Fréttablaðið - 24.01.2012, Síða 26

Fréttablaðið - 24.01.2012, Síða 26
ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2012DIGITAL KYNNINGARBLAÐ6 Konum fækkar í tölv- unarfræði Kvenkyns nemendum sem lögðu stund á tölvunarfræði í háskólum á Ís- landi fækkaði stöðugt frá árinu 2000 til 2010. Árið 2001 voru þeir 30 prósent af heildarfjölda nemenda í greininni en árið 2010 aðeins 12,5 prósent. Í ein- stökum árgöngum fór hlutfall kvenna allt niður í 5%. Til samanburðar var 51% nemenda í viðskiptafræði kvenkyns á árinu 2010 og ríflega 62% af heildar- fjölda nemenda á háskólastigi. Vandamálið einskorðast ekki við Ísland. Samkvæmt nýlegri rannsókn sem var unnin fyrir European Schoolnet eru innan við 20% tölvunarfræðinga á Evrópusambandssvæðinu konur. Þó er talið að um 300.000 tæknimenntaða einstaklinga hafi vantað á því svæði árið 2010. heimild: sky.is Þessar stúlkur virðist ekki skorta áhugann. Vonandi endist hann. MYND GVA Bandaríski ofurtölvuframleiðandinn SuperMicro var að setja á markað Supermicro MicroCloud SuperServer lausnina, sem hentar vel í allar netþjónustur, gagnageymslur og sýndarumhverfi. Um er að ræða 8 modular server einingar í nettum 23“ djúpum kassa. Án allra kapla og hver eining vinnur sjálfstætt. Einingarnar eru með kröftugum Intel Xeon E3-1200 örgjörvum. Þeir sem vilja líta á gripinn ættu að skella sér á CeBIT-sýninguna í Hannover í Mars þar sem SuperMicro mun sýna græjuna! ÁTTA VÉLAR Í EINNI Nýjasta orðið í fartölvuheiminum er Ultra-book. Á íslensku kallast slíkar vélar fisvélar, þar sem megináhersla er lögð á að hafa þær sem þynnstar og léttastar. Besta leiðin til að ímynda sér Ultrabook er að hugsa um MacBook Air sem er ekki framleidd af Apple eða venjulega fartölvu sem farið hefur í megrun. Sem sagt ofurþunnar og mjög öflugar 11-13“ fartölvur og keppast nú allir framleið- endur við að koma á markað með svona vélar, og eftir að ASUS markaðssetti sína fyrstu vél UX21 í haust, þá hafa fleiri framleiðendur bæst í hópinn. Asus Zenbook er sú nýjasta í þess- um flokki véla og kemur með SATA3 SSD-diski sem tryggir bæði mun meiri hraða og gerir framleiðandan- um kleift að hafa vélarnar jafn örþunn- ar og raun ber vitni. Zenbook er aðeins 3 millimetrar þar sem hún er þynnst og aðeins 1,1 kg á þyngd. Þær koma jafnframt með nýjustu gerð af annarrar kynslóðar Intel Core örgjörvun- um vinsælu, i5 eða i7. Þrátt fyrir smæðina er raf- hlöðuendingin allt að sjö tímar. Það stefnir í mikla samkeppni milli framleiðenda í fisvélum, þar sem þær njóta strax mikilla vinsælda. Toshiba hefur nýverið sett á markað heimsins létt- ustu 13“ vél Portégé Z830 og á CES-raftækjasýning- unni sem nú stendur yfir í Las Vegas sýndi Acer nýj- ustu Aspire S5 vélina og stefnir að því að koma í haust með fyrstu fisvélina með Windows 8. Hver er nýjasta digital-græjan sem keypt var og hvað dreymir fólk um að eignast úr digital-landi? Þrír valinkunnir landsmenn upplýsa sín digital-mál. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmda- stjóri CCP: „Ég fékk mér iMac-tölvu fyrir jólin, eftir að hafa frestað því í tuttugu ár. Þótt græjan sé ekki ný af nálinni var bæði stórt og persónu- legt skref fyrir mig að skipta um lið og fara úr PC yfir í Makka. Ég var kominn með PC-kunn- áttuna í vöðvaminnið og kunni þar allt upp á hár, en þarf nú að læra nýja hluti og finna út úr ýmsu, sem er skemmtileg nýbreytni. Þessi kaup eru án efa byrjun á ákveðnu trendi og kalla tvímælalaust á meira, sem er verulega sniðugt hjá Apple. Ætli ég endi ekki með iPhone5 úr því ég er loks kominn með Makka?“ Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona og plötusnúður: „Ég er lítið í nýjustu græjum og enn bara með skífusíma, en væri ansi flott og tæknileg ef ég fjárfesti í Rane Serato-mixer. Þá gæti ég tengt SL-plötuspilarana mína við mixerinn og losnað við að bera tvo kassa af plötum, en þess í stað tekið með mér tölvu, tösku og plötuspilara, sem væri mjög huggulegt. Þá langar mig einnig í TC Electronic-hljóðbox til að leika með rödd mína, en síðasta græjan sem ég fékk mér var einmitt Boss VE20-hljóð- box.“ Hörður Ágústsson, eigandi Maclands: „Nýjasta digital-græjan mín er Apple TV sem er engin smáræðis snilld og í raun besti sjónvarpsafþreyingarhlutur í sögunni, hingað til. Þetta er hrikalega flott, fjölhæf og nett græja sem meira að segja konur samþykkja sem viðhengi við sjónvarpstækið. Með henni getur maður leigt sér bíómyndir og sjón- varpsefni frá Apple og ef maður á iPhone eða iPad er hægt að setja eigið efni og bíómyndir af dvd-diskum yfir á tölvutækt form. Apple TV er klárlega digital-græjan sem menn eru spenntastir fyrir nú og virkar frábærlega með öllu frá Apple.“ Digital draumar Ofurþunn og öflug Ultrabook er eins og fartölva sem hefur farið í megrun og keppast framleiðendur nú um að koma fram með slíkar vélar. Asus Zenbook er sú nýjasta í þessum flokki. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.