Bændablaðið - 02.02.2012, Qupperneq 18

Bændablaðið - 02.02.2012, Qupperneq 18
18 Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012 Gróður jarðar myndar lífræn efni úr koltvísýringi andrúmslofts- ins og stuðlar þannig að því að draga úr styrk þessarar gróður- húsalofttegundar og tempra lofts- lagssveiflur. Þetta er það sem átt er við þegar rætt er um kolefnis- bindingu gróðurs. Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna tekur mið af þessu. Til að uppfylla skuldbindingar sínar mega því aðildarríki Kýótó- samkomulagsins, meðal annars að frumkvæði Íslendinga, draga kol- efnisbindingu með landgræðslu frá heildarlosun landsins. Þetta gildir þó aðeins um landgræðslusvæði sem stofnað hefur verið til frá og með 1990. Mælingar á kolefnisbindingu Til að kolefnisbinding í gróðri og jarðvegi sé tekin gild til frádráttar frá heildarlosun landsins þarf að mæla hana með viðurkenndum hætti. Árið 2007 setti Landgræðsla ríkisins upp net um 500 fastra mælireita á landgræðslusvæðum um land allt. Þar eru tekin sýni af gróðri og jarðvegi og kolefnis- innihald þeirra mælt. Þessar mæl- ingar fara fram í ákveðnum lotum; fyrsta lotan var frá 2007 til 2011. Mælingar eru síðan endurteknar með vissu árabili. Niðurstöðurnar eru sendar til Umhverfisstofnunar sem tekur árlega saman skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi (National Inventory Report). Samkvæmt síðustu skýrslu stofnun- arinnar (Umhverfisráðuneyti 2011) var heildarflatarmál landgræðslu- svæða sem grædd höfðu verið upp á árunum 1990-2009 um 80 þúsund hektarar. Árið 2009 bundu þessi svæði um 200 þúsund tonn af kol- tvísýringi. Það svarar til um 4,5% af heildarlosun landsins það ár. Í ljósi þess markmiðs stjórnvalda að draga úr losun um 20-30% fram til 2020 er ljóst að landgræðsla leggur drjúgan skerf af mörkum til þess að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Til viðbótar fylgir annar en duldari ávinningur, því auknu kolefni í jarðvegi fylgir jafnan aukin frjósemi. Kolefnisbinding og landbúnaður Víða um heim, einkum í þróunar- löndunum, er brýnt að græða upp land til að tryggja matvælafram- leiðslu og vinna gegn afleiðingum landhnignunar. Hér á landi eru stór örfoka svæði sem unnt er að græða upp og binda kolefni í gróðri og jarðvegi. Bændur hafa lengi tekið virkan þátt í verndun og uppgræðslu gróðurs og jarðvegs og má rekja fyrstu tilraunir í þá veru aftur í aldir. Landbætur geta verið ein af forsendum fyrir því að búfjárfram- leiðsla teljist sjálfbær. Reynsla bænda úr verkefninu Bændur græða landið sýnir að hægur vandi er að græða upp örfoka land og nýta til þess m.a. heyleifar sem annars þyrfti að farga með öðrum hætti. Síðan verkefnið hófst hefur sívaxandi hluti landgræðsluverkefna verið á vegum þess. Höfuðávinningur þeirra bænda sem taka þátt í verk- efninu er bætt landgæði jarðarinnar og aukið hagræði í búskapnum sem aftur eykur nýtingarmöguleika, gefur auknar afurðir og eykur verðmæti jarða til framtíðar. Landgræðsla og kolefnisbinding Kolefnisbinding með landgræðslu er nú þegar eitt af 10 lykilatriðum í aðgerðaáætlun ríkisstjórnar sam- kvæmt loftslagsstefnu Íslands. Á aðildarþingi loftslagssáttmálans í Durban síðastliðinn desember náðist samkomulag um framhald Kýótó-samkomulagsins. Það er því ljóst að þróuð ríki munu taka á sig lagalega bindandi skuldbindingar um minnkun losunar á vettvangi Kýótó-bókunarinnar eftir 2012. Nýtt samningaferli sem tekur til allra ríkja á að hefjast strax á næsta ári