Fréttablaðið - 24.01.2012, Qupperneq 10
24. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR10
EFNAHAGSMÁL Alls 45 fyrirtæki hafa fengið
skuldir niðurfelldar fyrir milljarð króna eða
meira í tengslum við fjárhagslega endur-
skipulagningu. Níu fyrirtæki hafa að auki
fengið felldar niður skuldir fyrir milljarð eða
meira, eða svo háum skuldum breytt í hlutafé,
í tengslum við nauðasamninga. Alls hafa því
54 fyrirtæki fengið skuldir felldar niður fyrir
milljarð eða meira.
Þetta kemur fram í tölum sem eftirlitsnefnd
um framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar
hefur gert aðgengilegar á vefsíðu efnahags-
og viðskiptaráðuneytisins. Tölurnar miðast
við tímabilið til 30. september 2011.
Flest fyrirtækjanna 45 eru verslunar- og
þjónustufyrirtæki eða 16 talsins. Þá eru á list-
anum átta fasteignafélög og átta fjárfesting-
ar- og eignarhaldsfélög.
Heildarskuldir fyrirtækjanna 45 við við-
komandi fjármálafyrirtæki voru rúmlega 482
milljarðar króna. Hafa 69 prósent skuldanna
verið felld niður, eða 331 milljarður. Þá hefur
skuldum að fjárhæð 29,6 milljarðar verið
breytt í hlutafé.
Sjö af þeim níu fyrirtækjum sem hafa feng-
ið skuldir felldar niður í tengslum við nauða-
samninga eru fjárfestingar- og eignarhalds-
félög. Heildarskuldir fyrirtækjanna níu voru
um 355 milljarðar. Þar af hafa 218 milljarðar
verið felldir niður, eða 61 prósent. Skuldum
að fjárhæð 92 milljarðar hefur verið breytt í
hlutafé. - mþl
Eftirlitsnefnd um sértæka skuldaaðlögun hefur birt tölur um skuldaniðurfellingu fyrirtækja:
54 fyrirtæki fengið milljarð afskrifaðan
FJÁRMUNIR Flest þeirra fyrirtækja sem hafa fengið
stórfellda niðurfellingu skulda eru verslunar- og þjón-
ustufyrirtæki eða fjárfestingar- og eignarhaldsfélög.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HVAÐ GETUM
VIÐ LÆRT
AF DÖNUM?
Opinn fundur ASÍ í dag um það hvernig
lækka má húsnæðisvexti heimilanna.
Allir velkomnir.
Ræðumenn: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Peter Jayaswal, aðstoðarframkvæmdastjóri samtaka
húsnæðislánveitenda í Danmörku, fjallar um danska
húsnæðislánakerfið (erindi á ensku).
Pallborð: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs
Stefán Halldórsson, ráðgjafi Landssamtaka lífeyrissjóða í
húsnæðismálum.
Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður er fundarstjóri og stýrir
umræðum í pallborði.
Morgunverðarfundur ASÍ um húsnæðislán
í dag milli kl. 8 og 10 á Hilton Reykjavík Nordica
HERMENN LEIKA SÉR Indverskir
landamæraverðir leika listir sínar á
æfingu fyrir lýðveldishátíðina síðar í
vikunni. NORDICPHOTOS/AFP
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Kópa-
vogs fellst á að taka aftur við
atvinnulóðinni í Tónahvarfi 7 og
endurgreiða lóðarhafanum 160
milljónir og afhenda honum einn-
ig 30,7 milljóna króna lóð í Kópa-
vogsbrún 2.
Lóðarhafinn, Tónahvarf 7 ehf.,
vildi skila lóðinni í júní 2009 en
í febrúar 2010 tilkynnti bærinn
að ekki yrði tekið við henni. Sú
ákvörðun var kærð til innan-
ríkisráðuneytisins sem úrskurð-
aði lóðarhafanum í vil. Krafa
lóðarhafans á hendur bænum var
komin yfir 200 milljónir króna
með dráttarvöxtum og kostnaði.
Nú er hann þó tilbúinn að lækka
kröfuna og taka minni lóð upp í
endurgreiðsluna. - gar
Úrskurður Kópavogi í óhag:
Neyðast til að
taka við lóð og
endurgreiða fé
FÓLK Krakkarnir í þremur yngstu
bekkjardeildum Sæmundarskóla í
Grafarholti söfnuðu hátt í þrjátíu
þúsund krónum á basar til styrkt-
ar langveikum börnum.
