Bændablaðið - 02.02.2012, Page 32

Bændablaðið - 02.02.2012, Page 32
32 Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012 Bændablaðið á netinu... www.bbl.is Lesendabás Nokkur orð frá stjórn VOR: Landbúnaðarháskóli á villigötum VOR – Verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap, sendi í lok síðasta árs Ágústi Sigurðssyni rektor LBHÍ opið bréf þar sem fram kom gagnrýni og óánægja m.a. með skrif aðstoðar- rektors og tiltekinni starfsmanna skólans og ranga upplýsingagjöf um lífrænan landbúnað. Bréf VORs birtist í síðasta tbl Bændablaðiðsins 2011. Í síðasta Bændablaði birta Áslaug Helgadóttir, Guðni Þorvaldsson, Jóhannes Sveinbjörnsson og Jón Hallsteinn Hallsson nokkrar greinar máli sínu til stuðnings en halda áfram að höggva í sama knérunn með vill- andi umræðu um lífræna ræktun. Hér skal komið inná þá helstu punkta sem okkur finnst ástæða til að leiðrétta eða varpa ljósi á. VOR getur ekki talað fyrir hönd neytenda eða vísindamanna og það skal tekið fram að umrætt opið bréf er það eina sem lagt hefur verið til af félaginu til opinberrar umræðu um árabil. Því ber að varast að alhæfa um einhverjar staðhæfingar af okkar hálfu eða ætla félaginu einhver ummæli önnur en þau sem koma fram í opna bréfinu og hér í þessari grein. LBHÍ, sem er menntastofnun, verður auk þess að þola það að menn hafi skoð- anir á því hvernig hún getur gagnast bændum, hvaða búskaparhætti sem þeir kunna að aðhyllast. Ofangreindum aðilum er tíðrætt um vísindin en grípa í greinaskrifum enn eina ferðina til þess auma mál- flutnings að gera lítið úr þeim þekk- ingargrunni sem þróun í átt til lífræns landbúnaðar byggir á í dag. Það er alltaf slæmt þegar þeir sem telja sig talsmenn vísindalegra vinnubragða skoða einungis þau gögn sem henta þeim eða styðja þeirra eigin trú. Þeim er (eða ætti að vera) vel kunnugt um það rannsóknarstarf sem hefur verið stundað í gegnum tíðina og þær stóru rannsóknir sem eru að koma fram á sjónarsviðið sem gefa vísbendingar um árangurinn af lífrænum búskapar- háttum (s.s. þær sem kenndar eru við Newcastle í Englandi, FIBL í Frick í Sviss og svo auðvitað Rodale í Bandaríkjunum). Um ástæður þess hvort og þá hvers vegna lífrænar vörur teljast betri en aðrar, og í hverju þau gæði felast, er vænlegast að ræða við neytendur, því það er þeirra vegna sem slíkar afurðir eru framleiddar í vaxandi mæli vegna aukinnar eftirspurnar. Neytendur hafa margvíslegar upp- lýsingar og rannsóknarniðurstöður til að byggja kaupákvörðun sína á, hversu illa sem þær kunna að falla í kramið hjá einstökum starfsmönnum LBHÍ. Sú þróun og aukna eftirspurn sem sést hér á landi er að eiga sér stað á heimsvísu og ekki að sjá að neinar forsendur séu að skapast hér á landi til að það verði nein breyting á því, þvert á móti. Í ljósi alls þess sem nú sækir að ímynd og öryggi íslenskrar matvælaframleiðslu á borð við díoxíð mengun, kadmíum slys og erfðabreyttar lífverur í náttúru Íslands þá er ekki furða að neytendur hér á landi leyti skjóls með því að leita uppi lífrænt vottaðar afurðir. Þetta hefur þróun í öðrum löndum sýnt. Að þessu sögðu er mikilvægt að muna til hvers vottun á lífrænum framleiðsluháttum er tilkomin. Hún er ætluð til að veita neytendum fullvissu um að staðið sé að framleiðslunni með ákveðnum hætti. Markmið lífrænna reglugerða eru skýr og miða að sjálf- bærum framleiðsluháttum. Kerfið er í stöðugri þróun og tekur mið að aðstæðum hverju sinni en stefnir alltaf að því að auka og efla frjósemi jarðvegs, hreinleika umhverfis og vel- ferð búfjár. Vottuninni fylgir virkt eftirlit, leiðsögn og viðurkenning fyrir framleiðandann sem ástundar þessar aðferðir. Vel flest Evrópulönd, þ.m.t. Norðurlöndin, hafa nú nú mótað sér stefnu um lífrænan landbúnað. Evrópusambandið hefur nú að mark- miði að 20% af ræktuðu landi verði í vottaðri lífrænni framleiðslu árið 2020. Hlutfallið á Íslandi í dag er ein- ungis 1% og hafin er undirbúningur að stefnumótun fyrir þennan geira, þar sem fyrir þinginu liggur þingsályktun- artillaga þess efnis, auk þess sem um hann er fjallað í tengslum við Græna hagkerfið. Líta ber á það markmið, að fjölga lífrænum bændum á Íslandi og þar með hlutfalli ræktaðs lands í lífrænni ræktun (sem er augljós lykil- breyta í stefnumótuninni) sem leið til þess að minnka áhrif af neikvæðum umhverfisþáttum í landbúnaði að meðaltali. Þetta ætti að vera aug- ljóst. Þetta er mikilvægt stjórntæki innan landbúnaðarins yfirleitt og er líklegt til að auka samkeppnishæfni greinarinnar. Í skrifum ofangreindra er fjallað um skattamál, og er því haldið fram að verið sé að fara fram á opinberan stuðning, umfram það „sem aðrir fá“. Ef hér er átt við aðlögunarstuðning sem nýverið hefur verið aukinn, þá er þessi staðhæfing byggð á mis- skilningi. Aðlögunarstyrkir eru þeir einu sem í boði eru til lífræns land- búnaðar í dag og eru mun minni en tíðkast hefur í nágrannalöndum okkar t.d. Þessir styrkir lúta að því að bæta bændum upp tekjutap vegna minni uppskeru á meðan aðlögun yfir í líf- ræna búskaparhætti stendur yfir, og mæta auknum kostnaði við breytingar sem þarf að ráðast í. Að einhverju leyti er því líka um að ræða styrk vegna þróunar og nýsköpunar, en slíkir styrkir eru vel þekktir í íslensku samfélagi. Aðlögunarstyrkjum í líf- rænum landbúnaði fylgir auk þess krafa um að bændur sæki námskeið, sem er víst einsdæmi á Íslandi þegar að landbúnaðarstyrkjum kemur. Rétt er að benda á að lífrænir bændur standa sjálfir straum af kostnaði við að bera lífræna vottunarmerkið, en bændur í hefðbundnum búskap fá vistvæna vottun endurgjaldslaust. Sömuleiðis greiða sauðfjárbændur ekki neitt fyrir gæðastýringarviður- kenningu. Eðlilegt er að þessi mál séu í stöðugri endurskoðun og taki mið af markmiðunum, en ljóst er af þessum dæmum að kerfið er íþyngjandi fyrir lífræna bændur ef eitthvað er. Í umsögn auðlindadeildar LBHÍ til Alþingis í tengslum við Græna Hagkerfið er fullyrt að uppskera í lífrænni ræktun sé (hér er er ekkert verið að setja vísindalegan fyrir- vara með því að segja „geti verið“, heldur „sé“) 25-50% minni en í öðrum kerfum og vísar þar í eina rannsókn eftir Kirchman því til stuðnings. Fyrir þá sem eitthvað fylgjast með því sem er að gerast í rannsóknum almennt þá vita þeir að það er til fjöldi rannsókna sem sýna fram á sambærilegan ef ekki meiri árangur og má þar aftur nefna FIBL í Frick í Sviss og margumtalaða Rodale rannsókn. Ekki liggja fyrir neinar rannsóknir á þessu á Íslandi en við viljum benda á að þessar % tölur auðlindadeildar eru ekki í samræmi við reynslu lífrænna bænda hér á landi. Flestir þeirra hurfu frá svoköll- uðum „hefðbundnu búskaparháttum“ yfir í lífrænt vottaðar aðferðir og hafa því góða reynslu og samanburð á þessu. Vissulega getur uppskeran minnkað umtalsvert á aðlögunar- tímanum og því er aðlögunarstyrkur mikilvægur, en þegar fram í sækir er uppskeran síst minni, því þá eykst langtíma frjósemi jarðvegs og líkur á kali í túnum minnkar vegna öflugs