og leiða til samkomulags árið 2015 sem sé lagalega bindandi. Endurheimt votlendis Sú tillaga Íslands að endurheimt votlendis verði valkvæð land- notkunaraðgerð, svipað og land- græðsla, til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, náði einnig brautargengi í Durban. Mikilvægt er að vandað verði til framkvæmda á endurheimt votlendis. Huga þarf að mörgu í því sam- hengi, s.s. vandaðri áætlanagerð þar sem horft er til langs tíma, ávinningur bindingar metinn, hugað verði að breytingum á vatnsmiðlun og ávinn- ings vegna líffræðilegrar fjölbreytni, og komið verði á fót hvatakerfi innan landbúnaðar. Samkomulag í Durban gerir það ljóst að landbætur bænda, land- græðsla eða endurheimt votlendis munu skipta miklu máli í aðgerðum Íslendinga gagnvart loftslagsbreyt- ingum á komandi árum. Kolefnisbinding með land- græðslu býr í haginn fyrir komandi kynslóðir, eykur möguleika fæðu- framleiðslu á Íslandi í framtíðinni og er liður í að efla landbúnaðinn og styrkja hinar dreifðu byggðir lands- ins. Jafnframt er unnið gegn helstu umhverfisvá samtímans. Anna María Ágústsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Jóhann Þórsson og Magnús H. Jóhannsson. Höfundar eru starfsmenn Landgræðslu ríkisins. Heimildir Jóhann Þórsson og Guðmundur Halldórsson 2010. „Kolefni - lykillinn að uppbygg- ingu vistkerfa“. Fræðaþing Landbúnaðarins 2010. 356-357. Umhverfisráðuneyti 2011. http:// www.umhverfisraduneyti.is/ media /PDF_skrar /Losun- Landgræðsla og kolefnisbinding Holklaki og ísnálamyndun er ein af meginástæðum þess hve rofið land grær seint hér á landi. Gróður einangrar og veitir yfirborði lands mikla vernd en þegar frystir á auða jörð, þar sem gróður er lítill, geta orðið miklar frosthreyfingar í efsta lagi jarðvegsins. Frostlyfting á sér stað vegna rúm- málsbreytinga sem verða þegar vatn í jarðvegi frýs. Vatn dregst einnig að úr neðri lögum jarðvegsins og því getur ísnálamyndun og frostlyfting orðið mjög mikil. Frostlyfting brýtur upp jarðvegsyfirborðið og lyftir því upp með þeim afleiðingum að rætur smárra plantna slitna. Í kjölfarið eiga vatn og vindur greiðari leið að yfir- borðinu og kraftur eyðingaraflanna margfaldast. Land grær hægt af sjálfu sér við slíkar aðstæður og mikill jarðvegur tapast. Heil gróðurþekja er eina vörnin gegn slíkri holklakamyndun og því sterkari sem gróðurhulan er, því minni líkur á skaða. Oft þarf ekki mikla áburðargjöf eða lífrænan úrgang, svo sem moð eða tað, til að hjálpa gróðri til að festa rætur og stöðva frostlyftinguna. Þar sem gróður er snöggur, s.s. vegna ofbeitar, veitir gróðursvörður- inn litla einangrun og frostlyfting eykst. Það eykur þúfnamyndun og hættu á myndun rofsára sem opin eru fyrir vatni og vindum. Jarðsil í hlíðum orsakast einnig af frostlyft- ingu. Slíkt land er sérstaklega við- kvæmt fyrir traðki og beit. Máttur frostlyftingar sést vel á þessari mynd sem Helgi Guðjónsson tók á Kóngsveginum nálægt Úthlíð í Biskupstungum. Tvær ísnálar halda hér vænum steini í greipum sínum. Þær eru lagskiptar og hafa rifið upp með sér mikið af mold. /Andrés Arnalds Frostlyfting brýtur upp jarðvegsyfirborð og stuðlar að gróðureyðingu: Gróður einangrar og veitir yfirborði lands mikla vernd Sýni tekin af gróðri til mælinga á kolefnisinnihaldi. Jarðvegssýni tekin til mælinga á kolefnisinnihaldi. Flatarmál svæða sem grædd hafa verið upp á vegum verkefnisins Bændur Máttur frostlyftingar getur verið mikill.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.