Fréttablaðið - 24.01.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 24.01.2012, Síða 6
24. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR6 EVRÓPUSAMBANDIÐ Utanríkisráð- herrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að öll olíuvið- skipti við Íran verði bönnuð. Jafn- framt verða eignir íranska seðla- bankans í aðildarríkjum ESB frystar. Þetta er gert til að þrýsta á írönsk stjórnvöld um að hefja aftur viðræður um kjarnorkuáform sín. Sjálfir segjast Íranar eingöngu ætla að nota kjarnorkuna til að uppfylla orkuþarfir landsins, en stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri löndum telja sig hafa rök- studdan grun um að þeir stefni á að koma sér upp kjarnorkuvopn- um. Utanríkisráðherrar Evrópu- sambandsins vísa í nýlega skýrslu frá Alþjóðlega kjarnorkueftirlit- inu, þar sem segir að Íranar hafi neitað að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og leyfa ekki fullan aðgang alþjóðlegra eftirlits- manna. Íranar framleiða um það bil fjórar milljónir olíutunna á dag og hafa selt um fimmtung þeirra til Evrópusambandsríkjanna. Olíu- kaupin frá Íran nema þó ekki nema sex prósentum af heildarolíukaup- um Evrópusambandsríkjanna. Tveir íranskir þingmenn brugð- ust við tíðindunum í gær með því að rifja upp hótanir um að loka Hormússundi, sem er þröngt sund milli Írans og Arabíuskaga. Sigla þarf um Hormússund til að kom- ast inn á Persaflóa, og um sundið er fluttur um fimmtungur af allri þeirri olíu sem seld er á heims- markaði. Utanríkisráðherrar Evrópu- sambandsins ætla að endurskoða ákvörðun sína í vor, meðal ann- ars með tilliti til þess hvaða áhrif viðskiptabannið getur haft á Evrópuríki, og þá ekki síst Grikk- land, sem á í miklum efnahags- örðugleikum og treystir mjög á að fá ódýra olíu keypta frá Íran. Um fjórðungur af þeirri olíu sem Grikkir kaupa kemur frá Íran. Olíuverð hefur hækkað nokkuð vegna þeirrar spennu sem refsiað- gerðir ESB hafa aukið enn frekar. Íranska fréttastofan IRNA hefur það eftir embættismanni í íranska utanríkisráðuneytinu að refsiað- gerðirnar muni bitna mest á Evr- ópusambandsríkjunum sjálfum. Þá sagði Sergei Lavrov, utanrík- isráðherra Rússlands, að refsiað- gerðir Evrópusambandsins myndu ekki liðka fyrir lausn málsins. Þess í stað hvatti hann til þess að viðræður hæfust að nýju. gudsteinn@frettabladid.is Evrópusambandið í hart gegn Írönum Evrópusambandið hefur samþykkt refsiaðgerðir gegn Írönum í tengslum við deilur um kjarnorkuáform þeirra. Íranskir þingmenn ítreka í staðinn hótanir um að loka Hormússundi og þar með allri umferð olíuskipa til og frá Persaflóa. FÓTBOLTI FYRIR ALLA Fótbolti fyrir alla er að hefja göngu sína aftur. Nýtt námskeið hefst sunnudaginn 29. janúar og stendur yfir í sjö vikur, til 11. mars. Við hittumst alla sunnudaga milli kl. 11.30 og 12.30 í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ. Íslands- meistararnir Ásgerður og Gunnhildur Yrsa þjálfa. Námskeiðið kostar aðeins 3.000 kr. Við bjóðum öll börn velkomin og vonumst til að sjá sem flesta. Skráning á tölvupóstföngum yr@lsh.is og gunnhildurj09@ru.is. Á MARKAÐI Í TEHERAN Íranar hafa til þessa selt um fimmtung olíu sinnar til Evrópusambandsríkjanna, en þurfa nú að finna aðra kaupendur. NORDICPHOTOS/AFP Fylgist þú með EM í handbolta í ár? JÁ 75% NEI 25% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að leysa upp þing og boða til kosninga í vor? Segðu þína skoðun á visir.is. EGYPTALAND Flokkar íslamista fengu rúmlega sjötíu prósent þing- sæta í neðri deild egypska þings- ins, sem kom fyrst saman í gær eftir kosningarnar í vetur. Tæplega helmingur atkvæða kom í hlut Frelsis- og réttlætis- flokksins, sem er flokkur á vegum Bræðralags múslima, öflugra samtaka trúaðra múslima. Sá flokkur hefur heitið því að virða mannréttindi og lýðræði, en annar flokkur íslamista, Nour-flokk- urinn sem fylgir mun harðari strangtrúarstefnu, er með fimmt- ung þingsætanna. Þetta voru fyrstu þingkosningarnar í landinu eftir að Hosni Mubarak hrökklað- ist úr forsetaembætti snemma á síðasta ári. Fyrir utan þinghúsið voru í gær komnir saman allmarg- ir mótmælendur, sem telja það óviðunandi niðurstöðu að íslam- istar hafi fengið yfirburðastöðu á nýja þinginu. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hvetja hins vegar Vesturlönd til þess að virða þessa niðurstöðu nýtilkomins lýðræðis í Egyptalandi. Kenneth Roth, fram- kvæmdastjóri samtakanna, segir að flokkar íslamista njóti mik- illa vinsælda í arabaheiminum og því rangt að úthýsa réttkjörn- um stjórnvöldum slíkra flokka úr alþjóðasamfélaginu. Á hinn bóginn hvatti hann einnig nýja þingið í Egyptalandi til að virða réttindi bæði kvenna og trúarlegra minnihlutahópa. Á næstu vikum verða haldnar kosningar til efri deildar þingsins. Að því búnu verður hafist handa við að semja nýja stjórnarskrá. - gb Nýkjörið þing kom saman í fyrsta sinn í Kaíró í gær, tæpu ári eftir að Mubarak hrökklaðst frá völdum: Íslamistar ráða för á nýkjörnu þingi EGYPSKA ÞINGIÐ Fáar konur eiga sæti á nýkjörnu þingi í Egyptalandi. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRN Sóknarnefnd Stórólfshvols- kirkju vill að Rangárþing eystra komi að byggingu nýrrar kirkju og samnýtingu húsnæðis og starfsmanns. „Jöfnunarsjóður kirkna hefur heitið 95 milljónum varðandi hugsanlega kirkju- byggingu á Hvolsvelli og það er spurning hvernig sveitarfélagið kemur að þeirri byggingu. Fyrst og fremst leggjum við til lóð og bílastæði og svo er hugsanleg sam- nýting á félagsheimilinu Hvoli,“ segir Ísólf- ur Gylfi Pálmason sveitarstjóri. „Hugmyndirnar eru ómótaðar og í algjörum frumdrögum en þetta er spurn- ing um ákveðna samvinnu í framtíðinni milli samkomuhússins og kirkjunnar og jafnvel hvort hægt er að hafa sameiginleg- an húsvörð,“ segir Ísólfur Gylfi sem kveður þörf á höfuðkirkju í Rangárvallasýslu. „Í Árnessýslu er Skálholt til dæmis höfuðkirkja uppsveitanna. Hér eru margar litlar kirkjur en það vantar í raun eina höfuð- kirkju fyrir stærri athafnir. Hugmyndin er sú að þetta verði nokkurs konar menningarmið- stöð“ segir sveitarstjórinn sem telur framkvæmdir geta hafist á árinu 2013 ef allt gangi að óskum. - gar ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMA- SON Sveitarstjórinn í Rangárþingi eystra segir vanta höfuðkirkju fyrir stærri athafnir í Rangárvallasýslu. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Sveitarstjórn og sóknarnefnd í samstarf vegna nýrrar kirkjubyggingar á Hvolsvelli: Vantar höfuðkirkju segir sveitarstjóri KÖNNUN Nærri tveir þriðju hlutar landsmanna segja áramóta skaupið hafa verið gott samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar MMR. Alls sögðu 64,8 prósent skaup- ið gott, en 17,2 prósent töldu það slakt. Um 18 prósent töldu það hvorki gott né slakt. Hrifningin með skaupið var minnst meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, en for- ysta flokksins fékk það óþvegið í skaupinu. Aðeins 50,3 prósent stuðningsmanna flokksins sögðu skaupið gott, samanborið við á bilinu 75 til 77 prósent stuðnings- manna Samfylkingarinnar og Vinstri græns. - bj Margir ánægðir með skaupið: Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokks síst sáttir Tryggingastofnun talin best: Bestu opinberu vefirnir valdir STJÓRNSÝSLA Vefsíður opinberra stofnana hafa batnað talsvert frá árinu 2009. Þetta hefur úttekt sem Deloitte vann fyrir innan- ríkisráðuneytið leitt í ljós. Höfðu opinberu vefsíðurnar bætt sig í öllum þáttum frá síðustu úttekt nema þjónustu. Þá voru bestu vefsíðurnar verðlaunaðar en vefur Trygg- ingastofnunar var valinn besti ríkisvefurinn og vefur Akureyr- arbæjar besti vefur sveitarfélags. Alls voru 267 vefsíður ríkis- stofnana, ráðuneyta og sveitar- félaga skoðaðar. Voru gæði þeirra metin með samanburði við kröfur Vefhandbókar ríkisins um aðgengi, nytsemi, innhald og þjónustu. - mþl AKUREYRI Akureyrarbær hlaut á dögunum verðlaun fyrir bestu vefsíðu sveitarfélags. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Borgar sekt og missir próf Átján ára maður hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 185 þúsund króna sekt. Þá var hann sviptur ökuréttindum. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa á síðasta ári stolið 22 þúsund krónum og ekið undir áhrifum fíkniefna. Hann var einnig með kannabisefni á sér þegar lögreglan stöðvaði hann. Dómara þótti rétt, í ljósi bættrar hegðunar mannsins og ungs aldurs, að skilorðsbinda fangelsisdóminn. DÓMSMÁL KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.