rótarkerfis og því dregur úr ýmsum tilkostnaði. Auk þess væri eðlilegt í slíkum útreikningum, talandi um uppskerutölur, að taka tillit til hærra hlutfalls þurrefna í lífrænt ræktuðum afurðum og þar af leiðandi minni rýrnun við geymslu. Hér erum við kannski komin að kjarna málsins: greinarhöfundar LBHÍ eru ekki í neinu samtali, rannsóknum eða í sam- starfi við lífræna bændur á Íslandi sem gæti veitt þeim raunverulega innsýn í þennan geira hér á landi. Það er beinlínis vont mál að horfa uppá LBHÍ gefa jafn ranga mynd af lífrænum landbúnaði og við höfum hér sýnt fram á. Ekki að það muni henta öllum að fara út í slíka fram- leiðslu, en hér er á ferðinni vaxtar- broddur sem getur nýst fjölda bænda og margir geta tekið skrefið með til- tölulega litlum breytingum á sínum búum. Hér er á ferðinni efnahags- legt tækifæri fyrir bændur til að skapa sér sérstöðu og aðdráttarafl fyrir sína starfsemi og byggðir. Því er sorglegt að sjá starfsmenn og aðstoðarrektor LBHÍ draga lappirnar að því virðist í að styðja við eðlilega og jákvæða þróun sem gerir ekkert annað en að efla heildina og þoka málum í rétta átt til bætts umhverfis og koma til móts við óskir neytenda. Hér skal vakin athygli á því að rektor LBHÍ hefur ekki enn svarað VOR þeim spurningum sem varða rannsóknarstarf og þróun kennslu í lífrænum landbúnaði. Það er nokkuð ljóst hverjir hafa orðræðuvaldið á Hvanneyri. Það er því miður ekki að sjá að skólinn hafi uppi hugmyndir um að vera annað en eftirbátur í þeirri þróun sem kallað er eftir úr ýmsum áttum hér á landi af gildum ástæðum. Stjórn VOR Rauðsmári í lífrænni ræktun á Suðurlandi Lífrænn landbúnaður hefur fest sig í sessi á Vesturlöndum undanfarna þrjá áratugi og er í hugum margra neytenda tengdur gæðum, hollustu og umhverfisvænum lífsstíl. Vörur sem kalla má lífrænar (økologisk (danska), organic (enska)) þurfa að vera vottaðar af löggiltum vottunarstofum. Vottunarkerfið fylgir í grund- vallaratriðum reglum alþjóðlegra regnhlífarsamtaka lífrænna félaga, IFOAM (www.ifoam.org), sem skráðar eru í reglugerðum um lífræna framleiðslu viðkomandi lands (hér á landi reglugerð 74/2002 ásamt síðari breytingum). Margir hafa rakið sögu IFOAM samtakanna og hvað þau standa fyrir (t.d. Holger Kirchman o.fl., 2008) og verður ekki farið frekar út í þá sálma í stuttri grein sem þessari. Hér á landi er eitt löggilt fyrir- tæki,Vottunarstofan Tún ehf, sem vottar lífræna framleiðslu land- búnaðarafurða, en skv. heimasíðu fyrirtækisins er það þar að auki „í forystu fyrir lífrænni þróun á Íslandi“ (www.tun.is). Enginn óvottaður tilbúinn áburður Grundvallarreglur vottunarinnar eru að við framleiðsluna má ekki nota unninn ólífrænan áburð (tilbúinn áburð) og sumar gerðir lífræns áburðar, tilbúin lyf og varnarefni eða erfðabreyttar líf- verur (GMO). Þó er leyfilegt að nota ólífrænan áburð sem hefur tilskilin vottorð og veittar eru undanþágur fyrir hefðbundnum lyfjum ef bjarga á sjúkum eða slös- uðum dýrum. Einnig eru veittar undanþágur til að nota aðföng og hráefni við framleiðsluna sem eru framleidd með hefðbundnum hætti (t.d. kjarnfóður, sáðvöru og líf- rænan áburð). Í reglum Túns um lífræna framleiðslu og aðföng eru listuð þau meindýra- og sveppa- eitur (varnarefni), sótthreinsiefni, dýralyf, E-efni og íblöndunarefni í afurðir sem leyfð eru í lífrænni ræktun (Án höfundar, 2007). Of langt mál yrði að fara nánar í gegn- um þessa lista hér en flest þessara efna eru náttúruafurðir samkvæmt skilgreiningum