Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2012, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 06.02.2012, Qupperneq 50
6. febrúar 2012 MÁNUDAGUR26 sport@frettabladid.is KEFLAVÍK OG TINDASTÓLL tryggðu sér í gær sæti í bikarúrslitaleik karla í körfubolta eftir sigra á heimavelli í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Karlalið Keflavíkur er að komast í Höllina í tíunda sinn (fyrsta sinn frá 2006) en Stól- arnir eru að komast alla leið í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. KR-ingar höfðu unnið átta bikarleiki í röð fyrir tapið á Króknum í gærkvöldi en Tindastóll náði þarna að hefna fyrir tap á móti KR í undanúrslitunum í fyrra. Aðalfundur 2011 Aðalfundur Íþróttafélagsins Fylkis og allra deilda þess verður haldinn í Fylkishöll mánudaginn 20. febrúar 2011 kl. 20.30. Dagskrá; 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórn Íþróttafélagsins Fylkis. Poweradebikar karla und. Tindastóll-KR 89-86 (45-42) wIgor Tratnik 19 (5 varin), Curtis Allen 18, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Svavar Atli Birgisson 9, Maurice Miller 9 (8 stoðs.), Friðrik Hreinsson 8, Hreinn Gunnar Birgisson 6, Helgi Freyr Margeirsson 5, Helgi Rafn Viggósson 4. Stig KR: Joshua Brown 32, Robert Ferguson 30 (14 frák.), Hreggviður Magnússon 11, Dejan Sencanski 7, Martin Hermannsson 2, Finnur Atli Magnusson 2, Emil Þór Jóhannsson 2. Keflavík-KFÍ 90-77 (49-35) Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 25, Charles Michael Parker 20, Jarryd Cole 14 (17 frák.), Valur Orri Valsson 13 (8 stoðs.), Halldór Örn Halldórsson 10, Kristoffer Douse 3, Gunnar H. Stefánsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 2. Stig KFÍ: Christopher Miller-Williams 24 (11 frák.), Ari Gylfason 13, Edin Suljic 12, Kristján Andrésson 10, Craig Schoen 9, Jón H. Baldvinsson 7, Hlynur Hreinsson 2. N1 deild kvenna í handbolta ÍBV-Valur 32-39 (18-21) Mörk ÍBV: Georgeta Grigore 10, Ester Óskars- dóttir 9, Ivana Mladenovic 8, Aníta Elíasdóttir 2, Marijana Trbojevic 2, Þórsteina Sigurbjörnsd.1. Mörk Vals: Þorgerður Anna Atladóttir 10, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 5, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5, Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 4, Kristín Guðmundsdóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1. Grótta-Haukar 24-19 (12-8) Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 10, Unnur Ómarsdóttir 6, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 6, Björg Fenger 1, Rebekka Guðmundsdóttir 1. Mörk Hauka: Marija Gedroit 6, Silja Ísberg 4, Ásta Björk Agnarsdóttir 3, Karen Helga Sigurjónsdóttir2, Viktoría Valdimarsdóttir 1, Díana Sigmarsdóttir 1, Elsa Björg Árnadóttir 1, Ásthildur Friðgeirsdóttir 1. KA/Þór-HK 23-22 (11-8) Mörk KA/Þór: Kolbrún Gígja Einarsdóttir 7, Martha Hermannsdóttir 5, Ásdís Sigurðardóttir 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Kolbrá Ingólfsdóttir 2. Mörk HK: Brynja Magnúsdóttir 5, Heiðrún Björk Helgadóttir 4, Elva Björg Arnarsdóttir 3, Arna Björk Almarsdóttir 3, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1, Elín Anna Baldursdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1. STAÐAN Í DEILDINNI: Fram 10 9 0 1 304-216 18 Valur 10 9 0 1 312-220 18 HK 10 6 0 4 283-254 12 ÍBV 10 6 0 4 279-246 12 Stjarnan 9 5 0 4 249-237 10 Haukar 10 3 0 7 249-306 6 Grótta 10 2 1 7 231-287 5 KA/Þór 9 2 0 7 208-256 4 FH 10 1 1 8 201-294 3 ÚRSLIT HÉR HEIMA Enska úrvalsdeildin Arsenal - Blackburn 7-1 1-0 Robin van Persie (2.), 1-1 Morten Gamst (32.) 2-1 Van Persie (38.), 3-1 Alex Oxlade-Chamberlain (40.), 4-1 Mikel Arteta (51.), 5-1 Chamberlain (54.), 6-1Van Persie (61.), 7-1 Thierry Henry (90.