Bændablaðið - 02.02.2012, Síða 12
Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 201212
Fréttir
Sumarið 2011 fór fram viðamikil
rannsókn á fuglum og smádýrum á
26 landgræðslusvæðum víðsvegar
um land. Þessi rannsókn er meist-
araverkefni Brynju Davíðsdóttur
við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Eru þetta fyrstu heildarrannsóknir
á áhrifum landgræðsluaðgerða á
fuglalíf hér á landi, en árið 2008
rannsökuðu Guðný H. Indriðadóttir
og Tómas G. Gunnarsson áhrif land-
græðslu á fuglalíf á Mýrdals- og
Skógasandi. Niðurstöður þessara
rannsókna eru mikilvægt innlegg í
þekkingu á áhrifum landgræðslu og
endurheimtar vistkerfa á fuglalíf á
Íslandi.
Allt að 6,3 fuglar á lúpínuhektara
Bornar voru saman þrjár landgerðir,
óuppgrædd svæði, lúpínubreiður og
endurheimt mólendi. Fuglar reyndust
vera flestir í lúpínubreiðum; 6,3 á
hektara, næstflestir í endurheimtu
mólendi; 3,4 á hektara og fæstir á
óuppgræddu landi; 0,3 á hektara.
Meðalfjöldi tegunda var mestur
í mólendi; 0,5 tegundir á hektara,
lítið eitt minni í lúpínu og minnstur
á óuppgræddum svæðum; 0,1 tegund
á hektara.
Mest um þúfutittling og
hrossagauk
Í lúpínu voru þúfutittlingur og
hrossagaukur langalgengustu teg-
undirnar og komu fyrir í 96% og 77%
tilvika. Í mólendi voru þúfutittlingur,
heiðlóa, spói og lóuþræll algengustu
tegundirnar og komu fyrir í 81%,
77%, 73% og 65% tilvika. Fáir
fuglar fundust á ógrónum svæðum.
Tegundafjölbreytni fugla var mest í
mólendi en þar fundust alls 16 teg-
undir fugla, 14 í lúpínu og 10 á óupp-
græddu landi. Ekki var marktækur
munur á tegundafjölda í mólendi og í
lúpínu en tegundafjöldi var marktækt
lægri á lítt grónu landi en í hinum
vistgerðunum. Fjölbreytileikastuðull
Shannon var reiknaður fyrir vist-
gerðirnar en hann tekur tillit til þess
hversu mikið finnst af hverri tegund
ásamt fjölda tegunda. Stuðullinn var
hæstur fyrir endurheimt mólendi, þá
lúpínu og lægstur fyrir óuppgrætt
land. Stuðullinn var marktækt hærri
fyrir mólendi en óuppgrætt land en
ekki var marktækur munur milli
mólendis og lúpínu.
Smádýr voru veidd í háf á öllum
rannsóknarsvæðum en einnig í
fallgildrur á völdum svæðum á
Suðurlandi. Í báðum tilvikum reynd-
ist fjöldi smádýra mestur í lúpínu,
næstmestur í mólendi og minnstur í
óuppgræddu landi. Sterk fylgni var
á milli fjölda dýra sem veiddust í háf
og í fallgildrur. Marktæk fylgni var
á milli heildarfjölda smádýra sem
veiddust í háf og heildarfjölda fugla.
/ / Guðmundur Halldórsson.
Frá Hvanneyri til
Wageningen
- Fjögurrra barna móðir í meistaranámi í umhverfisskipulagi
Fjöldi fugla sækir í lúpínubreiður
- Viðamikil rannsókn á 26 landgræðslusvæðum
„Mig langaði út í nám og fór að
skoða ýmsa möguleika og sækja
um skóla. Ég frétti af íslenskum
nemanda í Hollandi, Hildu Björgu
Þorgeirsdóttur, en hún hafði einnig
lokið námi í umhverfisskipulagi
við LbhÍ. Ég hafði samband við
hana, skoðaði upplýsingar um
skólann á netinu og svo í fram-
haldinu skrapp ég út til að skoða
aðstæður eftir að hafa séð aug-
lýstan opinn dag hjá skólanum,“
segir Hjördís Sigurðardóttir, sem
útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í
umhverfisskipulagi frá LbhÍ vorið
2009. Hún stundar nú meistara-
nám við Wageningen University í
Hollandi og stefnir á að útskrifast
í haust.
