Bændablaðið - 13.10.2011, Síða 2
Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 20112
Fréttir
„Maður verður auðvitað að
finna sér eitthvað að gera,“ segir
Hermann Aðalsteinsson bóndi í
Lyngbrekku í Reykjadal en hann
og Hildigunnur Jónsdóttir kona
hans hafa undanfarnar vikur verið
að reisa nýtt fjárhús á bænum.
Um er að ræða stálgrindahús frá
Belgíu, sem Hýsi – Merkúr flytur
til landsins, svonefnt Z-strúktur
hús og er umrætt hús um 200 fer-
metrar að innanmáli.
Hermann segir að tími hafi
verið kominn til framkvæmda í
Lyngbrekku, enda lítið verið gert
undanfarin ár. Aðalbúgreinin er þó
kúabúskapur, en um 75 kindur verða
á húsi í vetur og stefnan að fjölga
þeim á komandi árum.
Förum rólega í þetta
„Við förum rólega í þetta en ætlum
okkur að fjölga upp í þetta 200 kindur
á næstu árum,“ segir Hermann. Í fjár-
húsinu sem fyrir var hefur fiðurfén-
aður nú hreiðrað um sig, hænsn og
endur, en það hús var orðið gamalt
og eins var það fremur lítið, að sögn
ábúenda.
„Grátum ekki góðan september“
Grunnur að nýja fjárhúsinu var tek-
inn fyrr í sumar, var tilbúinn upp úr
miðjum júlí en von var á húsinu 20.
ágúst síðastliðinn. Tafir urðu þó á
afhendingu, enda tók skipið sem flutti
það til landsins lykkju á leið sína og
þvældist víða, að sögn Hermanns,
áður en það kom til Íslands. „Ég var
nú orðinn smeykur um að ná ekki að
reisa húsið áður en færi að snjóa,“
segir hann, en alhvít jörð blasti við
einn morguninn snemma í septem-
ber. Sem betur fer urðu umskipti í
veðri til hins betra og blíðskaparveð-
ur í september hefur kætt bændur og
búalið. „Við grátum ekki góðan sept-
ember,“ segir Hermann, en vel hefur
því unnist við fjárhúsbygginguna í
Lyngbrekku undanfarna daga. „Við
lokuðum húsinu á miðvikudag í
liðinni viku í slyddu og snjókomu.
Nú á eftir að vinna við glugga og
hurðir og við lokafrágang utanhúss,
auk rafmagns,“ segir Hermann.
Innanstokksmunir hafa þegar verið
smíðaðir og eru tilbúnir til samsetn-
ingar, en hann segir ætlunina að hafa
venjulega garða i húsinu, þeir verði í
fjögurra metra einingum og hægt að
færa þá til og breyta ef ábúendum
sýnist svo. „Ekkert verður steypt fast
niður í húsinu og því verður auðvelt
að gera breytingar ef til þess kemur,“
segir Hermann.
Fjölnota hús
Húsið sem Lyngbrekkuhjónin munu
nota sem fjárhús er þó að sögn
Hermanns eins konar fjölnotahús,
en það má nýta í nánast hvað sem
er. „Það hentar okkur ágætlega núna
sem fjárhús en ef aðstæður breytast,
sem gera má ráð fyrir í landbúnaði, er
lítið mál að breyta notkuninni,“ segir
hann og veltir fyrir sér að takist vel
til með kornrækt á Íslandi á næstu
árum sé ekki loku fyrir það skotið
að breyta megi því í brugghús. „Eða
bara hvað sem er, það mun standa
hér áfram um ókomna tíð,“ segir
Hemann. Þó svo að sauðfjárbændur
verði fyrir mótlæti nú um stundir
segir hann enga ástæðu til annars
en að hafa bjartsýnina að leiðarljósi
þegar til framtíðar er litið.
/MÞÞ
Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda
Unnið verði að heildarfyrirkomulagi skógræktar á Íslandi
Í tilefni af því að 5 ár eru liðin frá
stofnun Járningamannafélags
Íslands mun félagið ásamt
Endurmenntunardeild Land-
búnaðarháskóla Íslands standa
fyrir ráðstefnu um járningar
á Hvanneyri dagana 28. og 29.
október nk.
