Bændablaðið - 02.02.2012, Síða 20

Bændablaðið - 02.02.2012, Síða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012 Átaksverkefni um orkumál landbúnaðarins að komast á skrið: „Orkubóndinn er í okkur öllum“ – segir Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Bændasamtök Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hafa hrint af stað átaks- verkefni um orkumál landbún- aðarins. Var verkefnið lagt fyrir fjárlaganefnd Alþingis í nóvember 20011 með ósk um stuðning. Telja BÍ og LbhÍ að fjárfesting í slíku átaki hafi alla burði til að skila sér margfalt til baka til samfélagsins með aukinni sjálfbærni landbún- aðarins, minni gjaldeyrisnotkun, auknu fæðuöryggi, fjölbreyttari atvinnu í dreifðum byggðum og þar með öflugra samfélagi. Hefur Orkustofnun lýst eindregnum vilja til að taka þátt í þessu átaks- verkefni BÍ og LbhÍ ásamt Verkís –verkfræðiþjónustu, Skeljungi, Metan hf., Metanorku, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Reykjavík, Keili og ýmsum erlendum aðilum. Landbúnaðurinn verði sjálfbær um orku Átakið snýst um orkuvinnslu og orkunýtingu í landbúnaði til næstu fjögurra ára. Langtímamarkmiðið er að gera landbúnað sjálfbæran um orku þegar fram líða stundir og hámarka nýtingu hennar. Þannig er ætlunin að gera íslenskan landbúnað óháðan sveiflum í framboði og elds- neytisverði, sem eykur fæðuöryggi og stöðugleika íslenska hagkerfis- ins. Hugmyndin er m.a. að innleiða í íslenskan landbúnað þekkingu á framleiðslu og nýtingu orku úr líf- rænum hráefnum, sem falla til á búunum eða í nágrenni þeirra, eða eru sérstaklega framleidd í þeim til- gangi (þ.e. orkujurtir). Takmarkið er að aðkeypt orka bænda minnki um 20% fyrir árslok 2015 og um 80% fyrir árslok 2020. Lögð verður áhersla á að styðja og nýta tengslanet bænda þannig að þekking og reynsla brautryðjenda nýtist sem best. Fellur vel að verkefnum Nýsköpunarmiðstöðvar Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir að þessar hugmyndir um orkumál landbúnaðarins falli mjög vel að þeim verkefnum sem Nýsköpunarmiðstöð hafi verið að vinna með. Orkubóndinn „Þegar nokkuð var liðið á krepp- una og við hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands höfðum stofnað nokkur frum- kvöðlasetur fyrir hina fjölmörgu frumkvöðla sem leituðu til okkar með hugmyndir, þá kom ég fram með þá hugmynd að fara um landið og leita til frumkvöðlanna sem gátu hugsað sér að virkja eigin orku. Þarna var af miklum mannauð að taka og fjöldi leiða til þess að virkja „bæjarlækinn, fjóshauginn eða vind- gnauðið í túnfætinum“, eins og við sögðum. Hugmyndin var að fara um landið með sérfræðinga frá verk- fræðistofum, ÍSOR, Orkustofnun og fleiri aðilum og kynna mögu- leikana sem falist gætu í eigin virkjunum. Ingólfur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri hjá okkur á Nýsköpunarmiðstöð, stóð þessa vakt dyggilega með mér. Það skipti engum togum að við kveiktum í um 900 frumkvöðlum víða um land og stofnuðum til góðra tengsla þeirra við verkfræðistofurnar og aðila sem gefa góð ráð um smá- virkjanir. Á námskeiðunum, sem spönnuðu tvo daga, kynntum við lausnir sem henta minni aðilum svo sem bændum, en um leið gildi þess að vinna saman innan sveitar að lausnum sem þannig lækka kostnað og auka hagkvæmni. Kjörorð námskeiðanna voru: „Hvað get ég gert til að auka orku- nýtni mína eða framleiða orku til eigin þarfa?