Bændablaðið - 13.10.2011, Síða 18

Bændablaðið - 13.10.2011, Síða 18
18 Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011 Nýlega var þriðja skýrsla eftirlits- nefndarinnar birt opinberlega og má sjá skýrsluna í heild sinni á vef efnahags- og viðskiptaráðu- neytisins. Í henni er að finna ýmsar fróðlegar upplýsingar um hvernig lánastofnanir hafa, fram til þessa, staðið að því að leysa fjár- hagsvanda skuldugra fyrirtækja og einstaklinga. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um bændur og lausnir á skuldavanda þeirra. Hér verður tæpt á fáeinum mikil- vægum þáttum úr skýrslunni, hvar fjallað er um bændur og athyglis- verðar niðurstöður þeirra mála. Í skýrslunni fær ráðgjafarþjón- ustan góða umsögn um sinn þátt í fjármálalausnum bænda, en þar er einkum um að ræða vinnslu búrekstr- aráætlana (áætlun um tekjur, breyti- legan og fastan kostnað) og að stilla upp tillögum að fjárhagslausnum. Ráðgjafarþjónusta landbúnaðar- ins hefur, allt frá hruni bankanna, ítrekað bent á tvo þætti sem væru óásættanlegir í vinnuaðferðum bankanna. Annars vegar biðlánin, einkum ógreinilega eða óklára skil- mála þeirra að þrem árum liðnum og hins vegar verðmat bújarða, sem beinlínis hamlar eðlilegri frambúðar- lausn skuldavandans. Svo vitnað sé orðrétt í skýrsluna: „Eftirlitsnefndin vekur athygli á þeirri staðreynd að heildareignamat í skuldsettum búrekstri er jafnan töluvert umfram skuldir. Rekstur margra þessara skuldsettu búa er ekki talinn geta staðið undir þessum skuldum. Þessi staðreynd vekur upp spurningar um þær forsendur sem liggja að baki verðmati eigna sem tengjast búrekstrinum. Eignamat er grundvallað á tiltölulega fáum sölum á bújörðum þar sem virði jarða er hátt. Það má í því sambandi velta fyrir sér hver yrði þróun jarðaverðs ef mikill fjöldi bújarða yrði settur á sölu á sama tíma.“ Lánastofnanir vanmeta vandann Í meðfylgjandi töflu, sem tekin er beint úr skýrslunni af bls. 60, er yfirlit um fjölda búa sem eru í við- skiptum við helstu lánastofnanir, hlutfall búa sem lánastofnanir telja í fjárhagsvanda og hlutfall búa sem bankarnir telja sig vera búna að leysa vandann hjá. Af hverju er ekki búið að leysa vandann ef hann er svona lítill? Ef skuldavandinn er hlutfallslega jafn lítill (6,51% búanna) og lánastofnanir vilja vera láta, er með öllu óskiljan- legt hvers vegna ekki er nú þegar búið að leysa vandann. Sú skýring er mun líklegri að bændur séu upp til hópa skilvísir greiðendur sinna fjár- skuldbindinga og leggi hart að sér við að standa í skilum. Það er væntanlega mjög stór hópur bænda sem svo er ástatt um, og sem bankarnir telja ekki að séu í greiðsluvanda. Í undantekningartilvikum eru skuldir bænda afskrifaðar Allar götur frá hruni bankanna hafa borist fréttir af milljóna og milljarða afskriftum hjá fyrirtækjum og ein- staklingum. Því er stöðugt haldið fram að allar fjármálalausnir séu unnar fyrir opnum tjöldum og að þess sé vandlega gætt að fullt samræmi sé á milli aðila. Ekki skal það dregið í efa. Í skýrslunni er samantekt sem sýnir skiptingu fjármálalausna 33ja bænda í rekstrarlán, biðlán og afskriftir. Mynd 4 á bls. 64 í skýrslunni sýnir uppstillingu á úrlausn þeirra 33ja bænda sem lokið hafa endurskipu- lagningu hjá Arion banka. Einungis 6 bændur hafa fengið afskriftir og sýnir það hversu fáir skulda meira en nemur eignastöðu þeirra. Athygli vekur að hjá 17 bændum (52% tilfella) eru biðlán yfir 30% eftir fjárhagslega endurskipulagn- ingu. Skv. skýrslunni má gera ráð fyrir að þessar tölur hjá Arion banka miðist