Bændablaðið - 02.02.2012, Page 31
31Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012
Vélabásinn
Toyota Urban Cruiser:
Frábær fjórhjóladrifinn
smábíll í vetraraksturinn
Það hefur varla farið framhjá
neinum að töluverður snjór var í
Reykjavík í síðustu viku og margir
áttu í erfiðleikum með að komast
áfram í umferð borgarinnar á
sínum smábílum með drif á einum
öxli. Mér til happs var mér boðið að
prófa Toyota Urban Cruiser, sem er
með fjórhjóladrifi, og gat ég því látið
spúsu minni eftir jeppling heim-
ilisins í snjóskaflaævintýrið mikla
í síðustu viku.
Toyota Urban Cruiser er með
1364cc dísilvél sem á að skila 90
hestöflum en bíllinn er ekki nema
1240 kg. Frá miðvikudegi og fram
yfir helgina síðustu prófaði ég bílinn
við mjög mismunandi akstursskilyrði
og satt best að segja kom bíllinn mér
verulega á óvart, stóðst allar mínar
væntingar og vel það.
Rétt eins fjallajeppi
Fyrsta daginn var snjór og þæfingur á
götum Reykjavíkur og fjórhjóladrifið
kom sér vel ásamt spólvörninni, við að
komast upp brekkuna í götunni sem
ég bý við. Á fimmtudagsmorgun þegar
bílar voru fastir víða um bæinn átti
ég ekki í neinum vandræðum með að
komast út úr mínu hverfi þótt mikið
hefði skafið í skafla, sem ég hélt að
bílnum væru ofviða, en með því að
læsa öllum hjólum var ég rétt eins
og á fjallajeppa og ekkert virtist geta
stoppað Urban. Um kvöldið þurfti ég
að leggja í ómokað stæði og taldi víst
að ég kæmist ekki í burtu úr stæðinu,
en bíllinn er svo léttur og dekkin breið
að hann flaut hreinlega ofan á snjónum
og markaði varla í hann.
Á föstudag kom svo klakinn og
þrátt fyrir að vera á ónegldum vetrar-
dekkjum var Urban Cruiser ótrúlega
stöðugur í hálkunni og ekki í nema
örfá skipti sá og heyrði ég skriðvarnar-
búnaðinn fara í gang.
Meðaleyðsla í ófærðinni um 9
lítrar
Á sunnudeginum renndi ég upp að
Skíðaskálanum í Hveradölum, svona
rétt til að finna hvernig væri að keyra
bílinn á langkeyrslu og sjá hverju hann
væri að eyða á hundraðið. Mér sýndist
bíllinn vera að fara með einhversstaðar
á milli 5 og 6 lítra á hundraðið í lang-
keyrslunni hjá mér og þessa daga sem
ég ók bílnum í blönduðum akstri sagði
tölvan að meðaleyðslan hjá mér hefði
verið 9,2 lítrar, sem mér þykir mjög
gott miðað við færðina (miðað við
minn akstursstíl gæti ég trúað að ég
væri að fara með á milli 5 og 6 lítra
á hundraðið í blönduðum akstri að
sumarlagi á þessum bíl).
Í prufurúntinum kom ég við á Litlu
kaffistofunni. Þegar ég fór af bílaplan-
inu renndi ég út á vegöxlina og gaf
bílnum vel inn til að finna upptakið
og áður en ég var kominn fráreinina
á enda var ég kominn á 90 km hraða
(gefið er upp að Urban Cruiser diesel
nái 100 km. hraða á 12,3 sek., sem er
mjög gott fyrir svona litla dísilvél).
Eitt af því sem ég var ánægðastur
með við bílinn var hversu fljótur hann
var að hitna að innan, en á nokkrum
mínútum var kominn funhiti inn í
bílinn (sennilegast fljótasti bíll sem
ég hef vitað, að hitna að innan). Aðeins
eitt gat ég fundið að bílnum sem ég
varð var við, en í tvígang virtist hann
frjósa í bremsu (annað sinnið yfir nótt
og í hitt meðan ég var í vinnunni),
en í bæði skiptin fannst mér það vera
hægra framhjól sem fraus fast (gæti
vel verið einstök tilfelli).
