Bændablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 20

Bændablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 20
20 Matvælaframleiðsla og Fæðuöryggi BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 13. OKTÓBER 2011 Mannkyni fjölgar hratt. Árið 1800 bjó 1 milljarður manns á jörðinni, og hafði fjölgað í 1,6 milljarða árið 1900. Í ágúst sem leið fór mann- fjöldi jarðar yfir 7 milljarða. Það táknar að fólki hefur fjölgað um 5,4 milljarða á 110 árum, meira en sem nemur samanlögðum fjölda fólks frá upphafi vega. Í kvöld munu 242.000 fleiri setjast að snæðingi en í gærkvöldi. Verður nóg að borða? Samkvæmt upplýsingum FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, þarf að auka matvælaframleiðsluna um 70% til ársins 2050. Mannkynið stendur frammi fyrir mestu áskorun sem við höfum nokkru sinni þurft að takast á við. Það er að framleiða meira af mat til ársins 2060 en sem nemur samanlagðri fæðuframleiðslu síðustu 10.000 ára. Það verður erfitt verkefni á sama tíma og það gengur á flestar meginundirstöður fæðuöflunarinnar. Jarðvegsauðlindir heimsins Það verður ógjörningur fyrir sam- félag þjóðanna að ná markmiðum sínum um nóg af mat og vatni, sporna gegn loftslagsbreytingum og hnign- un líffræðilegrar fjölbreytni, útrýma fátækt og tryggja frið í heiminum, nema til komi stórkostleg bylting í vernd og endurreisn jarðvegsauð- linda heimsins. Í nýlegri bók sem Julian Cribb skrifaði um spurninguna hvort mannkynið nái að brauðfæða sig í framtíðinni (The coming famine – The global food crisis and what we can do to avoid it) kemur fram að á hverri sekúndu tapast 700 tonn af jarðvegi. Á hverjum þremur mán- uðum notar hvert mannsbarn sem samsvarar einni ólympískri sundlaug af vatni, aðallega vegna framleiðslu matvæla. Ræktanlegt land er tak- markað, og minnkar stöðugt. Verð á köfnunarefnisáburði mun hækka samhliða því sem gengur á olíuforða jarðar og skortur á aðgengilegum fos- fór gæti brostið á innan fárra áratuga. Frjótt land verður æ mikilvægara. Er jarðvegur mikilvægasta auðlind jarðarbúa? Án jarðvegs væru lönd jarðar óbyggileg, aðeins klappir, hraun eða nakin urð. Lífræni hluti jarðvegsins er undirstaða fæðu fyrir en meira en 90% mannkyns. Stöðugt gengur á þessa auðlind og eyðimerkurmyndun ógnar tilveru meira en milljarðs jarðarbúa. Lítið hefur farið fyrir umræðu um þessi mál miðað við þá hættu sem að steðjar, og því má líta á vanda jarðvegsauðlindarinnar sem hina þöglu kreppu jarðar. Alþjóðasamfélagið taki á vandanum Haldinn var fundur allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 3. október sl. til að fjalla um þá eyðimerkurvá sem ógnar landkostum víða um heim. Yfir 100 þjóðarleiðtogar, fulltrúar ríkisstjórna og annað hátt- sett fólk sótti þennan fund. Þar kom fram að meginundirstöður sjálf- bærrar þróunar gætu brostið ef ekki væri tekið fastar á þessum vanda. Alþjóðasamfélagið yrði að setja sér það markmið að stöðva landhnign- unina fyrir 2020. Talið er að um 24 milljarðar tonna af jarðvegi verði eyðingaröflunum að bráð á hverju ári. Ræktanlegt land glatast nú 30-35 sinnum hraðar en nokkru sinni fyrr. Fram kom á þessum fundi allsherjarþingsins að árlega breytist um 12 milljónir hekt- arar lands í manngerðar eyðimerkur. Í