Fréttablaðið - 24.01.2012, Side 4
24. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR4
SÝRLAND, AP Stjórnvöld í Sýrlandi höfnuðu í gær
hugmyndum Arababandalagsins um að koma á
friði í landinu. Þær fólu meðal annars í sér að
Bashar a-Assad forseti færi frá völdum, þjóð-
stjórn yrði mynduð innan tveggja mánaða
og lýðræðislegar kosningar færu fram undir
alþjóðlegu eftirliti.
Assad hefur neitað að taka ábyrgð á ofbeldinu
sem hefur geisað í landinu í tæpt ár og kostað á
sjötta þúsund manna lífið. Þess í stað kenn-
ir hann hryðjuverkamönnum og útsendurum
erlendra samsærismanna um ástandið. Tillög-
urnar eru að mati stjórnvalda óumbeðin erlend
afskipti af innanríkismálum Sýrlands og skýrt
brot á fullveldi landsins.
Evrópusambandið lýsti í gær yfir stuðningi
við áætlun Arababandalagsins og herti enn frek-
ar refsiaðgerðir sínar gegn stjórnvöldum í Sýr-
landi. Samkvæmt þeim eru eignir 22ja einstak-
linga, tengdum stjórnvöldum, frystar og bætast
við hóp um 100 manna sem eins er ástatt um.
Arababandalagið hefur verið við eftirlit í
landinu í einn mánuð og framlengdi dvöl sína
um mánuð í viðbót í gær.
Andófshópar í Sýrlandi eru ósáttir við tillögur
Arababandalagsins sem þeim finnst ganga of
skammt. Allt annað en tafarlaus afsögn Assads
muni aðeins gefa stjórnvöldum meiri tíma til að
berja niður andóf í landinu.
Sýrlensk stjórnvöld eru þó ekki alein á báti
því að fregnir bárust af því í gær að Rússar
hefðu ákveðið að selja þeim 36 orrustuþotur. - þj
Sýrlensk stjórnvöld sitja enn sem fastast við völd þrátt fyrir síaukinn alþjóðlegan þrýsting:
Hafna hugmyndum Arababandalagsins
ÓRÓI MAGNAST Tugir þúsunda manna og kvenna
hafa mótmælt ofríki Bashars al-Assad forseta á götum
Sýrlands síðasta árið. Arababandalagið hefur reynt að
stilla til friðar, en án árangurs. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
REYKJAVÍK Tæplega 190 hug-
myndir um bætt hverfi í
Reykjavík hafa verið skráðar
frá íbúum inn á samráðsvef
Betrireykjavik.is, Betri hverfi.
Fresturinn rann út á miðnætti
í gær.
Í tilkynningu segir að þær
hugmyndir sem fái mestan
stuðning verða metnar af
starfsfólki á fagsviðum borg-
arinnar. Hverfaráð Reykjavík-
ur munu síðan velja allt að 26
verkefni fyrir hvert hverfi, sem
íbúar munu greiða atkvæði um í
rafrænum kosningum í mars. - sv
190 hugmyndir um hverfin:
Fjölmargir vilja
bæta hverfin
GENGIÐ 23.01.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,624
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,46 124,04
192,23 193,17
160,00 160,90
21,517 21,643
20,834 20,956
18,195 18,301
1,6041 1,6135
189,83 190,97
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-
5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
LEIÐRÉTT
Herbergjum á Hótel HaPPi, sem
fjallað er um í grein í Allt í gær, mun
fjölga úr 22 í 42 eftir breytingar.
Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - benni@benni.is - www.benni.is
Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333
NJARÐARBRAUT 9 - REYK
JAN
ES
BÆ
FIS
KIS
LÓÐ
3 - REYKJAVÍK
ÍTALÍA, AP Talið er að laumufar-
þegar hafi verið um borð í ítalska
skemmtiferðaskipinu Costa
Concordia, sem strandaði við
strendur Toscana-héraðs á Ítalíu
13. janúar. Því má gera ráð fyrir
að tala týndra sé hærri en greint
var frá í fyrstu.
Kafarar hafa fundið lík þriggja
kvenna í skipinu síðustu tvo daga
og fór þá tala látinna í fimmtán.
Ein konan var þó hvorki skráður
farþegi né starfsmaður á skipinu.
Opinber tala þeirra sem saknað
er er komin niður í nítján sam-
kvæmt nýjustu talningu. - sv
Laumufarþegar í skipinu:
Fimmtán hafa
fundist látnir
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
17°
6°
2°
1°
5°
-1°
-1°
-1°
19°
9°
18°
9°
26°
-13°
7°
14°
-3°
Á MORGUN
3-8 m/s.
FIMMTUDAGUR
10-18 m/s.
0
-2
-2
0
-4
-4
2
4
1
0
0
7
9
7
8
16
7
4
7
5
12
8
-6
-4
-4
-6
-2 -4 -4
-4
-6
-3
SLÆM FÆRÐ
Vindur gengur að
mestu niður um
sunnan- og vestan-
vert landið núna
fyrir hádegi en stíf
austanátt fram
eftir degi og sam-
felld snjókoma um
tíma norðan til á
landinu. Dregur úr
éljum á morgun.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
FANGELSISMÁL Hlutfall erlendra
fanga sem búsettir eru hér á landi
hefur aukist mikið síðan árið 2000.
