Bændablaðið - 02.02.2012, Side 11
Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012 11
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
BKT er einn stærsti framleiðandi hjólbarða fyrir
traktora, vinnu- og iðnaðarvélar í heimi. BKT hefur
einnig haslað sér völl í framleiðslu á dekkjum fyrir
hjólaskóflur og stóra vörubíla (Búkollur).
DUGGUVOGI 10 RVK AUSTURVEGI 52 SELFOSS PITSTOP.IS WWW
HJALLAHRAUNI 4 HFJRAUÐHELLU 11 HFJ568 2020 SÍMI
HJÓLBARÐAR FYRIR
TRAKTORA, VINNUVÉLAR
OG LANDBÚNAÐAR TÆKI
VIÐ EIGUM GRÍÐARLEGT ÚRVAL HJÓLBARÐA
FYRIR FLESTAR TEGUNDIR VÉLA, TÆKJA
OG VAGNA. KÍKTU Á PITSTOP.IS EÐA HAFÐU
SAMBAND Í SÍMA 568 2020.
BKT MP567 BKT FLOT648 BKT TR459
BKT AGRIMAX RT-657
Aðalfundur félags ungra bænda
á Vesturlandi og Vestfjörðum
Aðalfundur félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum verður
haldinn í húsnæði Búnaðarsamtaka Vesturlands á Hvanneyri þann
15. febrúar næstkomandi kl 20:00.
Hvetjum fólk til að íhuga framboð í stjórn og koma
með tillögur að ályktunum á fundinn.
Léttar veitingar
Stjórn F.U.B.V.V.
Aðalfundur félags ungra bænda á Austurlandi
Aðalfundur F.U.B.A. verður haldinn á Hótel Héraði Egilsstöðum þann
13. febrúar nk. kl. 20:30.
Dagskrá:
Þórarinn Lárusson flytur okkur erindi um sjálfbærni.
Almenn aðalfundarstörf
Breytingar á samþykktum félagsins
Kynning á merki félagsins
Hvetjum félaga til framboðs í stjórn og sem fulltrúa félagsins á aðal-
fund S.U.B. Nýir félaga boðnir velkomnir.
Stjórn F.U.B.A.
Á aðalfundi Norðurhjarasamtaka
var stjórn falið að koma á fram-
færi ályktun vegna Dettifossvegar.
Þarf að klára veginn niður í
Kelduhverfi
Aðalfundur Norðurhjara bendir
ráðamönnum á að sú ákvörðun
að klára ekki Dettifossveg niður í
Kelduhverfi stuðlar að samdrætti
í ferðaþjónustu í norðurhluta
Vatnajökulsþjóðgarðs. Það er þvert
á þau markmið sem vinna átti að
með uppbyggingu vegarins, þ.e. að
styrkja ferðaþjónustu á svæðinu og
hafa jákvæð samfélagslega áhrif.
Fyrir Kelduhverfi, Öxarfjörð,
Þistilfjörð og Langanesbyggð er
hálfur Dettifossvegur verri en eng-
inn og bein ógnun við svæðið hvað
varðar uppbyggingu ferðaþjónustu.
Skorar Norðurhjari á stjórnvöld
að klára neðri hluta Dettifossvegar
strax.
Norðurhjari lýsir þó einnig yfir
ánægju sinni með þær samgöngu-
bætur sem orðið hafa á starfssvæði
hans síðastliðin ár, Hófaskarðsleið og
nú síðast nýja brú yfir Sauðanesós á
Langanesi. Þessar framkvæmdir eru
afar mikilvægar fyrir uppbyggingu
ferðaþjónustu á svæðinu.
Þarf að klára
Dettifossveg
Leyft að veiða
1009 hreindýr
Umhverfisráðherra hefur
ákveðið hreindýrakvóta þessa
árs að fengnum tillögum frá
Umhverfisstofnun. Heimilt verður
að veiða allt að 1009 dýr á árinu
sem er fjölgun um átta dýr frá
fyrra ári.
Heimildirnar skiptast þannig að
leyft verður að veiða 588 kýr alls
og 421 tarf. Veiðin skiptist milli níu
veiðisvæða og verða mörk þeirra og
fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind
nánar í Lögbirtingablaðinu.
Heimildirnar eru veittar með
fyrirvara um að ekki verði veru-
legar breytingar á stofnstærð fram
að veiðum, sem kalli á endurskoðun
veiðiheimilda.
Veiðitíminn er frá 1. ágúst til
og með 15. september, en þó getur
Umhverfisstofnun heimilað veiðar á
törfum frá og með 15. júlí og lengt
veiðitíma kúa til og með 20. sept-
ember.
Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir
og miðast tarfaveiði því við tveggja
vetra tarfa og eldri.
Óheimilt er að veiða kálfa.
Gjaldskrá hefur ekki verið gefin
út en opnað verður fyrir umsóknir
þegar hún liggur fyrir, segir á vef
Umhverfisstofnunar.