Fréttablaðið - 06.02.2012, Side 12
12 6. febrúar 2012 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
S
kuldavandi heimila á að stórum hluta rót sína í því
furðulega kerfi sem landsmenn hafa hér sætt sig við að
verðtryggja íbúðarlán. Eiginlega er alveg sama hvaða
óáran gengur yfir í heiminum eða hér heima, skuldir
almennings hækka.
Því til viðbótar er í raun magnað að hér sé hægt að keyra í gegn
hækkanir á neyslusköttum sem vitað er að komi til með að skila
sér í verðbólguvísitölu og þar með aukinni greiðslubyrði lána.
Kerfið bítur í skottið á sér og almenningi blæðir.
Það er ekki að ástæðulausu
sem Jóhannes Gunnarsson, for-
maður Neytendasamtakanna,
kallar eftir ábyrgri efnahags-
stjórn í viðtali í Fréttablaðinu
fyrir helgi, enda hlýtur slagur-
inn við verðbólgunni að vera
einhver sá mikilvægasti til þess
að bæta kjör fólks í landinu.
Neytendasamtökin vilja efnahagsumhverfi þar sem verðtrygg-
ingar gerist ekki þörf. Hann segir reynslu liðinna áratuga þó ef
til vill ekki til þess fallna að ýta undir bjartsýni í þeim efnum.
„Maður hlýtur hins vegar að gera kröfu til þess að þeir sem stýra
þjóðarskútunni líti yfir farinn veg og læri af því sem farið hefur
aflaga,“ segir Jóhannes.
Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor reifaði í grein í efnahagsritinu
Vísbendingu í vikunni leiðir til þess að beisla verðbólguna með
því að draga úr gjaldeyrissveiflum, en þær eru helsta ástæða og
drifkraftur verðbólgunnar. Kerfi með föstu gengi segir hann að
myndi framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar
mögulega. Tvær leiðir eru færar. Annaðhvort er það fastgengi
með þátttöku í evrópska myntsamstarfinu eða fljótandi gengi
með svokölluðum Tobin-skatti á gjaldeyrisviðskipti.
Slíkur skattur myndi draga úr gengissveiflum og gera út af við
spákaupmennsku á gjaldeyrismarkaði. Í dæmi Gylfa er skatturinn
hins vegar að minnsta kosti tífaldur á við það sem rætt er um í
öðrum löndum.
Með Tobin-skattinum kemur bara á enn einum stað til viðbótar
fram kostnaðurinn við að halda hér við krónunni, svona til viðbótar
við umtalsvert hærri vexti en gengur og gerist í nágrannalöndum
okkar.
Hætt er við því að þótt slíkur skattur myndi ekki endilega trufla
fjármögnun stórframkvæmda á borð við virkjanir þá hækkar
þröskuldurinn sem smærri fjárfestar kunna að setja fyrir sig,
auk þess sem þarna eru vitanlega komnar álögur á þá sem sækja
þurfa sér gjaldeyri til ferðalaga, netverslunar og fleiri hluta. Og
ekki þarf að hugsa sig lengi um til þess að geta sér til um hvert
aukinn kostnaður fyrirtækja af gjaldeyrisviðskipum fer, nefnilega
út í vöruverðið. Niðurstaðan er því sú sama, á endanum borgar
almenningur brúsann.
Væntanlega verður þó heildarútkoman skárri fyrir allan almenn-
ing með Tobin-sköttum og tillagan fagnaðarefni í viðleitni til að
koma hér á ábyrgari efnahagsstjórn, líkt og kallað er eftir. Í fram-
haldinu má svo vega og meta samanburðinn við evrusamstarfið.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓR
Löng hefð er fyrir því að þjónustuver Já og
forvera fyrirtækisins séu
staðsett bæði á lands-
byggðinni og í Reykjavík.
Þegar Já var stofnað árið
2005 rak félagið fjögur
þjónustuver og 50% starfs-
manna í þjónustuverum
voru búsettir á lands-
byggðinni. Undanfarin ár
hafa orðið breytingar á
bæði markaði og skipulagi
félagsins. Nú, árið 2012,
rekur félagið tvö þjón-
ustuver í stað fjögurra,
eitt í Reykjavík og annað Í
Reykjanesbæ og eru 57,4% starfsmanna
búsettir á landsbyggðinni, einmitt á því
svæði þar sem atvinnuleysi hefur verið
hvað mest undanfarin ár.
