Bændablaðið - 02.02.2012, Síða 4
Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 20124
Fréttir
Fyrirtækið Kanína ehf. er ungt
sprotafyrirtæki á sviði mat-
vælaframleiðslu, sem var stofnað
haustið 2011 og leitar nú að nýjum
hluthöfum til að styrkja rekstur-
inn. Að fyrirtækinu stendur Birgit
Kositzke, búsett á Hvammstanga í
Húnaþingi vestra.
Markmið fyrirtækisins er ræktun
kanína til manneldis. Í dag er rækt-
unarstofninn um 20 kanínur, en
markmið er að byggja upp 250 gripa
ræktunarhóp sem muni gefa af sér
u.þ.b. 6.000 sláturgripi á hverju ári.
Í tilkynningu frá félaginu segir
m.a. að Kanína ehf. sé að leita eftir
framsæknu fólki sem vilji taka þátt í
þessu frumkvöðlastarfi og sé tilbúið
til að leggja inn hlutafé. Hver hlutur
er 10.000 ISK. Hægt er að skrá sig í
gegnum heimasíðuna www.kanina.
is.
Fundur á næsta miðvikudag
Áhugasamir geta óskað eftir að
fá viðskiptaáætlun fyrirtækisins í
gegnum netfangið info@kanina.
is. Þá verður haldinn kynningar-
fundur á Selfossi miðvikudaginn
8. febrúar nk. kl. 15:30, í húsnæði
Búnaðarsambands Suðurlands
Austurvegi 1.
Búið er að gera samning um leigu
á fjárhúsum í Tjarnarkoti í Húnaþingi
vestra, undir ræktunina. Vörumerki
er tilbúið, heimasíðan www.kanina.
is er á frumstígi og farin í loftið, og
fyrstu kanínurnar eru mjög duglegar
að fjölga sér. Þá eru fyrstu skinnin
þegar farin til sútara.
Í tilkynningu frá félaginu segir
jafnframt að í núverandi stöðu sé afar
brýnt að byggja upp ræktunarhóp
á árum 2012 og 2013. Þrátt fyrir
ágæta frjósemi taki fjölgun kanína
tíma, þar sem hlutfall kven- og karl-
dýra er nokkuð jafnt í hverju goti.
Læður geta byrjað að fjölga sér 8
mánaða gamlar. Því fer langur tími í
eldi ræktunarhóps en á meðan skilar
ræktunin litlum sem engum tekjum.
Á fullt skrið fyrir árslok 2013
Sótt hefur verið um leyfi til MAST
vegna fyrirhugaðs innflutnings á
sérstakri holdakanínutegund. Einnig
hefur verið sótt um leyfi fyrir lítilli
sláturlínu. Stefnt er að samvinnu við
sláturhús á Íslandi þegar kemur að
því að slátrun hefjist fyrir alvöru en
gert er ráð fyrir að það verði fyrir
jólin 2013.
Hafinn er undirbúningur að
útgáfu uppskriftakvers um eldun
kanínukjöts og munu uppskriftir
einnig birtast á heimasíðu. Samhliða
þessu verður unnið að leyfis- og fjár-
öflunarmál af fullum þunga.
Kanína ehf. leitar eftir auknu hlutafé:
Ráðgert að framleiðsla á kanínukjöti
verði komin á fullt skrið í lok næsta árs
Sala á dráttarvélum
jókst á síðasta ári
– Mikil batamerki, segja vélasalar og búast við aukningu á þessu ári
Samkvæmt gögnum Umferðarstofu
voru 50 dráttarvélar nýskráðar á
síðasta ári. Er um nokkra aukn-
ingu að ræða í samanburði við
árið 2010 en þá voru nýskráðar
dráttarvélar 32 samkvæmt sömu
gögnum. Þrátt fyrir aukningu milli
ára er enn langt í land með að
metárinu 2007 verði náð en það ár
voru nýskráðar vélar 382 talsins.
Sala dráttarvéla hrundi með efna-
hagshruninu í byrjun október 2008
en fram til októbermánaðar það ár
voru 123 vélar nýskráðar. Ellefu
vélar voru nýskráðar í október,
nóvember og desember 2008 og má
gera ráð fyrir að flestar þeirra hafi
þegar verið pantaðar. Allt árið 2009
voru hins vegar einungis 29 vélar
skráðar.
Fram kemur í gögnum Umferðar-
stofu að það voru Kubota vélar sem
höfðu vinninginn í sölu síðasta ár en
skráðar voru 14 nýjar slíkar vélar.
Þar með er hins vegar ekki öll sagan
sögð því ekki eru bara hefðbundnar
dráttarvélar skráðar í þeim gögnum.
Undir tollflokk dráttarvéla falla
meðal annars smærri vélar sem ekki
eru í eðli sínu dráttarvélar, þó víða
séu þær notaðar við landbúnaðar-
störf. Ein Kubotavélin fellur ein-
mitt í þennan flokk, að sögn Odds
Einarssonar framkvæmdastjóra Þórs,
en þar er um að ræða fjölnotahjól
með palli.
Jötun Vélar seldu á síðasta ári 13
Valtra dráttarvélar og voru því jafn
margar Kubota og Valtra vélar seldar.
Þriðju í röðinni á síðasta ári voru
síðan Massey Ferguson vélar en sam-
kvæmt tölum Umferðarstofu voru níu
slíkar vélar nýskráðar. Samkvæmt
upplýsingum frá Finnboga
Magnússyni, framkvæmdastjóra
Jötuns, seldi fyrirtækið hins vegar
bara átta vélar síðasta ár. Ekki er ljóst
hvaðan níunda vélin er til komin en
mögulega hefur hún verið flutt inn
notuð.
Þeir vélasölumenn sem
Bændablaðið ræddi við voru á þeirri
skoðun að líkur væru til að aukning
yrði á sölu í ár. Uppsöfnuð þörf
væri fyrir endurnýjun og eftir því
sem rykið settist meira eftir efna-
hagshrunið ykist salan. Hjá Jötni
hafa menn fengið töluverðar fyrir-
spurnir og nú þegar hafa verið lagðar
inn pantanir fyrir nokkrum fjölda.
„Ég hef tilfinningu fyrir því að veru-
leg aukning verði á markaðnum í
ár. Það eru klár batamerki í þessu,“
segir Finnbogi í Jötni og bætir því
við að einnig séu vísbendingar um
aukningu í sölu á öðrum tækjum, svo
sem rúllusamstæðum.
/fr
Kubota er samkvæmt tölum
Umferðarstofu söluhæs-
tadráttarvélin 2011. Kubota
M-9540 dráttar-
vélin sem hér sést er
með 95 hestafala mótor
en minnsta vélin úr M-40
línunni frá Kubota
er með 63
mótor.
Jötunn Vélar seldu 13
Valtra vélar á síðasta
ári eða jafn margar og
Þór af Kubota. Valtra
framleiðir dráttarvélar í
og með mótorum allt frá
Frestur sem eigendum katta á
Akureyri var gefinn til að skrá
þá, rann út um áramót, en þó
nokkuð var um að kattaeigendur
létu skrá ketti sína hjá bæjar-
yfirvöldum fyrir áramót. Þeir sem
ekki gerðu það þurfa að greiða sér-
stakt skráningargjald sem ekki
var innheimt fyrr en nú eftir 1.
janúar 2012.
Alls er búið að skrá um 230
ketti um þessar mundir, en nokkrar
umsóknir um leyfi til að halda kött
eða ketti voru ófullkomnar, sam-
kvæmt upplýsingum frá bænum.
Talið er að um 1000 kettir séu á
Akureyri en sú tala er byggð á upp-
lýsingum frá dýralæknum.
Tveir kattaeigendur á Akureyri
hafa kært bæði skráningar- og
eftirlitsgjald Úrskurðarnefndar um
hollustuhætti og mengunarvarnir.
Bæjarbúar hafa misjafnar skoð-
anir á málinu, en gjaldið hefur verið
ákveðið og því verður ekki breytt
nema með formlegri ákvörðun
framkvæmdaráðs sem bæjarstjórn
staðfestir.
Lítið hefur verið um nýskráningar
hunda upp á síðkastið eftir mikla
fjölgun á liðnum misserum og eru nú
skráðir alls 578 hundar á Akureyri.
Búið að skrá um 230 ketti á Akureyri
Ný reglugerð um kattahald hefur tekið gildi á Akureyri og er eigendum þeirra
nú gert að skrá þá og greiða skráningar- og eftirlitsgjöld. Tveir kattaeigendur
hafa kært málið sem bíður afgreiðslu Úrskurðarnefndar um hollustuhætti
sér á ís! Mynd / MÞÞ
Matís og Landbúnaðarháskóli
Íslands unnu að verkefni á árunum
2009-2011 sem átti að stuðla að auk-
inni neyslu á innlendu matkorni.
Skýrsla um verkefnið var nýverið
gefin út og má nálgast hana rafrænt
á vef LbhÍ. Jafnframt þeirri vinnu
var unnið að því að skilgreina gæða-
kröfur fyrir bygg til manneldis.
Þeim er ætlað að vera viðmið í við-
skiptum með bygg til matvælafram-
leiðslu, en mismunandi kröfur eru
settar fram um matbygg og bygg til
ölgerðar. Þá eru einnig skilgreindar
sérstakar gæðakröfur fyrir þurrkað
fóðurbygg.
Verklagsreglur fyrir innra eftirlit
voru einnig teknar saman fyrir vinnslu
byggs á býlinu Þorvaldseyri undir
Eyjafjöllum og er reiknað með að þær
verði hægt að yfirfæra á önnur býli.
Undanfari verkefnisins var annað
verkefni sem Matís og LbhÍ unnu
saman að á árunum 2006-2008, en
það fólst í könnun á efnainnihaldi í
íslensku byggi og möguleikum á hag-
nýtingu þess til matvælaframleiðslu.
Er skemmst frá því að segja að þar
kom í ljós að íslenska byggið var talið
öruggt m.t.t. örvera og aðskotaefna,
auk þess sem gæði afurða úr bakstri
og bjórgerð úr því voru talin full-
nægjandi.
Í skýrslunni kemur fram að nýting
á íslensku byggi í bökunariðnaði hafi
leitt til nýsköpunar, sparað gjaldeyri og
skapað atvinnu. Könnun á framboði
á matvöru úr innlendu korni leiddi
í ljós að margvísleg matvæli standa
neytendum til boða. Þar var að finna
byggmjöl, bankabygg, byggflögur,
heilhveitimjöl, brauð, kex, flatkökur,
morgunkorn og bjór. Ljóst þykir að
mögulegt er að framleiða ýmsar aðrar
matvörur úr innlendu korni.
Góðar niðurstöður
og jákvæð viðhorf
Í niðurstöðum efnagreininga á inn-
lendu korni frá árinu 2010, sem var
mjög hagstætt til kornræktar og
samsetning kornsins því eins hag-
stæð og búast má við, kom í ljós að
magn sterkju var ekki verulega frá-
brugðið því sem mældist í innfluttu
korni. Athyglisvert þykir að innlent
heilhveitimjöl skilaði 59 g/100 g af
sterkju. Þá var innlenda kornið mjög
Magn óæskilegra efna eins og
kvikasilfurs, kadmíns, blýs og arsens
í korni frá svæðinu undir Eyjafjöllum
eftir gosið var undir magngreiningar-
mörkum – eða mjögt lágt. Magn flúors
í korninu var svipað og mælst hefur í
korni erlendis.
Ekki varð vart við myglu í korn-
sýnum sem voru til skoðunar í verk-
efninu, en myglusveppir geta myndað
skaðleg sveppaeiturefni. Ekki var þó
mögulegt að gera mælingar á þessum
efnum í verkefninu en í skýrslunni er
tekið skýrt fram að mjög mikilvægt
sé að slíkar mælingar fari fram, þar
sem upplýsingar skorti um myndun
líkra efna á Íslandi. Hlýnandi veðurfar
gerir það einnig að verkum að slíkar
rannsóknir verða brýnni en ella. Þá er
alltaf hætta á votviðrasömu tíðarfari
á haustin þegar korn er skorið og því
ákveðnar líkur á því að mygla myndist
og jafnvel sveppaeitur.
Þá var í verkefninu einnig gerð
könnun á viðhorfi fólks til íslenska
byggsins. Leiddi hún í ljós jákvætt
viðhorf til hollustu þess og skiptir hinn
íslenski uppruni miklu máli í því sam-
bandi. /smh
Skýrsla Matís og LbhÍ um matkorn:
Marvíslegar jákvæðar niðurstöður