Bændablaðið - 12.07.2012, Síða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 12. júlí 2012
5 9 4
8 1
1 6 3 2
7 8
4 9 2
2
6 8 3 9
2
9 5 6
4
7 6
1 2 7 9
8 9 4
4
3 8 1
3
7 4 9 8 2 1
5 8 9 3
8 4 6
1 5
9
1
3 9 6 4 5
9 2
8 7 6 4
324 7 7 7
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar
er að setja réttar tölur frá 1-9 í
eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt
og heldur ekki innan hvers reits sem
afmarkaður er af sverari lín um.
Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem
er lengst til vinstri er léttust og sú til
hægri þyngst en sú í miðjunni þar á
milli.
Hægt er að fræðast nánar um
Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.
sudoku2.com og þar er einnig að finna
fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir
ekki.
Sabína Ósk Pálmarsdóttir er búin
að fara á hestanámskeið í sumar og
hafði gaman af. Hún ætlar að gera
margt fleira áður en hún byrjar í 1.
bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ
í haust, því hún fer í heimsókn til
ömmu sinnar og afa til Noregs og
passar litla bróður sinn Patrek
Þorra, sem er rúmlega eins árs,
svo fátt eitt sé nefnt.
Nafn: Sabína Ósk Pálmarsdóttir.
Aldur: 6 ára.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Búseta: Mosfellsbær.
Skóli: Er að byrja í Varmárskóla í
haust.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Er viss um að mér finnst
leikfimi skemmtilegust.
Hvert er uppáhalds dýrið þitt?
Hvolpar og hestar.
Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur.
Uppáhaldshljómsveit: Blár ópal.
Uppáhaldskvikmynd: Björn bróðir.
Fyrsta minningin þín? Þegar ég var
lítil og ruslaði til í herberginu mínu
með bleyjunum mínum.
Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á
hljóðfæri? Ég hef verið á hestanám-
skeiði á sumrin.
Hvað er það skemmtilegasta sem
þú gerir í tölvu? Horfa á myndbönd
á Youtube.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Dýrakennari.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Þegar ég er að berjast
við Jökul vin minn í leikskólanum.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
hefur gert? Leiðinlegast í heimi er
að laga til í herberginu mínu.
Ætlar þú að gera eitthvað sér-
stakt í sumar? Ég ætla að fara á
hestanámskeið í hraðahóp, fara til
Noregs að heimsækja ömmu og afa
og frændsystkini mín, borða fullt af
ís og passa litla bróður. /ehg
Prjónað pils
– hlýtt og gott, tilvalið
í fjallgönguna!
Prjónahornið
Fólkið sem erFir landið
Ætlar að borða fullt af ís í sumar
Fyrsta minning Sabínu Óskar er af því að rusla til í herberginu sínu með
eigin bleyjum
Margir nota sumarfríið til að ganga á fjöll,
þá er gott að eiga hlýtt og fljótprjónað pils
til að ganga í.
Gypsy-garnið hentar einmitt mjög vel til
þess.
Stærð:
S – M – L – XL – XXL – XXXL
Mitti:70 – 74 – 82 – 90 – 102 – 110 cm
Kantur: 100 – 106 – 114 – 122 – 134 – 146 cm
Lengd: 40 – 42 – 44 – 46 – 48 – 50 cm
Efni:
Gypsy frá Kartopu nr. 410, 300 – 350 – 350 –
400 – 450 – 500 g
Hringprjónn nr. 7 x 80 cm
Hringprjónn nr. 6 x 80 cm
Prjónafesta:
10 x 10 cm = 13L x 18 umferðir
Aðferð:
Úrtaka:
Takið úr þannig við 1. og 3. merki: prjónið uns
komið er að merki, takið 1L óprj, prj 1L, steypið
þeirri óprj yfir. Takið úr þannig við 2. og 4. merki:
prjónið uns 2L eru að merki, prj þær 2 saman.
Pils:
Pilsið er prjónað neðan frá og upp. Fitjið upp
120 – 126 – 136 – 146 – 160 – 176 L á hring-
prjón nr. 6 og prjónið garðaprjón 4 cm, skiptið
þá yfir á hringprjón nr. 7 og prjónið slétt uns
stykki mælist 17 – 18 – 19 – 20 – 21 – 22 cm.
Setjið þá merki þannig: 1. merki eftir 15. – 15.
– 17. – 17. – 20. – 22. L, 2. merki eftir 45. –
48. – 51. – 56. – 60. – 66. L, 3. merki eftir 75.
– 78. – 85. – 90. – 100. – 110. L, 4. merki eftir
105. – 111. – 119. – 129. – 140. – 154. L. Í
næstu umferð er tekið úr 1L við hvert merki (sjá
„úrtaka“ undir Aðferð). Endurtakið svo úrtökuna
í 4. hverri umferð, alls 6 – 6 – 7 – 7 – 7 – 8
sinnum = 96 – 102 – 108 – 118 – 132 – 144 L.
Þegar stykki mælist 31 – 33 – 35 – 36 – 38 – 40
cm, skiptið þá yfir á hringprjón nr. 6 og takið úr
12 – 14 – 10 – 10 – 10 – 12 L jafnt yfir umferð.
Prjónið svo lsl, 1br uns stykki mælist 40 – 42 –
44 – 46 – 48 – 50 cm. Fellið laust af með sléttu
yfir sléttu og brugðnu yfir brugðnu.
www.heimavik.is
Áskrift að Bændablaðinu
borgar sig!
Tryggðu þér áskrift af Bændablaðinu
og fáðu blaðið sent heim til þín.
Ársáskrift kostar einungis 6.600 kr.
en eldri borgarar fá 50% afslátt.
Þeir sem tryggja sér áskrift í júlí og ágúst
fá sérmerktan bol frá
Bændablaðinu í kaupbæti.
Með áskrift tryggir þú þér 24 tölublöð
af Bændablaðinu á ári.
Auglýsinga- og áskriftarsími
Bændablaðsins er 563-0303
Netfang: bbl@bondi.is