Fréttablaðið - 06.02.2012, Síða 54
6. febrúar 2012 MÁNUDAGUR30
MORGUNMATURINN
„Eddie Vedder hefur alltaf verið
í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir
Benedikt Jón Sigmundsson, 33
ára rafvirki uppalinn á Akranesi.
Hann ætlar að sjá Vedder og
félaga í bandarísku rokksveitinni
Pearl Jam á þrennum tónleikum á
aðeins fjórum dögum í júní næst-
komandi. Ekki nóg með það því
hann hefur látið húðflúra andlit
Vedders á handlegg sinn.
Fyrstu tónleikarnir með Pearl
Jam verða í Amsterdam 26. júní
og daginn eftir fer Benedikt Jón
einnig á aukatónleika rokkaranna
þar í borg. Að þeim loknum fer
hann til Belgíu á tónlistarhátíð-
ina Rock Werchter í fjórða sinn
á ævinni, þar sem Pearl Jam
verður eitt af stóru atriðunum.
„Ég er að vona að á þessum
tvennu tónleikum í Amster-
dam fái maður sitthvora tón-
leikana enda eru þeir dugleg-
ir að breyta lagalistanum,“
segir Benedikt, sem hefur einu
sinni áður séð Pearl Jam spila.
Það var á Werchter-hátíðinni
fyrir tveimur árum en honum
til ama spiluðu þeir ekki slag-
ara á borð við Black, State of
Love and Trust og Betterman.
Vonast hann til að fá loksins
að heyra þau lög „live“ í júní.
Auk þess að vera með húðflúr af
Vedder á handlegg sínum ætlar
Benedikt að bæta fleiri grunge-
rokkurum í safnið á sama hand-
legginn með aðstoð Gunnars
Valdimarssonar hjá Íslenzku húð-
flúrstofunni. Mynd af söngvara
Mother Love Bone sem Pearl Jam
var stofnuð upp úr, hinum sáluga
Andrew Wood, var fyrir skömmu
húðflúruð við hliðina á Vedder.
Síðar meir bætast við þeir Chris
Cornell úr Soundgarden, rokk-
sveit sem Benedikt sér einmitt
á tónleikum í Þýskalandi í byrj-
un júní og hinn sálugi Layne Sta-
ley úr Alice in Chains, sem hann
hefur tvívegis séð á tónleikum.
Kurt Cobain úr Nirvana átti einn-
ig að vera með í hópnum en hann
komst því miður ekki fyrir.
Með húðflúrunum vill Benedikt
Jón innsigla grugg-áhugann sinn
enda hefur tónlistarstefnan lengi
átt fastan sess í tilveru hans.
„Maður ólst upp á grunge-inu.
Þetta hefur alltaf verið uppá-
haldstónlistin mín og hún er
mikið í spilaranum hjá mér.“
freyr@frettabladid.is
BENEDIKT JÓN SIGMUNDSSON: VEDDER ALLTAF VERIÐ Í UPPÁHALDI
Sér Pearl Jam þrisvar í júní
og safnar grugghúðflúrum
„Það er búið að vera virkilega
gaman að vera hérna,“ segir
fyrirsætan Anna Þóra Alfreðsdótt-
ir sem var að ljúka við að taka upp
stóra auglýsingaherferð í Toronto
í Kanada.
Anna Þóra var sérstaklega feng-
in í verkefnið af framleiðendunum
sem tókst ekki að finna fyrirsætu
við hæfi í Toronto og leituðu því til
Íslands. Um er að ræða stóra aug-
lýsingaherferð húðvörulínunnar
Mederma Skin Care bæði fyrir
sjónvarp og prentmiðla í Banda-
ríkjunum. Tökur stóðu yfir í fimm
daga og var Anna Þóra í skýjunum
með dvölina. „Þetta er mikið ævin-
týri og fagmannlega að öllu staðið
hérna fyrir okkur, en við erum
hérna þrjár stúlkur sem leikum
aðalhlutverkin,“ segir Anna Þóra
en annar Íslendingur var í töku-
liðinu, Karl Óskarson tökumaður.