IFOAM. Varðandi reglur um lágmarks aðbúnað húsdýra í lífræna kerfinu þá eru þær breytilegar milli landa og tillit er tekið til aðstæðna á hverjum stað. Einnig er misjafnt milli búfjártegunda hvað lífrænar reglur víkja mikið frá almennum aðbúnaðarreglum sem allir fram- leiðendur þurfa að fylgja. Ef almennar aðbúnaðarreglur fyrir nautgripi, sauðfé og hross hér á landi eru bornar saman við regl- urnar sem lífrænir framleiðendur fylgja er munurinn í reynd hvorki mikill né áþreifanlegur. Þar að auki leyfa lífrænu reglurnar und- anþágur frá lágmarksviðmiðunum ef aðstæður krefjast þess. Öll landbúnaðarframleiðsla hér á landi, jafnt lífrænt vottuð sem hefðbundin, er háð fram- leiðsluleyfum og opinberu óháðu gæðaeftirliti sem tryggja skal mat- vælaöryggi, góðan (ásættanlegan) aðbúnað búfjár og að sem minnst mengun hljótist af framleiðslunni. Því starfa hér matvælaeftirlit, aðfangaeftirlit, búfjáreftirlit og heilbrigðiseftirlit. Strangar reglur gilda um notkun tilbúinna varnar- efna og lyfja í landbúnaði. Áður en þessi efni eru leyfð þurfa þau að standast vísindalegar prófanir sem sýna að þau séu ekki skaðleg heilsu manna og dýra séu þau notuð í leyfilegum skömmtum. Sum varnar- og sápuefni sem leyfð eru í lífrænni ræktun þurfa að fara í gegnum nákvæmlega sama regluverk áður en þau eru leyfð, á meðan önnur varnarefni eru ekki nægilega sérvirk til þess að falla í þennan flokk og eru því ekki háð eins ströngu eftirliti. Byggist á reglubundnu eftirliti Lífræn vottun byggist á reglu- bundnu eftirliti sem á að tryggja að afurðirnar séu framleiddar samkvæmt reglum lífrænnar fram- leiðslu (Án höfundar, 2007). Fyrir eftirlitið þurfa framleiðendur að halda til haga upplýsingum yfir ræktunar- og beitarskipulag, áburðar- og fóðurnotkun, búfjár- hald ásamt rekstrabókhaldi ekki ósvipað og flestir aðrir framleið- endur gera hér á landi. Hluti eftir- litsins er að taka út framleiðslu- svæðið til að ganga úr skugga um að það sé í samræmi við sam- þykktar reglur. Vottorð og vott- unarlýsing eru endurnýjuð árlega hafi ný úttekt farið fram og ákvæði uppfyllt að mati vottunarstofunnar (Án höfundar, 2007). Vottunin felst hins vegar ekki í eftirliti með efnainnihaldi mat- væla, heilnæmi, hollustu eða áhrif- um búskaparins á umhverfið þrátt fyrir að þessar vörur séu markaðs- settar með þeim hætti. Vottun á lífrænni framleiðslu felst eingöngu í eftirliti með því að ekki séu notuð óleyfileg aðföng eins og tilbúinn áburður, tilbúin varnarefni o.s.frv. Áhugafólk um lífræna ræktun gefur sér að afurðir úr þessu framleiðslukerfi séu hollari og umhverfisvænni en sambærilegar afurðir sem eru framleiddar á hefð- bundinn hátt. Það er hins vegar ekki sjálfgefið og eftirlit með lífrænni framleiðslu felst ekki í mælingum á því. Þóroddur Sveinsson Landbúnaðarháskóla Íslands Heimildir Án höfundar, 2007. Reglur Túns um lífræna framleiðslu og aðföng. Fjórða breyting, Vottunarstofan Tún ehf., 91s. Holger Kirchmann, Gudni Thorvaldsson, Lars Bergström, Martin Gerzabek, Olof Andrén, Lars-Olov Eriksson & Mikael Winninge, 2008. Fundamentals of Organic Agriculture – Past and Present. Í: Organic Crop Production – Ambitions and Limitations (ritstjór- ar: Kirchman Holger & Bergström Lars, Springer Dordrecht ISBN 978-1-4020-9315-9, 240s), s 13-38. http://pub.epsilon.slu.se/3509/1/ Organic_Crop_Production_ Chapter2_2008.pdf Hvað er lífrænn land búnaður? – Hvað er verið að votta?

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.