Bændablaðið - 12.07.2012, Síða 10

Bændablaðið - 12.07.2012, Síða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. júlí 201210 Fréttir Sveitaverslanir sem bjóða handverk og búvörur hafa opnað víða um land á síðustu árum. Á Kirkjubæjarklaustri er nú rekin lítil verslun í gamla samkomuhúsinu Kirkjuhvoli og ber hún heitið „Sveitabragginn“. Þar ræður ríkjum Kristín Bjarnveig Böðvarsdóttir en hún ákvað einn góðan veðurdag að opna verslun í félagi við vinkonu sína sem nú er farin til annarra verka. „Við opnuðum í fyrrasumar þrátt fyrir eldgos, flóð og lokaðan hringveg. Hér í kring eru margir að framleiða fjölbreytt handverk sem fæst hér í búðinni ásamt ýmsum matvörum. Við stefnum á að selja meiri mat en höfum m.a. boðið upp á Klaustursbleikju, gæs, ís frá Fossi í Mýrdal og Brunnhóli í Austur- Skaftafellssýslu og ýmsar sultur. Viðtökurnar hafa verið góðar,“ segir Kristín sem auk verslunarstarfanna vinnur hlutastarf hjá Arion-banka á Klaustri. Hún er með sveigjanlegan opnunartíma en segist hafa opið þegar fólk er á svæðinu. Kristín leigir húsnæðið af hreppnum en áður var þarna m.a. rekinn leikskóli, sólbaðs- stofa og líkamsræktarstöð, þó ekki séu fermetrarnir margir. /TB Handverk og búvörur í Sveitabragganum Kristín Bjarnveig Böðvarsdóttir verslunarkona með sambýlismanni sínum, Antoni Kára Halldórssyni, og tíkinni Nótt. Mynd: TB Sveitamarkaðurinn í Eyjafjarðarsveit Sumardagur á sveitamarkaði í Eyjafjarðarsveit hefur nú göngu sína sjöunda sumarið. Eins og áður er markaðurinn á blómum prýddu torgi Gömlu garð- yrkjustöðvarinnar við Jólagarðinn. Óhætt er að segja að á markaðnum sé fjölbreyttur varningur í boði. Má þar nefna brodd, brauð og kökur af ýmsu tagi, sultur og saftir. Einnig allskonar handverk svo sem prjónavörur, þæfða ull, vörur úr mokkaskinni, dúkkuföt, skartgripi og ótal margt annað. Notalegt er að setjast niður og gæða sér á nýbökuðum vöfflum með rabarbarasultu beint úr pottinum og rjúkandi kaffi. Seljendur eru flestir heimamenn og úr nágrannasveitum eða hagleiksfólk sem á leið um og staldrar við með vöru sína. Þetta skapar skemmtilega fjölbreytni sem markaðurinn er þekktur fyrir. Samstarfshópurinn Fimmgangur heldur utan um sveitamarkaðinn og leggur mikið upp úr að varningurinn sem boðinn er sé heimaunninn eða falli vel að umhverfinu og sveita- lífinu. Fyrsti markaður sumarsins verður nú á sunnudag, 15. júlí, og svo alla sunnudaga í sumar til og með 19. ágúst. Sveitamarkaðurinn er opinn frá kl. 11 til 17. Fleiri ferðamenn utan hins hefðbundna ferðamennskutíma Sumarið fer vel af stað hjá ferðaþjónustubændum og bjart framundan Um þriðjungur gistinátta í dreifbýli er innan vébanda Ferðaþjónustu bænda. Það er ekki víst að allir átti sig á því hversu gríðarlega umfangsmikil ferðaþjónusta er rekin á landsbyggðinni undir formerkjum bænda. Sævar Skaptason er fram- kvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Bændablaðið tók hús á Sævari og spurði hann fyrst út í hvernig ferða- mennskan liti út nú í byrjun júlí. „Sumarið hefur farið mjög vel af stað. Við erum að horfa á sambæri- legar tölur eins og leit út fyrir sum- arið 2010, fyrir gos. Þessu er auð- vitað misskipt milli svæða, á stöðum sem eru lengra frá suðvesturhorninu fer ferðamennskan yfirleitt seinna af stað. Hins vegar er allt komið í fullan gang núna. Það lítur út fyrir að þetta verði gott ferðasumar, alla vega hvað varðar erlenda ferðamenn.“ Eldgosið farið að skila ferðamönnum Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 olli bændum á Suðurlandi verulegum búsifjum og erfiðleikum. Það átti við um ferðaþjónustubændur eins og aðra. Sævar segir að nú séu afleið- ingar gossins að mestu hættar að vera neikvæðar fyrir ferðaþjónustuna. „Menn fundu fyrir afleiðingum gossins í fyrra. Það voru sérstak- lega Íslendingar sem voru seinir til að fara inn á svæðið til að gista þar. Ég held hins vegar að núna sé það búið og gagnvart erlendu ferðamönn- unum séum við nú farin að uppskera auglýsingagildi eldgossins. Þeir vilja fræðast og helst sjá gosstöðvarnar. Það er ekki til sá erlendi ferðamaður sem hingað kemur sem ekki veit af gosinu.