Fréttablaðið - 24.01.2012, Síða 38
24. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 26
menning@frettabladid.is
Tónlistarkonan Myrra Rós
Þrastardóttir gefur út sína
fyrstu plötu, Kveldúlfur,
í næstu viku og heldur í
þriggja vikna tónleikaferða-
lag um Pólland.
„Þessi plata hefði ekki orðið til
nema fyrir þá miklu hjálp og
frábæra stuðning sem ég fékk
frá vinum og vandamönnum og
öllum þeim sem höfðu trú á mér,“
segir tónlistarkonan Myrra Rós
Þrastardóttir um fyrstu plötu
sína, Kveldúlfur, sem kemur út á
vegum Geimsteins í næstu viku,
hinn 30. janúar. Á útgáfudaginn,
sem jafnframt er afmælisdagur
langömmu Myrru Rósar, heldur
hún í tæplega þriggja vikna langt
tónleikaferðalag um Pólland þar
sem hún kemur meðal annars
fram í einum glæsilegasta kast-
ala landsins.
„Ég hef aldrei farið til Póllands
áður og er mjög spennt,“ segir
Myrra Rós, en með henni ferðast
bassaleikarinn Andrés Lárus-
son, sem hefur verið órjúfanlegur
hluti af ferli Myrru frá upphafi og
semur með henni lög, og tromm-
arinn Júlíus Óttar Björgvins-
son. „Ég kynntist pólskum strák,
honum Rafal, á Iceland Airwaves-
hátíðinni fyrir tveimur árum og
við höfum verið vinir síðan. Hann
þekkir inn á bransann þarna úti
og hefur unnið baki brotnu við að
skipuleggja túrinn, svara tugum
tölvupósta á dag og slíkt. Við spil-
um á fjórtán tónleikum og förum
í nýja borg á hverjum degi.“
Myrra Rós, sem leikur lág-
stemmt þjóðlagapopp en þó til-
finningaþrungið á köflum, tók
fyrst upp gítar tvítug að aldri og
kenndi sjálfri sér á gripinn með
hjálp netsins og nótnahefta.
„Ég orti mikið af ljóðum þegar
ég var yngri og málaði sömuleið-
is, svo mér datt í hug að það væri
gaman að sjá hvað gerðist með
gítarinn. Ég var mjög léleg rosa-
lega lengi og var bara að dútla
mér heima. Svo fór ég að gera
þetta af alvöru fyrir um fjórum
árum. Það gerðist nánast bara af
sjálfu sér, en í millitíðinni fór ég
í skóla að læra grafíska hönnun.
Þá uppgötvaði ég að tónlistin var
orðin svo fyrirferðarmikil að hún
bitnaði á náminu svo ég hætti í
skólanum,“ segir Myrra Rós, sem
síðan hefur komið fram á fjölda
tónleika hérlendis og einnig í
Danmörku og Þýskalandi.
Fyrsta platan hennar verð-
ur einnig gefin út í Þýskalandi
á árinu. „Þjóðverjar hafa mjög
gaman af því að heyra lögin á
íslensku. Þeim finnst íslenskan
svo hljómfögur,“ bætir hún við,
en á Kveldúlfi eru textar bæði á
ensku og íslensku.
Tónlistarkonan segir lögin
hafa vaxið að umfangi á upp-
tökuferli plötunnar og þau séu
öll í hljómsveitarútsetningum,
en upphaflega hugmyndin var
að halda fjölda hljóðfæra í lág-
marki. Þar koma góðir gestir
við sögu, meðal annars KK, sem
leikur á gítar í titillaginu Kveld-
úlfur og hljómsveitin Hjálm-
ar, sem spilar undir í tveimur
lögum. „KK og Kiddi í Hjálmum
eru æði og hjálpuðu mér mikið
með að koma plötunni í gang,“
segir Myrra Rós.
kjartan@frettabladid.is
GERÐIST NÁNAST AF SJÁLFU SÉR
KVELDÚLFUR Myrra Rós hlaut góða hjálp við gerð fyrstu plötu sinnar, meðal annars frá KK og Hjálmum og fleiri vinum og
vandamönnum. Fatahönnuðurinn Mundi klæðir mannskapinn upp fyrir Póllandsreisuna sem stendur fyrir dyrum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Alliance Française í Reykjavík, Sendiráð Frakklands á Íslandi og
Græna ljósið standa fyrir franskri kvikmyndahátíð sem verður haldin í 12. sinn dagana 27. janúar til 9.
febrúar í Háskólabíói og í Borgarbíói á Akureyri 17. til 20. febrúar. Árlega sækja um 10.000 gestir frönsku
kvikmyndahátíðina, en að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á kvikmyndir eftir kvenleikstjóra.
siminn.is
Greidd eru mánaðargjöld skv. verðskrá. Nánar á siminn.is
Fleiri v
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
9
4
2
0
Um leið og þú tengist Sjónvarpi Símans
geturðu horft á opnu, íslensku stöðvarnar
og færð fjórar erlendar stöðvar að auki.
Á Plús-stöðvunum geturðu séð
útsendinguna með klukkutíma seinkun.
Sjónvarpið beint eða með
klukkutíma seinkun
Nýtt!
Nú fylgja fjórar
erlendar
stöðvar