Bændablaðið - 12.07.2012, Síða 32

Bændablaðið - 12.07.2012, Síða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. júlí 2012 Hér sést Sigríður á tuftvélinni, sem búið er að þræða fimm ullarþræði í en hægt er að setja mismunandi nálar í vélina og geta þær stöllur leikið sér með þræðina að vild. Íslensk hönnun Koma íslenskri mottugerð í réttan farveg Í gamalli saltpétursverksmðju í Gufunesi í Reykjavík hafa textíl-listakonurnar Sigríður Ólafsdóttir og Sigrún Lára Shanko opnað mottuverksmiðjuna Élivoga. Þær eru þær einu á landinu sem handtufta mottur og má að vissu leyti segja að þær séu að endurvekja gólfteppa- gerð á Íslandi, sem hefur legið niðri í fjöldamörg ár. Upphaf: „Við kynntumst á textílverkstæðinu á Korpúlfsstöðum því báðar höfum við grunn í textílnum. Ég er útskrifuð í textíl frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er einnig með masters- gráðu í vöruhönnun frá Svíþjóð. Ég lærði að gera álíka gólfteppi og við gerum hér úti í Svíþjóð,“ útskýrir Sigríður og Sigrún Lára bætir við: „Ég er sjálfmenntuð í textíl og hef mikið unnið með silki þar sem ég tek menningararfinn okkar og færi hann í myndbúning. Ég rak vinnustofu í nokkur ár á Skólavörðustígnum en hætti því þegar kreppan skall á. Sem unglingur lærði ég að gera flos og það nýtist vel í teppagerðinni hér.“ Efniviður: „Við kaupum sérstakan jafa frá Þýskalandi sem er úr pólíester og ber motturnar uppi. Fyrir fráganginn erum við með náttúrulegt latex til að binda mottuna saman. Síðan er það íslenska ullin sem við notum í sjálfa mottuna. Ég held að fólk átti sig ekki á hvað íslenska ullin er einstök og við tökum henni sem sjálfsögðum hlut. Síðan fer maður erlendis og kynnir þetta hráefni og fólk er mjög hissa á að heyra eiginleikana,“ segir Sigrún Lára og Sigríður heldur áfram: „Íslenska ullin er alveg kjörin í gólf- mottur því hún er svo sterk. Önnur ull sem notuð er til gólfteppagerðar hefur ekki þessa sömu eiginleika og íslenska ullin og það er sérstaða okkar á erlendum markaði. Við erum í miklu og góðu samstarfi við Ístex en þeir tvinna fyrir okkur einband sem við notum í motturnar, þannig að segja má að við séum að nota tífaldan þráð í þær.“ Innblástur: „Við ákváðum í byrjun að vinna með íslenskt hráefni eins og þess gæfist kostur og að tengja hönnunina við íslenska náttúru og menningu. Fyrsta línan okkar er helguð íslenskum árfarvegum en þá teiknum við upp mynstur eftir landakortum og búum til mottu eftir því. Hugmyndin að þessu sem fyrstu línunni okkar var í raun út af nafni fyrirtækisins, Élivogar, sem þýðir ár í sköpun- arsögu norrænar goðafræði. Við erum einnig byrjaðar að fikra okkur áfram með að gera eftir jöklum og síðan er spurning hvort við hellum okkur ekki í sjónabókina þar sem má finna gamla íslenska saumaskap- inn,“ segir Sigríður brosandi. Framundan: „Við erum alltaf að prófa okkur áfram og erum enda- laust að læra. Við sýndum í fyrsta sinn á síðast- liðnum Hönnunarmars og fengum góðar viðtökur. Einnig hafa mottur frá okkur farið til sýningar í Finnlandi og nýverið skrifuðum við undir samning við umboðs- konu í London sem við vonumst til að beri gott af sér. Motturnar okkar eru seldar í verslununum Kraum og Epal hér heima en við vildum gjarnan hafa fleiri sölu- aðila úti á landi. Annars erum við hér á vinnustofunni alla daga ef fólk vill leita til okkar með sínar sérlausnir og hugmyndir og það ber að nefna að möguleikarnir í mottugerðinni eru óþrjótandi hvað varðar stærð, liti og lögun,“ útskýrir Sigrún Lára. /ehg Textílkonurnar Sigrún Lára Shanko og Sigríður Ólafsdóttir hafa komið sér upp aðstöðu í Gufunesi í Reykjavík þar sem þær tufta gólfmottur í öllum stærðum og gerðum. „Hof“ kemur frá Hofsá í Vopnafirði. „Sökk“ verður til úr Tungnaá norðan Svartárkróks, en í einfaldaðri mynd. Katla“ sýnir svæðið neðan Mýrdals- jökuls þar sem Múlakvísl rennur ásamt fleiri ám, en í einfaldari mynd en er í raunveruleikanum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.