“ Fjölbreytnin er styrkleikinn Fjölbreytnin er mikil í gistimögu- leikum og afþreyingu á meðal félaga innan Ferðaþjónustu bænda. „Styrkleiki okkar er fjölbreytnin. Við erum með gömlu, góðu gildin, hefðbundna heimagistingu þar sem boðið er upp á tvö, þrjú herbergi eða þar um. Svo erum við með millistóra staði og upp í stóra staði þar sem bændur hafa byggt upp heilu sveita- hótelin. Það er algengt að ferðamenn vilji blanda þessu saman, komast í návígi við bændur á litlum stöðum þar sem hægt er að spjalla við bænd- ur um lífið og tilveruna í sveitinni. Á því hafa ferðamenn áhuga. Svo gista þeir kannski aðrar nætur á stærri stöðum sem gefa ekki eins mikla möguleika á návígi en bjóða þá upp á aðra hluti. Ferðamennirnir sem eru að ferðast um landið á bíla- leigubílum hafa áhuga á að fræðast meira um landið en lesa má í ferða- handbókunum og bændurnir okkar eru þar í lykilaðstöðu. Það sem skiptir máli í þessu er að gestunum finnist vel tekið á móti sér, að þeir séu velkomnir.“ Sævar segir að ferðamennskan hafi tekið miklum breytingum síðustu ár. „Við erum að sjá betri nýtingu á jaðarsvæðunum, svæð- unum sem eru lengra frá hinum hefðbundnu túristastöðum. Við erum sömuleiðis að sjá að fleiri ferðamenn eru á ferðinni utan hins hefðbundna ferðamennskutíma, á jaðartímum. Auðvitað eigum við hins vegar langt í land með að ná ásættanlegri nýtingu á jaðartímum, við þurfum að lengja í báða enda.“ Yfir sumartímann eru erlendir ferðamenn allt að níutíu prósent gesta, að sögn Sævars. Íslendingar nýta jaðartímann betur og þar eru enn frekari sóknarfæri. „Vorverkin í sveitinni, til að mynda, vekja athygli Íslendinga. Sömu sögu má segja um haustin: berjatínslu, göngur og réttir. Þarna eru klárlega markaðstækifæri framtíðarinnar innanlands.“ Létt undir með bændum Ferðaþjónusta bænda hefur verið í fararbroddi í markaðssetningu og sölu á netinu. Síðustu ár hefur verið unnið markvisst í þeim efnum og hefur verið byggt upp bókunarkerfi sem aðilar í Ferðaþjónustu bænda geta nýtt. „Við erum hins vegar í harðri samkeppni við erlendar bókunarsíður sem ekki borga neina skatta eða gjöld hér á landi. Það stökkva margir gistiaðilar til og skella sínum herbergjum inn á þessar síður, sem selja vissulega nokkuð vel. Til að bregðast við þessu höfum við greitt bændum sem selja sína gistingu með okkar bókunarkerfi bónus eftir árið. Það fá menn ekki frá erlendu bókunarsíðunum. Sömuleiðis höfum við greitt bændum fyrirfram 20 prósent af væntanlegum viðskiptum sumarsins síðustu þrjú ár. Þetta höfum við gert til að létta bændum reksturinn þegar pyngjan er létt og þetta fá menn ekki frá erlendu fyrirtækjunum,“ segir Sævar. Sævar segir að næsta verkefni sé að selja afþreyingu en ekki bara gistingu hjá bændum. „Við höfum unnið markvisst að því síðustu tvö ár með bændum að þróa og markaðssetja sérstöðu þeirra. Það er alveg ljóst að það er framtíðarstefið í þessu. Eftir nokkur ár held ég að Ferðaþjónusta bænda verði afar öflugur aðili þar sem sérstaðan og afþreyingin verða í forgrunni og gistingin kemur þar á eftir.“ Sævar segir að mikilvægasta verkefni næstu missera sé að sameina krafta aðila í landbúnaðinum og ferðaþjónustunni. „Ferðaþjónusta bænda, Opinn landbúnaður, Beint frá býli, hestamenn og aðrir aðilar þurfa að taka saman höndum og horfa með sameiginlegri sýn á landsbyggðina. Menn eru að vinna svolítið hver í sínu horni og því þurfum við að breyta. Ferðaþjónusta bænda er til í þennan slag, við höfum tólin og tækin til þess og verðum að einhenda okkur í þetta.“ /fr Mikilvægasta verkefni næstu missera er að sameina krafta aðila í landbúnaði og ferðaþjónustu, segir Sævar Skaptason. Mynd: FR

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.