“ Seinni dag hvers nám- skeiðs var hægt að nota til að ná betri hnitmiðun og ræða við sérfræðinga um viðfangsefnið. Þegar við héldum námskeiðið við Húsavík var upp- lagt að hitta frændurna í Árteigi, sem byggt hafa fjöldann allan af rafmagnsstöðvum víða um Norður- Atlantshafið. Eiður í Árteigi hlaut svo ein af lokaverðlaunum nám- skeiðsins þegar því lauk og telst vel að því kominn.“ Mikið átak í smávirkjunum og varmadælunotkun „Við höfum orðið vitni að mjög miklu átaki, einkum á sviði smávirkj- ana í vatnsorku; bæjarlækur tekinn og virkjaður – mesta framförin sást þó á sviði varmadæla. Varmadælur eru tæki sem sameina kosti rafhitunar og jarðhita og passa einkar vel við aðstæður þar sem hita- stigið er fremur lágt en varmalindin stór. Hundruð varmadæla hafa verið sett upp síðan við hófum námskeiðin og gríðarleg aukning hefur orðið á nýtingu rafmagns til hitunar. Í sambandi við varmadælur kom einnig berlega í ljós að stór hópur Íslendinga nýtur ekki þeirra miklu þæginda og sparnaðar sem jarðhiti til húshitunar felur í sér.“ Klasinn Landsvarmi „Klasinn Landsvarmi er hópur fyrirtækja og stofnana sem vinnur að því að þróa staðlaðar lausnir fyrir uppsetningu á varmadælum á svokölluðum köldum þéttbýlis- svæðum á Íslandi, sem flest teljast til sjávarbyggða. Það er trú okkar í Landsvarmaklasanum að með því að staðla lausnir við uppsetningu á varmadælum við upphitun húsnæðis sé mögulegt að gera uppsetningu, rekstur og eftirlit með slíkum lausn- um skilvirkari og hagkvæmari fyrir neytendur en er í dag. Þau sveitarfélög á köldum svæð- um sem koma næst þessu verkefni eru Vesturbyggð, Súðavíkurhreppur, Snæfellsbær og Sveitarfélagið Hornafjörður. Samandregið snýst verkefnið um uppsetningu og rekstur á varma- dælum í fjórum sveitarfélögum þar sem lagt verður mat á hagkvæmni staðlaðra lausna við uppsetningu og rekstur þeirra fyrir þéttbýliskjarna almennt. Í lok verkefnisins verða til staðlaðar lausnir sem munu flýta fyrir og auðvelda nýtingu varmadæla á köldum svæðum á Íslandi.“ Snýst um virkjun lágvarma „Sérstaða verkefnisins felst í virkjun á lágvarma til upphitunar húsnæðis, þar sem að við flesta þéttbýlisstaði á landinu er nánast fullreynt með að finna heitt vatn í nægjanlegu magni til beinnar hitunar. Varmadælutæknin hefur náð nokkurri útbreiðslu víða í Evrópu og verður í verkefninu horft til þess árangurs sem þar hefur náðst, til viðbótar við þau verkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Á næstunni getum við flutt fréttir af árangri þessa áhugaverða verk- efnis, en með okkur í þessu hefur semsagt verið stór hópur aðila.