Bændablaðið - 02.02.2012, Side 16
16 Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir vinnur að endurbótum á Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Menningaruppbygging í þriðja sinn
– Réttardagur 50 sýninga röð, með áherslu á sauðkindina og menninguna í kringum hana, heldur áfram
Skammt er stórra högga á milli
hjá Aðalheiði S. Eysteinsdóttur
myndlistarkonu í Freyjulundi í
Hörgársveit. Hún vinnur nú við
framkvæmdir í Alþýðuhúsinu á
Siglufirði og hyggst standa þar
fyrir menningarstarfsemi í fram-
tíðinni, þá opnaði hún sýningu í
Reykjanesbæ og í lok janúar var
svo opnuð sýning í Leifsstöð á
Keflavíkurflugvelli.
Endurbætur hófust á gamla
Alþýðuhúsinu á Siglufirði á milli
jóla og nýárs, en 7 manna hópur
hönnuða og listamanna starfaði
þar við niðurrif og uppbyggingu
um tveggja vikna skeið um áramót.
Aðalheiður segir að stefnt sé að því
að endurbótum á húsinu ljúkí í júlí
á komandi sumri. Húsinu verður
breytt í vinnustofu og menningar-
setur, það er um 300 fermetrar að
stærð og stendur í hjarta bæjarins,
rétt norðan við Torgið. Fjallabyggð
og Sparisjóður Siglufjarðar lögðu
verkefninu lið og kveðst Aðalheiður
þakklát fyrir þann stuðning, en for-
svarsmenn bæjarfélagsins og spari-
sjóðsins hafi tekið vel í hugmyndir
hennar.
Menningarumhverfið á
Siglufirði í mikilli sókn
„Framtíðarhugmynd varðandi húsið
er að lána það tímabundið lista- og
fræðimönnum með því skilyrði að
þeir leggi sitt af mörkum til sam-
félagsins, eins er ætlunin að standa
fyrir skipulögðum menningarvið-
burðum einu sinni í mánuði auk
þess sem myndlistarsýningar verða
í litlu rými í miðju hússins,“ segir
Aðalheiður. Hún hyggst flytja hluta
af starfsemi sinni í Alþýðuhúsið,
setja upp listasmiðjur og taka þar á
móti gestum líkt og hún hefur gert í
Eyjafirði undanfarin 20 ár.
Þá segist Aðalheiður munu standa
fyrir víðtækri menningarstarfsemi í
Alþýðuhúsinu með áherslu á mynd-
list, með menningardegi barna ár
hvert og fjölþjóðlegri hugmynda- og
listastefnu. „Menningarumhverfið á
Siglufirði er í mikilli sókn,“ segir hún
og bendir m.a. á Síldarminjasafnið,
Rauðku, Þjóðlagasetrið og ýmis
smærri söfn og menningarfélög.
Á næstu tveimur áratugum hyggst
Aðalheiður koma upp skúlptúragarði
á túni sunnan við húsið.
Uppbygging í þriðja sinn
„Þetta er í þriðja sinn sem ég legg
af stað í menningaruppbyggingu af
þessu tagi, fyrst með virkri upp-
byggingu Listagilsins á Akureyri,
þá Verksmiðjunnar á Hjalteyri og
nú í Alþýðuhúsinu á Siglufirði,“
segir Aðalheiður, en hún er fædd og
uppalin þar í bæ, flutti þaðan 23ja
ára gömul og hélt til náms. Leiðin
lá í Myndlistaskólann á Akureyri
og síðar tók hún þátt í Dieter Roth
akademíunni, sem er óhefðbundin
akademía. Aðalheiður hefur starfað
að myndlist í 18 ár og á þeim tíma
lagt gjörva hönd á margt; starfrækt
gallerí, staðið fyrir menningarvið-
burðum, sýnt verk sín í 14 löndum,
kynnt myndlist á öllum skólastig-
um, haldið námskeið og fyrirlestra
og starfað með listamönnum úr
ólíkum listgreinum.
