Bændablaðið - 02.02.2012, Side 7

Bændablaðið - 02.02.2012, Side 7
Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012 7 andskunnur hagyrðing- ur, Pétur Stefánsson, birtir ykkur næstu stök- ur. Pétur er fæddur í Reykjavík 1954 en alinn upp frá blautu barnsbeini hjá föðurforeldrum, þeim Sölvínu Konráðsdóttur ljósmóður og bónda á Mýrum og síðar Keldum, Fellshreppi í Sléttuhlíð í Skagafirði og Pétri Björnssyni bónda á sama stað. Fyrstu vísu sína kallar Pétur „Eftir jól“: Lengir daginn, lyftist sólin, landans bíða reikningsskil. Búin eru blessuð jólin, bankar fara‘að hlakka til. Og í framhaldinu fara Pétri að berast bréf: Ævislóðin grýtt og grá gengin er með þjósti. Gleðikornin finnast fá en fullt af gluggapósti. Þorrablótin eru í algleymingi þessa dagana. Því er við hæfi að birta ljóðið „Bóndadagurinn" eftir Pétur Stefánsson. Eitthvað hafa veðrin verið landsmönnum blíðari þegar þetta ljóð birtist: Veri Þorri velkominn nú verður glatt á hjalla. Í kvöld mun margur maðurinn við meyjar þurfa að spjalla. Ekki er tíðin okkur hörð; autt og hitavella. Nú skal vegleg veisla gjörð, og víni í glösin hella. Svigna borð af súrum mat, sviðum, magál, lungum. Ýmsir borða á sig gat af innyflum og pungum. Gerum okkur glaðan dag, góðra veiga njótum. Drekkum öl og yrkjum brag, etum mat og blótum. Pétur er fyrirferðarmikill á „Leirnum“ vefsvæði hagyrðinga. Beinlínis bjóða margar stökur hans uppá andsvör líkt og þessi vísa Péturs sem ort er í algleymi Menningarnætur í Reykjavík: Meðan fjöldi fólks í nótt vill fjörs og gleði njóta, mun ég lúra ljúft og rótt, leysa vind og hrjóta. Margir urðu til að lýsa aðstæðum Péturs þessa nótt, þar á meðal gerði undirritaður þessa vísu: Meðan borgarbúar gnótt bergja öls úr glasi, sefur Pétur sælt og rótt í sínu iðragasi. Eftir Egil Jónasson á Húsavík eru tvær næstu vísur. Á einhverri tíð voru aðstæður þannig í Aðaldal, að Kvenfélag Aðaldæla þurfti að halda hjónaball sitt vestur í Ljósvetningabúð, félagsheimili Kinnunga. Þetta var undir lok fengitíma, eða í byrjun janúar: Aðaldælir eiga sinn erfiðleika við að glíma. Þurfa vestur í Köldukinn með konurnar á þessum tíma. Daufur finnst mér dalurinn, dvínar bænda þrek og kraftur. En slíkt var fjör í Köldukinn, að konurnar leita þangað aftur. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@gmail.com Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM L Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands: Húsgagnagerð úr skógarefni Á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands er árlega haldinn fjöldi námskeiða. Á haustdögum var t.d. námskeið sem haldið var á Snæfoksstöðum í Grímsnesi og byggði á nytjun timburs úr íslenskri skógrækt. Mikið var um að vera þegar ljós- myndari leit inn á námskeiðið en þar var fólk í óða önn að smíða hús- gögn úr efni sem hafði fallið til við grisjun. Björgvin Örn Eggertsson, verkefnisstjóri LbhÍ, sagði að þetta námskeið hefði þróast upp úr nám- skeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið í boði frá árinu 2001 og hefur notið mikilla vinsælda. Búið er að skipu- leggja nokkur námskeið á nýbyrjuðu ári og raunar er það næsta einmitt á Snæfoksstöðum þann 10. febrú- ar. Þá verða námskeið á Vöglum í Fnjóskadal og á Hallormsstað. Björgvin Örn sagði að þessi nám- skeið hefðu notið mikilla vinsælda og að margir listmunir hefðu litið dagsins ljós. Þarna gæfist kostur á að skapa úr efni sem annars hefði verið hent. Í lýsingu á námskeiðinu kemur fram að allir fari heim með einn koll og bekk. Það gekk eftir á Snæfoksstöðum - og ekki skorti einbeit- inguna eins og sjá má á myndunum. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin eru á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands – www.lbhi.is. Myndirnar á síðunni tók Áskell Þórisson. Þröstur Ólafsson sýndi mikil tilþrif í útskurði. Björgvin Örn Eggertsson Inga María Jónínudóttir tálgar af mikilli innlifun. Nákvæmni skiptir líka máli, hér gildir ekkert fúsk upp á tommu til eða frá. Karl Nikulásson er nú trúlega búinn að tálga nokkrar spýturnar um ævina. Allt vill lagið hafa... Stefán Kjartansson með öxina að vopni. Röðull Helgason kann greinilega réttu handtökin við að saga. Þórey Eiríks dóttir festir smíðag ripinn í skrúfstykk ið. Hér mundar Ágústa Júníusdóttir borvélina af miklu öryggi.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.