máli Luc Gnacadja, framkvæmda- stjóra Samningsins um varnir gegn myndun eyðimarka (UN-CCD), kom fram að heimurinn stefni í vanda með jarðveg, sem muni hafa alvarlegri afleiðingar en það „hámark olíunn- ar“ sem nú hefur verið náð. Það er, eyðing jarðvegs er miklu hraðari en nýmyndun hans. aðildarþing Eyðimerkursamningsins haldið í Kóreu. Hann er einn af meginsamningum Sameinuðu þjóðanna ásamt m.a. samningunum um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og varnir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Á aðildarþinginu verður leitað lausna á þessum vanda hnignunar vistkerfa, jarðvegsrofs og eyðimerkurmyndunar. Ísland og umheimurinn Enginn er eyland, og því munu alþjóðlegar aðstæður hafa gífurleg áhrif hér á landi. Við erum háð inn- flutningi áburðarefna og annarra aðfanga til landbúnaðar, og því skiptir miklu að byggja upp og við- halda frjósemi landsins eins hratt og auðið er. Jafnframt þarf að taka fyrir sóun þeirrar auðlindar sem nú er kölluð „lífrænn úrgangur“ og nýta þess í stað í þágu landkosta. Einnig þarf að gæta þess að fórna ekki besta landbúnaðarlandinu undir önnur not. Ísland á margt að gefa í alþjóðlegu jarðvegsverndarstarfi. Við státum af elsta samfellda jarðvegsverndarstarfi nokkurrar þjóðar og mikil þrek- virki hafa einnig verið unnin með skógrækt. Mikillar þekkingar hefur aflast með rannsóknum og starfi. Aðstæður eru hér óvenjugóðar til að sýna bæði afleiðingar langvarandi landhnignunar og hvernig unnt sé að takast á við þennan vanda. Þessi þekking og reynsla er m.a. nýtt í Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóð- anna á Íslandi, sem er hluti af þró- unarsamstarfi Íslendinga og miðar að því að þjálfa fólk frá fátækum löndum í endurreisn landkosta og undirstöðum sjálfbærrar landnýtingar. Nú búa um sjö milljarðar manna á jörðinni og því er spáð að fólks- fjöldinn muni ná jafnvægi eftir 50 ár. Þá verðum við víst orðin níu til tíu milljarðar. Sífellt fleiri gera jafnframt kröfur um meiri og betri mat, líkt og við hér á Vesturlöndum höfum tamið okkur á liðnum ára- tugum. Til að mæta þessari þróun blasir við okkur að tvöfalda þurfi framleiðslu matvæla. Ýmis ljón eru í veginum og eru menn óðum að átta sig á að auðlindir okkar hér á jörðu eru takmarkaðar. Þar nægir að nefna jarðnæði, vatn og jarðefnaeldsneyti. Því verða allir að leggjast á eitt um að nýta sem best það sem við höfum án þess að ganga enn frekar á gæði jarðar- innar. Á þessari vegferð þurfum við að vera óhrædd við að nýta þá þekkingu og tækni sem við búum yfir núna og hlúa jafnframt að vísindamönnum framtíðarinnar, sem vilja leggja okkur lið við þetta risastóra verkefni. Sjálfbærari landbúnaður Hér á landi höfum við hlutverki að gegna. Það væri verðugt verkefni að við sæjum um okkar eigin fæðuöflun eins og við hefðum tök á. Eins mætti velta fyrir sér hvort ekki gæti komið að því að Ísland gæti orðið matar- forðabúr handa hungruðum heimi. Nú leggur innlend landbúnaðarfram- leiðsla til um 50-60% af orkuþörfum íslensku þjóðarinnar. Vert er að muna að framleiðslan er háð innflutningi á aðföngum og munar þar mestu um kjarnfóður, tilbúinn áburð og jarð- efnaeldsneyti, auk véla af ýmsu tagi. Spurningin er því hvort unnt sé að gera íslenskan