Bændablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 14

Bændablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011 Sigurlína Kristinsdóttir, mynd- listarkona og kennari í Reykholti í Biskupstungum, hefur farið heldur óhefðbundnar leiðir við að koma list sinni á framfæri. Hennar hugð- arefni í listinni eru hestar sem hún málar á ýmsa hluti og við ýmsar aðstæður en í sumar ákvað hún að flytja vinnustofu sína út af heimili sínu og opna gallerí í hesthúsi fjöl- skyldunnar spölkorn frá. Þegar keyrt er um Reykholt blasir við stærðar skilti við veginn, þar sem Myndlist í hesthúsi er auglýst og hefur vakið verðskuldaða athygli ferðalanga í sumar. Sigurlína er ánægð með þessa nýju tilraun sína og hyggst halda ótrauð áfram list- sköpuninni í hesthúsinu. „Þetta er hugmynd sem ég var búin að ganga með í um tvö ár áður en ég lét verða af henni en ég opn- aði hér 10. júní í sumar. Ég hugsaði með mér að það væri gaman að vera með sýningu í hesthúsinu en síðan ákvað ég að fara alla leið og flytja vinnustofuna úr bílskúrnum heima í hesthúsið. Með þessari tilraun hef ég komist að því að það er mun markvissara að fara með vinnustofuna út af heim- ilinu, sem er líka mjög jákvætt og hef ég ákveðið að hafa galleríið einnig opið næsta sumar,“ útskýrir Sigurlína brosandi. Krafturinn fangaður Sigurlína er fædd og uppalin á bænum Fellskoti í Tungunum, þar sem er hrossaræktarbú og því engin furða að hún hafi lagt viðfangsefnið hestinn fyrir sig. „Hestar hafa alltaf verið fyrir aug- unum á mér og því hafa þeir sterk tök í mér. Mér finnst hesturinn yndisleg skepna, krafturinn og hreyfingin eru viðfangsefni mitt um þessar mundir en ég hef mest stúderað þá síðustu árin, annars mála ég allt,“ segir Sigurlína og bætir við: „Þegar ég var barn teiknaði móðir mín, María Þórarinsdóttir, hesta en síðan var það eiginlega afi minn, Þórarinn Guðlaugsson, sem hvatti mig áfram í listinni þegar ég var 12 ára gömul og gaf mér fyrstu olíulitina mína.“ Lukkuskeifur og krítarteikningar Sigurlína fór í Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og lauk þaðan gráðu árið 1996 en tíu árum. Síðar bætti hún við sig kennsluréttindum og starfar nú sem myndlistar- og heimilisfræðikennari í Grunnskóla Bláskógabyggðar. „Þetta passar ágætlega saman, því þá get ég sinnt listinni meira á sumrin þegar skólinn er í fríi. Þetta var mjög góður tími í sumar, ég var með nokkra hesta hérna fyrir utan hesthúsið og fékk margar hugmyndir að nýjum lista- verkum. Ég hef mikið verið í olíumál- verkum og stórum krítarteikningum, einnig hef ég prófað mig áfram í listmunum eins og að handmála á hænuegg og á lukkuskeifur, en það er alltaf hesturinn sem er í forgrunni,“ segir Sigurlína sem mun flytja vinnu- stofuna aftur heim um jólin og hafa galleríið opið þangað til, en í lok október stefnir hún á að halda nám- skeið í listmálun í hesthúsinu. /ehg Reykholt í Biskupstungum: Myndlistin lifnar við í hesthúsinu Sigurlína Kristinsdóttir opnaði í sumar gallerí í hesthúsinu sínu í Reykholti í Bláskógabyggð og hafa viðbrögð ferðalanga við þessari nýjung verið mjög góð. Myndir / ehg Í hesthúsinu getur að líta ýmsa listmuni eftir Sigurlínu, eins og þessi fallegu handmáluðu hænuegg. Í einni stíunni innréttaði Sigurlína sérstakt krakkahorn, sem féll vel í kramið hjá börnum sem litu inn. Næsta Bændablað kemur út 27. október

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.