Bændablaðið - 02.02.2012, Side 23
23Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012
um heim, flest í Vestur-Evrópu en
þriðjungur stofnsins er á Íslandi.
Útflutningur hefur verið umtals-
verður alla tíð frá 1850. Þannig voru
um 150.000 hross flutt út á tímabilinu
1850-1949 og þá flest til Bretlands
(Björnsson and Sveinsson, 2004).
Eftir 1950 hefur fjöldi útfluttra hrossa
verið breytilegur en eftir hitasótt-
arfaraldurinn 1998-1999 dró töluvert
úr útflutningi miðað við árin þar á
undan. Síðustu 10 ár hefur árlegur
útflutningur verið um 1400 hross eða
mun færri en þegar best lét. Til þess
ber þó að líta að meðalverð útfluttra
hrossa hefur farið hækkandi og á
síðasta ári voru flutt út hross fyrir
u.þ.b. einn milljarð króna. Ástæður
samdráttar í útflutningi eru sjálfsagt
margar en líklegt er að sumarexem
vegi þar þungt. Talið er öruggara að
kaupa hesta sem fæddir eru úti en
þá sem fæddir eru hér. Það eru því
grundvallarhagsmunir fyrir markaðs-
sókn í útflutningi á íslenska hestinum
að þróa meðferð og forvörn gegn
sumarexemi.
Rannsóknarátak gegn
sumarexemi
Vorið 2000 skipaði þáverandi land-
búnaðarráðherra, Guðni Ágústsson,
að höfðu samráði við Framleiðnisjóð
landbúnaðarins, starfshóp til að
skipuleggja rannsóknir á sumarexemi
í hestum. Formaður starfshópsins
var Ingileif Jónsdóttir prófessor
í ónæmisfræði. Hópurinn lagði til
að gert yrði stórt rannsóknarátak á
sumarexemi í hrossum, sem fyrst og
fremst yrði unnið af sérfræðingum
á Keldum í samstarfi við rann-
sóknarhóp í Bern í Sviss svo og í
samstarfi við aðra íslenska og erlenda
sérfræðinga. Ákveðið var að aðal-
markmið rannsóknanna yrði að þróa
ónæmismeðferð gegn sumarexemi
en til að ná því þyrfti fyrst að skil-
greina ofnæmisvakana í smámýinu
og ónæmisferlana í sjúkdómnum.
Rannsóknarátakinu var skipuð stjórn
sem í sitja Ágúst Sigurðsson rektor
Landbúnaðarháskóla Íslands, sem
formaður, Sigríður Björnsdóttir sér-
greinadýralæknir hrossasjúkdóma,
Ólafur Andrésson prófessor í erfða-
fræði, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir
ónæmisfræðingur á Keldum og
Eliane Marti dýralæknir og ónæmis-
fræðingur við Dýrasjúkdómastofnun
Háskólans í Bern í Sviss. Í kjölfarið
eða haustið 2000 hófust rann-
sóknir á sumarexemi á Keldum,
undir stjórn Sigurbjargar og
Vilhjálms Svanssonar dýralæknis
og undir stjórn Eliane Marti í Bern.
Rannsóknirnar voru í upphafi
styrktar af Framleiðnisjóði land-
búnaðarins, Rannís og Svissneska
rannsóknarsjóðnum og síðan einnig
af fleiri aðilum (sjá síðar).
Eins og greint hefur verið frá
var þekking á ofnæminu við upphaf
rannsóknarátaksins tak-mörkuð, auk
þess sem mikill skortur á sértækum
líf- og prófefnum háði öllum rann-
sóknum á ónæmissvörun í hrossum
á þeim tíma. Því varð að byrja á að
framleiða prófefni eða prófa hvort
efni sem gerð höfðu verið fyrir aðrar
dýrategundir dygðu fyrir hross. Á
þessum tíu árum hafa verið fram-
leidd eða fundin mörg nauðsynleg
prófefni, bæði af okkur og öðrum.
Miklar framfarir hafa einnig orðið
í aðferðafræði í sameindafræðum,
rannsóknum á ónæmiskerfi músa
og manna sem og í meðhöndlun á
ofnæmi og þróun á bóluefnum og
bólusetningum í fólki.