við skuldir eftir endurútreikn- ing ólögmætra lána, en þó er ekki skýrt hvort leiðréttingar vegna endurútreiknings eru taldar með í afskriftatölum fjármálastofnana eður ei. Mynd 5 á bls. 64 í skýrslunni sýnir hlutfallslega fjárhagsskipan eftir fjárhagslega endurskipulagn- ingu 33ja bænda. Í 19 tilfellum má sjá biðlánin hærri en 30%. Biðlán eru á bilinu 10–60%, en meðaltal biðlána bænda er 35%. Eignamat bújarða er lykilatriði Ljóst er að eignamat bújarða er lykilstærð í úrlausn skuldavanda hjá bændum og ákvarðar oft hvaða úrlausnir bændum standa til boða. Afar litlar afskriftir og hátt hlut- fall biðlána bera þess glöggt merki. Kerfisbundið ofmat bújarða getur því leitt til mismununar í fjárhags- legri endurskipulagningu búrekstrar samanborið við annan rekstur, eins og skýrslan bendir réttilega á. Á meðan jarðaverð er svo mikilli óvissu háð og ekki hefur verið náð samkomulagi um jarðamat verður því að gera kröfu um að hlutfall rekstrarvirðis af matsvirði takmarki ekki þau úrræði sem bændum standa til boða hjá fjármálastofnunum við fjárhagslega endurskipulagningu rekstrarins. BÍ hafa ítrekað, eins og áður segir, vakið athygli fjármálastofn- ana á því að allt of hátt eignamat leiði til hlutfallslega hás biðláns, sem sé klafi á búrekstri er hamli framþróun og hagræðingu í grein- inni. Skýrsluhöfundar taka undir þetta sjónarmið og telja ólíklegt að biðlánin verði nokkurn tíma að vaxtaberandi eignum og leggja jafnframt til að samtök bænda og fjármálastofnana komist að sam- komulagi um afdrif biðlánanna. Eðlilegast væri að einnig yrði gert samkomulag um mat bújarða milli sömu aðila. BÍ eru ávallt reiðubúin til við- ræðna við fjármálastofnanir eða samtök þeirra til að ná samkomulagi um verklag sem orðið getur til þess að auðvelda samskipti, gera reglur skýrar og gegnsæjar og flýta fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu búrekstrar til lengri tíma. /GG/JLE Meginniðurstaða skýrslu eftirlits- nefndar um aðgerðir í þágu ein- staklinga, heimila og fyrirtækja í kjölfar hrunsins, sem fjallað er um á öðrum stað hér í blaðinu, er að hægt gengur í fjárhags- legri endurskipulagningu hjá bændum. Eftirlitsnefndin bendir á að verðmat á eignum bænda sé í fullkomnu ósamræmi við meðferð eigna annarra fyrirtækja. Þeir tveir meginþættir eiga að liggja til grundvallar endurskipulagn- ingar á skuldum bænda; annars vegar greiðslugeta búrekstrarins og hins vegar virði eigna búsins. Veltuhraði í landbúnaði er jafnan mjög lítill og oftar en ekki er ávöxtun fjármagns sem bundið er í landbúnaðarfram- leiðslu lítil. Í stað þess að meta virðið á grundvelli þeirra tekna sem eignir geta skapað eru bankar enn að þrjóskast við að meta virðið á grundvelli óraunhæfra hugmynda um verð á grundvelli verðþróunar jarða á árunum fyrir hrun. Glögglega má sjá veikleikana í þessari aðferðafræði. Verð allra fasteigna hefur fallið mjög mikið eftir hrun. Markaðurinn fyrir jarðir er hins vegar mun grynnri en markaður fyrir fasteignir almennt, þ.e. fáar jarðir skipta um hendur. Að auki er verðmyndunin breytileg enda jarðir misleitar. Verð einnar jarðar gefur takmarkaða vísbendingu um virði annarrar. Þar að auki er óviðun- andi að stuðst sé við mat aðila, sem sjálfir hafa hag af háu verðmati, s.s. eins og fasteignasalar. Af hverju ekki að nota fasteignamatið ? Fasteignamat hefur jafnan verið lagt til grundvallar við endurmat á eignum einstaklinga og smærri fyrirtækja. Hægt væri að leggja til að sömu aðferðafræði verði beitt gagnvart bændum. Það dylst hins vegar engum