landbúnað sjálfbærari þegar horft er fram á veginn? Svarið er að sjálfsögðu já – að einhverju leyti. Akuryrkja í vexti Hér á landi eigum við enn gott rækt- unarland sem nýta mætti miklu betur en gert er. Það er þó ekki óþrjótandi auðlind og því er mikilvægt að standa vörð um besta ræktunarlandið. Af vatni eigum við nóg og sennilega er hvergi eins mikið og gott vatn og hér á landi. Góð tíð síðasta áratuginn og markvissar kynbætur á nýjum íslenskum byggyrkjum hafa leitt til mikilla framfara í kornrækt og nú er svo komið að íslenskt bygg er um þriðjungur af kjarnfóðurþörf. Því er spáð að heldur muni hlýna hér þegar líður á öldina. Það gefur færi á aukinni akuryrkju og nú er í augsýn að rækta megi t.d. hveiti og ýmsar próteinríkar olíujurtir. Þarna hafa plöntukynbótamenn og aðrir jarð- ræktarsérfræðingar verk að vinna. Með tíð og tíma ættu ekki að vera nokkur vandkvæði að rækta stærstan hluta þess fóðurs sem bændur þurfa til þess að geta framleitt kjöt og mjólk ofan í þá sem hér munu búa, auk ýmiss konar kornmetis og olíu til manneldis. Ný áburðarverksmiðja? En til þess að unnt sé að framleiða fóðrið þarf áburð. Verð á tilbúnum áburði hefur farið hækkandi að undanförnu og því þarf að leita leiða til þess að nýta betur öll næringar- efni sem til falla og framleiða eins mikinn áburð innanlands og unnt er. Nú er allur tilbúinn áburður fluttur inn en væri ekki ráð að fara aftur að vinna nitur úr andrúmsloftinu með hjálp raforku líkt og gert var á árum áður, fyrir daga einkavæð- ingarátaksins mikla? Það er sýnu umhverfisvænna en að flytja inn nituráburð með ærnum tilkostnaði sem framleiddur er með jarðefna- eldsneyti í útlöndum. Einnig þarf að auka ræktun belgjurta, sem segja má að séu lifandi áburðarverksmiðjur, þar sem bakteríur á þeirra snærum vinna nitur úr andrúmsloftinu. Loks er brýnt að nýta allan lífrænan áburð og úrgang sem til fellur, jafnt í landbúnaði, sjávarútvegi og annars staðar. Þar er einkum mikilvægt að leita leiða til þess að halda fosfór, kalí og öðrum steinefnum og snefilefnum inni í næringarefnahringrásinni. Orkuframleiðsla á bújörðum Ýmislegt bendir til þess að með tíð og tíma geti íslenskur landbúnaður framleitt orku til eigin nota með því að nýta jurtaolíu úr ræktun, líf- massa, búfjáráburð, seyru eða annan lífrænan úrgang sem verður til á býlum. Þetta verður þó að gerast með sjálfbærum hætti þar sem næringar- efnum er skilað aftur á ræktarlandið og notkun tilbúins áburðar haldið í lágmarki. Með hugvitið að vopni má leysa ýmsan vanda. Búvísindamenn eru fullfærir um að bregðast við þeim vandræðum sem að steðja nú í upp- hafi 21. aldar líkt og þeim tókst með hyggjuviti sínu að tryggja fæðuöryggi æ fleira fólks á síðustu öld og vel það. Landhnignun – hin þögla kreppa jarðar? Andrés Arnalds Fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins Landhnignun alið er að um 24 milljarðar tonna af jarðvegi verði eyðingarö unum að bráð á hverju ári. Ræktanlegt land glatast nú 30-35 sinnum hraðar nokkru sinni fyrr. Áslaug Helgadóttir Prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands Fæðuöryggi Fæðuöryggi jarðarbúa Hvað getum við lagt af mörkum? Hveitiakur í Belgsholti haustið 2011.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.