Einkenni sumarexems
Sumarexem er ofnæmi gegn pró-
teinum, sem berast í hross við bit
mýflugna af ættkvíslinni Culicoides,
sem við köllum smámý. Engar teg-
undir af þessari fluguættkvísl lifa
á Íslandi. Hestar hér á landi fá því
ekki ofnæmið. Exemið lýsir sér í
útbrotum og kláða, sérstaklega í fax-
og taglrótum og, sé ekkert að gert,
sáramyndun og sýkingu í sárunum.
Eina leiðin til þess að halda exeminu
niðri er að hýsa hrossin í ljósaskipt-
unum, þegar mest er af flugu, eða
hylja þau með ábreiðum. Mögulegt
er að meðhöndla með sterum en
engin varanleg lækning eða vörn
er fyrir hendi. Sumarexem er því
verulegt dýravelferðarmál.
Rannsóknir á sumarexemi í
íslenskum hestum 2000-2011
Markmið rannsóknanna er að finna
og greina próteinin (ofnæmisvak-
ana) sem valda exeminu og rannsaka
ónæmissvarið og feril sjúkdómsins
með því lokamarkmiði að þróa
ónæmismeðferð gegn honum, þ.e.
bólusetningu sem forvörn og afnæm-
ingu sem lækningu.
Staða rannsóknanna:
Við höfum einangrað og tjáð þá
ofnæmisvaka sem máli skipta
úr flugnabitkirtlum, alls 15 pró-
tein (Schaffartzik et al., 2010;
Schaffartzik et al., 2011; Schaffartzik
et al., 2009). Rannsóknum á ónæmis-
svarinu í sjúkdómnum hefur einnig
miðað vel og hafa þær skilað mjög
áhugaverðum niðurstöðum sem eru
undirstaða þess að velja meðferð og
meta gagnsemi hennar (Hamza et al.,
2007; Hamza et al., 2010; Hamza
et al., 2008; Heimann et al., 2011).
Framangreindar niðurstöður hafa
gert okkur kleift að hefja tilraunir
í ónæmismeðferð, bólu-setningum
og afnæmingu.
Ofnæmi og ónæmismeðferð:
Ofnæmissvar er ótímabært ónæmis-
svar gegn saklausum próteinum
með framleiðslu á IgE-mótefnum
og bólgumiðum sem valda einkenn-
unum. Ónæmiskerfið er varnarkerfi
líkamans sem ver einstaklinga gegn
innrásum sýkla s.s. baktería, veira,
sveppa eða sníkjudýra. Kerfið
bregst við sýklum með viðeigandi
ónæmissvari sem sér um að drepa,
éta eða leysa upp sýkla og sýktar
frumur og taka til, hreinsa og græða
í kjölfarið. Heilbrigðir einstaklingar
bregðast ekki við saklausum pró-
teinum sem þeir borða, anda að sér,
snerta eða fá við skordýrabit eða
-stungur. Ónæmiskerfi ofnæmis-
sjúklinga bregst hins vegar við
slíku áreiti og úr verður of-næmis-
svar. Svarið getur verið af ýmsum
toga, t.d. ofnæmiskvef, heymæði,
astmi, kláði, erting, bjúgur, útbrot,
meltingaróþægindi og jafnvel
ofnæmislost.
Sumarexem er ofnæmi eða
ónæmissvar á svokallaðri Th2-
braut, með framleiðslu á IgE-
mótefnum og bólgumiðlum sem
valda exeminu. Ónæmismeðferð
felst í því að stýra ónæmis-svari
gegn ofnæmisvökunum inn á
Th1-braut og efla svokallaðar
Th-stýrifrumur sem bæla ofnæmið.
Bólusetning er þá forvörn þannig
að hestarnir svara ofnæmisvök-
unum á Th1-braut þegar þeir hitta
fluguna, en afnæming er lækning
á hestum með exem sem felst í
því að beina svarinu af Th2-braut
yfir á Th1-braut og efla sértækar
Th-stýrifrumur til að bæla Th2-
ofnæmissvarið.
Tilraunir á hrossum eru mjög
dýrar, einstaklingsmunur er mik-
ill svo endanlegir tilraunahópar
verða helst að vera 10-20 hross til
þess að marktækni náist. Flestar
viðurkenndar afnæmingar- og
bólusetningaraðferðir taka einnig
langan tíma. Afnæmingu verður að
framkvæma erlendis, þar sem hross
á Íslandi eru ekki með sumarexem
og dýrara er að halda tilraunahross
erlendis en hér. Vegna kostnaðar er
áríðandi að reyna að stytta með-
höndlunartíma sem mest.
