Bændablaðið - 02.02.2012, Side 29
29Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012
Bókabás
Komin er út skáldsagan Eitt and-
artak í einu eftir Hörpu Jónsdóttur
hjá bókaútgáfunni Sölku en það er
hennar fyrsta skáldsaga.
Á sólbjörtum laugardagsmorgni
birtist ófrísk stúlka í sjávarplássi
úti á landi. Lárus, borinn og barn-
fæddur í firðinum, er beðinn um að
taka á móti henni á flugvellinum.
Þorpsbúar komast smám saman að
misjafnri fortíð þessarar hæglátu
stúlku; þeir fylgjast með glímu
hennar við lífið og áður en yfir
lýkur eru örlög hennar samofin
lífi fólksins í plássinu og þá sér-
staklega Lárusi.
Í þessu fámenna samfélagi
speglast mismunandi forsendur
þorpsbúa og væntingar. Á meðan
sumir hafa búið í plássinu allt sitt
líf flytjast aðrir burt og enn aðrir
koma þangað til að byrja upp á nýtt
eða jafnvel til að finna sér skjól fyrir
vindasömu lífi.
Eitt andartak í einu er saga um
hverfulleika, ást, mannlega bresti og
djúpa vináttu.
Harpa Jónsdóttir hlaut íslensku
barnabókaverðlaunin árið 2002 fyrir
bók sína Ferðin til Samiraka. Önnur
bók hennar, ljóðabókin Húsið, kom
út árið 2008. Eitt andartak í einu er
fyrsta skáldsaga hennar. Harpa er
ekki síður þekkt sem textíllistamaður
og áhugaljósmyndari, en sem rithöf-
undur. Hún
hefur haldið einkasýningar á
útsaumsverkum sínum, meðal
annars á torgi Þjóðminjasafnsins
og í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Verk hennar hafa birst í erlendum
blöðum og tímaritum og hún hefur
unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir
þau. Harpa var bæjarlistamaður
Ísafjarðarbæjar árið 2002. Vefsíða
Hörpu: http://www.harpaj.net/
Bókin er er 220 bls og prentuð
í Odda.
Eitt andartak í einu
Dagana 4.-6. nóvember sl. sátum
við undirritaðar ráðstefnuna
,,Sheep breeders round table“,
sem haldin var í Nottingham á
Englandi. Skipulagning ráðstefn-
unnar var í höndum EBLEX,
helstu ráðgjafarstofnunar
Englands á sviði nautakjötsfram-
leiðslu og sauðfjárræktar. Á ráð-
stefnunni kom fram fjöldi fyrirles-
ara sem fjölluðu um sauðfjárrækt
í Bretlandi á víðum grundvelli. Þá
kom jafnframt fram fyrirlesari frá
Ástralíu, Alex Ball að nafni, sem
tæpti á því helsta sem varðar sauð-
fjárrækt þar í landi. Ræktunarmál
voru áberandi umfjöllunarefni en
einnig var farið yfir niðurstöður
nýlegra rannsókna, markaðs- og
sölumál o.fl. Í þessari samantekt
verður greint frá nokkrum atrið-
um sem þarna komu fram.
Kynbætur sauðfjár
Skipulag ræktunarstarfs í Bretlandi
er mjög ólíkt því sem gerist hérlend-
is. Aðeins viss hluti bænda tekur þátt
í skýrsluhaldi og stundar kynbætur,
þessir bændur eru yfirleitt með mun
færra fé en þeir sem ala sláturgripi.
Verslun með lífgripi er mikil og þeir
bændur sem vinna að kynbótum selja
gjarnan talsverðan hluta framleiðslu
sinnar á fæti. Meginþorri framleiðsl-
unnar er hins vegar magnframleiðsla
á sláturgripum sem aldrei koma til
greina til kynbóta, þá gjarnan blend-
ingar. Í Bretlandi er mikil hefð fyrir
sölusýningum og fjöldi kynbótahrúta
er seldur á slíkum sýningum. Það
kom fram í máli nokkurra fyrir-
lesara að of stíft væri horft á svipfar
(þ.e. útlit gripa) við kaup og sölu.
