Fréttablaðið - 13.02.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 13.02.2012, Síða 12
12 13. febrúar 2012 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 F yrir helgi var maður dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára gömlum dreng. Dóm- urinn hefur vakið athygli vegna þess hversu mildur hann er en maðurinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn fangels- isdóm. Ástæðan er væntanlega sú að maðurinn er ákærður fyrir kynferðismök við drenginn „án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur piltsins“. Í ákærunni er þannig gengið út frá því að ásetningur mannsins hafi verið að hafa mök við karlmann en ekki fjórtán ára barn. Velta má fyrir sér hvernig manninum á að hafa getað verið óljós aldur barnsins, ekki síst í samhengi við þá staðreynd að hann vann við að kenna unglingum. Þá má benda á að þrátt fyrir að ekki sé að öðru óbreyttu refsivert að hafa mök við barn sem er orðið fimmtán ára þá var maðurinn að kaupa vændi sem skilgreint er sem barnavændi ef sá eða sú sem vændið stundar er undir átján ára aldri. Í mati læknis kemur fram að maðurinn hafi lifað í felum með samkynhneigð sína og „freistast til að leita eftir samskiptum við aðra karlmenn í netheimum“. Eftir að upp komst um brot hans hafi hann farið í áfengismeðferð og stundað, auk AA-funda, fundi kynlífs- og ástarfíkla. Auk þess hafi hann misst vinnu sína þegar upp komst um málið og fjölskyldumál hans öll komist í uppnám. Það gefur augaleið að það leiðir bæði til uppnáms í fjölskyldu og atvinnumissis þegar upp kemst að maður hafi níðst á barni, ekki síst þegar kennari á í hlut. Vissulega er lofsvert að menn sem brotið hafa af sér sýni vilja til að snúa til betri vegar. Hitt má ekki gleym- ast, þrátt fyrir að mat læknis sé að ekki leiki grunur á að „um einhvers konar pedofiliu sé að ræða hjá ákærða eða einhverjar langanir til afbrigðilegs kynlífs með öðru hvoru kyninu,“ að brot hans var einmitt framið gegn fjórtán ára gömlu barni og að það var mjög alvarlegt. Fyrir þinginu liggur nú tillaga tveggja ráðherra, Ögmundar inn- anríkis- og Össurar utanríkis-, um að Ísland fullgildi Evrópuráðs- samning frá 2007 sem kenndur er við eyjuna Lanzarote og fjallar um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun, ásamt frumvarpi að lagabreytingum sem tryggja eiga framkvæmd samningsins. Markmið þessa samnings er að koma í veg fyrir og berjast gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun á börnum og vernda rétt- indi barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í samningnum eru meðal annars lagðar til leiðir til að berjast gegn barnavændi og grundvöllur skapaður til að sporna við því að fullorðnir falist eftir börnum í kynferðislegum tilgangi, til dæmis á spjallrásum. Fullgilding Íslands á Lanzarote-samningnum, ásamt lagabreyt- ingum sem tryggja framkvæmd hans, skila því vonandi meðal annars að ákæruvaldi og dómstólum sé ekki mögulegt að taka á kynferðislegri misnotkun á barni með þeim hætti og birtist í Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku. Loks er rétt að minna á, fyrst ráðherrar eru komnir á lögfest- ingarbuxurnar, að enn er ólögfestur á Íslandi Barnasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna sem fullgiltur var fyrir tveimur áratugum. Mildur dómur í kynferðisbrotamáli gegn barni: Skilorð fyrir kaup á barnavændi FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Að undanförnu hefur verið rætt hvort rétt-lætanlegt sé að veita ríkisábyrgð vegna lántöku til gerðar Vaðlaheiðarganga. Þar sem flestir kostnaðarþættir við gerð gang- anna liggja fyrir er stærsti óvissuþátturinn, og þar með áhættuþáttur ríkisins, umferðar- þungi um göngin á komandi árum. Um þróun umferðar við breyttar aðstæður er auðvitað erfitt að spá, en huga má þó að grunnforsendum: Byggð hefur eflst á Akureyri og nágrenni á undanförnum árum, enda bærinn helsta mótvægi við suðvesturhornið og höfuð staður Norðurlands. Hvort grundvöllur er fyrir rekstri Vaðlaheiðarganga ræðst hins vegar fremur af því hvort einnig eigi að nýta tæki- færi Þingeyjarsýslna þjóðinni til hagsbóta. Til þess stendur vilji beggja vegna Vaðlaheið- ar en fleira þarf til: Hagvöxtur og kaupgeta almennings ræður miklu um flutningaþörf og ferðamöguleika fólks. Hvergi á Íslandi finnst meiri óbeisluð orka en í Þingeyjarsýslum. Nýtingu ork- unnar heima í héraði hefur miðað hægar en heimamenn hafa kosið. Ljóst má vera að öfl- ugri stuðningur við nýtingu orkunnar myndi styrkja svæðið. Rekstur heilbrigðisþjónustu í Þingeyjar- sýslum er nú í óvissu sem verður að eyða, en sú óvissa veikir óneitanlega búsetuskil- yrði, þótt auknir flutningar sjúkra og særðra yfir Vaðlaheiði séu sjálfstæð rök fyrir jarð- göngum. Jákvæð viðhorf til nýtingar fjölbreyttra tækifæra ferðaþjónustu í víðlendi Þingeyj- arsýslna myndi styrkja svæðið. Einnig mætti nefna skiptingu opinberrar þjónustu og starfa henni tengd milli land- svæða, stjórnun fiskveiða og vafalaust fleiri atriði sem miklu ráða um búsetuþróun. Margt bendir því til að mat á rekstrar- grundvelli Vaðlaheiðarganga sé öðru fremur mat á hagvaxtarþróun og vilja ráðandi afla til styrkingar búsetu og nýtingar landsgæða. Á meðan sjálfsforræði héraða er takmarkað eru þessir þættir mjög háðir vilja og stefnu þeirra sömu einstaklinga sem á næstu dögum taka ákvörðun um framgang Vaðlaheiðar- ganga. Því má ætla að í afgreiðslu málsins á Alþingi megi að nokkru lesa framtíðarsýn þingmanna. Um Vaðlaheiðargöng og nokkra áhrifaþætti umferðarþunga Samgöngu- mál Ari Teitsson Þingeyingur Viljinn og vafinn Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 gefur til kynna að stuðningur við áframhaldandi setu Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetaembætti hafi aukist. Þetta gerist eftir að hafin er undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Ólaf til áframhaldandi setu. Mörgum fannst þó sem forseti hafi tekið af flest tvímæli í áramótafrumvarpi sínu þar sem hann talaði um að „hlakka til frjáls- ari stunda“, boðaði „upphaf að annarri vegferð“, þar sem hann yrði „frjálsari til athafna“. Hann talaði meira að segja um að niðurstaða íhugunar sinnar væri sú að hann gæti gert landi og þjóð meira gagn óbundinn af skorðum sem embætti forsetans setur. Biðin og biðin Forseti hefur þó ekki enn tekið af öll tvímæli um hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju. Nú er ljóst að Ólafur Ragnar á góðu fylgi að fagna meðal þjóðarinnar og hann ætti sigur vísan ef hann byði sig fram. Er þess vegna erfitt að skilja eftir hverju er að bíða, sérstaklega þar sem lítt hefur fjölgað á undirskriftalistanum fyrrnefnda frá mánaðamótum. Frelsi og framboð Um þrír mánuðir eru fram að því að framboðsfrestur rennur út og vafalaust bíða einhverjir vongóðir frambjóðendur eftir tilkynningu forsetans. Þeim þætti eflaust gott að fá að vita hug forseta sem fyrst. Hversu lengi í viðbót hann hygðist leyfa embættinu að skorða sig áður en hann héldi í frelsi annarrar veg- ferðar, fjarri Bessastöðum. thorgils@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.