Á ráðstefnunni verður í boði fjöl-
breytt dagskrá sem byggist á nám-
skeiði, fræðsluerindum og sýningum
sem undirstrika mikilvægi góðrar
hófhirðu og járninga.
Aðalfundur Járningamannafélags
Íslands verður haldinn í tengslum
við fræðsluþingið að kvöldi föstu-
dags 28. október.
Rangárvallasýsla:
Dagur sauðkindar-
innar 15. október
Lyngbrekka í Reykjadal:
Verið að reisa nýtt fjárhús
– Hermann Aðalsteinsson og Hildigunnur Jónsdóttir stefna að fjölgun fjár úr 75 í 200 á næstu árum
Dagur sauðkindarinnar í
Rangárvallasýslu verður haldinn
í 4. sinn í Skeiðvangi Hvolsvelli
laugardaginn 15. október kl. 14
- 17.
Félag sauðfjárbænda í Rangár-
vallasýslu stendur að þessum
viðburði en sauðfjáreigendur frá
Markarfljóti að Þjórsá geta komið
með um 10 kindur á sýninguna og
eru fjölbreytni í litum og önnur
sérkenni æskileg.
Opinn markaður verður með
hrúta og gimbrar og eru fjáreigendur
hvattir til að koma með fé til sölu.
Á sýninguna eru boðaðir 10 – 15
efstu lamb- og veturgamlir hrútar frá
sýningum í heimasveit og verður
þeim raðað upp á nýtt og verðlaun
veitt, ásamt verðlaunum fyrir fal-
legustu gimbrina, litfegursta lambið
hæst kynbótamat fyrir frjósemi og
mjólkurlagni og fyrir besta ræktun-
arbú sýslunnar 2010.
Aðalfundur Landssamtaka skógar-
eigenda (LSE) var haldinn á Eiðum
8. og 9. október sl. Fundurinn var
vel sóttur af skógareigendum af öllu
landinu, en Félag skógarbænda á
Austurlandi sá um skipulag og
framkvæmd fundarins að þessu
sinni. Þá var í tengslum við fundinn
haldin sýning á ýmsum vörum sem
unnar eru úr íslenskum skógum.
Mörg mál voru rædd á fundinum
og var drjúgum tíma m.a. eytt í að
ræða framtíðarstefnu LSE 2011-2020.
Var stjórn LSE falið að vinna frekar
úr drögunum að framtíðarsýn sam-
takanna, með breytingartillögum, til
kynningar á vefsíðu LSE. Gert er ráð
fyrir að sú framtíðarsýn verði síðan
lögð fyrir næsta aðalfund LSE. Tillaga
þess efnis að LSE vinni að heildar-
fyrirkomulagi skógræktar á Íslandi
og uppbyggingu atvinnugreinarinnar
fékk einnig mikla umfjöllun á fund-
inum. Ein breyting varð í stjórn LSE.
Bergþóra Jónsdóttir á Hrútsstöðum var
kosin ný í stjórn og kemur hún í stað
Reynis Ásgeirssonar sem gaf ekki kost
á sér til stjórnarkjörs, en hann hefur
lengi verið ritari samtakanna.
Í tengslum við aðalfund LSE
var haldin ráðstefna á föstudeg-
inum 7. október með yfirskriftinni
Markaðsdrifin skógrækt. Sömuleiðis
héldu jólatrjáræktendur sinn fyrsta
aðalfund á Eiðum. Báðir þessir við-
burðir þóttu takast vel og voru vel
sóttir. Eftirfarandi tillögur voru sam-
þykktar á fundinum:
Aðalfundur Landssamtaka skógar-
eigenda haldinn að Eiðum 7. og 8.
október 2011...
1. ...skorar á atvinnuveganefnd
Alþingis að skoða allar leiðir til
að íslenskir skógar geti þjónað
viðarþörf íslensks iðnaðar til
framtíðar.“
2. ...leggur áherslu á að með auk-
inni skógrækt og landgræðslu
eykst fæðuöryggi þjóðarinnar.
