Fréttablaðið - 24.01.2012, Blaðsíða 25
24. JANÚAR 2012 ÞRIÐJUDAGUR
Vefsíður þar sem í boði eru ýmiss konar krassandi til-boð hafa rutt sér til rúms
undanfarin ár. Fyrirtæki og þjón-
ustuaðilar af öllum stærðum og
gerðum auglýsa á síðunum með
allt að 90 prósenta afslætti, ef næg
þátttaka næst.
Meðal þess sem hægt er að
kaupa á spottprís á þessum síðum
er matur, snyrtivörur, dekur, fatn-
aður, miðar á tónleika, í leikhús,
gisting og flugmiðar svo eitthvað
sé nefnt.
Þannig virka kaupin á
síðunum:
Ef kaupanda líst vel á
eitthvert t ilboðanna,
smellir hann á það og
„kaupir“ það, með fyrir-
vara um að lágmarks
fjöldi kaupi tilboðið.
Salan gengur ekki í
gegn fyrr en sá fjöldi
næst.
Kaupandinn
getur síðan deilt til-
boðinu á Facebook
eða á Twitter til að
auka líkurnar á að
tilboðið verði virkt.
Þ e g a r n æ g u r
fjöldi hefur keypt
á t i lboðinu fær
kaupandinn tilkynningu um að
kaupin hafi gengið í gegn og getur
þá prentað út inneignarbréf til að
leysa út hjá viðkomandi fyrirtæki.
Oft gilda tilboðin í 6 til 12 mán-
uði eftir kaupin og kemur það þá
fram á inneignarbréfinu.
Dæmi um tilboðssíður:
■ www.groupon.com, amerísk
síða sem fór í loftið haustið 2008.
Tilboðin á groupon eru með
50 til 90 prósenta afslætti og
standa fólki til boða í 45 lönd-
um um allan heim.
■ www.hopkaup.is er íslensk síða.
Meðal síðustu tilboða þar voru
bílaþvottur, ostborgari og kaffi-
bolli.
■ www.dilar.is, íslensk síða sem
keyrð er af Hópkaup. Meðal vin-
sælustu tilboða þar eru ljósakort
og pitsur.
■ www.gaesin.is er íslensk síða.
Meðal síðustu tilboða þar voru
hreinsun á jakkafötum og kort
í líkamsrækt.
■ www.winwin.is, íslensk síða.
Meðal síðustu tilboða þar
voru inneign í barna-
fataverslun, f lug og
gisting í New York og
nudd.
DIGITAL KYNNINGARBLAÐ 5
Hægt er að gera góð kaup á
tilboðssíðum í sófanum heima.
Nudd er hægt að kaupa með talsverðum
afslætti gegnum tilboðssíðuna winwin.is.
Hægt er að næla sér í ódýra
ferð til útlanda á tilboðs-
síðum.
Krassandi
tilboð
Kjarakaup og lækkað verð
koma sér vel þegar halda þarf
um budduna. Vefsíður sem
bjóða tilboð með fyrirvara um
lágmarksfjölda kaupenda njóta mikilla vinsælda.
ÉG ER NÝJA HÁÞRÓAÐA MYNDAVÉLIN MEÐ SKIPTILINSUM.
1
SÖLUAÐILAR: BECO, FÓTÓVAL, HEIMILISTÆKI, SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN.
I AM THE NIKON 1
Kóreskir vísindamenn telja að í fram-
tíðinni geti smartsímar með snerti-
skjáum nýst í læknisfræðilegum til-
gangi.
Hópur vísindamanna við KA-
IST-vísindastofnunina í Kóreu birti
á dögunum grein í þýska vísinda-
ritinu Angewandte Chemie. Þar var
greint frá því að hægt væri að nota
snerti skjáatæknina til að greina líf-
sameindir líkt og gert er í læknis-
fræðilegum rannsóknum.
Hugmyndin kviknaði út frá þeirri
staðreynd að virkni snertiskjáa bygg-
ist á því að bera kennsl á rafvirkni
frá snertingu fingurs. Þannig gerðu
vísindamennirnir ráð fyrir að einn-
ig væri hægt að bera kennsl á sérstök
prótín og DNA-kjarnsýrur.
Í rannsókninni kom í ljós að snertiskjáirnir gátu borið kennsl á kjarnsýrusameindir sem settar voru á þá.
Vísindamennirnir kóresku vinna nú að því að þróa filmu úr hvarfgjörnum efnum sem getur greint sérstök
lífefnafræðileg efni og vona með því að geta stigið fyrsta skrefið í átt að því að nýta snertiskjái og síma til að
greina til að mynda krabbamein. Þeir taka þó fram að enn sé afar langt í land, en hugmyndin er heillandi.
Smartsími sem lækningatól?
Framtíðardraumar um að nýta síma til að greina sjúkdóma er ekki eins langt undan
og menn gætu haldið.
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
Stöð 2 Netfrelsi er skemmtileg nýjung fyrir áskrifendur Stöðvar 2.
Njóttu þess að horfa á eftirlætisþættina þína og fjölbreytta
afþreyingu í tölvunni, farsímanum eða spjaldtölvunni
- þegar þér hentar.
Nú missir þú
ekki af neinu!
Smelltu þér núna inn á stod2.is og horfðu á uppáhaldsþátinn þinn með Stöð 2 netfrelsi