Bændablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 8
Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 20118 Fréttir „Þetta gekk allt saman ótrú- lega vel,“ segir Sverrir Reynir Reynisson í Bringu, réttar- stjóri á stóðrétt Eyfirðinga að Melgerðismelum, um réttirnar sem voru um liðna helgi. Um 400 til 450 hross voru í réttinni og fjöldi fólks, bæði úr Eyjafjarðarsveit, Akureyri og víðar kom til að fylgjast með. Úrhellisrigning var í Eyjafirði að morgni laugardagsins og leist mörgum ekki á blikuna, reka átti stóðið inn í rétt kl. 13, en það dróst um góðan hálftíma og á þeim tíma stytti upp, sólin fór að skína og allir tóku gleði sína. „Það var dálítill grautur í réttinni, menn urðu vel drullugir, en það gerði nú minnst til,“ segir Sverrir. Hann segir réttarstörf jafnan ganga vel, eftir að teknar voru upp örmerkingar séu vandamál úr sögunni og þetta gangi allt fljótar fyrir sig en áður. Ríflega 400 hross voru rekin í réttina að þessu sinni og segir hann það svipaðan fjölda og verið hafi undanfarin ár, hrossaeign Eyfirðinga hafi þó ef til vill rýrnað eitthvað ef miðað er við fyrri tíma. „Þetta var mjög góður og skemmtilegur dagur. Um kvöldið var slegið upp réttarballi í félagsheim- ilinu Funaborg, þar var góð mæting og menn gerðu sér glaðan dag. Það er jafnan mikill hátíðisdagur í sveitinni þegar réttað er,“ segir Sverrir. /MÞÞ Stóðréttir að Melgerðismelum í Eyjafirði: Gengu ótrúlega vel, þó dálítill „grautur“ hafi verið í réttinni Sæmundur Guðmundsson, ,,epla- bóndi“ á Hellu, færði nýlega Grunnskólanum á Hellu að gjöf ávaxtatré sem eru hluti af tilrauna- verkefni Garðyrkjufélags Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Grunnskólinn á Hellu verður þar með aðili að tilraunaverkefninu í stað Sæmundar. Hann vonar að með þessari ráðstöfun kvikni áhugi ungra framtíðarræktenda í Rangárþingi ytra, sem verði síðan öðrum fyrirmynd. Um er að ræða 14 tré og voru 9 þeirra gróðursett nú í haust en 5 næsta vor. Trjánum verður plantað á tveimur mismunandi svæðum á vegum skólans, annars vegar nálægt útikennslusvæði skólans og hins vegar í Melaskógi, sem er skóg- ræktarsvæði skólans frá árinu 1996. Nemendur og kennarar sjá síðan um að skrásetja og fylgjast reglulega með þrifum trjánna, blómgun, vexti, aldinmyndun o.fl. samkvæmt þeim leiðbeiningum sem verkefnisstjóri Landbúnaðarháskólans lætur í té. Allar upplýsingar um þessi tré verða skráðar inn í sérstakan gagnagrunn, sem ætlunin er að nota til að fylgj- ast með þrifum um 1400 trjáa sem flutt voru inn samtímis trjánum á Hellu. Vonast er til að niðurstöðurnar gefi vísbendingar um hvaða yrki af ávaxtatrjám þrífist hvað best við mis- munandi aðstæður um land allt. /MHH „Eplabóndi“ á Hellu gefur 14 ávaxtatré Sæmundur Guðmundsson „eplabóndi“ við hluta af eplunum sínum, sem hann ræktar úti í garði hjá s r á Hellu. Nú hefur hann ge ð Grunnskólanum á Hellu 14 ávaxtatré. Ljósmynd/MHH Kristinn Hugason og Páll Alfreðsson ná hér í sameiningu einu af hrossum Kristins. Fjær má sjá Magna í Árgerði og Stefán Brynjarsson, en eins og sjá má á myndinni hafði rignt mikið og réttin eitt drullusvað. Myndir / MÞÞ. Það fór vel á með Elvu og hrossi einu í stóðréttinni á Melgerðismelum, en sú stutta var hvergi bangin og brá sér inn fyrir. Rí ega 400 hross voru saman komin á Melgerðismelum.                     !!     

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.