Bændablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011
Magnús keypti sér 30 ær árið
2006, svo 80 ær árið 2007 og
fjölgaði svo úr þeim stofni.
Þannig hóf Magnús búskapinn,
en um haustið 2006 fór hann
í Landbúnaðarháskólann á
Hvanneyri, eftir að hafa klárað
smíðanám. Foreldrar Magnúsar,
þau Elías Guðmundsson og
Sigríður Magnúsdóttir, sáu um
ærnar á meðan Magnús var á
Hvanneyri. Vorið 2008 útskrifað-
ist Magnús sem búfræðingur og
hóf þá búskap að fullu. Rannveig,
Arnar Finnbogi og Erla Rán
komu svo inn í búskapinn núna
í sumar, eftir að hafa verið hálf-
gerðir heimalningar á bænum í
tæpt ár .
Býli? Stóra-Ásgeirsá.
Staðsett í sveit? Víðidal í
Húnaþingi vestra.
Ábúendur? Magnús Ásgeir
Elíasson, Rannveig Aðalbjörg
Hjartardóttir, Arnar Finnbogi 6
ára og Erla Rán 3 ára.
Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Ásamt okkur fjórum eru hér tveir
hundar; þau Táta 7 ára og Moli
rúmlega 6 mánaða, og tvær kisur;
þær Gugga 4 ára og Vala Flosa 2
ára.
Stærð jarðar? 950 ha.
Tegund býlis? Hrossa- og sauð-
fjárrækt.
Fjöldi búfjár og tegundir? Í
vetur voru rétt um 300 vetrarfóðr-
aðar ær og um 20 hross.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Vakna, fá sér kaffi og súkkulaði,
út að gefa, temja/þjálfa hross,
gefa svo aftur.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Það er mottó hér á bæ
að það eru engin störf leiðinleg,
bara misjafnlega skemmtileg. En
skemmtilegasti tíminn er vorið,
þegar lömbin og folöldin koma í
heiminn og gróðurinn er að lifna
við. Á haustin er svo líka spennandi
að skoða hvernig lömbin koma út
eftir sumarið og hrossin á fjórða
vetri sem byrjað er að frumtemja.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Svipaðan og núna nema bara betri,
meiri endurræktun á túnum, fimm
fyrstu verðlauna merar í ræktun,
um 400 vetrarfóðraðar ær og svo
svona þrír krakkar í viðbót.
Hvaða skoðun hafið þið á félags-
málum bænda? Félagsmál bænda
hér á svæðinu eru í góðum gír,
félagsmálin hjá hestamannafélag-
inu Þyt eru alveg frábær og til
fyrirmyndar.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni?
Verður örugglega bras áfram en
mikilvægt að halda okkur utan
ESB og auðvelda nýliðun í landa-
búnaðinum.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin
séu í útflutningi íslenskra búvara?
Í mjólkurvörunum og lambakjötinu,
svo að markaðsetja íslenska hestinn
meira.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk og suðusúkkulaði.
Hver er vinsælasti maturinn
á heimilinu? Ætli það séu ekki
Magga Special-samlokurnar.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Það skeður nú margt
skemmtilegt við bústörfin en það
eftirminnilegasta í augnablikinu
er síðastliðið vor, hvað var mikið
rok og kuldi og húsin full af ám
og lömbum sem ekki var hægt að
hleypa út.
4 6
7 1 2
7 8 3
3 4
5 6 1 9 7
5 3
3 9 5
1 3 2
2 9
7
9 4 3 2
2 8 3
2 6
1
1 7 4
8
7 6 3 1 4
3
5 3 9 1
9 5
1 4
3 8
2 6 7 3
9 2 5
6 5
4 9 7
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er
að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar.
Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar
í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki
innan hvers reits sem afmarkaður er
af sverari lín um.
Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem
er lengst til vinstri er léttust og sú
til hægri þyngst en sú í miðjunni
þar á milli.
Hægt er að fræðast nánar um
Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni
www.sudoku2.com og þar er einnig
að finna fleiri þrautir ef þessi
skammtur nægir ekki.
Villti kokkurinn Úlfar Finn-
björnsson hefur í samvinnu við
Sölku útgáfu gefið út uppskrifta-
bókina Stóru bókina um villibráð,
sem er alfræðirit um nýtingu villi-
bráðar. Bókin er skreytt fróðleiks-
molum og margar sælkeraupp-
skriftir má finna í henni en hér
koma örlítil sýnishorn.
Söltuð gæsalæri
með dijon-sinnepi
Fyrir 4
8 gæsalæri
2 dl gróft salt
½ dl nítrítsalt, má sleppa
1 dl sykur
Aðferð:
Hyljið gæsalæri með salti og sykri og
geymið við stofuhita í 3 klukkustundir.
Skolið þá saltið af lærunum og setjið
þau í pott með köldu vatni þannig að
rétt fljóti yfir þau. Sjóðið við vægan
hita í 2-3 klukkustundir eða þar til
lærin eru orðin mjúk undir tönn. Berið
lærin fram með dijon-sinnepi, blönd-
uðu, soðnu grænmeti og kartöflum.
Skarfalærapottréttur
Fyrir 4
800 g kjöt af skarfalærum, einnig má nota gæs
4 msk. olía
salt og nýmalaður pipar
1 laukur, skorinn í báta
10 sveppir, skornir í báta
200 g ferskir villisveppir eða 50 g þurrkaðir, lagðir
í bleyti
6-8 dl villibráðarsoð eða vatn og nautakraftur
1 dl rúsínur
½ dl þurrristaðar furuhnetur
2 dl rjómi
sósujafnari
Aðferð:
Geymið kjötið við stofuhita í u.þ.b.
20 mínútur og sigtið allan vökva frá.
Steikið kjötið upp úr olíu á vel heitri
pönnu í 3-4 mínútur eða þar til það er
orðið fallega brúnað. Kryddið með
salti og pipar. Bætið lauk, sveppum
og villisveppum á pönnuna og steikið
í 3-4 mínútur til viðbótar. Hellið villi-
bráðarsoði á pönnuna og sjóðið við
vægan hita í 50-60 mínútur eða þar til
kjötið er orðið mjúkt undir tönn. Bætið
rúsínum og furuhnetum saman við og
sjóðið í 5 mínútur til viðbótar. Hellið
rjóma út í og þykkið með sósujafnara.
Smakkið til með salti og pipar. Berið
fram með t.d.
hrísgrjónum eða kartöflumús, salati
og brauði.
/ehg
MATARKRÓKURINN
Líf og lyst
BÆRINN OKKAR
Veisluréttir úr villibráð
9
2 6
Erla Rán og Arnar Finnbogi á hestinum Dróma frá Stóru-Ásgeirsá, 6 vetra,
fyrsta hestinum sem öll fjölskyldan á saman. Rannveig og Magnús standa hjá.
Stóra-Ásgeirsá
5
Söltuð gæsalæri með dijon-sinnepi er einfalt að matreiða en þau taka
svolítinn tíma í suðu.