„Það var æði að hafa annan Íslend-
ing þarna með mér og þeim fannst
mjög skondið að heyra okkur tala
íslensku. Við skemmtum hinum
í tökuliðinu og ég söng meira að
segja Sprengisand fyrir alla.“
Leikstjórar eru þau Brendan
Heath og Sara Marandi en þau
hafa meðal annars leikstýrt leik-
konunum Nicole Kidman og Evu
Longoriu í auglýsingaherferðum
fyrir L´oreal og Panthene. Þau
höfðu reynslu af Íslandi þar sem
þau voru hér á landi síðasta sumar
að taka upp auglýsingu fyrir Vera
Wang Perfume.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Anna Þóra flýgur erlendis í verk-
efni en hún hefur tvisvar farið
og leikið í Hurts-myndböndum
eftir að hún lék í sínu fyrsta hér
á Íslandi. Hún viðurkennir að það
sé svo sannarlega kærkomið að fá
að grípa í svona verkefni en hún
er í tannlæknanámi við Háskóla
Íslands. „Ég tók mér bara frí í
skólanum á meðan enda gat ég
ekki sleppt þessu tækifæri. Þetta
er algjör draumur og í raun mikil
forréttindi að fá að ferðast svona
mikið í vinnunni.“ - áp
Söng Sprengisand fyrir tökuliðið
„Við erum alltaf klárir þegar allir eru lausir,“
segir Pálmi Sigurhjartarson úr Vinum Sjonna.
Síðan hljómsveitin steig á svið í Düsseldorf í
Þýskalandi í maí í fyrra og söng lagið Coming
Home hefur hún fengið fjölda fyrirspurna frá
útlöndum til þeirra sem reka ferðaskrifstofur á
Íslandi og halda hér ráðstefnur.
„Það hafa verið að koma hingað hópar frá
Evrópu sem hafa spurt hvort þessi hópur sé ennþá
starfandi og spilahæfur og hvort hægt sé að fá
hann til að skemmta,“ segir Pálmi. „Við erum allt-
af boðnir og búnir þegar við getum en við erum
allir í einhverjum öðrum verkefnum líka að spila
og syngja úti um allar trissur. Það er skemmtilegt
að þetta atriði okkar hafi vakið athygli í Eurovisi-
on og að fólk sé að pæla aðeins í þessu.“
Margar ráðstefnur fyrir erlenda aðila eru fyrir-
hugaðar hérlendis í vor, þar á meðal í Hörpunni og
þar munu Vinir Sjonna einmitt stíga á svið í apríl.
„Þessi félagsskapur mun lifa áfram en við erum
ekkert að rembast í þessu. Þessi hópur varð til
eins og hann varð til og við reynum að gera hlut-
ina vel og skemmtilega. Við erum ekki að fara að
sigra heiminn en heimurinn má koma til okkar.“
Næsta verkefni Vina Sjonna verður reyndar á
erlendri grundu, eða á þorrablóti í Óðinsvéum í
Danmörku 11. febrúar, eins Fréttablaðið hefur
greint frá. - fb
Útlendingar vilja Vini Sjonna
SPILA FYRIR ÚTLENDINGA Vinir Sjonna eru eftirsóttir á meðal
útlendinga sem koma hingað til lands. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FENGIN Í STÓRA AUGLÝSINGAHERFERÐ
Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta og
tannlæknanemi, var valin til að leika
aðalhlutverk í stórri auglýsingaherferð
húðvörulínunnar Mederma Skin Care.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Best finnst mér að fá mér
heimagerðan chia-graut. Ég
bý hann til úr chia-fræjum og
berjum og helli svo heimagerðri
möndlumjólk yfir. Á eftir fæ ég
yfirleitt heimagerðan latte-bolla
úr smiðju eiginmanns míns.“
Marta María Jónasdóttir, fréttastjóri
dægurmála á mbl.is.
Hefst þriðjudaginn 28. febrúar
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS
Ashton Kutcher mætir til leiks
TAKTU VÍSI
Á HVERJUM
MORGNI!
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP
ROKK OG RÓL
Benedikt Jón Sigmundsson sér Eddie
Vedder og félaga í Pearl Jam þrisvar
sinnum á fjórum dögum í sumar.
Hann er með tvö húðflúr af Vedder
og Andrew Wood á handleggnum.