Með aukinni skógrækt skapast
bætt skilyrði til matvælafram-
leiðslu í skjóli skóga ásamt meiri
verðmætum og nýjum atvinnu-
tækifærum.
3. ...skorar á Sjávarútvegs- og
landbúnaðaráðuneytið að beita
sér fyrir endurskoðun og sam-
ræmingu laga og reglugerða er
varða girðingar, nýtingu lands og
fjallskil, til einföldunar og hags-
bóta fyrir alla land- og búfjár-
eigendur.
4. ...beinir þeim eindregnu fyrir-
mælum til Landssamtaka skóg-
areigenda að taka fyrir og vinna
að heildarfyrirkomulagi skóg-
ræktar á Íslandi og uppbyggingu
atvinnugreinarinnar.
5. ...skorar á stjórn LSE að taka
fullan þátt í vinnu í framhaldi
af útgáfu Hvítbókar umhverf-
isráðuneytis um náttúruvernd
með hagsmuni fjölbreyttrar
nytjaskógræktar að leiðarljósi.
6. ...skorar á umhverfisráðherra að
við endurskoðun skógræktarlaga
verði fullt tillit tekið til lands-
hlutaverkefnanna í skógrækt.”
7. ...skorar á sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra að við endur-
skoðun jarðalaga verði nytja-
skógrækt viðurkennd búgrein.”
8. ...þakkar samstarfsaðilum fyrir
ánægjulegt samstarf við fram-
kvæmd Timburráðstefnunnar
sem haldin var á Hótel Sögu í
lok apríl sl. Aðalfundur LSE
vill færa Nýsköpunarmiðstöð
Íslands sérstakar þakkir fyrir
ómetanlega aðstoð við allan
undirbúning og framkvæmd
ráðstefnunnar.“
9. ...skorar á ríkisstjórn Íslands að
beita sér fyrir því að fjárfram-
lög til landshlutaverkefnanna í
skógrækt verði aukin á komandi
fjárlögum. /smh
Bændur!
Munið eftir
uppskeruskráningunni
í jord.is
Hvanneyri:
Fræðsluþing um
járningar 2011
Vaskir menn eru Hermanni til aðstoðar við að klæða húsið. Lokið var við
að setja þakið á fyrr í vikunni og reiknað með að búið verði að klæða húsið
utan í lok vikunnar. Mynd / Hermann Aðalsteinsson.
Horft y r fundarsal Landssamtaka skógareigenda.
Verslanir Krónunnar hafa síðustu
helgar staðið fyrir átaki í sölu og
kynningu á íslenskum búvörum í
samvinnu við bændur.
Sérstök svæði hafa verið afmörk-
uð inni í búðunum þar sem m.a. er
boðið upp á nýtt og ferskt grænmeti
og bændur hafa kynnt sínar afurðir.
Um síðustu helgi voru félagar í
Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna að
kynna lambakjöt og að því tilefni
voru ýmis freistandi tilboð í gangi
auk þess sem Bændablaðið var í boði
fyrir fréttaþyrsta. Að sögn forsvars-
manna Krónunnar ætlar verslunin að
halda áfram viðlíka kynningum þar
sem bændur koma við sögu. Á fyrsta
vetrardegi verður gefin kjötsúpa og
um næstu helgi ætla grænmetisbændur
að standa vaktina. /TB
Verslanir Krónunnar:
Átak í sölu
á íslenskum
búvörum
Það var kátt á hjalla í verslunum rónunnar á laugardaginn.
Árni Snæbjörnsson verður nýr
aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra. Hann tekur við af
Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur
sem lét af störfum fyrir skömmu.
Árni er sveitamaður í húð og hár.
Hann er fæddur og uppalinn á Stað
í Reykhólasveit.
Árni segist hlakka til að takast
á við ný verkefni. „Þetta er spenn-
andi verkefni. Ég hef unnið um langt
skeið hjá Bændasamtökunum við
mjög fjölbreytt verkefni og ég tel
að þetta starf sé að því leyti keimlíkt
því sem ég hef verið að sýsla við.“
Árni Snæbjörnsson
nýr aðstoðarmaður
ráðherra