Fréttablaðið - 24.01.2012, Síða 24
ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2012DIGITAL KYNNINGARBLAÐ4
Við erum alltaf með beina tengingu við markaðinn því þannig getum þróað
námið í samræmi við breyttar
þarfir í hverjum geira,“ segir Berg-
lind Káradóttir, kennari við Marg-
miðlunarskólann. Skólinn er rek-
inn undir hatti Tækniskólans og
meðal samstarfsaðila eru Caoz og
CCP Games. „Í fyrra byrjuðum við
til dæmis að helga heila önn tölvu-
leikjum því eftirspurnin hefur auk-
ist svo gríðarlega á því sviði,“ segir
hún.
Berglind kennir margmiðlunar-
forritun en hún er tölvunarfræð-
ingur að mennt og með meistara-
gráðu í Interactive Multimedia
frá University of Westminster. Það
vekur athygli að hún er eina konan
sem kennir við skólann og vekur
spurningar um það hvort marg-
miðlunin sé ennþá fyrst og fremst
karlafag. „Það var þannig, en það
hefur orðið mikil breyting á því,“
segir Berglind. „Þegar ég var að læra
tölvunarfræðina í HR á sínum tíma
voru fimm stelpur í bekknum en
tuttugu strákar. Á fyrsta ári í Marg-
miðlunarskólanum núna eru stelp-
urnar um það bil jafnmargar og
strákarnir. Það hefur orðið aukn-
ing á umsóknum frá stelpum síð-
ustu árin, einkum eftir að ég fór að
kenna hérna, enda var ég fyrsti og
er eini kvenkennarinn við skólann.“
Hverju þakkarðu þessa auknu
ásókn kvenna í fagið? „Ég held það
hafi síast inn að þetta sé ekki bara
fyrir nörda,“ segir Berglind og hlær.
„Áður sá fólk fyrir sér einhvern
karlmann lokaðan inni á skrif-
stofu með storknað kaffi í bolla á
kafi í tölvunni án mannlegra sam-
skipta þegar talað var um tölvugeir-
ann. Nú er þetta orðið miklu fjöl-
breyttara og skemmtilegra, tölvu-
leikir, eftirvinnsla við kvikmyndir
og fleira sem gerir þetta eftirsókn-
arvert í augum stelpna.
Auk þess sjá þær í dag fullt af
f lottum konum í þessum bransa
sem vita greinilega alveg hvað þær
eru að gera.“ - fsb
Margmiðlun er ekki
bara fyrir nörda
Konur hafa gert innrás í Margmiðlunarskólann og eru fyrsta árs nemar nú til helminga
stelpur og strákar. Sú var ekki raunin þegar Berglind Káradóttir, eini kvenkennari
skólans, var í námi.
„Þegar ég var að læra tölvunarfræðina í HR á sínum tíma voru fimm stelpur í bekknum en tuttugu strákar,” segir Berglind Káradóttir,
kennari í Margmiðlunarskólanum. Nú eru til helminga stelpur og strákar á fyrsta ári í Margmiðlunarskólanum. MYND/PJETUR
„Við Íslendingar höfum ekki alltaf passað nógu vel
upp á höfundana okkar, þannig að verk margra þeirra
eru ófáanleg í bókabúðum,” segir Ingólfur Kristjáns-
son, ritstjóri og annar eigandi vefsíðunnar Lestu.is
sem býður upp á klassískar bókmenntir í formi raf-
bóka.
„Við settum okkur það markmið að setja inn sem
allra mest af sígildum bókum sem komnar eru úr höf-
undarrétti og setja þær í skemmtilegan og glæsilegan
búning sem höfðar til fólks,“ segir Ingólfur. Nú þegar
er að finna þrjátíu titla á Lestu.is og verða þeir orðnir
um hundrað í árslok samkvæmt núverandi birting-
aráætlun. Meðlimir Lestu.is fá einnig aðgang að um-
fjöllun um höfunda, bókmenntatímariti Lestu.is, les-
hringjum og örnámskeiðum um valdar bækur og höf-
unda. Einnig er hægt að kaupa hverja bók fyrir sig án
þess að gerast áskrifandi.
Hinn eigandi vefsíðunnar er Jökull Sigurðs-
son, sem sér um hina tæknilegu útfærslu. „Út-
gáfan hentar fyrir alla rafbókalesara og les-
bretti,“ segir hann. „Við bjóðum upp á tvö
formöt sem hægt er að hlaða niður: ePub-form-
at, sem er alþjóðlegi staðallinn hjá öllum nema
Amazon, og svo mobi-format fyrir Kindle. Svo
er líka hægt að fá bækurnar sem flettibæk-
ur sem fólk getur lesið af hvaða tölvu eða
snjallsíma sem er. Við munum kannski
sjá okkur fært að bjóða upp á alla þá val-
möguleika sem ólík tæki kalla eftir með
tíð og tíma, en nú fyrst um sinn ákváðum við að bjóða
upp á hvern texta í þessum þremur útfærslum.“
Auk Lestu.is reka þeir félagar í samstarfi við félaga
sinn vefinn Hlusta.is þar sem fólk getur orðið sér úti
um hljóðbækur til að hlusta á. Ingólfur segir mark-
miðið vera að með tímanum verði til heilt samfélag í
kringum vefina tvo og leshringirnir séu upphafið að
því. „Okkar markmið með þessu er að setja öll þessi
stórbrotnu listaverk og bókmenntaperlur sem við Ís-
lendingar eigum á einn stað og gera þau aðgengileg
fyrir alla,“ segir hann.
Á Lestu.is er að finna skáldsögur, smásögur, barna-
sögur, ljóð, greinar og margt fleira, auk þess sem ævi-
ágrip hvers höfundar er
að finna á vefsíð-
unni. Í framhald-
inu er svo mein-
ingin að standa
fyrir kynning-
um á einstökum
höf undum og
völdum verkum
þeirra.
- fsb
Rafvæða bókmenntaarfinn
Mikil þróun hefur orðið undanfarið ár í þráðlausum
lausnum í síma- og tölvuheiminum og hafa fram-
leiðendur lagt sig mikið fram um að fækka
snúrunum.
Logitech býður upp á flotta lausn til
að nota uppáhaldshátalarana með
hvaða blátannartæki sem er, hvort
sem um er að ræða snjallsíma, spjald-
tölvu eða önnur tæki með Bluetooth,
en það er algengur búnaður í flestum
tækjum í dag.
Logitech Bluetooth Wireless sendir tónlist
þráðlaust með blátönn úr tækinu yfir í hátalarana
eða hljómtækin. Um er að ræða mjög nett tæki með RCA
og 3,5mm jack-tengi til að tengja beint í hátalara með RCA eða
inn á aukarás í hljómtækjunum. Með því er hægt að vera hvar sem er á
heimilinu og hlusta á tónlist eða útvarpsstöðvar í betri hljómgæðum en úr
sjálfum tækjunum.
Tækið er mjög einfalt í uppsetningu og kemur með sérstökum hugbúnaði
frá Logitech. Tækið fæst í Tölvulistanum á aðeins 7.990 krónur.
ÞRÁÐLAUSIR HÁTALARAR
Hin ýmsu smáforrit eða „apps“ fyrir smartsíma og
spjaldtölvur hafa tröllriðið öllu að undanförnu. Þessi
forrit eru misjafnlega gagnleg og sum aðeins gerð til
að skemmta notandanum og vinum hans. Hér eru
nokkur dæmi um misgagnleg smáforrit.
Pet Pic kallast smáforrit sem gerir fólki auðveldara
fyrir að ná góðum myndum af gæludýrum
sínum. Dýrin hafa ekki alltaf þá þolinmæði
sem þarf til að sitja kyrr en Pet Pic er
útbúið til að spila hljóð sem vekur áhuga
dýranna svo þau líti upp í þann mund
sem myndin er tekin. Hægt er að velja
á milli mismunandi hljóða.
LaDiDa er nokkurs konar öfugt karaókí smáforrit.
Það virkar á þann veg að notandinn syngur eða rappar
í símann. Forritið mun greina röddina og semja
tónlist til að passa við sönginn. Það mun einnig
stilla röddina þannig að söngvarinn hljómi afar
fagmannlega.
Bongo Bongo eru
sýndarbongó trommur. Þannig
breytist skjárinn á símanum í
trommu sem hljómar mis-
jafnlega eftir því hvar í símann
er slegið. Ef bongótrommurnar eru ekki
nógu sérkennilegar er einnig hægt að velja
smáforritið Didgeridoo en það er fornt ástralskt hljóð-
færi með einstaklega sérkennilegum hljómi.
Bic Concert Lighter er kveikjari í símanum. Hann
er þó ekki hægt að nota til að kveikja raunverulegan
eld. Hugmyndin var sú að tónleikagestir gætu
kveikt á slíkum sýndarkveikjara í stað raun-
verulegs til að sýna velþóknun sína á frammistöðu
hljómsveitarinnar. Líklega eru tónleikahaldarar mjög
glaðir yfir þessu smáforriti enda mun minni eldhætta
af þúsundum síma en þúsundum logandi kveikjara.
Hægt er að velja milli nokkurra tegunda kveikjara. Þá
hreyfist loginn með símanum.
Easy Metal Detector Lite er smáforrit sem hægt er að nota
til að leita eftir málmum. Erfitt er að gera sér í hugarlund
hvenær þessi eiginleiki kæmi að góðum nótum, nema ef
væri til að leita eftir klinki í sófanum.
My Magic 8 Ball kallast smáforrit sem segir fólki
til um framtíðina. Kúlur í líki snókerkúlu númer átta
hafa lengi verið vinsælar sem
forspártæki en þá er kúlan
spurð spurningar, hrist og
þá kemur upp svar af ein-
hverju tagi. Nú er sumsé hægt
að hlaða slíkri kúlu niður í símann, spyrja
símann spurningar, hrista hann og fá
upplýsandi svar um hæl.
Skrítin smáforrit
Ingólfur Kristjánsson og Jökull Sigurðsson ,
eigendur Lestu.is, stefna að því að til verði heilt
samfélag áhugamanna um bókmenntir í kringum
vefinn. MYND: GVA