gott enda gefi það ólíkum aðilum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að við stefnumótun og stjórnun þjóðgarðsins. www.vatnajokulsthjodgardur.is Það hafi verið kærkomið að komast í ljósleiðaratenginguna sem Fjarskiptafélag Öræfinga beitti sér fyrir að fengin yrði í sveitina. Regina Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður segir að yfir hásumarið sé mjög mikið álag á þá sem sinna upplýsingamiðlun í Skaftafellsstofu en þá sé að jafnaði svarað spurningum 3-4 þúsund gesta á hverjum degi. Skaftafelli er vinsæll áningarstaður á sumrin: Yfir þrjú þúsund gestir á dag! Stærsti þjóð- garður Evrópu Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóð- garður í Evrópu. Hann var stofnaður með lögum árið 2008 og nær yfir 13.000 km² landssvæði eða sem sam- svarar 12% af yfirborði Íslands. Auk þjóðgarðanna í Skaftafelli og í Jökulsár- gljúfrum er allur Vatnajökull innan þjóð- garðsins og öll helstu áhrifasvæði jökuls- ins, að vestan, norðan, austan og sunnan. Þjóðgarðinum er skipt upp í fjögur svæði og telst Skaftafell til suður- svæðis. Á hverju svæði starfar sérstakt svæðisráð sem er þjóðgarðsverði á við- komandi svæði til ráðgjafar og vinnur með honum að verndaráætlun fyrir svæðið og að tillögu að rekstraráætlun. Í svæðisráðunum sitja sex fulltrúar sem tilnefndir eru af sveitarstjórnum á við- komandi rekstrarsvæði, af ferðamála- samtökum og af útivistar- og um- hverfisverndarsamtökum. Formenn svæðisráða þjóðgarðsins eiga síðan sæti í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt fulltrúum skipuðum af umhverfisráð- herra og fulltrúum umhverfis- og úti- vistarsamtaka. Í Skaftafelli er hægt að velja um fjölda göngu- leiða. Óskum Öræfingum til hamingju með nýja ljósleiðarakerfið Hótel Skaftafell - Söluskáli Ferðaþjónustan Svínafelli

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.