sem kynnt hefur sér fasteignamat jarða að mikið vantar uppá að það lýsi á raunhæfan hátt virði bújarða. Af þessum sökum hafa bankarnir séð sig knúna til að leggja eigið verðmat til grundvallar við fjárhagslega endurskipulagningu á rekstri bænda. Enginn er þó bættari af því að hafna einu gölluðu mati ef í stað þess kemur annað jafn gallað mat. Tilfellið er að hið gallaða mat bankanna á virði jarða, er langtum hærra en það verð sem búrekstur getur staðið undir. Slík niðurstaða er í hrópandi mótsögn við þá staðreynd að búskapur er enn ráðandi form landnýtingar hér á landi. Hvernig má það vera að flestar jarðir séu nýttar til landbúnaðar ef önnur starfsemi er langtum hagfelldari? Svarið er auðvi- tað að markaður fyrir jarðir er grunn- ur, með lítið framboð, og fáar sölur á heppilegum tómstundajörðum geta gefið mjög misvísandi vísbendingar um verð jarða almennt. Nauðsynlegt er að taka aðferðafræðina við verð- mat jarða til gagngerrar endurskoð- unar svo tryggja megi sanngjarna meðferð bænda, til samræmis við aðra einyrkja. Vandaverk að verðmeta bújarðir Á undanförnum árum hefur land- rými ekki verið takmarkandi fyrir landbúnaðarframleiðslu á Ísland. Framleiðni í landbúnaði eykst, þann- ig að stöðugt má framleiða meira með minna magni aðfanga, s.s. lands og vinnuafls. Að auki hefur fram- leiðslustýringarkerfið í íslenskum landbúnaði, sem byggir á framseljan- legum kvótum, (mjólk og kindakjöt) gert það að verkum að kvóti hefur öðru fremur verið takmarkandi framleiðsluþáttur. Samkvæmt við- teknum kenningum um verðmyndun á landi (s.s. klassískar kenningar von Thünen) ræðst verð á landi af fram- leiðni þess og nálægð við markaðinn. Ef nóg er af landi og kvóti fremur en land takmarkar framleiðsluna gera líkön hagfræðinnar ráð fyrir því að virði lands sé lítið eitt sér, og ræðst þá jafnan af fórnarkostnaði þess til annarrar framleiðslu. Í raunveruleikanum er verðmynd- un jarða mun flóknari. Jarðir, eins og aðrar fasteignir eru fjölbreytilegar og taka verður tillit til aðstæðna á hverjum stað. Þess vegna er erfitt að útbúa reiknireglu fyrir verðlagningu jarða sem ekki mun of-eða vanmeta ákveðnar jarðir. Það er því vandaverk að verðleggja jarðir. Hátt verðmat bújarða leiðir til lítilla afskrifta skulda og hárra biðlána Afleiðingar rangs verðmats eru vandlega raktar í skýrslu Eftirlitsnefndarinnar. Þar er sýnt fram á hve lítið er afskrifað hjá bændum og hve hátt hlutfall skulda er sett í biðlán. Með þessu er viðhaldið mikilli óvissu um langtímaafkomu bænda. Bændasamtökin hafa ítrekað bent á hættuna sem þessu fylgir í samskiptum sínum við lánastofnanir eftir hrun. Bændur sjá lítinn hag í samningum við bankana ef óvissa um framtíðarfjárhag þeirra er nær óbreytt að skuldaaðlögun lokinni. Enn hvíla á rekstrinum skuldir sem hann getur ekki með nokkru móti staðið undir. Framtíðarhorfur allar hvíla á með- ferð bankanna á biðlánunum, í stað þess að ráðast af þróun rekstrar- forsendna. Bændur eru þvingaðir í rekstur þar sem fjárhagsleg framtíð ræðst af duttlungafullum breytingum á efnahagsreikningi fremur en skyn- samlegum rekstarákvörðunum og dugnaði þeirra sjálfra. Ljóst er að taka þarf tillit til marg- víslegra sjónarmiða þegar bankar takast á við það verkefni að endur- meta skuldir bænda. Nauðsynlegt er að létta skuldabyrði nægilega til að bændur sjái hag í því að halda starfsemi áfram. Á hinn bóginn vill bankinn hámarka virði eigna sinna og gefa ekki eftir innheimtanlegar skuldir. Þetta er eðlilegt. Óraunhæft verðmat er hins vegar ekki lausnin. Það