Auka þurfi vægi kynbótaeinkunna
við verslun kynbótagripa, þar sem
þær gefa öruggari mynd af gripnum
sem kynbótagrip, auk þess sem alls
ekki er hægt að sjá það á gripnum
hvers virði hann er fyrir marga eigin-
leika s.s. mjólkurlagni eða frjósemi.
Líklega geta íslenskir bændur tekið
þetta til sín að nokkru leyti, án efa er
algengast að horft sé til útlitsdóma
þegar verslað er með líflömb. Telja
má víst að markvissara sé að líta til
þess hvað viðkomandi lamb hefur
í BLUP-einkunn. Einnig spannst
umræða um fræðslustarf og mikil-
vægi þess að útskýra fyrir ræktendum
og kaupendum kynbótagripa hvað
liggur að baki kynbótaeinkunnum.
Hér á landi má einnig telja að skorti
fræðslu til bænda varðandi uppbygg-
ingu kynbótaeinkunna.
Skýrsluhald
Sam Boon frá EBLEX, einn fyrir-
lesara á ráðstefnunni, hélt yfir-
litserindi um skýrsluhald sauð-
fjárræktarinnar. Þar kom fram að
EBLEX heldur utan um skýrslur
fyrir alls 49.000 ær af u.þ.b. 30
fjárkynjum. Heildarfjárfjöldi er yfir
4 milljónir. Í ræktunarstarfinu er
hvert kyn gert upp sérstaklega, þ.e.
reiknuð eru kynbótagildi fyrir hina
ýmsu eiginleika fyrir viðkomandi
fjárkyn. Það er misjafnt milli kynja
hvaða eiginleikar eru gerðir upp enda
væntanlega breytileg ræktunarmark-
mið fyrir hin ýmsu kyn. Athygli vakti
hve mikil áhersla er lögð á eigin-
leika sem hafa bein áhrif á hagræna
þætti við rekstur búa, s.s. burðar-
erfiðleika, fóðurnýtingu, lífsþrótt
lamba og vaxtarhraða svo eitthvað
sé nefnt - áherslur sem við ættum án
efa að líta meira til, ekki síst samfara
stækkun búa og aukinni kröfu um
hagræðingu í rekstri.
Líklega er einsdæmi í heiminum
að yfir 90% af fjárkyni sé skýrslu-
fært, eins og hér á landi. Það er nokk-
uð sem íslenskir sauðfjárbændur geta
verið afar stoltir af. Jafnframt er það
nokkur sérstaða að einungis er unnið
með eitt sauðfjárkyn, en það býr
íslenskum bændum nokkuð annað
umhverfi samanborið við sauðfjár-
bændur í öðrum löndum. Fyrir það
fyrsta útilokar það allt ræktunar-
skipulag sem lýtur að nýtingu blend-
ingsræktar. Í annan stað útilokar það
val bænda á ólíkum kynjum, eftir
því sem best hentar mismunandi
umhverfisaðstæðum eða búskapar-
háttum. Á hinn bóginn má segja að
þær aðstæður sem við búum við, þ.e.
mikil þátttaka í skýrsluhaldi og eitt
sameiginlegt kyn, bjóði upp á mjög
markvisst opinbert ræktunarstarf. Í
opinberu ræktunarstarfi hérlendis
gegnir rekstur sæðingastöðvanna
mjög mikilvægu hlutverki. Það
fyrirkomulag er ekki fyrir hendi
í Bretlandi. Yfirstjórn ræktunar-
mála hefur kost á að velja inn bestu
kynbótagripi landsins á grundvelli
víðtækra upplýsinga en það opnar
möguleika á markvissu úrvali á
landsvísu, sem aftur ætti að gefa kost
á góðum erfðaframförum.
Markaðs- og sölumál
Undanfarin tvö ár hefur verð á dilka-
kjöti til bænda hækkað umtalsvert.