Fram kom í viðtali við bæjarstjórann á
Akureyri í fréttum RÚV að hann furðaði
sig á því að Já hefði fengið viðurkenningu
frá FKA með tilvísun í uppsagnir starfs-
manna á Akureyri. Þau eru fá fyrirtækin
sem hafa ekki þurft að segja upp starfs-
mönnum frá bankahruni vegna samdrátt-
ar á heimamarkaði. Það hefur Akureyrar-
bær sjálfur þurft að gera
eins og fram kom í viðtali
við bæjarstjórann sem
birtist í vikublaðinu Akur-
eyri þann 3. nóvember
2011.
Erfiðasta verkefni allra
stjórnenda eru ákvarð-
anir um uppsagnir starfs-
manna, það vita allir
stjórnendur að slíkar
ákvarðanir eru ekki tekn-
ar nema að vel ígrunduðu
máli. Stjórnendur bera
ábyrgð, gagnvart við-
skiptavinum, starfsmönn-
um og eigendum á því að
fyrirtæki sem þeir stýra séu rekin á sem
hagkvæmastan hátt og geti þannig dafnað
inn í framtíðina. Við hjá Já höfum lagt
mikla áherslu á þróun þjónustuframboðs
félagsins undanfarin ár. Við erum stolt af
góðum árangri og okkar starfsfólki. Við
erum sérlega stolt af því frábæra starfi
sem unnið hefur verið í Reykjanesbæ, þar
er sannarlega gott að reka fyrirtæki.
Á myndinni hér til hliðar má sjá fjölgun
starfsmanna Já í Reykjanesbæ frá árinu
2006.
Já á landsbyggðinni
Atvinnumál
Sigríður
Margrét
Oddsdóttir
forstjóri
60
50
40
30
20
10
0
Árið 2006 Árið 2012
6
54
Fjöldi starfsmanna Já
í Reykjanesbæ
Spyr bara aftur
Þingmenn eru ötulir við fyrirspurnir,
eins og oft hefur verið rætt á þessum
stað. Þær nýtast þeim til að vekja
athygli á einhverju máli og fá svör
við brýnum spurningum. Stundum er
hins vegar eins og þingmenn þekki
lítið til fyrirspurna kollega sinna.
Þannig spurði Vigdís Hauksdóttir að
því hver hefðu verið framlög Íslend-
inga til þróunarsjóðs EFTA,
sundurliðað eftir árum. Þetta
er óneitanlega líkt fyrirspurn
Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
frá því í fyrra, sem bað einmitt
um framlög Íslendinga til þró-
unarsjóðs EFTA, sundurliðað
eftir árum.
Skoða meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra stendur í ströngu vegna frétta-
flutnings af Lífeyrissjóði starfsmanna
ríkisins, en hann gegndi formennsku
í sjóðnum árið 2007. Hann frábiður
sér að tap sjóðsins eftir 2007 sé
tengd stjórnarformennsku hans það
ár og bendir á að rétt sé að skoða
ávöxtun sjóðanna yfir lengra tímabil.
Það er að mörgu leyti rétt
ábending hjá ráðherranum,
en eftir stendur þó tapið.
Seta þingmanna
Ögmundur segir að
lífeyrissjóð-
irnir hafi
verið lögþvingaðir til að leita alltaf
eftir hæstu ávöxtun. Ríkið hafi ekki
boðið upp á fjárfestingar og þeir því
þurft að fjármagna sig á markaði.
Þetta vekur upp spurningar um setu
þingmanna í stjórnum utan þings.
Er rétt að alþingismaður sem vinnur
við að setja lífeyrissjóðunum lög sitji
í stjórnum þeirra? Hefði ekki verið
hreinna og beinna fyrir alla
aðila að skilja rækilega
á milli? Eða er það gott
að sami maður taki þátt
sem alþingismaður í að
lögþvinga lífeyrissjóðinn,
hvers stjórn hann situr í?
kolbeinn@frettabladid.is
SKOÐUN
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Á endanum ber almenningur kostnaðinn.
Huga þarf að
færum leiðum