ýkir einungis virði eigna bank- anna og dregur úr hvata bænda til að hámarka langtímavirði búrekstrarins, t.d. með því að halda eignum illa eða ekki við. Hægt er að taka undir það sjónarmið að of lágt mat á virði eigna geti leitt til þess að þeir viðskiptavinir bankanna sem varlega fóru finnist þeir hlunnfarnir. Það ber að forðast. Óraunhæft mat á jarðaverði sem byggir á verðlagi áranna 2005-2008 er svo langt umfram raunhæft mat á virði jarða til landbúnaðarframleiðslu að mikið rými er fyrir milliveg. Óraunhæft verðmat hindrar jafn- framt eðlilega hagræðingu í land- búnaði. Framleiðni eykst um 2-2,5% á ári í landbúnaði. Færri og færri bændur þarf til að framleiða mat- væli fyrir þjóðina. Ef hópur bænda er bundinn við óseljanleg býli með óraunhæfu mati á virði eigna er dregið úr möguleikum þeirra, sem og annarra bænda, til að nýta sér þessa þróun annað hvort til að auka umfang rekstrarins eða snúa sér að annarri framleiðslu. Tillöga að nýrri aðferð við mat á virði bújarða: Mat á virði bújarða í tengslum við skuldaaðlögun bænda Skýrsla eftirlitsnefndar um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins: Lánastofnanir vanmeta vandann Mat bújarða er lykilstærð í úrlausn skuldavanda hjá bændum Í skýrslunni segir orðrétt um þessa töflu: „Í töflu 12 (orðrétt) kemur fram að 2.657 bændur eru í viðskiptum hjá bönkunum þann 1. apríl 2011, þar af eru sauðfjárbændur 2006, en kúabændur 651. Bankarnir hafa áætlað að um 173 bændur, aðallega kúabændur, séu í greiðsluvandræðum. Búið er að klára samninga við 20% af þeim sem bankarnir telja að séu í vandræðum. Einum kúabónda hefur verið hafnað um sértæka skuldaaðlögun og einn bóndi hefur farið í gjaldþrot. Athygli vekur að aðeins um 6,5 % allra bænda eru taldir í greiðslu- vanda. Þá vekur einnig athygli hversu ójöfn dreifing leystra mála er milli bankastofnana. Arionbanki stendur að baki nánast öllum þeim málum sem hefur verið lokið fram að þessu“. Þó svo raunhæft verðmat jarða sé vandkvæðum bundið er fjarri lagi að það sé ómögulegt. Á vegum landbúnaðarráðuneytisins hefur starfað úrskurðarnefnd vegna ábúðarlaga sem hefur nákvæm- lega þetta hlutverk; að meta virði bújarða og annarra eigna sem nýttar eru til búrekstrar. Þessi nefnd hefur starfað af vandvirkni og í góðri sátt. Áralangt starf hennar sýnir að slíkt mat er vel mögulegt ef vilji er fyrir hendi að sinna því. Ekki er mögulegt að fela þeirri nefnd mat á jörðum bænda vegna fjárhag- lsegar endurskipulagningar, enda er hlutverk hennar annað sam- kvæmt lögum. Á hinn bóginn gæti starf hennar og lagarammi verið fyrirmynd að nefnd sem fengi það hlutverk að verðmeta jarðir bænda í tengslum við fjárhagslegrar endur- skipulagningu. Slíka nefnd mætti skipa með aðkomu þeirra aðila sem hagsmuna eiga að gæta og með eðli- legum möguleikum til málskots ef deilur koma upp, nokkuð sem vantar í núverandi fyrirkomulag. Hér er því gerð tillaga um, að komið verði á fót úrskurðarnefnd um virði jarða í tengslum við fjár- hagslega endurskipulagningu. Rammi starfs nefndarinnar yrði byggður á úrskurðarnefnd samkvæmt ábúðarlögum og skyldi nefndin skipuð aðilum frá Bændasamtökunum og bankakerf- inu. Með slíku fyrirkomulagi má höggva á þann hnút sem kominn er upp vegna verðmats jarða og ná mun betri árangri í að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu í rekstri þeirra bænda sem eiga í fjárhagserfið- leikum í kjölfar hrunsins. /GG/JLE Tillaga að nýrri aðferðafræði við mat á virði bújarða

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.