Fréttablaðið - 24.01.2012, Side 20

Fréttablaðið - 24.01.2012, Side 20
Minningarsjóður Margrétar Oddsdóttur er kominn með eigin vef www.maggaodds.is. Þar er hægt að panta minningarkort og greiða með greiðslukorti. Sjóðurinn var stofnaður árið 2010 og er honum ætlað að styrkja skurðlækningar við brjóstakrabbameini á Landspítala. MS kynnir til sögunnar nýjan Skyr.is-drykk, tímamótavöru sem ber hið sameiginlega norræna hollustu- merki „skráargatið“. Vörur með skráargatinu þurfa að uppfylla ákveðin næringarviðmið og er merking fyrir matvörur sem teljast hollastar í sínum fæðu- flokki. Því er ætlað að auðvelda neytendum að velja sér holla matvöru. Skyr.is-drykkurinn er prótein- ríkur og fitulaus og hann er uppspretta kalks, fjöl- margra vítamína og steinefna. Drykkurinn er í 250 ml dósum og inniheldur 16 grömm af prótein- um. Hann er fáanlegur í tveimur bragðtegundum: jarðar berja og bláberja. Skráargatið Skráargatsmerkið hefur ekki enn verið tekið form- lega upp hérlendis af yfirvöldum, en það er notað í Sví- þjóð, Noregi og Danmörku. Vörur sem fá að bera skráargats- merkið uppfylla skil- yrði sem sett eru um innihald sykurs, salts, fitu og trefja í vörum. Í tilfelli sýrðra mjólk- urvara á borð við skyr- drykk er sett skilyrði um fitumagn undir 0,7g í 100g og magn ein- og tví- sykra undir 9g í 100g. Nýju Skyr.is-drykkirnir uppfylla öll þessi skilyrði. Hér fyrir neðan má finna umfjöllun Lýðheilsustöðvar (nú embætti landlæknis) um skráargatið: Skráargatið („Nyckelhålet“ á sænsku) hefur verið í notkun í Svíþjóð í yfir 20 ár og er orðið vel þekkt þar í landi. Árið 2007 ákváðu Svíar, Norðmenn og Danir að vinna að því að koma á fót samnorrænu merki sem byggt væri á sænska skráargatinu, en skilgrein- ingar á bak við skráargatið voru þróaðar áfram. Slíkt er í samræmi við þróunina almennt á sviði næringar á Norðurlöndum og eru þau öll með samnorrænar næringarráðleggingar („nordic nutrition recomm- endations“). Hollt val verður auðvelt val Markmið með hollustumerki eins og skráargat- inu er að neytendur geti á skjótan hátt valið hollar matvörur við inn- kaup. K röfur t i l mat væla sem fá mer k ið b y g g j- ast á viðurkennd- um atriðum sem snerta samhengi næringar og heilsu. Neytendur geta treyst því að vara sem ber skráargatið sé holl- ari en aðrar vörur í sama flokki sem ekki bera merk- ið. Auk þess að vera upplýs- andi fyrir neytendur hvetur slíkt merki matvælafyrirtæki til að þróa hollari vörur. Til að hollustumerki skili árangri þarf samstöðu hagsmunaaðila, það er neytenda, verslunar, iðnað- ar, stjórnvalda og fleiri. Embætti landlæknis styður því að skráar- gatið verði tekið upp á Íslandi. Lækningajurtagarður var opnaður í Nesi sumarið 2010 í samstarfi Sel- tjarnarnesbæjar, Lækningaminjasafns, Lyfjafræðisafns, Læknafélags Íslands, Lyfjafræðingafélags Íslands, Land- læknisembættisins og Garðyrkjufélags Íslands. Plöntur í garðinum voru valdar út frá heimildum um ræktun hér á landi á tímabilinu 1760-1834. Nú hefur stjórn garðsins ákveðið að stofna hollvinahóp Urtagarðsins og gefa bæði félagsmönnum og öðrum áhugasömum möguleika á að fylgj- ast nánar með starfseminni og styrkja hana samhliða. Fyrirtæki geta gerst styrktaraðilar Urtagarðsins og áhugasamir starfsmenn verið meðlimir holl- vinahópsins. Hollvinahópurinn getur tekið þátt í viðburðum Urtagarðsins, lagt fram vinnu eða efni til afmarkaðra verkefna, til dæmis sjálfboðavinnu við umhirðu garðsins og lagt fram plöntur í plöntusafnið. Um starf Urtagarðsins má lesa á vefsíðu Lækningaminjasafnsins og Nes- stofu, www.nesstofa.is. Hollvinir Urtagarðsins STJÓRN LÆKNINGAJURTAGARÐSINS VILL STOFNA HOLLVINAHÓP TIL AÐ STYRKJA STARFSEMINA. Nýr skyrdrykkur stimplaður með skráargatinu Hollt val verður auðvelt með nýja tímamótadrykknum frá Skyr.is. Norræna skráargatið tryggir afbragðs kost; próteinríkan, fitulausan og uppsprettu kalks, vítamína og steinefna. Lækna grunar oftar að um líkamlegt ofbeldi sé að ræða ef fótbrotið barn tilheyrir fátækri fjölskyldu. Þetta eru niðurstöður amerískrar könnunar en könnunin sýndi að læknar sem lásu yfir tilbúið tilfelli um 18 mánaða barn með „vafa- samt“ fótbrot voru líklegri til að gruna að um ofbeldi væri að ræða ef fjölskyldu barnsins var lýst sem fátækri. Kynþáttur barnsins virtist ekki hafa áhrif á skoðun læknisins í til- búnu tilfelli. Fjallað er um niður- stöðurnar á fréttavef Reuters og þar segir einnig að kannanir hafi þó sýnt að þegar um alvörutilfelli er að ræða skipti kynþáttur máli. Tilfelli þar sem um börn úr minni- hlutahópum er að ræða eru frekar metin sem ofbeldistilfelli en þegar börnin eru hvít. Dr. Antoinette L. Laskey, sem leiddi rannsóknina, sagði vel þekkt að sjúklingar fengju misjafnlega meðhöndlun eftir kynþætti. Einn- ig hætti fólki til að halda að heim- ilisofbeldi ætti sér ekki stað hjá betur efnuðu fólki. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að mikil- vægt væri að læknar horfðu hlut- laust á fyrirliggjandi upplýsingar. - rat Laun hafa áhrif á skoðanir lækna Efnahagsstaða sjúklinga hefur áhrif á greiningu lækna samkvæmt amerískri könnun. NORDICPHOTOS/GETTY Fæst í Bónus Nú er tíminn fyrir harðfisk og bitafisk! Þegar litið er til innihalds og næringargildis kemur í ljós að Gullfiskur harðfiskur og bitafiskur er einhver besti prótíngjafi sem völ er á. Það fara 5 kíló af nýrri roðlausri ýsu í að búa til 1 kíló af harðfiski / bitafiski. Vatnið er dregið út með kældri þurrkaðferð, en næringarefnin halda sér. Örlítið salt til bragðbætis. Gullfiskur harðfiskur og bitafiskur inniheldur rúmlega 80% prótín og önnur næringarefni, sem eru líkamanum nauðsynleg. Kynning - Auglýsing

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.