Í dag býr um helmingur fanga hér,
en árið 2000 sátu sjö erlendir ein-
staklingar í fangelsi á Íslandi og af
þeim var einung-
is einn búsettur
hér.
Margrét Frí-
mannsdóttir,
forstöðumaður
á Litla-Hrauni,
segir megin-
muninn á þeim
erlendu föngum
sem búa hér og
erlendis vera
heimsóknir fjöl-
skyldu og vina.
Þeir sem ekki
búi hér fái engar
heimsóknir.
„Þeir sem eru
búsettir á land-
inu reyna að
gera sig skiljan-
lega. Ef þeir tala
ekki íslensku þá
reyna þeir við
enskuna. Þeir sem búa í útlöndum
eru ekki mikið að reyna það,“ segir
Margrét og bætir við að þó fang-
arnir tali hvorki íslensku né ensku,
einangrist þeir þó ekki félagslega.
Mennirnir haldi mikið hópinn eftir
þjóðernum og sækist eðlilega í það
að hittast úti við. Þá ganga sam-
skiptin yfirleitt vel við íslensku
fangana inni á deildunum.
Flestir erlendir ríkisborgarar
sem sitja hér í fangelsum gera það
vegna auðgunarbrota. Næstalgeng-
ustu brotin eru tengd fíkniefnum.
Í október á þessu ári voru um 20
erlendir fangar í íslenskum fangels-
um, sem gerir um 15 prósent fanga-
fjöldans.
Helgi Gunnlaugsson, afbrota-
fræðingur við Háskóla Íslands,
segir málið snúa að því hvernig ein-
staklingar tengist samfélaginu og
nærhópum sínum.
„Ef tengslin eru traust eru minni
líkur á afbrotum, en ef þau eru laus-
beisluð og veik aukast líkurnar,“
segir hann. Vegna tilfinningalegra
tengsla við aðra vilji fólk ekki valda
öðrum vonbrigðum með afbrotum
og ekki gera öðrum þann óleik að
valda því tjóni. Því megi líta á mik-
inn félagsauð í samfélaginu sem
nokkurs konar tryggingafélag sam-
félagsins gegn afbrotum.
„Með því er einnig hægt að sýna
fram á að við ættum að efla félags-
auð fólks og styrkja tengslin hvert
við annað, ekki síst þá sem eru af
erlendum uppruna,“ segir Helgi.
„Það er besta forvörnin gegn afbrot-
um.“
RÚV greindi frá því í desember
að utanríkisráðuneytinu sé kunnugt
um sextán Íslendinga sem sitja nú í
fangelsum erlendis. Dómarnir sem
þeir eru með á bakinu eru allt að 20
ára langir. sunna@frettabladid.is
Helmingur erlendra
fanga búsettur hér
Um helmingur erlendra fanga í íslenskum fangelsum er búsettur hér. Fyrir tólf
árum bjó aðeins einn erlendur fangi á landinu. Forstöðumaður Litla-Hrauns
segir félagsleg samskipti þeirra ganga vel. Sextán Íslendingar eru fangar erlendis.
Hugmyndasamkeppni um hönnun á
svæði sem umlykur Norræna húsið er
opin landslagsarkitektum og öðrum
fagaðilum og hönnuðum sem skráðir
eru í fagfélög innan Hönnunarmið-
stöðvar Íslands auk sambærilegra
fagaðila á Norðurlöndum. Ekki
einungis landslagsarkitektum, eins og
sagði í blaðinu í gær.
MARGRÉT
FRÍMANNSDÓTTIR
HELGI
GUNNLAUGSSON
Ef tengslin eru traust
eru minni líkur á
afbrotum, en ef þau eru
lausbeisluð og veik aukast
líkurnar.
HELGI GUNNLAUGSSON
AFBROTAFRÆÐINGUR
Kaupmáttur hefur hækkað
Kaupmáttur launa hefur aukist um
3,7 prósent síðustu tólf mánuði,
að því er fram kemur hjá Hagstofu
Íslands. Kaupmáttur launa í desemb-
er hækkaði um 0,1 prósent frá fyrra
mánuði.
EFNAHAGSMÁL
DÓMSTÓLAR 54 ára gömul kona var
í Héraðsdómi Reykjaness í gær
dæmd í þriggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir fjárdrátt.
Konan sveik árið 2009 út vörur
og þjónustu hjá fjölda fyrir-
tækja á höfuðborgarsvæðinu
fyrir rúmar 445 þúsund krónur
og lét gjaldfæra án heimildar á
tvö greiðslukort í annarra eigu.
Meðal sönnunargagna var mynd-
bandsupptaka af konunni í verslun
10-11 í Glæsibæ. Þar sagði konan
kominn tvífara sinn. Hún játaði þó
brot sín að hluta. Auk fangelsis-
dóms þarf konan að greiða bætur
og sakarkostnað. - óká
Kona dæmd fyrir fjársvik:
Taldi konu á
upptöku tvífara
VIÐ STRÖND TOSCANA Skemmtiferða-
skipið Costa Concordia strandaði þann
13. janúar. NORDICPHOTOS/AFP
Útlendingar í fangelsum á Íslandi
7
6 17 21 25 33 33 20 20 44 46 33 40
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
21
25
31
38 37 35 35
64
67
62
71
20
31
1515
2945
6
4
4
21
70
60
50
40
30
20
10
0
HEIMILD: FANGELSISMÁLASTOFNUN
Búsettir á Íslandi
Búsettir erlendis