Fréttablaðið - 24.01.2012, Qupperneq 2
24. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR2
skIpUlAGsmál Fyrirspurn um hvort
leyft verður að byggja allt að þrjú
hundruð herbergja hótel fram
an við Keiluhöllina í Öskjuhlíð er
nú komin til skipulagsfulltrúans í
Reykjavík.
Gert er ráð fyrir að reisa nýbygg
ingu vestan og framan við Keilu
höllina og eina hæð ofan á núver
andi hús. Hótelið verður í tveimur
samtengdum nýbyggingum. Á hæð
inni ofan á Keiluhöllinni á meðal
annars að vera líkamsræktarstöð,
baðstofa og önnur afþreyingarað
staða. Tengja á hótelið og Keiluhöll
ina með göngum neðanjarðar undir
núverandi bílastæðum.
Rúnar Fjeldsted, framkvæmda
stjóri Keiluhallarinnar, undirstrik
ar að málið sé á algjöru byrjunar
stigi þótt það hafi verið mörg ár í
skoðun hjá Keiluhöllinni.
„Þetta er komið ákaflega stutt
og er núna aðeins sem fyrirspurn
í borgarskipulaginu,“ segir Rúnar
og bendir á að frá þeim punkti geti
verið langur ferill í kerfinu þar til
niðurstaða fæst. „Við erum eigin
lega aðeins í könnunarvinnu og
ætlum að sjá til hvert hún leiðir.
Við erum alls ekki í kapphlaupi
við tímann.“
Í tillögunni er lagt til að höfð
verði makaskipti á landi innan
lóðamarka Keiluhallarinnar til
norðurs, austurs og suðurs og á
landi sem Reykjavíkurborg á við
Flugvallarveg vestan við Keilu
höllina. Þar er bílaleigan Hertz nú
með aðstöðu.
„Byggingarmáti hótelsins er
hugsaður þannig að húsið á standi
á súlum og svífi yfir klettunum
einni hæð ofar en þeir, þannig að
sjónræn tengsl verði til vesturs frá
aðkomu,“ segir í fyrirspurn Keilu
hallarinnar. Í henni eru tvær til
lögur að hótelbyggingunni. Annars
vegar að fremra húsið verði á fjór
um hæðum en það aftara á tveim
ur hæðum. Hins vegar er gert ráð
fyrir fimm hæða húsi fyrir fram
an og þriggja hæða byggingu til
hliðar. Eftir því hvor útfærslan er
valin verða herbergin á bilinu tvö
til þrjú hundruð.
„Það er þessi stærðargráða
sem menn segja að sé hagkvæm
ust í rekstri,“ segir Rúnar sem
spurður um staðsetninguna bend
ir á að Hótel Loftleiðir er í næsta
nágrenni. „Þetta er í jaðrinum á
miðbænum og við rætur Öskjuhlíð
ar,“ segir hann um kostina við að
reka hótel við Flugvallarveg.
gar@frettabladid.is
Allt að 300 herbergja
hótel í Öskjuhlíðinni
Keiluhöllin spyrst nú fyrir um það hjá borginni hvort reisa megi allt að þrjú
hundruð herbergja hótel við Keiluhöllina og byggja viðbótarhæð ofan á hana
sjálfa. Hótelið á að standa á súlum og „svífa“ yfir klettabeltinu í Öskjuhlíðinni.
Hótel í ÖskjuHlíð Önnur af tveimur tillögum um hótel við rætur Öskjuhlíðar gerir ráð fyrir því að allt að þrjú hundruð herbergi
verði í byggingunni sem verði að hluta til fimm hæðir og standi framan við Keiluhöllina. Mynd/GP ArKiteKtAr
Það er þessi stærðar-
gráða sem menn
segja að sé hagkvæmust í
rekstri.
RúnaR fjeldsted
FrAMKvæMdAstjóri KeiluhAllArinnAr
GRænlAnD Aðeins 20 prósent sigl
ingaleiða við Grænland hafa verið
dýptarmældar, að sögn græn
lenska stjórnmálamannsins Söru
Olsvig.
Hún segir Grænlendinga
áhyggjufulla yfir því hversu
nálægt landi skemmtiferðaskip
in sigli og óttast að þar geti orðið
slys eins og þegar Costa Con
cordia strandaði nýlega undan
strönd Ítalíu. Olsvig bendir einnig
á að stórslys geti orðið í tengslum
við olíuleit. Ida Auken umhverfis
ráðherra segir að áður en hafist
verði handa við frekari mælingar
eigi að endurmæla siglingarleið
irnar til stærri hafnarbæja. - ibs
Mælingum ábótavant:
Óttast sjóslys
við Grænland
ReykJAvík Hækkanir á þjónustu
Reykjavíkurborgar við aldraða
koma mjög illa við eldri borgara.
Kjaranefnd Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni mótmælir
hækkununum í ályktun og skorar á
borgina að draga þær til baka.
Í ályktuninni segir að nám
skeiðsgjöld, gjald fyrir opið félags
starf, gjald fyrir akstursþjónustu,
kostnaður vegna heitra máltíða og
fleira hafi hækkað um áramót.
Tryggingabætur aldraðra hækk
uðu um áramótin, en í ályktun
inni segir að hækkanir á gjöldum
borgarinnar taki hluta af þeim litlu
hækkunum sem fengist hafi til
baka. - bj
Eldri borgarar skora á borgina:
Hækkanir verði
dregnar til baka
Dómsmál Maður á miðjum aldri
var í gær sýknaður af ákæru um
fjárdrátt í Vínbúð ÁTVR á Hellu
haustið 2009. „Það er álit dóms
ins að í ákæru sé ekki lýst hátt
semi sem svari til lýsingar á fjár
drætti,“ segir í dómi Héraðsdóms
Suðurlands. Í ákæru er maðurinn
sagður hafa látið hjá líða að skila
inn uppgjöri fyrir tvo viðskipta
daga í verslun ÁTVR.
Maðurinn játaði við rannsókn
málsins að hafa haldið eftir upp
gjörsfjármunum, en kvaðst hafa
ætlað að hafa peningana „í gísl
ingu“ þar til laun hans hjá fyrir
tækinu hefðu verið leiðrétt. Hann
hafi síðan séð að sér og áttað sig á
að þetta væri ekki rétta leiðin til
að knýja fram leiðréttingu launa.
- óká
Maður sýknaður af fjárdrætti:
Ekki rétta leiðin
í kjarabaráttu
kópAvoGUR Listi Kópavogsbúa skoraði í gær á önnur
framboð sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs
að mynda „nokkurs konar þjóðstjórn“.
Meirihluti Samfylkingar, Næst besta flokksins,
Vinstri grænna og Lista Kópa
vogsbúa sprakk fyrir réttri viku
og hafa síðan viðræður milli
flokka staðið linnulítið en árang
urslaust.
Í gær slitnaði upp úr viðræðum
Lista Kópavogsbúa, Næst besta
flokksins og Sjálfstæðisflokks og
bar Listi Kópavogsbúa því við, í
tilkynningu, að saga einstakra
bæjarstjórnarfulltrúa, auk fjölda
lítilla framboða í bæjarstjórn tor
veldaði myndun meirihluta.
Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna,
sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þeim hugn
aðist ekki þjóðstjórnarfyrirkomulagið.
„Það hvílir einfaldlega sú ábyrgð á okkur bæjar
fulltrúum að mynda starfhæfan meirihluta sem
hefur skýr markmið að leiðarljósi í þá átt að halda
utan um rekstur bæjarins og koma góðum póli
tískum málum til leiðar.“
Ármann segist spurður um hvort til greina komi
að vinna með Samfylkingunni, ekki útiloka sam
starf við neinn flokk. „En það er löng leið til Sam
fylkingarinnar.“ - þj
Y-listi Kópavogsbúa kallar eftir samstarfi allra flokka í bæjarstjórn:
Árangurslausar meirihlutaviðræður
enginn meiRiHluti enn ekkert gengur í meirihlutaviðræðum
í Kópavogi, listi Kópavogsbúa vill samstarf allra flokka en það
hugnast sjálfstæðismönnum ekki. FréttAblAðið/GvA
ÁRmann kR.
ólafsson
AlÞInGI Ásta Ragnheiður Jóhannes
dóttir telur ekki tilefni til að segja
af sér sem forseti Alþingis þrátt
fyrir harða gagnrýni á störf henn
ar vegna meðferðar þingsins á til
lögu Bjarna Benediktssonar, for
manns Sjálfstæðisflokksins, um
landsdómsmálið.
Ásta, sem er þingmaður Samfylk
ingarinnar, hefur verið gagnrýnd af
þingmönnum eigin flokks og þing
mönnum Vinstri grænna fyrir að
taka tillögu Bjarna á dagskrá. Telja
gagnrýnendurnir að tillagan hafi
ekki verið þingtæk.
„Forseti þingsins verður að fara
að lögum og
reglum. Sam
kvæmt lögfræði
áliti sem var
u n n ið f y r i r
mig af yfirlög
fræðingi þings
ins, og staðfest
hefur verið af
nokkrum helstu
lögfræðingum
okkar, var málið
fullkomlega þinglegt,“ segir Ásta
Ragnheiður í samtali við Frétta
blaðið.
Hún segir að þegar samið hafi
verið um þinglok í desember hafi
náðst samkomulag um að taka til
lögu Bjarna fyrir þegar þing kæmi
aftur saman í janúar. Ekkert hafi
verið við það samkomulag að
athuga og enginn hafi andmælt því.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður
Hreyfingarinnar, boðar vantrausts
tillögu á forseta Alþingis, en þarf
undirskriftir 32 þingmanna til að
knýja Ástu úr því embætti. Ásta
segist enga trú hafa á því að svo
margir þingmenn muni lýsa van
trausti á störf hennar sem forseta
þingsins, og segist ekki hafa íhugað
afsögn vegna málsins. - bj / sjá síðu 16
Óánægja innan Samfylkingarinnar með störf Ástu Ragnheiðar sem forseta þings:
Segir forseta verða að fara að lögum
Ásta RagnHeiðuR
jóHannesdóttiR
nýjar makrílviðræður
samningaviðræður Íslands, Færeyja,
noregs og evrópusambandsins halda
áfram í bergen í noregi á morgun. Þar
verður enn reynt að ná samkomulagi
um skiptingu aflaheimilda úr makríl-
stofninum í norður-Atlantshafi.
sjÁvaRútveguR
löGReGlUmál Önnur kona hefur
kært Egil Einarsson fyrir nauðg
un að því er fram kom á vef RÚV
í gær.
Í samtali við Fréttablaðið
vildi Björg
vin Björgvins
son, yfirmaður
kynferðisbrota
deildar lög
reglu, þó ekki
staðfesta frétt
ina.
Átján ára
stúlka kærði
Egil og unn
ustu hans fyrir
nauðgun í desember síðastliðn
um, en þau neituðu sök. Það mál
er til skoðunar hjá Ríkissaksókn
ara sem mun ákveða á næst
unni hvort ákæra verður gefin
út. Brotið sem nú um ræðir mun
hafa átt sér stað fyrir nokkrum
árum að því er segir á vef RÚV.
- þj
Mál Egils Einarssonar:
Önnur kona
kærir nauðgun
egill einaRsson
vIÐskIptI Stjórn Eignasafns Seðla
banka Íslands (ESÍ) hefur ákveð
ið að fella niður kröfur á þá sem
fengu lán fyrir stofnfjárkaupum
í Sparisjóði Svarfdæla hjá Sögu
fjárfestingarbanka í lok árs 2007.
Alls fengu rúmlega 100 ein
staklingar lán hjá Sögu, sem
síðar fluttust til Hildu ehf. ESÍ
tók félagið yfir á síðasta ári.
Stjórn ESÍ telur sanngirnisrök
fyrir því að fella niður kröfurnar,
eins og gert hefur verið í sam
bærilegum málum. Þar með sé
almannahagsmunum borgið. - bj
Stofnfjáraukning í sparisjóði:
ESÍ fellir niður
stofnfjárlánin
spuRning dagsins
Nýr sölu- og
þjónustuaðili
á Íslandi
Öflug viðgerða-
og varahlutaþjónusta
Sími 510 1200 | www.tandur.is
Úrval TASKI gólfþvottavéla
A
T
A
R
N
A
Kristján, gæti þetta ekki bara
orðið næsti
bær við
Hveragerði?
„er ekki stund-
um sagt að
það sé betra að
vera hvergi og
jafnvel enn þá
betra að vera í
hveragerði? er
þá ekki best að
hundagerði sé
alls staðar?“
Kristján Friðjónsson er meðlimur í
Félagi ábyrgra hundaeigenda sem berst
fyrir því að komið verði fyrir sérstökum
hundagerðum á höfuðborgarsvæðinu þar
sem ferfætlingarnir geta verið lausir.