Fréttablaðið - 24.01.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.01.2012, Blaðsíða 2
24. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 skIpUlAGsmál Fyrirspurn um hvort leyft verður að byggja allt að þrjú hundruð herbergja hótel fram­ an við Keiluhöllina í Öskjuhlíð er nú komin til skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að reisa nýbygg­ ingu vestan og framan við Keilu­ höllina og eina hæð ofan á núver­ andi hús. Hótelið verður í tveimur samtengdum nýbyggingum. Á hæð­ inni ofan á Keiluhöllinni á meðal annars að vera líkamsræktarstöð, baðstofa og önnur afþreyingarað­ staða. Tengja á hótelið og Keiluhöll­ ina með göngum neðanjarðar undir núverandi bílastæðum. Rúnar Fjeldsted, framkvæmda­ stjóri Keiluhallarinnar, undirstrik­ ar að málið sé á algjöru byrjunar­ stigi þótt það hafi verið mörg ár í skoðun hjá Keiluhöllinni. „Þetta er komið ákaflega stutt og er núna aðeins sem fyrirspurn í borgarskipulaginu,“ segir Rúnar og bendir á að frá þeim punkti geti verið langur ferill í kerfinu þar til niðurstaða fæst. „Við erum eigin­ lega aðeins í könnunarvinnu og ætlum að sjá til hvert hún leiðir. Við erum alls ekki í kapphlaupi við tímann.“ Í tillögunni er lagt til að höfð verði makaskipti á landi innan lóðamarka Keiluhallarinnar til norðurs, austurs og suðurs og á landi sem Reykjavíkurborg á við Flugvallarveg vestan við Keilu­ höllina. Þar er bílaleigan Hertz nú með aðstöðu. „Byggingarmáti hótelsins er hugsaður þannig að húsið á standi á súlum og svífi yfir klettunum einni hæð ofar en þeir, þannig að sjónræn tengsl verði til vesturs frá aðkomu,“ segir í fyrirspurn Keilu­ hallarinnar. Í henni eru tvær til­ lögur að hótelbyggingunni. Annars vegar að fremra húsið verði á fjór­ um hæðum en það aftara á tveim­ ur hæðum. Hins vegar er gert ráð fyrir fimm hæða húsi fyrir fram­ an og þriggja hæða byggingu til hliðar. Eftir því hvor útfærslan er valin verða herbergin á bilinu tvö til þrjú hundruð. „Það er þessi stærðargráða sem menn segja að sé hagkvæm­ ust í rekstri,“ segir Rúnar sem spurður um staðsetninguna bend­ ir á að Hótel Loftleiðir er í næsta nágrenni. „Þetta er í jaðrinum á miðbænum og við rætur Öskjuhlíð­ ar,“ segir hann um kostina við að reka hótel við Flugvallarveg. gar@frettabladid.is Allt að 300 herbergja hótel í Öskjuhlíðinni Keiluhöllin spyrst nú fyrir um það hjá borginni hvort reisa megi allt að þrjú hundruð herbergja hótel við Keiluhöllina og byggja viðbótarhæð ofan á hana sjálfa. Hótelið á að standa á súlum og „svífa“ yfir klettabeltinu í Öskjuhlíðinni. Hótel í ÖskjuHlíð Önnur af tveimur tillögum um hótel við rætur Öskjuhlíðar gerir ráð fyrir því að allt að þrjú hundruð herbergi verði í byggingunni sem verði að hluta til fimm hæðir og standi framan við Keiluhöllina. Mynd/GP ArKiteKtAr Það er þessi stærðar- gráða sem menn segja að sé hagkvæmust í rekstri. RúnaR fjeldsted FrAMKvæMdAstjóri KeiluhAllArinnAr GRænlAnD Aðeins 20 prósent sigl­ ingaleiða við Grænland hafa verið dýptarmældar, að sögn græn­ lenska stjórnmálamannsins Söru Olsvig. Hún segir Grænlendinga áhyggjufulla yfir því hversu nálægt landi skemmtiferðaskip­ in sigli og óttast að þar geti orðið slys eins og þegar Costa Con­ cordia strandaði nýlega undan strönd Ítalíu. Olsvig bendir einnig á að stórslys geti orðið í tengslum við olíuleit. Ida Auken umhverfis­ ráðherra segir að áður en hafist verði handa við frekari mælingar eigi að endurmæla siglingarleið­ irnar til stærri hafnarbæja. - ibs Mælingum ábótavant: Óttast sjóslys við Grænland ReykJAvík Hækkanir á þjónustu Reykjavíkurborgar við aldraða koma mjög illa við eldri borgara. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir hækkununum í ályktun og skorar á borgina að draga þær til baka. Í ályktuninni segir að nám­ skeiðsgjöld, gjald fyrir opið félags­ starf, gjald fyrir akstursþjónustu, kostnaður vegna heitra máltíða og fleira hafi hækkað um áramót. Tryggingabætur aldraðra hækk­ uðu um áramótin, en í ályktun­ inni segir að hækkanir á gjöldum borgarinnar taki hluta af þeim litlu hækkunum sem fengist hafi til baka. - bj Eldri borgarar skora á borgina: Hækkanir verði dregnar til baka Dómsmál Maður á miðjum aldri var í gær sýknaður af ákæru um fjárdrátt í Vínbúð ÁTVR á Hellu haustið 2009. „Það er álit dóms­ ins að í ákæru sé ekki lýst hátt­ semi sem svari til lýsingar á fjár­ drætti,“ segir í dómi Héraðsdóms Suðurlands. Í ákæru er maðurinn sagður hafa látið hjá líða að skila inn uppgjöri fyrir tvo viðskipta­ daga í verslun ÁTVR. Maðurinn játaði við rannsókn málsins að hafa haldið eftir upp­ gjörsfjármunum, en kvaðst hafa ætlað að hafa peningana „í gísl­ ingu“ þar til laun hans hjá fyrir­ tækinu hefðu verið leiðrétt. Hann hafi síðan séð að sér og áttað sig á að þetta væri ekki rétta leiðin til að knýja fram leiðréttingu launa. - óká Maður sýknaður af fjárdrætti: Ekki rétta leiðin í kjarabaráttu kópAvoGUR Listi Kópavogsbúa skoraði í gær á önnur framboð sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs að mynda „nokkurs konar þjóðstjórn“. Meirihluti Samfylkingar, Næst besta flokksins, Vinstri grænna og Lista Kópa­ vogsbúa sprakk fyrir réttri viku og hafa síðan viðræður milli flokka staðið linnulítið en árang­ urslaust. Í gær slitnaði upp úr viðræðum Lista Kópavogsbúa, Næst besta flokksins og Sjálfstæðisflokks og bar Listi Kópavogsbúa því við, í tilkynningu, að saga einstakra bæjarstjórnarfulltrúa, auk fjölda lítilla framboða í bæjarstjórn tor­ veldaði myndun meirihluta. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þeim hugn­ aðist ekki þjóðstjórnarfyrirkomulagið. „Það hvílir einfaldlega sú ábyrgð á okkur bæjar­ fulltrúum að mynda starfhæfan meirihluta sem hefur skýr markmið að leiðarljósi í þá átt að halda utan um rekstur bæjarins og koma góðum póli­ tískum málum til leiðar.“ Ármann segist spurður um hvort til greina komi að vinna með Samfylkingunni, ekki útiloka sam­ starf við neinn flokk. „En það er löng leið til Sam­ fylkingarinnar.“ - þj Y-listi Kópavogsbúa kallar eftir samstarfi allra flokka í bæjarstjórn: Árangurslausar meirihlutaviðræður enginn meiRiHluti enn ekkert gengur í meirihlutaviðræðum í Kópavogi, listi Kópavogsbúa vill samstarf allra flokka en það hugnast sjálfstæðismönnum ekki. FréttAblAðið/GvA ÁRmann kR. ólafsson AlÞInGI Ásta Ragnheiður Jóhannes­ dóttir telur ekki tilefni til að segja af sér sem forseti Alþingis þrátt fyrir harða gagnrýni á störf henn­ ar vegna meðferðar þingsins á til­ lögu Bjarna Benediktssonar, for­ manns Sjálfstæðisflokksins, um landsdómsmálið. Ásta, sem er þingmaður