Sameinaði heimili og vinnustofu
í sveitasælunni
Síðastliðin ár hefur Aðalheiður búið
og starfað í Freyjulundi, norðan
Akureyrar, þar sem áður var félags-
heimili Arnarneshrepps, en þar sam-
einaði hún heimili og vinnustofu í
sveitasælunni. „Ég hef eingöngu
unnið að myndlist undanfarin ár
og m.a. hlotið starfslaun frá ríki og
Akureyrarbæ, sem og menningar-
styrki ýmiss konar. Nú um nokk-
urt skeið hef ég verið að svipast
um eftir húsnæði á Siglufirði,
sem hentaði fyrir vinnustofu og
menningarstarfsemi og eftir að hin
dásamlegu Héðinsfjarðargöng urðu
að veruleika opnaðist möguleiki á
að vera þar með annan fótinn; starfa
bæði í Freyjulundi og á Siglufirði,“
segir Aðalheiður.
Um þessar mundir vinnur
Aðalheiður að gerð verka í anddyri
Icelandair hótelanna víða um land,
en þegar eru komin upp verk eftir
hana á Hótel Natura í Reykjavík og
Icelandair hótelunum á Akureyri
og Egilsstöðum. „Verkefnið er
hugsað sem tenging eða samnefnari
fyrir öll hótelin, en þau leggja öll
áherslu á þjóðlega og svæðisbundna
stemningu og verk mín þóttu standa
vel fyrir þeirri upplifun,“ segir
Aðalheiður.
Fangar þorrablótsstemningu
landsmanna
Aðalheiður er um það bil að opna
tvær sýningar í Keflavík, annars
vegar sýninguna „Á Bóndadag“ í
Listasafni Reykjanesbæjar og hins
vegar sýningu í Leifsstöð sem ber
yfirskriftina „Ferðalangar“, en hún
samanstendur af þremur skúlptúrum
sem staðsettir eru í gangi á leið út
að flugvelli. Báðar eru sýningarnar
hluti af verkefni sem Aðalheiður
hefur unnið að undanfarin ár eða
frá því í júní árið 2008 og nefnist
„Réttardagur 50 sýninga röð“, en
því lýkur í júní á næsta ári, 2013. Á
Bóndadag og Ferðalangar eru sýn-
ingar númer 34 og 35 í þeirri röð,
en þema sýninganna er sauðkindin
og menning sem skapast hefur hér
á landi í kringum hana.
Á sýningunni í Listasafni
Reykjanesbæjar snarar Aðalheiður
fram þorrablótsstemningu, þar sem
sjá má skúlptúra af fólki að dansa
og sitja við borð hlaðin þorramat,
hljómsveitin er á sínum stað, bar-
inn, reykingahornið og allt annað
það sem tíðkast á hefðbundnum
þorraskemmtunum landsmanna.
Við opnunina leikur hljómsveitin
Hjálmar, boðið verður upp á dans-
gjörning og þorramat. „Þannig bland-
ast raunveruleikinn hinum tilbúna
veruleika myndlistarinnar og gerir
upplifunina vonandi áhugaverðari,“
segir Aðalheiður en hún vinnur
sýninguna í samstarfi við nokkra
listamenn, þá Arnar Ómarsson, Sean
Millington, Jón Laxdal, Gunnhildi
Helgadóttur, Nikolaj Lorentz Mentze
og Guðbrand Siglaugsson.
/MÞÞ
Aðalheiður Eysteinsdóttir myndlistarkona í Freyjulundi í Hörgársveit er jafnan með mörg járn í eldinum. Myndir / MÞÞ
Þessi mynd sem fylgir var tekin á hlaðinu í Freyjulundi, sem er rétt við
Reistarárrétt. Verk eftir Aðalheiði vöktu athygli þeirra sem lögðu leið sína í
50 sýninga röð, en um er að ræða 50 sýningar sem settar eru upp eða verða
settar upp víða um heim á tímabilinu júní 2008 til júní 2013 og fjalla allar á
einn eða annan hátt um sauðkindina.
verður í sumar opnað menningar-
setur og vinnustofa fyrir listamenn.
Aðalheiður Eysteinsdóttir ásamt
syni sínum Arnari Ómarssyni.
ATZ
28”-38”
Hljóðlát og endingargóð
mtdekk.is
Söluaðili: