Fréttablaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
STJÓRNMÁL Stofnfundur nýrrar breiðfylkingar um
framboð til næstu alþingiskosninga var haldinn í
gær. Að fylkingunni standa auk annarra þingmenn
Hreyfingarinnar, Borgarahreyfingin, Frjálslyndi
flokkurinn og ýmis grasrótarsamtök.
„Það er vilji til þess hjá þessum hópum að vinna að
þessu, en það er opið fyrir að fleiri bætist í hópinn og
ekki víst að allir skili sér í endahöfn,“ segir Margrét
Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Sameiginlegt framboð hefur gengið undir vinnu-
heitinu Breiðfylkingin, en óskað var eftir hugmynd-
um að heiti á fundinum í gær.
Margrét segir mikinn samhljóm hafa verið um
flest atriði svokallaðrar kjarnastefnu fylkingarinnar,
en nú taki við málefnavinna fyrir framhaldsaðalfund
sem til standi að halda eftir mánuð. „Það var alger
samstaða um mál eins og afnám verðtryggingar og
leiðréttingu húsnæðislána,“ segir Margrét. Hún segir
fundarmenn þó ekki hafa verið sammála um hvernig
fara eigi með aðildarviðræðurnar við Evrópusam-
bandið. Fyrir fundinum lá tillaga um að ljúka við-
ræðum og leyfa þjóðinni að ákveða framhaldið í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Ekki náðist samstaða um það,
þar sem sumir vildu hætta viðræðum, og aðrir vildu
kjósa um hvort halda ætti viðræðum áfram. - bj
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
Mánudagur
skoðun 12
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Fasteignir.is
veðrið í dag
13. febrúar 2012
37. tölublað 12. árgangur
Það er vilji til þess hjá þessum
hópum að vinna að þessu, en það er
opið fyrir að fleiri bætist í hópinn og ekki víst
að allir skili sér í endahöfn.
MARGRÉT TRYGGAVÓTTIR
ÞINGMAÐUR HREYFINGARINNAR
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
V ið erum að leggja loka-hönd á frumgerðina ogsvo fer f um nýjustu vöruna hennar Sinot k
Sýningin Sjálfsagðir hlutir stendur nú yfir í Hönnunarsafni
Íslands. Þar er athygli vakin á hlutum sem oft eru taldir sjálfsagðir í
daglegu lífi. Fjölskyldusmiðja verður í tengslum við sýninguna. Þar
verða verkefni í tengslum við hráefni og hönnun.
Dögg Guðmundsdóttir, iðnhönnuður í Danmörku, hannaði körfu sem hægt er að tylla sér á
Setið á
þvottinum
M
Passaðu vel uppá rafgeyminn í vetur.
Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík S: 58 58 900-www.jarngler.is
Fyrirtæki - Húsfélög
Við bjóðum upp á sjálfvirkan hurða -opnunarbúnað ásamt uppsetningu og viðhaldi.
Auðveldar aðgengi, hentar vel fyrir aðgengi fatlaðra. Áratuga reynsla af búnaði tryggir gæðin.
Skoðanir fasteigna og leiguíbúða. Verðmöt fasteigna.
Pendo is 588 1200
FASTEIGNIR.IS
13. FEBRÚAR 2012
7. TBL.
Fasteignamarkaðurinn er
með til sölu einbýlishús að
Breiðuvík 81, Grafarvogi.
H úsið er 238,9 fermetra og á einni hæð með inn-byggðum 37,8 fermetra bílskúr. Það stendur á góðum útsýnisstað við opið svæði.
Utanvert húsið er í góðu ásig-komulagi. Aukin lofthæð er í því öllu, allt að 3,5 fermetrar. Inn-réttingar og innihurðir eru allar úr hnotu. Gólf er flísa- og park-ettlagt. Stórar rennihurðir með sandblásnum glerjum eru úr for-stofu í hol og úr holi í stofur og í eldhús. Stórar verandir eru með skjólveggjum, bæði norðan og sunnan megin við húsið.
Forstofa er búin fataskápum. Hol/sjónvarpsstofa er með arni. Gestasalerni er við hol. Stofur eru samliggjandi og með útsýni til sjávar, að Esju og víðar. Úr þeim er hægt að ganga á verönd með skjólveggjum og heitum potti. Eldhús er með eyju með áf i
með innnréttingum með vaski. Geymsla er inn af því. Þaðan er útgengt á baklóð. Innangengt er í bílskúr. Hjónaherbergi er rúm-gott og búið fataskápum. Útengt er á verönd. Baðherbergi er rúm
Lóðin er teiknuð af Stanislah Bohic.
Seljendur vilja athuga með skipti á minni eign á höfuð-borgarsvæðinu.
Til i
Vandað einbýli á einni hæð
Húsið er í góðu ásigkomulagi og glæsileg lóð fylgir.
Vantar allar
gerðir eigna
á skrá
Söluverðmetum eign þína
þér að kostnaðarlausu
Ástþór Reynir
Guðmundsson
Lögg. fasteignasali
Á Heimili fasteignasölu starfa öflugir fasteignasalar með áratuga reynslu í faginu sem eru tilbúnir að vinna fyrir þig með vönduð vinnubrögð að leiðarljósi.
Okkar verkefni eru:
- Sala og kaup íbúðarhúsnæðis- Sala og kaup atvinnuhúsnæðis- Sala og kaup sumarhúsa
- Leigusamningsgerð
- Verðmöt
- Raðgjöf á fasteignamarkaði
heimili@heimili.is
Sími 530 6500
Bogi Molby
Pétursson
lögg.fasteignasali
Finnbogi
Hilmarsson
lögg.fasteignasali
Andri
Sigurðsson
sölufulltrúi og
lögg. leigumiðlari
Tryggvi
Kornelíusson
sölufulltrúi
Ásdís Írena
Sigurðardóttir
skjalagerð
Erum flutt að
Suðurlands-
braut 22!
D-VÍTAMÍN
fyrir börn og fullorðna
Fæst í helstu apótekum og stórmörkuðum
9 dagar
til Öskudags
Sjáðu
búningana
okkar á
Facebook
Barnabúnin
gar:
1.490, 2.990
og 4.990
KÖNNUN Um 28 prósent landsmanna
vilja að ráðist verði í gerð Vaðla-
heiðarganga í ríkistryggðri einka-
framkvæmd en 47 prósent eru því
andvíg, samkvæmt niðurstöðum
skoðanakönnunar Fréttablaðsins og
Stöðvar 2.
Alls sagðist 15,1 prósent mjög
fylgjandi því að göngin verði gerð
í einkaframkvæmd og 13,1 prósent
frekar fylgjandi. Um 17,7 prósent
sögðust því frekar andvíg og 29,5
prósent sögðust mjög andvíg hug-
myndinni. Nærri fjórðungur, 24,6
prósent, sagðist hvorki fylgjandi né
andvígur lagningu ganganna í ríkis-
tryggðri einkaframkvæmd.
Íbúar landsbyggðarinnar eru
almennt hlynntari því að ráðist verði
í gerð ganganna. Alls sagðist 42,1
prósent þeirra sem búsettir voru
utan höfuðborgarsvæðisins mjög
eða frekar fylgjandi áformunum, en
39,1 prósent sagðist mjög eða frekar
andvígt þeim.
Talsvert lægra hlutfall íbúa höfuð-
borgarsvæðisins, 24,6 prósent, sagð-
ist hlynnt göngunum, en 51 prósent
var á móti því að gera þau í ríkis-
tryggðri einkaframkvæmd.
Hringt var í 800 manns þann 8. og
9. febrúar. Þátttakendur voru vald-
ir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og
skiptust jafnt eftir kyni, og hlut-
fallslega eftir búsetu og aldri. Spurt
var: Ert þú fylgjandi því eða and-
víg(ur) að ráðist verði í gerð Vaðla-
heiðarganga í einkaframkvæmd með
ríkis ábyrgð? Alls tóku 91,9 prósent
afstöðu. - bj
Minnihluti fylgjandi
Vaðlaheiðargöngum
Um 28 prósent vilja að Vaðlaheiðargöng verði gerð í einkaframkvæmd með
ríkisábyrgð samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ríflega 47
prósent eru því andvíg. Landsbyggðarfólk er almennt hlynntara gerð ganganna.
Ert þú fylgjandi því eða andvíg(ur) að
ráðist verði í gerð Vaðlaheiðarganga í
einkaframkvæmd með ríkisábyrgð?
Fleiri á móti göngum í
einkaframkvæmd
29,5%
15,1%
13,1%
24,6%17,7%
Mjög fylgjandi
Frekar
fylgjandi
Hlutlaus
Frekar
andvíg(ur)
Mjög
andvíg(ur)
HEIMILD: SKOÐANAKÖNNUN
FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2
ALÞINGI Rammaáætlun um vernd
og nýtingu náttúrusvæða felur að
mati umhverfisráðherra ekki í sér
endanlega úthlutun náttúrusvæða.
„Ég hef velt upp þeirri spurn-
ingu í hvaða
stöðu núlifandi
kynslóð er að
setja sig gagn-
vart framtíðinni
með því að taka
þessar ákvarð-
anir í eitt skipti
fyrir öll,“ segir
Svandís Svavars-
dóttir umhverfis-
ráðherra.
Umhverfisráðherra og iðnaðar-
ráðherra fjalla núna um málið,
áður en það fer fyrir stjórnar-
flokkana og Alþingi. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins er nú
unnið að því að ná sátt um að til-
lagan breytist ekki í meðförum
þingsins. - kóp / óká / Sjá síðu 8
Rammaáætlun í vinnslu:
Úthlutun samt
ekki endanleg
TÓNLIST „Við gerum þetta ekki
fyrir peninginn heldur aðallega
vegna þess að við elskum Ísland,“
segir Trond Opsahl, sem rekur
norska viðburðafyrirtækið Sky
Agency ásamt Christoffer Huse.
Fyrirtækið stendur fyrir komu
plötusnúðsins Tiesto hingað til
lands í næsta mánuði. Ef vel
gengur með tónleikana vonast
þeir félagar til að fleiri flytjendur
komi hingað á þeirra vegum og
líklega verða margir þeirra tölu-
vert frægari. „Við höfum talað við
marga umboðsmenn og listamenn
og það virðast allir vilja koma til
Íslands.“ - fb / sjá síðu 30
Auðga tónleikaflóru landsins:
Lokka tónlistar-
menn til Íslands
MEÐ GUETTA Frá vinstri: Tónlistar-
maðurinn David Guetta, Trond Opsahl
og Christoffer Huse.
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
Fyrirsætur í bisness
Helga Björnsdóttir og
Sigríður Hrönn Guðmunds-
dóttur kynntust við fyrir-
sætustörf en hafa nú
stofnað fyrirtæki.
fólk 30
Ólafur Elíasson stofnar
fyrirtækið Little Sun
Selur ódýrar sólarknúnar vörur til
landa þar sem rafmagn er talið
munaðarvara. allt 2
VÍÐA NOKKUÐ HVASST Í dag
má búast við SV-átt, 10-15 m/s,
síst inn til landsins S- og A-til.
Nokkuð bjart suðaustanlands
en þungbúnara en úrkomulítið í
öðrum landshlutum. Hiti víða á
bilinu 2-8°C. VEÐUR 4
6
4
3
3
3
Ný breiðfylking grasrótarsamtaka undirbýr framboð í næstu alþingiskosningum:
Sammála um annað en ESB
Haukar í bikarúrslitin
Aron Rafn Eðvarðsson var
aðalmaðurinn í sigri Hauka
á erkifjendunum í FH.
sport 24
ÖRYGGIÐ AUKIÐ Undirbúningur fyrir flutning réttargeðdeildar Sogns á Kleppspítala stendur nú yfir,
og á meðal annars að setja öryggisgirðingu umhverfis spítalann og bæta aðstöðu innandyra. Í kjölfarið verður
réttargeðdeildinni í Ölfusi lokað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Umræðan
Þeir sáu Contraband, hressa
smyglaramynd. Strákarnir.
Og hvað með það?
í dag 12