Sætishitararnir eru mjög góðir,
ekki eins og í mörgum bílum, að eftir
stuttan tíma fer maður að brenna sig
á óæðri endanum, en á Urban Cruiser
er hitinn mátulegur.
Farangursrýmið virkar við fyrstu
sýn ekki stórt, en þegar á reynir er það
glettilega stórt og gott að raða í það.
Mér hefur alltaf leiðst vélarhljóðið í
dísilvélum, en þessi vél er glettilega
lágvær þegar hún er orðin heit.
Urban Cruiser er góður og stöð-
ugur á malarvegum, en fullmikið smá-
steinahljóð er undir bílnum við þær
aðstæður. Eftir malarvegaraksturinn
skoðaði ég hvort bíllinn væri mikið
skítugur og kom mér á óvart að aðeins
aftasti hlutinn var skítugur en lítið upp
á hliðarnar.
Í heildina var ég mjög ánægður
með bílinn og þá sérstaklega í snjónum
og hálkunni, en þar fær hann hæstu
einkunn hjá mér.
Vélaprófanir
hlj@bondi.is
Hjörtur L. Jónsson
Verð: 4.350.000 kr.
Lengd: 3.930 mm
Breidd (án spegla): 1.725 mm
Hæð 1.540 mm
Hestöfl: 90
Þyngd 1.240 kg
Helstu mál Toyota Urban Cruiser:
Þó að farangursrýmið virki lítið rúmast ótrúlega mikið í því.
Mjög sterk fylgni er á milli aksturs
og vergar landsframleiðslu eða
hagvaxtar á Íslandi að því er fram
kemur í frétt Vegagerðarinnar
Miðað við þróun aksturs á Íslandi
frá árinu 1975 er 96 prósent fylgni
milli þeirrar þróunar og vaxtar
landsframleiðslunnar til ársins
2010.
Þannig hefur dregið verulega
úr akstri á Íslandi allt frá því fyrir
hrunið 2008. Samkvæmt spá
Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að
umferð fari heldur að aukast á þessu
ári en aukin skattlagning á ökutæki
og eldsneyti kann þó að setja strik í
þá útreikninga.
Víða erlendis eru tölur um heild-
arakstur og breytingar á akstri nýttar
til að meta ástand hagkerfisins eða
spá í það ástand. Það gæti því verið
fróðlegt að sjá þróun umferðar á nýju
ári en fyrstu talnaVegagerðarinanr er
að vænta í byrjun febrúar.
Í fréttum af umferð og akstri hefur
Vegagerðin minnst á að víða erlendis
eru umferðartölur metnar sem mjög
góður rauntímamælikvarði á hag-
vaxtarþróun. Það er því fylgst mjög
glöggt með þessum tölum til þess að
meta ástand hagkerfisins.
Vegagerðin skoðaði fylgni milli
vergrar landsframleiðslu og þróun
samanlagðs aksturs á landinu frá
árinu 1975 til ársins 2010, því grunur
lék á að þessu væri svipað farið hér
á landi sem og annarsstaðar.
Niðurstaðan sýnir svo ekki verður
um villst að óhætt er að segja að
mjög mikil fylgni er á milli þessara
tveggja þátta, eða um 96% fylgni að
meðaltali fyrir tímabilið, sjá línu-
ritið. Því ætti að vera óhætt að nota
umferðartölur til þess að áætla hag-
vaxtaþróun eða spá fyrir um hana.
Staðfestar hagvaxtartölur, tölurnar
um verga landsframleiðslu, koma
ekki fyrr en þremur árum á eftir, töl-
urnar fyrir 2009 og 2010 eru þannig
bráðabirgðatölur.
Akstur á landinu hefur vaxið
árlega um 3,8% milli áranna 1975
og 2010 en verg landsframleiðsla
hefur vaxið um 3% á sama tímabili.
Í ljósi alls þessa verður afar
fróðlegt að sjá hver þróun umferðar
verður á þessu ári.
Mikil fylgni með akstri og hagvexti
- 96 prósent fylgni frá árinu 1975 og verulegur samdráttur í kreppunni
Eins og Yaris? Sóði á afturendann.
Óska eftir
að kaupa
allar tegundir
dráttarvéla,
diesel lyftara
og jarðtætara
af öllum
stærðum.
Uppl. í síma 866-0471
traktor408@gmail.com