“ Káravirkjun – engir draumórar - Eru menn nokkuð að fara offari, komnir út í draumóra og farnir að tala um nýtt Kárahnjúkaævintýri? „Nei, ekki Kárahnjúkavirkjun, heldur frekar virkjun Kára; útsynn- ingsins eða austangarrans sem við þekkjum öll og í felst mikið afl. Í áranna rás hafa verið hér á Íslandi miklir listamenn við að virkja Kára og mætti nefna mörg dæmi. Ég nefni til dæmis frændurna í Forsæti við Þjórsá og Halla í Belgsholti, sem því miður varð fyrir nokkru tjóni nú nýlega með stóru mylluna sína – sem ekki sér fyrir endan á. Virkjun vindsins krefst mikillar útsjónarsemi í verkfræðilegu tilliti. Vindurinn fylgir þriðjaveldis-lög- máli, þannig að ef vindhraðinn er tvöfaldaður, þá áttfaldast vindaflið. Landsvirkjun er að taka vel við sér á þessu sviði og þá verður að vænta þess að öguð verkfræðileg vinnubrögð leiði til vandaðs undir- búnings. Ég hlakka til að sjá vind- myllur við Búrfellsvirkjun létta á kerfinu og efla kerfið hér á landi.“ Gervieldsneyti og hönnun eldsneytis - Nú er einn liður í hug- myndum Bændasamtakanna og Landbúnaðarháskólans að vinna orku úr lífrænum hráefnum. LbhÍ hefur um árabil stundað rannsóknir á ræktun og nýtingu lands með til- liti til mögulegrar orkuvinnslu úr lífrænum hráefnum. Er þar einhver snertiflötur við Nýsköpunarmiðstöð? „Þennan málaflokk þekki ég vel þar sem ég hef beitt mér fyrir rann- sóknum og þróun á vetni sem orku- bera. Vetni er í sjálfu sér einfaldastur orkubera sem menn hanna sjálfir. Hins vegar má nýta vetni og tengja við kolefni í framleiðslu eins og CRI fyrirtækið nærri Svartsengi er að vinna að. Þar fara snjallir „hönnuðir“ eldsneytis sem spennandi verður að fylgjast með í náinni framtíð.“ Fjóshaugurinn er mikil orkulind „Þegar rætt er um metan, hina líf- rænu afurð sem er afrakstur niður- brots lífrænna efna sem örverur brjóta niður, er fjóshaugurinn mikil orkulind. Einnig ruslahaug- arnir þar sem borgarsorpið er urðað. Sömuleiðis mætti vinna mikla orku úr skólpi og margar þjóðir hafa náð langt í þeirri nýsköpun. Nýsköpunarmiðstöð hefur unnið með Halldor Topsöe fyrirtækinu í Danmörku við að huga að gerð DME eldsneytis, Dímetyleters, sem hæft gæti t.d. bátaflotanum og sem búa mætti til úr vetni og einhvers konar kolefnisgjafa, CO2 eða metani. Annað gráupplagt svið hér á Íslandi er úrgangurinn úr Sorpu, en við hjá Nýsköpunarmiðstöð höfum tekið þátt í verkefni þar sem menn hugsa sér að gasgera sorpið og umbreyta í sameindir sem nota má við gerð gervieldsneytis. Hugsið ykkur að búa til díselolíu úr sorpi; það er spennandi framtíð í því. Merkilegt verk hefur verið unnið hér á landi í að umbreyta bílum í metanbíla og markaðssetja metan; það ber að lofa. Ég ætla heldur ekki að gleyma vinnu sem unnin hefur verið við gerð olíu úr jurtum og má í því sambandi nefna vinnu Siglingamálastofnunar á því sviði, svo og gerð eldsneytis á Akureyri úr steikingarfitu og þess háttar,“ segir Þorsteinn Ingi Sigfússon. Framtíðin „Orka nútíðarinnar felst mest í olíu, gasi og kolum. Endurnýjanlegu orkugjafarnir eins og við þekkjum á landinu okkar góða, eru enn ekki jafn samkeppnishæfir og gamla kolefnisorkan. En það kemur líka til af því að hagfræðin skilgreinir ekki hinn dulda kostnað kolefnis- kerfisins. Hvað með kostnað kol- tvísýrings og hnattrænnar hitunar? Ætti hann ekki að birtast í verði á þessum orkugjafa? Hvað með kostnað af sprungnu kjarnorkuveri – á að fela hann? Þegar hagfræðin í heiminum verður orðin tengd umhverfisfræð- inni – þar sem vistfræði og siðfræði í samskiptum okkar við náttúruna eru í öndvegi – verður hægt að tala um ódýra, vistvæna orku. Það er sú sýn sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur,“ segir