Fréttablaðið - 24.01.2012, Page 39
ÞRIÐJUDAGUR 24. janúar 2012 27
Tónleikar ★★★★
Valgeir Guðjónsson
Spilaðu lag fyrir mig – sextugsaf-
mælistónleikar í Hörpu
Sunnudaginn 22. janúar
Valgeiri Guðjónssyni var vel fagn-
að þegar hann steig á svið í Hörpu,
húsinu sem hann og margir aðrir
áhrifamenn innan geirans höfðu
barist svo ákaft fyrir, á sunnu-
dagskvöld. Enda ekki að undra
þar sem áhorfendur þurftu ekki að
vera í minnsta vafa um það sem í
vændum var. Troðfullt húsið vissi
að runa af vinsælum lögum biði
þess, enda gæti Valgeir hæglega
troðfyllt þriggja kvölda tónleika-
dagskrá með eintómum risasmell-
um, svo veglegt er lagasafnið.
Að auki bjuggust líklega margir
við að Stuðmaðurinn sem einna
minnst hefur farið fyrir á undan-
förnum árum skreytti dagskrána
með laufléttu gríni eins og hans er
von og vísa. Þeir urðu ekki fyrir
vonbrigðum.
Afmælisbarnið hóf leik með
hnausþykku bandinu, sem sam-
anstóð af Jóni Ólafssyni, Stefáni
Magnússyni, Eyjólfi Kristjáns-
syni og Stuðmönnunum Tómasi
Tómassyni og Ásgeiri Óskarssyni,
með titillagi tónleikanna og nýút-
kominnar safnskífu, Spilaðu lag
fyrir mig, og gaf þannig tóninn
fyrir vel heppnað kvöldið. Næsta
lag kynnti Valgeir sem fyrsta sitt
sem varð að einhverju, She Broke
My Heart sem Long John Baldry
söng svo snilldarlega á Sumar
á Sýrlandi (þótt sá hafi raunar
ávallt verið ósáttur við textann),
en ekki minni ánægja fylgdi því
að heyra höfundinn túlka, því
Valgeir var fremur lítið fyrir að
syngja sín eigin lög með Stuð-
mönnum á plötum, sérstaklega
framan af. Sömu sögu má segja af
laginu Úfó úr Með allt á hreinu,
og fleiri lögum á dagskránni, að
óvaninn gerði frammistöðuna
þeim mun eftirminnilegri. Þá átti
ung einkadóttir Valgeirs fallega
innkomu þegar hún flutti þræl-
gott frumsamið lag, Híalín, fyrir
og með pabba sínum.
Svo tíndust þau inn vinsælu
lögin, gullkornin og samstarfs-
fólkið. Diddú og Egill Ólafsson, en
því miður enginn Sigurður Bjóla,
fóru vel með Spilverks-smelli og
bar hæst óvenju kraftmikil Græna
byltingin (mætti heyrast oftar
í slíkri útsetningu því það svín-
virkar) en óþarfi að skeyta saman
tveimur lögum í eitt (Skandinavíu
blues og Bráðabirgðabúgí) enda
ást Íslendinga á „tveir fyrir einn“-
tilboðum hugsanlega ofmetin (þótt
það sé svo „svo mikið í því“ eins
og Valgeir komst að orði). Með allt
á hreinu-útgáfan af Stuðmönnum
kláraði svo kvöldið með nokkrum
af stærstu smellunum (Popplag í
G-dúr, Slá í gegn, Ástardúett og
fleirum) og endurkomu rytma-
kóngsins Lars Himmelbjerg, sem
mun hafa dvalið lengi í finnsku
gítarklaustri og háði kostulegt
sólógítareinvígi við Þórð Árnason.
Allt tókst þetta einkar vel til og
þótt allir geti haft sínar skoðan-
ir á lagavali á slíkum tónleikum
(undirritaður hefði til að mynda
kosið að fá að heyra minnst eitt
lag af Hrekkjusvínum og Punkt-
ur punktur komma strik til að
auka á fjölbreytnina) er ekki
nokkur leið til þess að allir fái
að heyra sitt uppáhald. Við
það verður að búa, enda það
sem í staðinn kemur ekki af
lakara taginu. Kjartan Guðmundsson
Niðurstaða: Afar vel heppn-
aðir afmælistónleikar hjá Valgeiri og
stórkostlegur katalógur sem mætti
viðra oftar.
Valgeir sló í gegn á afmælistónleikum
SEXTUGUR Valgeir Guðjónsson fékk góða hjálp frá vinum og vandamönnum á stórgóðum afmælistónleikum í Hörpu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Þriðjudagur 24. janúar 2012
➜ Fræðsla
17.30 Fræðslukvöld æskulýðs-
sviðs KFUM og KFUK á Íslandi verður
haldið að Holtavegi 28. Er þetta fyrsta
fræðslukvöldið af fjórum undir yfir-
skriftinni Viltu vita meira. Efni kvöldsins
er Biblían: Hvar er hún og hvað er hún
ekki. Allir áhugasamir eru velkomnir og
er aðgangur ókeypis.
➜ Kvikmyndir
20.00 Kvikmyndin NO, Global Tour
eftir Spánverjann Santiago Sierra verður
sýnd í Bíó Paradís. Miðaverð er kr.
1.100, en ókeypis fyrir Menningarkorts-
hafa.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Peter Ørebech flytur erindið
Makríldeilan undir sjónarhorni alþjóða-
laga og stjórnmála á Lögfræðitorgi
Háskólans á Akureyri, M102 Sólborg v/
Norðurslóð. Allir velkomnir.
12.05 Fyrirlestur í hádegisfundaröð
Sagnfræðingafélags Íslands: Hvað eru
minningar? heldur áfram í Þjóðminja-
safni Íslands. Sigrún Sigurðardóttir
flytur fyrirlestur undir yfir-
skriftinni Innrömmun.
Minningar, ljósmyndir
og saga. Aðgangur
er ókeypis og öllum
opinn.
➜ Tónlist
20.30 Djass-
tónleikaröð á
KEX Hosteli,
Skúlagötu 28,
hefst í dag
þegar Kvar-
tett Jóels
Pálssonar
stígur á svið.
Aðgangur er
ókeypis.
Upplýsingar um
viðburði send-
ist á hvar@
frettabladid.is
valkostir í Sjónvarpi Símans
Nettenging hjá Símanum gefur þér möguleika á Sjónvarpi
Símans og fjölbreyttu úrvali sjónvarps- og afþreyingarefnis.
Nú geta viðskiptavinir Símans leigt myndir
og séð útsendingar í háskerpu. Ef tengingin
þín ber HD-útsendingar geturðu virkjað
aðganginn á þjónustuvefnum og séð
Sjónvarp Símans í allri sinni dýrð.
Með smelli á VOD takkann opnarðu
SkjáBíó með yfir 4000 titlum, bíómyndum,
þáttum, barnamyndum og efni á 0 kr. Í
SkjáFrelsi, Stöð 2 Frelsi og RÚV Frelsi
sérðu nýjustu þættina og fréttirnar þegar
þér hentar.
Ef þú smellir á MENU takkann og velur
útvarp opnast Bestu lögin, sérsniðnar
tónlistarrásir fyrir öll möguleg tilefni.
Þar eru líka allar íslensku útvarps-
stöðvarnar og tugir erlendra.
Nýtt! Háskerpu-
útsending á 0 kr.
Bestu lögin skapa
stemninguna
Frelsi til að horfa
þegar þér hentar
er opin ánendurgjalds til kynningar