Bretar eru talsvert stórtækir í bæði
inn- og útflutningi á lambakjöti.
Þeir flytja mest út til annarra landa
innan Evrópu en Frakkland er þeirra
mikilvægasti útflutningsmarkaður.
Mest er flutt inn til landsins frá
Nýja-Sjálandi og þá helst í þeim
mánuðum sem framboð af bresku
kjöti er minnst, þ.e. mars-apríl.
Neysla á lambakjöti í Bretlandi
hefur heldur verið að dragast
saman. Laura Dodds markaðs-
fræðingur flutti erindi um mark-
aðssetningu á lambakjöti. Hún
fjallaði nokkuð um þá ímynd sem
lambakjöt hefur í Bretlandi. Að
mörgu leyti virðist lambakjöts-
neysla á Íslandi hafa verið að þróast
í svipað far á undanförnum árum og
áratugum. Hún benti á að lambakjöt
er ekki hversdagsmatur, það tekur
of langan tíma í eldamennsku og
fjölbreytni í framsetningu er ekki
nægjanlega mikil. Jafnframt þykir
lambakjöt of dýrt samanborið við
annað kjöt. Þá fjallaði Alex Ball,
ástralski fyrirlesarinn, um mikil-
vægi þess að ræktun sauðfjár og
framleiðsla dilkakjöts í framtíðinni
taki mið af þörfum neytenda um
efnainnihald fæðunnar, s.s. prótein-
innihald. Hann skýrði einnig frá því
að markviss ræktun gegn fitusöfnun
sláturlamba getur komið niður á
bragðgæðum kjötsins. Fylgni er á
milli yfirborðsfitu dilka og innan-
vöðvafitu. Þegar miklum árangri
hefur verið náð í ræktun gegn yfir-
borðsfitu getur það leitt til minni
innanvöðvafitu og þar með lakari
bragðgæða kjötsins.
Athygli vekur markviss greining
Breta á kjötmarkaði og verðmætum
afurðanna (sjá www.eblex.org.uk).
Þar er opinberlega birt verðmæti
sláturafurða og hlutur bónda af
söluverðmæti. Á árinu 2011 var
hlutur bónda 49-71% af verðmæti
dilkakjötsins frá afurðastöð. Hlutur
bónda í þessu verði er mjög breyti-
legur eftir árstíma og framboði
kjöts.
Hér hefur aðeins verið tæpt á
nokkrum atriðum sem fjallað var
um á ráðstefnunni. Án efa má sækja
margt í þekkingarbrunn Breta. M.a.
er unnið að áhugaverðum rann-
sóknum á arfgengi júgurbólgu í ám,
lambavanhöldum og fleiru sem vert
er að fylgjast með á komandi árum.
Oddný Steina Valsdóttir
Elín Heiða Valsdóttir
Af sauðfjárræktarráðstefnu í Bretlandi:
Skipulag ræktunarstarfs í Bretlandi
mjög ólíkt því sem gerist hérlendis
Bændablaðið Smáauglýsingar
56-30-300
Næsta blað kemur út
16. febrúar
Borum eftir heitu og köldu vatni um allt land
Liprir í samningum og hagstætt verð.
Bændur - Sumarhúsaeigendur
Upplýsingar gefur Guðni í síma 864-3313
og í netfangi: bjarnastadirehf@gmail.com
Vatnsveitur
á lögbýlum
Veittir eru styrkir úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að leggja
vatnsveitu að einstökum bæjum í dreifbýli samkvæmt reglu-
gerð nr. 973/2000.
Umsóknir um framlög til vatnsveituframkvæmda skulu ber-
ast viðkomandi ráðunautaþjónustu eða til Bændasamtaka
Íslands fyrir 1. mars. Umsókn skal fylgja staðfest kostnaðar-
og framkvæmdaáætlun.
Nánari reglur og umsóknareyðublöð er hægt að nálgast
á www.bondi.is
Bændasamtök Íslands
Bændahöllinni við Hagatorg
107 Reykjavík