Fréttablaðið - 13.02.2012, Side 18

Fréttablaðið - 13.02.2012, Side 18
geyma í henni sokka eða vettlinga í forstofunni og tylla sér meðan farið er í skóna,“ segir Dögg. „Handfangið virkar sem stuðning- ur við bakið og hægt er að skipta um lit á því en annars er karfan ofin úr svörtu snæri.“ Dögg hannaði körfuna fyrir Norr 11, sem er glænýtt danskt fyrirtæki, www.norr11.com. Þá hannaði Dögg einnig línu útihús- gagna ásamt danska hönnuðinum og arkitektinum Rikke Rützou Arnved, fyrir sama fyrirtæki og er von á hluta línunnar á markað í sumar. Stóllinn Fifty eftir þær stöllur er einnig glæný vara en hann hönnuðu þær fyrir franska fyrirtækið Ligne Roset, sem hægt er að fræðast um á www.lig- neroset.com. Dögg hefur verið búsett í Kaup- mannahöfn frá árinu 1996 og bjó þar áður á Ítalíu. Spurð hvort á döfinni sé að flytja heim til Íslands segir hún sposk: „Ja, maður veit aldrei. Ég er svo sem alltaf að spekúlera í því.“ heida@frettabladid.is Mikilvægt er að geyma afrit af ljósmyndum á góðum stað. Fólk sem lendir í þeirri ógæfu að missa eigur sínar í eldsvoða segist oft sjá mest eftir mynda- albúmum fjölskyldunnar. Fjöl- skyldumyndirnar geyma minning- ar sem ómetanlegt er að ylja sér við og þegar myndir voru teknar á filmu, þótti hollráð að geyma film- urnar á öruggum stað, til dæmis í öryggishólfi. Þá væri hægt að end- urprenta ef myndirnar glötuðust. Í dag heyra myndatökur á film- ur nánast sögunni til og fjölskyldu- myndirnar einfaldlega geymdar inni á heimilistölvunni. Hið gamla hollráð er þó enn þá í fullu gildi. Geyma skyldi afrit af öllum mynd- um á öruggum stað enda tölvur vinsælar af fingralöngum. - rat Afrit af minningum Framhald af forsíðu Stóllinn Fifty er einnig nýr en hann hannaði Dögg í sam- vinnu við Rikke Rützou Arnved fyrir franska fyrirtækið Ligne Roset. MYND/DÖGG GUÐMUNDSDÓTTIR Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur ásamt danska athafnamann- inum Frederik Ottesen stofnað fyrirtækið Little Sun sem fram- leiðir ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. Markmiðið er að selja vörurnar til heimshluta þar sem rafmagn er af skornum skammti. „Reynslan hefur kennt mér að í gegnum listsköpun getur maður haft ótrúleg áhrif á heiminn. Þannig getur sólarknúinn lampi bætt lífsgæði milljóna manna sem búa á stöðum þar sem rafmagn fæst varla nema með miklum til- kostnaði,“ bendir Ólafur á, þegar hann er spurður út í hugmyndina sem liggur að baki Little Sun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í kringum 1,6 milljarðar manna búi á slíkum landsvæðum. Þeir borgi um það bil 324 sinnum meira fyrir lýsingu en þeir sem hafi greiðan aðgang að rafmagni og ljósaperum. Af þeim sökum hafi Little Sun nú sett á markað sólarknúinn lampa sem gefi tíu sinnum meiri lýsingu á tíu sinn- um lægra verði heldur en stein- olíulampi. Sólarknúni lampinn, sem er í laginu eins og hringur, er lítill, léttur og þykir vera meðfærileg- ur á allan hátt. Hann má hengja eða stilla upp nánast hvar sem er, á meðan og eftir að hleðslu lýkur og getur þannig lengt dag fjölda fólks til náms, vinnu eða annarra athafna. Ólafur mun hafa yfirumsjón með allri vöruhönnun hjá Little Sun þar sem fleiri sólarknúnir hlutir eru á teikniborðinu. Þar á meðal stærri lampi, hleðslutæki fyrir farsíma, lítil rafhlaða og útvarpstæki. Allt saman verður fjöldaframleitt og selt fyrir aðeins brot af því verði sem sambæri- legar vörur kosta, til þess að það fái sem mesta dreifingu. Fram- leiðslan verður þó látin ráðast af þeim viðtökum sem lampinn hlýt- ur. roald@frettabladid.is Vill bæta lífsgæði þeirra verstu settu með lýsingu Ólafur Elíasson segir listsköpun hafa sýnt sér hversu mikil áhrif hægt er að hafa á heiminn. Hann hefur nú stofnað fyrirtæki sem selur ódýrar sólarknúnar vörur til landa þar sem rafmagn er munaðarvara. Ólafur vonast til að lampinn muni í framtíðinni bæta lífsgæði fólks á svæðum þar sem rafmagn er af skornum skammti. Ólafur Elíasson kynnti Little Sun á DLD ráðstefnunni í Munchen á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Opnað hefur verið fyrir skráningar í dagskrá HönnunarMars sem fram fram dagana 22. - 25. mars. Aðildarfélög Hönnunarmið- stöðvar vinna nú að dagskrá sinni. Mörg þeirra standa fyrir samsýn- ingu sinna félagsmanna. Skráningarfrestur rennur út á miðvikudag. FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.