Bændablaðið - 13.10.2011, Síða 6

Bændablaðið - 13.10.2011, Síða 6
Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 20116 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0332 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Fæðuöryggi er ekki innantómt píp Við þurfum að framleiða meiri mat LEIÐARINN Nú þegar sláturtíð stendur sem hæst og bændur landsins standa í haustverkum, þá blása Bændasamtök Íslands til hádegis- fundar næstkomandi mánudag um matvælaframleiðslu morgun- dagsins. Þar verður ræðumaður Ástralinn Julian Cribb, höfundur bókarinnar „The Coming Famine: The global food crisis and what we can do to awoid it,“ eða; Komandi hungursneyð: Fæðukreppa heims- ins og hvað við getum gert til að komast hjá henni. Þarna er ekkert verið að skafa utan af hlutunum og ekkert verið að halda því fram að fæðukreppa sé eitthvert hugsanlegt fyrirbæri í fjar- lægri framtíð og því geti Íslendingar haldið áfram að yppa öxlum. Nei, Cripp setur þetta fram sem fúlustu alvöru og hvetur menn til átaka. Nú þurfi að bretta upp ermarnar og finnan allar mögulegar leiðir til að framleiða meiri mat. Það þarf enginn að búast við að þessi fundur verði svæfandi logn- molla. Án efa mun Cribb ýta duglega við værukærum Íslendingum, sem margir hverjir hafa látið varnaðarorð Bændasamtakanna um aðsteðjandi alheimsvanda sem vind um eyru þjóta. Íslendingar ættu að leggja við hlustir á mánudaginn, því ef mér skjátlast ekki verður ræða Cripp ekki eintómt svartnættist- og svartagalls- raus. Fæðukreppan sem blasir nú við vaxandi fólksfjölda framtíðarinnar er mikil áskorun á íslenska þjóð sem hefur alla tíð haft sitt aðallifibrauð af því að framleiða mat. Við stöndum vel að vígi í framleiðslu matvæla úr sjávarfangi og einnig í landbúnaði. Landbúnaður hefur þó átt undir högg að sækja á Íslandi á undanförnum árum og sér í lagi á liðnum mánuðum. Margir Íslendingar eru meira en tilbúnir að skipta út landbúnaði fyrir óheftan innflutning á land- búnaðarvörum. Þar með verða þeir hinir sömu líka að taka ábyrgð á því að kasta fyrir róða einhverju stærsta tækifæri sem Íslendingar hafa nokkru sinni staðið frammi fyrir í matvæla- framleiðslu. Úti í hinum stóra heimi mæna menn nú til þjóða á norðlægum og suðlægum slóðum á jörðinni í von um að þær geti stóraukið landbún- aðarframleiðslu sína fyrir sífellt fleiri hungraða jarðarbúa. Spurningin er bara, vilja Íslendingar taka þátt í því, - eða ætla menn að demba sér í botn- lausan slag um að kaupa sífellt dýrari matvörur á heimsmarkaði? /HKr. Haustið er einn fallegasti tími ársins að margra mati enda lita- dýrðin engu lík. Þessa mynd tók Harpa Jónsdóttir á Akureyri í Ljósavatnsskarði þann 17. sept- ember sl. Hér brjóta fallegir íslenskir hestar upp landslagið og gæða myndina lífi. Harpa segist þó ekki vita hver situr hestinn sem rekur stóðið. Harpa segist í tölvupósti til blaðsins ekki vera bóndi en Bændablaðið sé samt eina blaðið sem hægt sé að lesa út í gegn. Hún segist hafa gaman af að taka myndir af dýrum eins og af þessum hestum. Skemmtilegast þykir henni þó að mynda fugla. Ekki er annað að sjá en Hörpu hafi tekist vel upp við myndatökuna og þakkar Bændablaðið henni fyrir sendinguna. Íslenskir hestar í haustfegurð í Ljósavatnsskarði Enn verður mörgum fótaskortur í umræðu um fæðuöryggi. Kannski helst þeim sem eru fastir í landbúnaðarumræðu gærdagsins og ræða helst um offramleiðslu og ofgnótt og að landbúnaðarkerfin séu vandamál skatt- borgara og neytenda. Því miður eru slíkir umræðustjórar enn fyrirferðarmiklir. Það er þó með þetta eins og annað að tíminn vinnur á slíku, fyrr en seinna. Þeir sem telja að umræða um landbúnað snúist um þennan öxul, ættu að gefa áhugaverðum fyrirlestri Julian Cribb athygli næstkomandi mánudag. Fæðuöryggi og matvælaöryggi eru ekki sami hluturinn. Matvælaöryggi á við um heilnæmi matar. Fæðuöryggi er um það hvernig við mætum þeim áskorunum að eiga mat, ræktunarlönd, vatn, birgðir, aðföng og ekki síst bændur. Án matar getum við ekki verið Kynslóðirnar sem nú ráða ferðinni eru e.t.v. þær fyrstu sem henda mat. Sóun á mat er gríðarleg. Viðhorf til matarins er að hann eigi að vera ódýr og stöðugt ódýrari. Margir líta næstum á það sem mannréttindi að matur hækki ekki í verði. Við verðum að viðurkenna að virðing okkar fyrir mat mætti vera meiri. Matur er verðmætur og án hans getum við ekki verið. Nýlega kom frá FAO, Matvæla- og landbún- aðarstofnun SÞ, spá um þróun á matarverði til ársins 2020. Til að nefna nokkrar tölur hér þá var spáð 45% hækkun á smjöri, 15% hækkun á fiski, 30% hækkun á lambakjöti og 50% hækkun á etanóli. Á öðrum stað hér í blaðinu fjallar Erna Bjarnadóttir um hækkun á matvælavísitölu FAO. Frá ágúst 2010 til ágúst 2011 hækkaði vísitalan um 26%. Vísitala kornverðs steig um 37%, kjöts um 16%, mjólkur um 14,5% Til viðbótar skal nefnt hér að í langan tíma hefur matarverðsvísitala FAO ekki lækkað svo neinu nemi, sem hún á þó að gera miðað við „eðlilegar“ sveiflur. Einhverjum kann að þykja þetta koma okkur lítið við. Þeir sem enn vilja lifa í gamaldags umræðuhefð um íslenskan landbúnað eru samt einmitt nýbúnir að krýna landbúnaðarkerfið sem orsakavald hækkandi verðbólgu hér á landi. En þróunin er því miður farin að bíta okkur hér. Við erum sérstaklega viðkvæm fyrir öllum verðbreytingum því um helmingur af öllum mat sem við neytum er innfluttur og án tolla. Höfum í huga að innfluttur matur hefur hækkað um 60% frá 2007 en innlendur um 30%. Innleiða þarf ný gildi í landbúnaði Íslenskur landbúnaður þarf að byggjast upp á nýjum gildum. Í stefnumörkun stjórnvalda 2020 áætluninni er talað um að auka hlutdeild innlendra matvæla um 10%. En hvað stjórnvöld ætla að gera til að ná slíku markmiði er ekki enn alveg ljóst. Slík stefna og þær breytingar sem við horfum til eru tákn um þá nýju tíma sem nú eru í nánd. Ísland á ræktarland, vatn og fiskimið sem eru þverrandi auðlindir víða um heim. Til að mæta slíkum tækifærum má ekki láta ESB- aðlögunarferli tefja okkur á alla lund. Hér er hvatt til að umræðu um hlutverk okkar í breyttum heimi. Kreddan um að fæðuöryggi sé innantómt píp, er vitnisburður um gamaldags hugmyndafræði. Árangur af markvissri stefnu Hvað sem segja má um aðgerðir ríkisstjórnar Íslands í atvinnumálum, þá hefur henni ekki mistekist allt, nema síður sé. Strax í kjölfar hrunsins komst á markviss samvinna þáverandi stjórnvalda og núverandi valdhafa um umgjörð íslensks landbúnaðar. Vissulega hafa verið átök og fórnir. Bændur lögðu með samningum árið 2009 fram mikilvægt framlag. Þar var m.a. samið um þak á verðbætur búvörusamninga. Kannski hefði mátt beita þeirri aðferð víðar og hemja þannig verðtrygginguna? 400 fleiri störf eru í landbúnaði 2008 en 2010, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þar má til viðbótar bæta við afleiddum störfum og styðjast við rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um íslenskan landbúnað. Þá má segja að störfum tengdum landbúnaði hafi fjölgað um 900. Það munar um slíkt um þessar mundir. Skýringar er að finna í að tekist hefur að verja búvöruframleiðsluna miklum áföllum í kjölfar hrunsins og þau mörgu sóknarfæri sem landbúnaðurinn hefur haft í þeim viðhorfsbreyt- ingum. Fjölbreytni i vöruþróun, beint frá býli og fleiri slík sóknarfæri eru nýtt. Tækifæri í útflutningi hafa opnast. Slíkur árangur er ekki sjálfgefinn, hins vegar er rétt að vekja athygli á þessu hér til að tekið sé eftir hinu mikilvæga framlagi sem íslenskir bændur og landbúnaður- inn í heild leggur fram til að byggja hér upp á ný. Á þessum grunni mætti byggja nýja sókn í íslenskum sveitum. Það þarf að byggja upp og búa betur á Íslandi. /HB

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.