Við ætlum að reyna þrjár leiðir til
að þróa ónæmismeðferð gegn sum-
arexemi; 1) með hreinum ofnæmis-
vökum í Th1-stýrandi ónæmisglæði,
2) með ofnæmisvökum á veiruferj-
um, 3) um slímhúð meltingarfæra
með því að fóðra hross á byggi sem
tjáir ofnæmisvaka.
1. Bólusetja/afnæma með
hreinum ofnæmisvökum í Th1-
stýrandi ónæmisglæði.
Ónæmisglæðar eru nauðsynlegur
þáttur í próteinbóluefnum en þeir
ræsa ónæmissvarið og stýra því.
Gríðarleg framför hefur orðið í þróun
kröftugra ónæmisglæða undanfarin ár.
Til þess að fá aðgang að glæðum sem
viðurkenndir eru í bóluefni þarf að
semja við lyfjafyrirtækin sem eiga þá.
Fyrstu bólusetningartilraun undir þess-
um lið er að ljúka. Í henni var borin
saman bólusetning í eitla og húð með
fjórum hreinsuðum ofnæmisvö-kum,
bæði einum og sér, og í Th1-stýrandi
ónæmisglæði frá lyfjafyrirtækinu
Intercell í Vín. Frumniðurstöður sýna
að ónæmisglæðirinn er án aukaverk-
ana og virðist efla rétta tegund af
ónæmissvari. Einnig virðist sprautun
í eitla áhrifarík aðferð sem gæti stytt
tilraunatíma. Í Bern eru hafnar tilraunir
til að afnæma hesta með sumarexem
með því að sprauta ofnæmisvökum í
ónæmisglæði í eitla.
2. Bólusetja/afnæma með
ofnæmisvökum á veiruferjum.
Vörn gegn veirusýkingum er á Th1-
braut ónæmissvars og því tilvalið
að notafæra sér það í gerð bóluefnis
gegn ofnæmi. Nú þegar eru í notkun í
hrossum veiruferjubóluefni gegn West
Nile- og inflúensuveirum. Við notum
tvær veirutegundir, gamma-herpes-
veiru 2 (EHV-2), sem sýkir hesta,
og baculoveiru, sem sýkir skordýr.
Hannaðar hafa verið nokkrar EHV-2
ferjur þar sem ofnæmisvakagenin voru
sett inn á mis-munandi stöðum. Verið
er að búa til baculoveiruferjur sem
geta komist inn í hesta-frumur og tjáð í
þeim ofnæmisvakagen. Veiruferjurnar
sem sýna öflugustu tjáninguna á inn-
settum genum í hestafrumum, bæði
af EHV-2 og baculoveiru uppruna,
verða notaðar til tilraunabólusetninga
í hestum. Vonast er til að af því geti
orðið á árinu 2012.
3. Bólusetja/afnæma um slímhúð
meltingarfæra með því að
fóðra hross á byggi sem tjáir
ofnæmisvaka.
Í samstarfi við ORF Líftækni er
verið að tjá ofnæmisvaka í byggi. Í
fólki er farið að nota afnæmingu um
slímhúðina undir tungunni í stað þess
að sprauta undir húð. Við hyggjumst
athuga hvort hægt sé að afnæma
sumarexemshesta um slímhúð melt-
ingar-færa með því að fóðra þá á byggi
sem tjáir ofnæmisvaka. Verið er að tjá
tvo ofnæmis-vaka í byggi og verður
vonandi hægt að prófa annan þeirra á
hestum fljótlega.
Árangur af bólusetningu í þessum
fyrstu tilraunum er metinn með því að
mæla mótefna-, boðefna- og bólgu-
miðlasvörun hestanna og á þeim
grundvelli verður ákvarðað hvort
ónæmis-svarið er á réttri braut. Á end-
anum þarf að gera áskorunartilraunir,
þ.e. flytja hópa af bólu-settum hestum
út með hópum af ómeðhöndluðum
samanburðarhestum á flugusvæði
og fylgjast með þeim í a.m.k. tvö ár.
Það ætti að leiða í ljós hvort bólusettu
hestarnir eru raunverulega varðir gegn
exeminu miðað við samanburðar-
hestana.
Styrktaraðilar verkefnisins:
-
búnaðarins
Rannís
-
ræktarinnar
-
Heimildir:
Eitlasprautun.