Þorsteinn Ingi Vigfússon. Bjarni Malmquist Jónsson frá Jaðri í Suðursveit hlaut verðlaun sem bjartasta vonin á námskeiðum orkubóndans. Bjarni fæddist árið 1987 og er útskrifaður rafiðnfræð- ingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann virkjaði bæjarlækinn á bújörð foreldra sinna að Jaðri í Suðursveit árið 2009. Sú virkjun sér, ásamt varmadælu, að mestu um upphitun íbúðarhúsa að Jaðri. Bjarni byggði virkjunina til að sanna fyrir móður sinni að hægt væri að virkja fyrir bæinn, og vel var það hægt og á hagstæðan hátt. Einnig var Bjarni sigurvegara í hinni árlegu hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands 2009, ásamt því að vera á forsetalista HR. Matsnefnd taldi Bjarna Malmquist Jónsson vera einu björtustu vonina í mannauði íslenskra orkubænda og veitir honum sérstök verðlaun þess vegna. Heiðursverðlaun orkubóndans: Ólafur Eggertsson bóndi að Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, fæddur 1952, hlaut heiðurs- verðlaun Orkubóndans 2010. Verðlaunin hlaut Ólafur fyrir alhliða störf að virkjunarmálum, bæði vatsorku og jarðhita, auk þess fyrir að vera brautryðjandi í kornrækt og hafa náð framúrskar- andi árangri í ræktun á orkujurt- inni repju, þar sem uppskeran á hans búi er 30% meiri en á við- miðunarstöðum í Norður Evrópu og á Norðurlöndum. Matsnefnd taldi Ólaf Eggertsson eiga ríkulega skilið heiðursverðlaun orkubóndans 2010 fyrir hið margvíslega starf sem hann hefur unnið á sviði virkjanamála og fyrir brautryðj- andastarfið að ræktun orkujurta. Hverflasmíðaverðlaun orkubóndans: Eiður Jónsson frá Árteigi hlaut sérstök smíða- og hönn- unarverðlaun orkubóndans 2010 fyrir framlag sitt, sem tengist nær hundrað virkjunum víðs vegar um landið, auk þriggja á Grænlandi og einnar í Færeyjum. Eiður Jónsson er fæddur 1957 og hóf vinnu við vatnsaflsvirkj- anir aðeins 23ja ára gamall eftir að hafa lokið prófi í rafvirikjun. Átta árum síðar kom bróðir hans Arngrímur til starfa við verkefnin, lærður vélvirki. Samvinna hefur verið með þeim bræðrum og Árna S. Sigurðssyni hjá Verkfræðistofu Norðurlands. Efnistök og tækni Árteigsfeðga hafa verið notuð mjög víða og fjöldi virkjana sem þeir hafa komið að nálgast nú eitt hundrað. Stærsta virkjunin er 715kW. Saga túrbínusmíði út með Kinnarfjöllum í Þingeyjarsýslu nær aftur um röska hálfa öld. Jón Sigurgeirsson í Árteigi hóf smíði á rafstöðvum fyrir 1950, en um var að ræða litlar rafstöðvar með 12 eða 24 volta jafnstraumsrafala sem voru settar í fjölmarga bæjar- læki í Þingeyjarsýslu. Um 1950 byggði Jón sína fyrstu alvöru raf- stöð fyrir Granastaðabæina, en svo kallast bæjarþyrpingin út með Kinnarfjöllum sem samanstendur af Granastöðum, Ártúni, Árteigi I og II og Fitjum. Verðlaunahafar á námskeiðinu Orkubóndinn 2010 sem Þorsteinn minnist á í greininni. Talið frá vinstri; Katrín Júlíusdóttir ráðherra, bjartasta vonin Bjarni Malmquist Jónsson frá Jaðri í Suðursveit, Þá hjónin á Þorvaldseyri, Guðný A Valberg og Ólafur Eggertsson, Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Verðlaunahafar á námskeiðum Orkubóndans Námskeiðið „Orkubóndinn" var m.a. haldið á Egilsstöðum og mætti fjöldi manns á námskeiðið.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.