Hjördís er Sunnlendingur
að uppruna, en hún er alin upp
að Kastalabrekku í Ásahreppi í
Rangárvallasýslu. Hún lauk námi í
matvælafræði frá HÍ og starfaði sem
matvælafræðingur í áratug áður en
hún söðlaði um og fór í umhverfis-
skipulag við LbhÍ.
Frá Hvanneyri til Wageningen
En hvað réð vali á skóla ytra? Hjördís
segist hafa þurft að vega og meta
kosti og galla þess að læra í Osló,
Edinborg og Wageningen. „Ég hafði
sótt um á öllum þessum stöðum eftir
að umsóknarferli til Kanada gekk
ekki upp. Wageningen varð ofan á
en margir samverkandi þættir höfðu
áhrif á það. Kostnaðarlega virtist það
álitlegt, auk sterkrar stöðu skólans,
uppbyggingar námsins og gjörólíks
en að mörgu leiti heillandi umhverfis
til að prófa að búa í. Svo má nefna að
gott gengi hollenska fótboltalands-
liðsins á þessum tíma hafði áhrif en
flest börnin mín eru í boltanum, að
því leyti lagðist það vel í þau að flytja
til Hollands!“
- Hvernig tilfinning var það að
setjast á hollenskan skólabekk?
„Fyrir mig var það í byrjun frekar
erfitt, ég féll ekki beint að hol-
lensku staðaltýpunni í svona námi.
Nemendur hér er flestir mjög ungir
og nánast enginn með fjölskyldu. En
smám saman vandist ég því að sjá
undrunarsvipinn á fólki þegar það
komst að minni stöðu.“
Meiri regla og agi í hollenskum
skólum
- Í hverju liggur munurinn á milli
skólakerfa hér heima og í Hollandi?
„Hið almenna skólakerfi í
Hollandi miðar að því að nemendur
séu nokkuð jafnir í getu í hverjum
bekk þannig að hér hika menn ekki
við að láta nemendur endurtaka árið
til að ná fullnægjandi kröfum. Þannig
að í grunnskóla og framhaldsskóla
geta nemendur verið á þremur ald-
ursárum í sama bekk. Þetta gerir að
sjálfsögðu starf kennarans léttara.
Grunnskólastigi lýkur fyrir flesta
um 12 ára aldur en þá tekur við
framhaldsskólastigið. Það skiptist
í fjórar megin námsleiðir (sem svo
skiptast enn frekar) eftir því hvaða
stefnu nemendur ætlar að taka og
eftir getu þeirra. Á unga aldri þurfa
nemendur því að svara spurningum
um sjálfa sig og vita hvað þeir vilja
í framtíðinni.
Að mínu mati ríkir í Hollandi
miklu meiri agi og regla á öllu, t.d. er
hér starfandi skólalögregla á grunn-
og framhaldsskólastigi. Nemendum
ber að sýna kennara sínum virðingu
og ávarpa hann með titli.
Eftir framhaldsskóla eru mismun-
andi námsleiðir í boði miðað við þá
leið sem valin hefur verið.“
Samvinna milli námsleiða og
faggreina
- Hvaða áherslur eru í þínu námi?
„Ég er í námi sem kallast „meist-
aranám í landslagsarkitektúr og
skipulagi með áherslu á skipulag“.
Það er mjög kenningafræðilegt,
rannsóknamiðað og frekar krefjandi.
Póstmódernísk hugmyndafræði og
sjálfbær þróun á ýmsum sviðum eru
mikið til umfjöllunar. Mikil áhersla
er lögð á samvinnu milli náms-
leiða og jafnvel milli faggreina.
Mikil krafa er um að nemendur hafi
undirbúið sig vel, taki afstöðu og að
kennsla fari fram á gagnvirkan hátt.“
Krakkarnir fengu góða
uppfræðslu í hollensku
Hjördís er svo sannarlega ekki ein á
báti, en hún á fjögur börn sem fluttu
út með henni og eru á aldrinum 6 til
16 ára. „Þau hafa staðið sig eins og
hetjur. Það var ekki auðvelt fyrir þau
að setja sig inn í tungumálið en allt er
kennt á hollensku í þeirra námi. Þeim
var boðið upp á mjög góða kennslu
í málinu og það kom fljótt hjá þeim.
Ég vil meina að reglan á hlutunum
hafi verið þeim kjölfesta fyrstu vik-
urnar, jafnvel þó þau skildu ekkert
vissu þau fljótlega hvernig allt fór
fram. Yngri börnin eru í skóla sem
er sérstaklega hannaður til að taka á
móti erlendum nemendum, þannig að
þar er mjög alþjóðleg stemming þar
sem um það bil helmingur nemenda
kemur frá tuttugu og fjórum mis-
munandi menningarheimum. Í fram-
haldsskólanum þar sem eldri börnin
stunda nám er boðið upp á sértæka
hollenskukennslu fyrir erlenda nem-
endur sem einnig koma hvaðanæva
að. Að þessu leyti eru skólarnir
sem börnin eru í mjög frábrugðnir
íslenskum skólum, fyrir utan meiri
aga og reglu. Skólaárið er líka lengra
og aðeins sex vikna sumarfrí en í
staðinn eru tekin haust-, vetrar- og
vorfrí.“
/ÁÞ
LbhÍ vorið 2009. Hún stundar nú meistaranám við Wageningen University í
Brynja Davíðsdóttir mundar kíkinn.
Hreiður skógarþrastar. Hann var
-
breiðum. Mynd / Brynja Davíðsdóttir.
Mynd / Brynja Davíðsdóttir.
Fagráðstefna skógræktar 2012
verður að þessu sinni haldin á
Húsavík dagana 27.-29. mars
undir heitinu „Tegundir, kvæmi
og klónar í íslenskri skógrækt“.
„Þetta viðfangsefni hefur verið
rauður þráður í skipulagðri
skógrækt á Íslandi alla síðustu
öld eða allt frá aldamótunum
1990, að finna hvaða tegundir
og staðarafbrigði gætu þrifist
á okkar harðbýla landi,“ segir
Brynjar Skúlason, svæðisstjóri
hjá Norðurlandsskógum.
Hann segir að á grundvelli rann-
sókna og reynslu á kvæmum ýmissa
tegunda hafi val á erfðaefni til skóg-
ræktar breyst.
„Mikil bylting hefur orðið á síð-
ustu árum hvað varðar vöxt og rækt-
unaröryggi fjölmargra trjátegunda
og það er staðreynd að Ísland getur
auðveldlega orðið sjálfbært með allar
timburafurðir. Þeirri vissu þarf að
fylgja vilji og fjármagn til að skóg-
rækt nái að dafna sem atvinnugrein
og styðja við þá atvinnustarfsemi
sem fyrir er á landsbyggðinni,“ segir
Brynjar.
Meðal efnis sem þegar liggur fyrir
eru erindi um kvæmaval stafafuru,
fjallaþins, skógarfuru og sitkagrenis,
byggt á nýjum mælingum á misjafn-
lega gömlum kvæmatilraunum. Þá
verður fjöldi erinda fluttur á ráð-
stefnunni. / MÞÞ
Fagráðstefna skógræktar á
Húsavík 27.-29. mars 2012