Bændablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 30

Bændablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 30
30 Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011 Á markaði Enn af verðbólgu og matvöruverði 0,0 50,0 100,0 150,0 200,0 250,0 300,0 350,0 400,0 V ís it al a FAO - Vísitölur matvælaverðs frá ársbyrjun 2009 Vísitala matvælaverðs, alls Vísitala kjötverðs Vísitala mjólkurvöruverðs Vísitala kornverðs Vísitala jurtaolíuverðs Vísitala sykurverðs www.buvis.is V e r i ð v e l k o m i n á v e f s í ð u o k k a r HD 10/120 • Hámarksflr‡stingur 135 bar • Vinnuflr‡stingur 10-120 bar • Vatnsmagn 10 l/min • 220 volt, 2,5 kw QUATRO 1000TST • Hámarksflr‡stingur 250 bar • Vinnuflr‡stingur 30-220 bar • Vatnsmagn 15,5 l/min • Vatnstankur 16 l • 400 volt, 5,5 kw H Á G Æ Ð A Þ Ý S K A R H Á Þ R Ý S T I D Æ L U R 279.000,- PROFI T-195 TST • Hámarksflr‡stingur 195 bar • Vinnuflr‡stingur 10-170 bar • Vatnsmagn 8 l/min • 220 volt, 3,2 kw 1151T • Hámarksflr‡stingur 150 bar • Vinnuflr‡stingur 10 -130 bar • Vatnsmagn 10 l/min • 220 volt, 2,8 kw Umræða um matvælaverð fór á mikinn skrið þegar Hagstofa Íslands birti vísitölu neysluverðs í lok september. Verðbólga mæld- ist þá 5,7% miðað við síðustu 12 mánuði. Þegar rýnt er í bakgrunnsgögn Hagstofunnar má greina hvaða þættir vega þyngst í útgjöldum heimilanna og hvernig verðlag á þeim hefur þró- ast. Frá ársbyrjun 2009 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 14,5%. Þeir liðir sem hækkað hafa meira og vega þyngra en búvörur í útgjöldum heim- ilanna eru bensín, innfluttar vörur aðrar (en mat og drykkjarvörur, bíll og bensín), opinber þjónusta og önnur þjónusta. Nefna má einnig að aðrar innlendar mat og drykkjar- vörur hafa hækkað um 18,8% á þessum tíma. Meðfylgjandi súlurit sýna annars vegar hækkun á vísitölu neysluverðs eftir eðli og uppruna frá ársbyrjun 2009 og hins vegar skipt- ingu útgjalda eftir eðli og uppruna. Alþjóðlegt matvælaverð Á sama tíma og verð á búvörum hér á landi hefur hækkað um 12,3% hafa orðið miklar sviptingar á verði mat- væla í alþjóðaviðskiptum. Mikilvægt staðreynd er að aðeins er verslað með um 10% matvæla í heimsvið- skiptum. Langmestu af matvælum er neytt á heimamarkaði. Vísitala FAO fyrir matvælaverð hefur hækkað um 57,4% frá því í janúar 2009 til sept- ember 2011. Samanburður við önnur Evrópulönd Athyglisvert innlegg í umræðu um útgjöld landsmanna til matvöru- kaupa er samanburður við önnur Evrópulönd. Á heimasíðu Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, er hægt að skoða hvernig útgjöld neytenda í löndum ESB og EFTA skiptast innbyrðis samkvæmt sam- ræmdri vísitölu neysluverðs (HICP) sem Eurostat birtir. Hafa verður í huga að Eurostat gerir ýmsar breyt- ingar á upplýsingum frá einstökum löndum til innbyrðis samræmingar. Því getur hlutfall útgjalda til ein- stakra málaflokka verið annað en birtist í upplýsingum Hagstofu við- komandi lands. Samkvæmt upp- lýsingum Eurostat verja íslenskir neytendur 15,1% útgjalda sinna til matvörukaupa. Meðaltal ESB- landa er 15,6%, Svíar eyða 15,3% og Finnar 15,5% sinna útgjalda í mat. Aftur á móti eru útgjöld Dana til mat- vörukaupa aðeins 12,8% af heild- arútgjöldum þó verðlag þar sé það hæsta í Evrópu. Pólskar fjölskyldur eyða hins vegar 21,4% útgjalda sinna í matvörur en þó er verðlag í Póllandi með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Meðfylgjandi mynd hér að neðan sýnir hlutfall heimilisútgjalda til kjötkaupa. Ísland er þar í flokki með Svíþjóð og Danmörku en langt undir meðaltali ESB. Þeir sem taka þátt í umræðum um verðlagshækkanir og útgjöld heimil- anna verða að vera málefnalegir. Það er fjarri lagi að íslenskar búvörur séu megindrifkraftur verðbólgunnar hér á landi, það er augljóst þegar rýnt er í opinber tölfræðigögn. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Laun og verðlag í Evrópu Meðfylgjandi mynd sýnir þróun þessarar vísitölu á þessu tímabi- li en meðaltal áranna 2002 -2004 er = 100. Útgjöld til kjötkaupa, %. Pólverjar verja stórum hluta sinna útgjalda til kjöt- kaupa. Íslendingar eru langt undir meðaltali ríkja innan ESB og Evrópska efnahagssvæðisins. Heimild: Eurostat.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.