Samfylk­ ingarinnar, hefur verið gagnrýnd af þingmönnum eigin flokks og þing­ mönnum Vinstri grænna fyrir að taka tillögu Bjarna á dagskrá. Telja gagnrýnendurnir að tillagan hafi ekki verið þingtæk. „Forseti þingsins verður að fara að lögum og reglum. Sam­ kvæmt lögfræði­ áliti sem var u n n ið f y r i r mig af yfirlög­ fræðingi þings­ ins, og staðfest hefur verið af nokkrum helstu lögfræðingum okkar, var málið fullkomlega þinglegt,“ segir Ásta Ragnheiður í samtali við Frétta­ blaðið. Hún segir að þegar samið hafi verið um þinglok í desember hafi náðst samkomulag um að taka til­ lögu Bjarna fyrir þegar þing kæmi aftur saman í janúar. Ekkert hafi verið við það samkomulag að athuga og enginn hafi andmælt því. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, boðar vantrausts­ tillögu á forseta Alþingis, en þarf undirskriftir 32 þingmanna til að knýja Ástu úr því embætti. Ásta segist enga trú hafa á því að svo margir þingmenn muni lýsa van­ trausti á störf hennar sem forseta þingsins, og segist ekki hafa íhugað afsögn vegna málsins. - bj / sjá síðu 16 Óánægja innan Samfylkingarinnar með störf Ástu Ragnheiðar sem forseta þings: Segir forseta verða að fara að lögum Ásta RagnHeiðuR jóHannesdóttiR nýjar makrílviðræður samningaviðræður Íslands, Færeyja, noregs og evrópusambandsins halda áfram í bergen í noregi á morgun. Þar verður enn reynt að ná samkomulagi um skiptingu aflaheimilda úr makríl- stofninum í norður-Atlantshafi. sjÁvaRútveguR löGReGlUmál Önnur kona hefur kært Egil Einarsson fyrir nauðg­ un að því er fram kom á vef RÚV í gær. Í samtali við Fréttablaðið vildi Björg­ vin Björgvins­ son, yfirmaður kynferðisbrota­ deildar lög­ reglu, þó ekki staðfesta frétt­ ina. Átján ára stúlka kærði Egil og unn­ ustu hans fyrir nauðgun í desember síðastliðn­ um, en þau neituðu sök. Það mál er til skoðunar hjá Ríkissaksókn­ ara sem mun ákveða á næst­ unni hvort ákæra verður gefin út. Brotið sem nú um ræðir mun hafa átt sér stað fyrir nokkrum árum að því er segir á vef RÚV. - þj Mál Egils Einarssonar: Önnur kona kærir nauðgun egill einaRsson vIÐskIptI Stjórn Eignasafns Seðla­ banka Íslands (ESÍ) hefur ákveð­ ið að fella niður kröfur á þá sem fengu lán fyrir stofnfjárkaupum í Sparisjóði Svarfdæla hjá Sögu fjárfestingarbanka í lok árs 2007. Alls fengu rúmlega 100 ein­ staklingar lán hjá Sögu, sem síðar fluttust til Hildu ehf. ESÍ tók félagið yfir á síðasta ári. Stjórn ESÍ telur sanngirnisrök fyrir því að fella niður kröfurnar, eins og gert hefur verið í sam­ bærilegum málum. Þar með sé almannahagsmunum borgið. - bj Stofnfjáraukning í sparisjóði: ESÍ fellir niður stofnfjárlánin spuRning dagsins Nýr sölu- og þjónustuaðili á Íslandi Öflug viðgerða- og varahlutaþjónusta Sími 510 1200 | www.tandur.is Úrval TASKI gólfþvottavéla A T A R N A Kristján, gæti þetta ekki bara orðið næsti bær við Hveragerði? „er ekki stund- um sagt að það sé betra að vera hvergi og jafnvel enn þá betra að vera í hveragerði? er þá ekki best að hundagerði sé alls staðar?“ Kristján Friðjónsson er meðlimur í Félagi ábyrgra hundaeigenda sem berst fyrir því að komið verði fyrir sérstökum hundagerðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ferfætlingarnir geta verið lausir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.