Bændablaðið - 02.02.2012, Qupperneq 33
33Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012
Nýlega fæddist sjö milljarðasti
jarðarbúinn og mannkynið er
komið í ógöngur með fæðuöflun
fyrir allan þennan mannfjölda.
Vatn er ein verðmætasta afurð
heimsins, og af því eigum við
Íslendingar nóg. Ef við skoðum
vatn sem útgjaldalið við framleiðslu
matvæla þá bregður okkur hressi-
lega í brún, og við verðum að spyrja
okkur þeirrar spurningar hvort að
sanngjarnt sé að við tökum til okkar
svo mikið af vatnsforða heimsins
í gegnum innflutt matvæli eins og
við gerum í dag? Við verðum að átta
okkur á því að vegna kaupgetu okkar
ríku þjóðanna af erlendum matvæl-
um líða þeir sem eru fátækir. Við
vitum að auðhringir einoka vatns-
lindir í mörgum löndum með þeim
afleiðingum að íbúar þar geta ekki
ræktað matvæli fyrir sig og sína.
Siðferðisvitund neytenda
Hvaða rétt höfum við Vesturlandabúar
til þess að nýta matvæli sem ræktuð
eru í vanþróuðum ríkjum? Hvernig
getum við réttlætt það að fátækir
bændur séu sviptir aðgengi að
vatni vegna þess að vatnið þeirra
þarf að nota í ræktun á matvælum
fyrir þá neytendur sem mesta hafa
peningana? Styrjaldir eru háðar
vegna aðgengis að vatni. Við sjáum
milljónir manna svelta vegna þess
að fólk fær ekki aðgengi að vatni
til akuryrkju eða kjötframleiðslu og
við Íslendingar erum ekki saklaus,
nei, öðru nær; okkur er nokk sama
hvaðan ávextir og grænmeti koma
sem boðið er til sölu í matvöruversl-
unum, hvort sem það er niðursoðið,
fryst eða ferskt, eða hvort að varan er
ræktuð eða unnin í þrælahaldi. Krafa
íslenskra neytenda er eingöngu sú
að þeir geti fengið vöruna sem allra
ódýrast. Jafnvel eru uppi raddir tals-
manna neytenda sem heimta að meira
sé flutt inn til landsins af kjöti, þrátt
fyrir að með þessum kjötinnflutningi
séum við að taka til okkar vatn sem
öðrum jarðabúum ber réttur til. Við
framleiðslu á einu kílói af nautakjöti
sem alið er á korni þarf að nota hvorki
meira né minna en 15.500 lítra af
vatni. Hvernig getum við réttlætt inn-
flutning á kjöti þegar við búum við
slík gæði eins og íslenska lamba- og
nautakjötið? Væri okkur ekki nær að
framleiða allt okkar kjöt, og rækta
sjálf allt það korn sem þarf í fóður til
eldis á fugla- og svínakjöti?
Norræn velferð
Í kjölfar efnahagshrunsins fordæmir
þjóðin græðgi og kallar eftir betra sið-
ferði. Til þess að verða við því er ekki
nóg að koma lögum yfir gjörspillta
útrásarvíkinga, við almenningur
verðum að taka okkur á og taka tillit
til þeirra jarðarbúa sem lifa við hvað
bágastar aðstæður. Ísland byggðist
upp á kristnu siðferði, og núna við
endurreisn Íslands höfum við tækifæri
til þess að vera þjóð í samfélagi þjóða
sem byggir á þeim náungakærleika,
mannúð og umhyggju fyrir öldruðum,
fátækum og sjúkum sem Kristur
boðaði og lögð var sem grunnur þess
norræna velferðarsamfélags sem við
viljum endurheimta og standa vörð
um.
Ylrækt í þéttbýli
Við Íslendingar búum svo vel að nátt-
úruauðlindum og umhverfisvænni
raforku að okkur ætti að veitast
auðvelt að framleiða allan okkar mat
sjálf, með því að veita landsmönnum
aðstöðu til ræktunar á ávöxtum og
grænmeti í gróðurhúsum sem reist
yrðu í þéttbýli og almenningi leigð
ræktunarrými í þeim.
Með því að gefa almenningi
möguleika til eigin matvælarækt-
unar ættu einnig að skapast tækifæri
til nýrra sprotafyrirtækja er fólk fer
að selja umframframleiðslu sína. Á
Íslandi höfum við séð bændamarkaði
á sumrin þar sem fólk er að selja alls-
kyns afurðir, bæði ferskar og unnar,
úr íslenskri ræktun. Ýmsir vaxtar-
broddar gætu þrifist sem afleiðing
af gróðurhúsaræktuninni, t.d. full-
vinnsla á afurðunum eins og niður-
suða, frysting, pökkun, vínbrugg-
hús og kryddþurrkun svo fátt eitt sé
nefnt. Hæfileikaríkt viðskipta- og
kaupsýslufólk myndi án efa finna sér
farveg í þessu umhverfi og vonandi
gætum við Íslendingar lagt ríkulega
fram meiri fæðu til útflutnings í
matarbúr jarðarbúa.
Tækifærin til nýsköpunar og stofn-
unar smáfyrirtækja eru óþrjótandi
án þess að stofnkostnaður þurfi að
vera svo hár, t.d. má hæglega leigja
út skólaeldhúsin á kvöldin og um
helgar til þess að fólk geti þar fram-
leitt úr sínum afurðum í viðurkenndu
eldhúsi, t.d. pasta og salsasósur fyrir
markaðinn.
Gæðavín framleidd á Íslandi
Lítri af léttvíni kostar um 1000 lítra
af vatni í framleiðslu, vel má rækta
vínber í gróðurhúsum/ylgörðum, og
það er reyndar mjög spennandi við-
fangsefni þar sem hægt er að velja
vínvið frá bestu svæðum heimsins
og skapa honum þann jarðveg, lýs-
ingu og vökvun sem hann þrífst best
í til þess að vínið nái sem bestum
gæðum. Það væri skemmtilegt fyrir
íslensk veitingahús að geta boðið
viðskiptavinum sínum að velja af
vínseðli vín úr Efra-Breiðholti,
Seltjarnarnesi, Þingeyjarsýslu og
Með því að gefa almenningi kost á
ræktun í gróðurhúsum sem reist yrðu í
þéttbýli gæti einnig myndast hvati hjá
almenningi til moltugerðar úr lífræn-
um úrgangi, sem ætti þá að minnka
kostnað sveitarfélaga við sorpvinnslu.
Eggjaskurn og bananahýði yrðu ekki
lengur sorp heldur dýrmætt hráefni til
moltugerðar fyrir ræktun á grænmeti
og ávöxtum.
Ræktun í gróðurhúsum hefur auk
þess marga kosti fram yfir hefð-
bundna ræktun:
Algjörlega má stýra vökvun,
hita og lýsingu og tryggja þar með
hámarksuppskeru.
Ræktunin getur verið algjörlega
eiturefnalaus.
Lífræn ræktun er auðveldari í
gróðurhúsum heldur en á ökrum.
Allflestar ávaxta- og grænmetis-
tegundir er hægt að rækta í gróður-
húsum.
Tryggjum fæðuöryggi þjóðarinnar
Af þessari nýsköpun yrðu jákvæð
áhrif á íslenskt þjóðfélag, þar sem
verðmætasköpun og atvinnuþátttaka
myndu aukast og þar af leiðandi
mynda nýja skattstofna og auka tekjur
ríkisins. Minna yrði flutt inn af mat-
vælum, sem hefði þá jákvæð áhrif á
vöruskiptajöfnuð. Einnig myndum
við efla fæðuöryggi þjóðarinnar með
umhverfisvænum hætti, en jákvæð
umhverfisáhrif yrðu talsverð þar sem
draga myndi úr innflutningi með
skipum og flugi, sem krefjast olíu
og valda talsverðri losun á mengandi
efnum. Einnig má geta þess að gróð-
urhúsaræktun krefst koltvísýrings,
svo að þar náum við að binda hluta
af okkar koltvísýringi sem verður til
hérlendis í stað þess að losa hann í
umhverfið.
Fjárfesting í þessari atvinnugrein
er öruggari heldur en í stóriðju, þar
sem núna ríkir heimskreppa og vafa-
mál er hversu mikil eftirspurn verður
eftir áli og slíku í nánustu framtíð.
Mjög líklega mun heimskreppan hafa
þau áhrif að draga mun úr iðnaði á
heimsmælikvarða en fólk þarf alltaf
að borða, og með vitundarvakningu
á ábyrgð okkar sem heimsborgarar,
í heimi þar sem aðgengi að vatni er
víða lítið, má vonast eftir því að við
tökum þetta með íslenskum stæl og
enginn verði hér maður með mönnum
nema að hann geti rakið og ábyrgst
alla sína fæðuneyslu.
Eignarhald og
rekstrarfyrirkomulag
Eignarhald á gróðurhúsunum og
rekstri þeirra getur verið með ýmsum
hætti, líklega kæmi vel út fyrir þau
að semja sem einn aðili um kaup á
raforku til þess að tryggja að almenn-
ingur gæti leigt sér ræktunarrými á
viðráðanlegu verði sem næst heimili
sínu. Tryggja yrði að almenningur
hefði forgang að notkun gróður-
húsa sem reist yrðu í íbúabyggð,
og upplagt væri að íbúar nýttu sér
félagsmiðstöðvar og safnaðarheimili
í sínum hverfum til fræðslu, spjalls
og ráðagerða varðandi ræktunina.
Best væri að halda veglega hönn-
unarsamkeppni um þessi verkefni
þar sem einstakar aðstæður okkar
hérlendis; jarðhiti, raforka og gnægð
vatns til viðbótar við nýjustu þekk-
ingu og tækni, bjóða upp á nýja
nálgun að byggingu og rekstri
gróðurhúsa og ylgarða.
Guðrún Sæmundsdóttir
Höfundur er með bloggsíðuna
alit.blog.is
Breytum vatni í vín
Frá því að ný reglugerð um
dýralæknaþjónustu tók gildi
hefur víða á landinu verið hávær
umræða um að búfjáreigendur
fái ekki viðunandi þjónustu á
meðan eftirlitið er stóraukið
og jafnvel meiri þungi settur í
eftirlitshlutann en þjónustu við
dýraeigendur.
Ástæða er til að hafa áhyggjur
af bæði velferð dýra í dreifbýli
og álagi sem þessi óvissa skapar
bændum. Vaktsvæði eru í mörgum
tilfellum svo stór og erfið yfir-
ferðar að ekki er einum dýralækni
mögulegt að sinna þeim eins og
gert er ráð fyrir í reglugerðinni.
Sem dæmi má nefna að á
þjónustusvæði sex gæti vakt-
hafandi dýralæknir þurft að fara
frá Vopnafirði á Norðfjörð yfir
þrjá fjallvegi, sem oft eru erfiðir
yfirferðar, eða dýralæknir sem
staðsettur er á Héraði þurft að
fara í vitjun bæði á Vopnafjörð
og Seyðisfjörð eða Borgarfjörð
sama dag. Þessi staða er uppi
víðar á landinu og getur ekki talist
ásættanleg, hvorki fyrir bóndann
né dýralækninn.
Ríkisvaldið tók að sér að
tryggja nauðsynlega, almenna
dýralæknaþjónustu til að tryggja
dýravelferð í landinu. Þar hefur
verið skorið niður, ekki eru alls
staðar sólarhringsvaktir heldur
einungis bakvakt og hefur verið
mjög erfitt að nálgast þau númer
sem hringja á í, en auðvelt ætti að
vera að lagfæra það ef vilji er fyrir
hendi. Svæðunum hefur einnig
verið fækkað. Þau eru orðin það
stór að dýralæknar sem voru starf-
andi á sumum svæðunum treystu
sér hreinlega ekki til að standa
þessar vaktir né taka þjónustuna að
sér. Þá voru kröfurnar sem settar
voru í þjónustusamningunum
þannig að miklar skyldur voru
settar á dýralæknana og kusu því
sumir að skrifa ekki undir.
Ljóst má vera að erfitt er að
reka dýralæknisþjónustu á dreif-
býlustu svæðunum á markaðsleg-
um forsendum, en reyna verður að
tryggja manneskjulegra umhverfi
fyrir þá sem þarna vinna þannig
að mögulegt sé fyrir dýralækna
að koma til starfa á þessum
dreifbýlli svæðum. Tryggja þarf
þjónustuna og skapa bændum á
þessum svæðum öryggi í starfi,
því fátt er eins slítandi og að vera
með mikið veika skepnu og ná
ekki í dýralækni eða vita að það
tekur hann langan tíma að komast
á svæðið.
Hvorki ráðuneytið né
Matvælastofnun virðast hafa getað
tekið á vandamálinu og þessar
stofnanir vísa hvor á aðra þegar
bændur og dýraeigendur hafa haft
samband við þær. Þetta er nokkuð
sem verður að laga.
Því hlýtur það að vera krafa
bænda og dýraeigenda að
Matvælastofnun, sem á að fara
með þessi mál, taki til endur-
skoðunar dýralæknaþjónustu í
dreifbýli og reyni að lagfæra þá
annmarka sem komið hafa fram
eftir að ný reglugerð kom til
framkvæmda þann 1. nóvember
síðastliðinn. Og einnig að nú þegar
verði tryggð dýralæknaþjónusta
á þeim svæðum þar sem enginn
dýralæknir sótti um og ekki hafa
náðst samningar.
Til umhugsunar: Það mætti
skoða þann möguleika að bændur
geri samning við sinn dýralækni
um að hafa neyðarlager af lyfjum
við hendina, sem þeir geti gripið
til fyrir gripi sem þurfa bráða-
meðferð, að höfðu samráði við
dýralækni sem myndi þá skrá
lyfjagjöfina á viðkomandi grip.
Og að lokum vil ég óska lands-
mönnum öllum gleðilegs árs og
friðar.
Jóhann Gísli Jóhannsson,
Breiðavaði
Af dýralæknaþjónustu á þorra
Samgönguáætlun fyrir árin
2011 til 2022 er nú í vinnslu hjá
Alþingi. Nái áætlunin óbreytt
fram að ganga munum við
ekki sjá neinar samgöngufram-
kvæmdir á stórum landsvæðum
allt til ársins 2022 og viðhalds-
fjármunir verða einnig af mjög
skornum skammti.
Engar framkvæmdir á stórum
landsvæðum til ársins 2022!
Mörg landsvæði hafa glímt við
mikla fólksfækkun á undanförn-
um árum. Bættar samgöngur eru
grunnurinn að því að efla byggð
um allt land og margir horfðu til
samgönguáætlunar í þeirri von að
nú færi daginn að lengja. Áætlunin
sýnir því miður hið gagnstæða
og dregur ekki upp bjarta mynd
af næsta áratug. Stór landsvæði
munu að óbreyttu búa við ónýta
malarvegi næstu 10-15 árin en í
mörgum héruðum er ekki gert ráð
fyrir neinum framkvæmdum til
ársins 2022.
Þeir sem til þekkja fullyrða að
gert sé ráð fyrir of litlu fjármagni til
viðhalds, sérstaklega á seinni hluta
áætlunarinnar. Viðhaldi hefur verið
ábótavant á síðustu árum og þeim
vegaköflum sem þarfnast viðhalds
fer fjölgandi. Samhliða því sem
vegakerfið eldist er gert ráð fyrir
vaxandi umferð, fjölgun ferða-
manna og auknum þungaflutning-
um. Þetta þýðir að gera verður ráð
fyrir meira fjármagni til viðhalds
heldur en gert er í áætluninni.
Þrátt fyrir að 3 ár séu liðin
frá efnahagshruni virðast enginn
jákvæð teikn vera á lofti í samgöngu-
málum. Í
því ljósi má
fastlega gera
ráð fyrir að
ekki dragi úr
uppsögnum
og fjárhags-
vandræðum
hjá verktaka-
fyrirtækjum
enda lítið
að gerast
í öðrum mannaflsfrekum fram-
kvæmdum. Það er samfélagslega
dýrt að tapa einstaklingum úr
landi en þeir sem missa vinnuna
eiga helst von um vinnu í Noregi.
Samhliða eru vinnuvélar fluttar
út á gjafverði en það verður dýrt
að endurnýja þessi tæki á nýjan
leik. Þessar staðreyndir hefur ríkis-
stjórnin ekki tekið inn í myndina
þegar ákvarðanir um fjárveitingar
til samgöngumála voru teknar.
Má ekki samþykkjast óbreytt!
Stefna ríkisstjórnar birtist í þeim
málum sem hún leggur fram. Við
fyrstu umræðu málsins kom fram
vilji hjá nefndarmönnum innan
ríkisstjórnarliðsins til að gera
breytingar á samgönguáætlun áður
en hún verður samþykkt. Ég bind
vonir við að þau orð standi, því að
algjört framkvæmdaleysi á stórum
landsvæðum til ársins 2022 væri
reiðarslag sem ynni þvert gegn
þeirri stefnu að efla byggð um
land allt.
Ásmundur Einar Daðason
alþingismaður og fulltrúi
Framsóknarflokksins í
samgöngunefnd.
Samgönguáætlun – sorgleg
framtíðarsýn!
Ásmundur Einar
Daðason