Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2012, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 24.01.2012, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. janúar 2012 13 DÓMSTÓLAR Sautján ára piltur var dæmdur í 30 daga fangelsi á fimmtudag, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir að stela hjólbarða og felgu undan bíl á bílasölu á Akur- eyri. Þjófnaðurinn átti sér stað í nóvember í fyrra. Pilturinn, sem játaði sök undan bragðalaust, hefur áður hlotið dóma. Þar á meðal er dómur fyrir líkamsárás frá árinu 2009 og svo dómar fyrir umferðar lagabrot, þar á meðal fíkniefna- og ölvunarakstur, frá árunum 2009 og 2011. - óká Sautján ára þjófur á Akureyri: Fékk skilorð fyrir felgustuld GJALDEYRISMÁL Rúmlega helming- ur þátttakenda í könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna Andríki seg- ist andvígur því að Ísland taki upp evru sem gjaldmiðil. Alls segjast tæp 52% vera and- víg, rúm 28% fylgjandi og fimmt- ungur segist hvorki andvígur né fylgjandi. Nokkur munur er á afstöðu svarenda eftir búsetu en 63% landsbyggðarfólks segjast vera gegn evru en hlutfallið er 44% á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða netkönnun sem gerð var í síðustu viku og 785 svöruðu. - þj Könnun MMR: 52% segjast vera mótfallin evru SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 127,2 millj- örðum króna fyrstu tíu mán- uði ársins 2011 samanborið við 114 milljarða á sama tímabili 2010, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Aflaverðmæti hefur því aukist um 13,2 milljarða króna eða 11,6% á milli ára. Verðmæti þorskafla var um 36,9 milljarðar og dróst saman um 0,9% frá fyrra ári. Aflaverð- mæti ýsu nam 9,5 milljörðum og dróst saman um 27,2%. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 56,9% milli ára og nam 38,5 milljörðum. Stafar sú aukn- ing að stærstum hluta af verð- mætaaukningu loðnuaflans, sem jókst um 250% á milli ára og nam 8,7 milljörðum króna. - shá Loðnan gefur drjúgar tekjur: Aflaverðmætið 127 milljarðar ÍSLEIFUR AÐ VEIÐUM Verðmætaaukning loðnuaflans er um 250%. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR STJÓRNSÝSLA Á árinu 2011 bárust umboðsmanni Alþingis alls 519 kvartanir. Á sama tíma tók hann til athugunar níu mál að eigin frum- kvæði. Skráð mál á árinu voru því alls 528 talsins, en það er 40 pró- senta fjölgun frá árinu áður. „Árið 2010 bárust 370 kvartanir og sjö mál voru tekin til athugun- ar að frumkvæði umboðsmanns. Málum hefur því fjölgað verulega,“ segir á vef umboðsmanns Alþingis. „Umboðsmaður hefur jafn- framt afgreitt fleiri mál á árinu en nokkru sinni fyrr eða alls 473 mál en flest höfðu þau áður verið árið 2010 eða 398,“ segir þar jafnframt. Um áramótin voru alls 157 mál til athugunar hjá umboðsmanni en á sama tíma í fyrra voru 102 mál til athugunar. „Þessi staða skýrist meðal annars af því að kvörtunum til umboðsmanns fjölgaði fyrst og fremst á síðari hluta ársins og af hálfu umboðsmanns er því beðið skýringa stjórnvalda í fleiri málum en áður og fleiri mál eru einnig til lokaafgreiðslu.“ Í samantekt umboðsmanns kemur fram að líkt og síðustu ár hafi flest þeirra mála sem skráð voru hjá umboðsmanni lotið að töfum á afgreiðslu mála hjá stjórnvöldum. „Þeim fjölgaði úr 67 í 135. Síðustu ár hafa þessi mál verið um 18 prósent skráðra mála en voru á síðasta ári 25,5 prósent.“ - óká Umboðsmaður Alþingis afgreiddi fleiri mál en nokkru sinni árið 2011: Málum fjölgaði um 40 prósent milli ára Stærstu málaflokkarnir hjá Umboðsmanni Alþingis 2011 Tegund máls fjöldi mála 1. Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls 135 2. Skattar og gjöld 53 3. Opinberir starfsmenn 38 4. Fjármála- og tryggingastarfsemi 32 5. Almannatryggingar 21 6. Lögreglu- og sakamál 19 7. Atvinnuleysistryggingar 13 8. Atvinnuréttindi og atvinnufrelsi 12 9./10. Fangelsismál 11 9./10. Menntamál 11 Heimild: Umboðsmaður Alþingis Nánari upplýsingar á www.rsk.is Lokafrestur 31. janúar Endurgreiða má virðisaukaskatt vegna kostnaðar við aðkeypta vinnu við viðhald og endurbætur á íbúðar- og frístundahúsnæði. Samhliða má lækka tekjuskattsstofn um mest 200.000 kr. hjá einhleypingi og 300.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki. Frestur til að skila inn umsókn vegna vinnu á árinu 2011 rennur út 31. janúar næstkomandi. Ef sótt er um eftir þann tíma vegna framkvæmda á síðasta ári heimilast aðeins endurgreiðsla á virðisaukaskatti en ekki lækkun á tekjuskattsstofni. Hægt er að sækja um endurgreiðslu á þjónustuvef ríkisskattstjóra, skattur.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.