+3). Norwich - Bolton 2-0 1-0 Andrew Surman (69.), 2-0 Anthony Pilkington (84.). Grétar Rafn var meiddur. Queens Park Rangers - Wolves 1-2 1-0 Bobby Zamora (16.), 1-1 Matthew Jarvis (46.), 1-2 Kevin Doyle (71.). Heiðar Helguson er meiddur og Eggert Gunnþór Jónsson ekki í hóp. Stoke - Sunderland 0-1 0-1 James McLean (60.). West Brom - Swansea 1-2 1-0 Marc-Antoine Fortuné (54.), 1-1 Gylfi Þór Sigurðsson (55.), 1-2 Danny Graham (59.). Wigan - Everton 1-1 1-0 Sjálfsmark (76.), 1-1 Victor Anichebe (83.). Manchester City - Fulham 3-0 1-0 Sergio Agüero, víti (10.), 2-0 Sjálfsmark (30.), 3-0 Edin Dzeko (72.). Newcastle - Aston Villa 2-1 1-0 Demba Ba (30.), 1-1 Robbie Keane (45.+5), 2-1 Papiss Cissé (72.). Chelsea - Manchester United 3-3 1-0 Sjálfsm.(36.), 2-0 Juan Manuel Mata (46.), 3-0 David Luiz (51.), 3-1 Wayne Rooney, víti (58.), 3-2 Rooney, víti (69.), 3-3 Javier Hernández (84.) STAÐA EFSTU LIÐA Í DEILDINNI: Man. City 24 18 3 3 63-19 57 Man. United 24 17 4 3 59-24 55 Tottenham 23 15 4 4 44-25 49 Chelsea 24 12 7 5 44-29 43 Newcastle 24 12 6 6 36-31 42 Arsenal 24 12 4 8 46-34 40 Liverpool 23 10 8 5 28-21 38 Liverpool og Tottenham mætast í kvöld klukkan 20.00 í beinni á Stöð2 Sport 2. ÚRSLITIN I ENSKA FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Ármenningur- inn Helga Margrét Þorsteinsdóttir byrjaði árið frábærlega með því að bæta Íslandsmet sitt um 93 stig í fyrstu fimmtarþraut sinni á innanhússkeppnistímabilinu þegar hún endaði í 2. sæti á móti í Tallinn í Eistlandi um helgina. Helga Margrét fékk 4.298 stig en gamla metið var 4.205 stig. Helga Margrét tryggði sér metið með því að hlaupa 800 metrana á 2.12,97 mínútum sem er mun hraðari tími en þegar hún setti gamla metið. „Þetta var virkilega gaman. Það voru komin tvö ár síðan að ég setti þetta Íslandsmet þannig að þetta var kærkomið,“ sagði Helga Margrét sem gat lítið keppt á síðasta tímabili vegna meiðsla. „Þetta er að smella hægt og rólega hjá mér. Ég þarf bara að vera þolinmóð. Þessi meiðsli sem ég hef verið að glíma við setja sitt mark á þessa þraut. Ég hef ekki mikið getað hlaupið grindarhlaup eða stokkið langstökk á æfingum. Þetta eru þær greinar þar sem ég á mest inni í þessari þraut. Ég er samt farin að geta gert þetta allt saman verkjalaust og það er það besta við þetta,“ segir Helga Margrét en það vakti athygli að hún kom mjög sterk til baka eftir að hafa byrjað illa í 60 metra grindarhlaupinu. „Mesta bætingin hjá mér fyrir þessa þraut var í sjöttu greininni. Ég ákvað fyrir þrautina að sjötta greinin yrði hugarfarið hjá mér. Ég vissi að ég ætti mesti inni þar og það skilaði sér klárlega. Ég fékk áskorun á að finna alltaf eitthvað jákvætt eftir hvert stökk, hvert kast eða hvert hlaup hversu slæmt sem það var. Það var það sem mér fannst hjálpa mér mest,“ segir Helga og bætir við: „Ég náði mjög slæmum tíma í fyrstu grein og ég hefði vanalega farið í eitthvað dramakast og fundist heimurinn vera að farast. Núna hugsaði ég ekki um það og brosti bara. Maður finnur það núna hversu mikill léttir það er að maður gert ekki gert annað en að taka úrslitunum eins og þau eru,“ segir Helga en það eru spennandi hlutir fram undan hjá henni. „Eftir tvær vikur fer ég til Hollands eða Austurríkis og keppi þar í fimmtarþraut. Við reiknum þá með að innanhússtímabilinu sé lokið því við ætlum að hætta snemma í ár. Svo byrja ég utanhússtímabilið snemma því við förum til Ástralíu og ég keppni á opna ástralska mótinu í sjöþraut sem fer fram um miðjan apríl. Ég ætla að reyna að ná lágmarki á Ólympíuleikana sem fyrst,“ segir Helga sem er mjög spennt. „Ég fer fyrst í æfingabúðir í þrjár vikur og enda síðan á því að keppa í sjöþrautinni. Mér líst mjög vel á það plan. Þetta Íslandsmet er gott upphaf að leiðinni að því að ná lágmarkinu til London og það mun gefa mér aukakraft,“ segir Helga Margrét. - óój Helga Margrét Þorsteinsdóttir setti nýtt Íslandsmet í fimmtarþraut um helgina: Hefði vanalega tekið dramakast ÍSLANDSMET Í HÖFN Helga Margrét með þjálfaranum Agne Bergvall. MYND/HANS UURIKE FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson opn- aði markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni um helgina og var maðurinn á bak við sjaldgæfan útisigur hjá Swansea City. Swan- sea lenti undir í leiknum en Gylfi skoraði jöfnunarmarkið og lagði síðan upp sigurmarkið fjórum mínútum síðar. Gylfi átti enn einn stórleikinn og hefur heldur betur slegið í gegn með velska liðinu. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum og hefur lagt upp mark í þremur þeirra. „Ég held að þetta sé einn eftir- minnilegasti leikurinn á ferlinum ekki síst þar sem ég náði að skora mitt fyrsta úrvalsdeildarmark. Maður á aldrei eftir að gleyma því. Það fylgir því mjög góð til- finning og ég held að ég sé núna búinn að skora í öllum deildum á Englandi,“ segir Gylfi en hann fékk strax það hlutverk að taka allar horn- og aukaspyrnur liðsins og var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu. „Hún var aðeins of utarlega og ég náði ekki að snúa honum nægi- lega mikið. Ég verð bara að setja hann í næsta leik. Maður verður að koma með eitt mark úr auka- spyrnu áður en tímabilið klárast,“ segir Gylfi. „Swansea spilar mjög góðan fót- bolta og það hefur gengið vel hjá mér. Þetta er spilandi lið og það er frekar auðvelt að detta inn í þetta enda með góða leikmenn í kring- um mig,“ segir Gylfi og bætir við. „Ég þekkti þjálfarann og vissi hvernig hann vill spila og svo var ég líka búinn að horfa á nokkra leiki með þeim,“ segir Gylfi. „Það er mjög gaman að fá að spila fótbolta á nýjan leik. Ég var búinn að vera mjög lengi á bekknum í Þýskalandi og hafði ekki fengið mikið að spila þar. Það fylgir því mjög góð tilfinning að vera farinn að spila í hverri viku.“ Gylfi lagði líka upp sigurmark á móti Arsenal og næstum því sig- urmark gegn Chelsea en Chelsea náði að jafna metin undir lokin. Gylfi fékk að heyra það frá gamla þjálfaranum í þýsku blöð- unum um helgina sem sagði að Gylfi hefði ekki haft áhuga á því að spila fyrir Hoffenheim. „Þetta voru frekar skrýtinn ummæli því það er hann sem velur liðið og það var hann sem var ekki að leyfa mér að spila. Ég var alltaf til í að spila,“ segir Gylfi. „Ég fór af því að ég vildi bara fá að spila fótbolta því það er það sem mér finnst skemmtilegast að gera. Það var orðið mjög leið- inlegt að sitja á bekknum alla laugardaga. Það skiptir mig líka litlu máli hvað hann er að segja í þýsku blöðunum,“ segir Gylfi sem vill ekkert ræða hvað tekur við í sumar. „Eins og er þá ætla ég bara að einbeita mér að því að spila vel fyrir Swansea og hjálpa liðinu að halda sér uppi í deildinni,“ segir Gylfi að lokum. ooj@frettabladid.is Gleymi þessu marki aldrei Gylfi skoraði og lagði upp sigurmark Swansea. „Það var orðið mjög leiðinlegt að sitja á bekknum alla laugardaga,“ segir Gylfi sem hefur slegið í gegn í Wales. FYRSTA MARKIÐ Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti West Brom. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI AG frá Kaupmannahöfn varð danskur bikarmeistari í gær eftir öruggan sex marka sigur á Álaborg, 32-26, í úrslita- leiknum sem fór fram í Ála- borg. AG vann bikarinn líka í fyrra og hefur nú unnið fjóra titla í röð í dönskum hand- bolta. Arnór Atlason, fyrir- liði AG-liðsins, tók við bikarnum í leiks- lok en hann varð nú danskur bikarmeist- ari þriðja árið í röð, vann hann með AG í fyrra og FCK árið á undan. Arnór skoraði þrjú af sextán íslenskum mörkum AG í leiknum en íslensku lands- liðsmennirnir skoruðu helm- ing marka bikarmeistaranna í gær. Danski Evrópumeistarinn Mikkel Hansen fór á kostum með AG og skoraði níu mörk þar af sex þeirra í seinni hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson var næst- markahæstur með átta mörk og Ólafur Stefánsson skoraði fimm mörk þar af fjögur þeirra á upp- hafskafla leiksins. - óój Sextán íslensk mörk þegar AG varð bikarmeistari: Þrír í röð hjá Arnóri ENDURKOMA Í LAGI Javier Hernandez fagnar hér jöfnunarmarki sínu í gær en Man. United náði í stig eftir að hafa lent 0-3 undir á Brúnni. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.