Afrakstri baksturs og föndur-
klúbba var stillt fram í frístunda-
heimilinu Fjósinu. Annar og þriðji
bekkur sá um söluna. Ömmur, afar
og foreldrar voru áberandi í hópi
viðskiptavina. Í fyrra gekk einnig
vel. „Þá seldum við fyrir Ellu Dís
og það gekk svo vel að forstöðu-
konan var farin að taka niður vegg-
skraut og selja,“ segir Elín Jóns-
dóttir, starfsmaður Fjóssins. - gar
Börnin í Sæmundarskóla með velheppnaðan basar:
Seldu handavinnuna til
að styrkja langveik börn
FYRIR GÓÐAN MÁLSTAÐ Einbeittir nem-
endur í Sæmundarskóla seldu fallega
gripi til að styrkja önnur börn sem glíma
við erfið veikindi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FJÁRMÁL Í tvö ár hefur ekki verið
hægt að stofna nýja reikninga í
gegnum netbanka Íslandsbanka
eins og unnt er hjá hinum tveimur
stóru viðskiptabönkunum.
Guðný Helga Herbertsdótt-
ir, upplýsingafulltrúi Íslands-
banka, segir að í janúar 2010 hafi
sá möguleiki að
stofna reikninga
verið tekinn úr
netbankanum.
Bankinn hafi
ekki uppfyllt
skilyrði laga um
aðgerðir gegn
peningaþvætti.
Áður gátu við-
skiptavinir
sem voru með
aðgang að netbankanum stofnað
nýja reikninga í gegnum netið.
Guðný segir að regluvarsla
Íslandsbanka hafi talið að lögum
um aðgerðir gegn peningaþvætti
væri ekki fullnægt með þáverandi
tölvukerfum bankans. „Það þarf
að vera á hreinu að netbankinn
sé að tala við skilríkjagrunninn,“
útskýrir Guðný og vísar þar til
þess að ganga þurfi með öruggum
hætti úr skugga um áreiðanleika
viðskiptavinanna. Það sé ekki unnt
fyrr en netbankinn sé tengdur við
persónuupplýsingar í gagnagrunni
bankans.
Í Landsbankanum geta við-
skiptavinir hins vegar stofnað nýja
reikninga í netbankanum. „Menn
geta stofnað reikning ef þeir eru
fyrir í viðskiptum í bankanum og
ef skilríki þeirra hafa verið skönn-
uð í bankanum og áreiðanleika-
könnun hefur verið gerð,“ segir
Kristján Kristjánsson upplýsinga-
fulltrúi Landsbankans.
Kristján segir Landsbank-
ann vera með gríðarlega mikinn
gagnabanka og þess vegna geti
hann leyft sér þessa þjónustu.
„Við tökum tillit til þessara hertu
reglna um peningaþvætti.“
Haraldur Guðni Eiðsson hjá
samskiptasviði Arion banka segir
viðskiptavini bankans aðeins geta
stofnað tiltekna reikninga í net-
bankanum, til dæmis sparnaðar-
reikninga.
„Hvað varðar peningaþvættis-
athugun, þá fara allir nýir við-
skiptavinir bankans í gegnum
hana þegar þeir stofna til við-
skipta hjá bankanum. Einnig hefur
umtalsverður hluti annarra við-
skiptavina lokið athuguninni og
unnið er að því að aðrir ljúki henni
sem allra fyrst,“ segir Haraldur.
Guðný segir að unnið hafi verið
að því hjá Íslandsbanka að koma
á fyrrgreindri þjónustu að nýju.
Aðspurð segir hún hins vegar að
ekki hafi borist margar athuga-
semdir frá viðskiptavinum eftir að
möguleikinn var tekinn út úr net-
bankanum. „Menn hafa því frekar
sinnt öðrum verkefnum. Það er þó
unnið að tæknilegum útfærslum
en ekki er hægt að segja til um
hvenær því verki lýkur.“
- gar
Lokað á nýja
reikninga í
netbankanum
Ekki er hægt að stofna nýja reikninga í netbanka
Íslandsbanka eins og áður. Samspil kerfa bankans
uppfyllir ekki lög um peningaþvætti. Stofna má
nýja reikninga í netbönkum Arion og Landsbanka.
HARALDUR GUÐNI
EIÐSSON
KRISTJÁN
KRISTJÁNSSON
GUÐNÝ HELGA
HERBERTSDÓTTIR
HEIMASÍÐA ÍSLANDSBANKA Vegna ákvæða í lögum um peningaþvætti aftengdi
Íslandsbanki í janúar 2010 þann möguleika að geta stofnað nýja reikninga í gegnum
netbanka.