Fréttablaðið - 13.02.2012, Síða 48
13. febrúar 2012 MÁNUDAGUR24
sport@frettabladid.is
FRJÁLSAR Akureyringurinn Hafdís
Sigurðardóttir, UFA, var sigurveg-
ari helgarinnar en þá fór Meistara-
mót Íslands í frjálsum íþróttum
innanhúss fram í Laugardalshöll-
inni. Hafdís keppti í fimm greinum
og vann gullverðlaun í þeim öllum.
Hún fékk gull í fjórum hlaupa-
greinum – 60, 200 og 400 m hlaupi
og einnig í 4x400 m boðhlaupi með
liði UFA. Þá bar hún einnig sigur
úr býtum í langstökki kvenna.
„Afmælisdagurinn í fyrra var
líka mjög góður. Þá var ég að
keppa í Svíþjóð og bætti mig í 60
metra hlaupinu. Svo hittir þetta
aftur á afmæli og var alveg frá-
bært,“ sagði Hafdís við Frétta-
blaðið á milli keppnisgreina í gær.
„Þetta datt allt mín megin þessa
helgina sem er frábært. Ótrúlegt
en satt þá var ég slöpp síðustu tvo
daga fyrir mót. Hálf óglatt, með
hausverk og lá eiginlega bara í
rúminu. Ég mætti svo hingað í
gær og vonaði það besta,“ bætti
hún við.
Hafdís hefur hug á að keppa
erlendis síðar í mánuðinum en það
sé háð því að takist að fjármagna
ferðalagið. Keppniskonan leitar
logandi ljósi að styrktaraðilum.
„Það eru engin fyrirtæki að
aðstoða mig við fjármögnun. Það
er bara ég með aðstoð fjölskyld-
unnar sem stendur við bakið á
mér. Það er eiginlega ótrúlegt hvað
við komumst í gegnum,“ segir Haf-
dís sem vonast til þess að komast á
HM í frjálsum í mars þar sem hún
myndi keppa í 400 metra hlaupi.
- esá, ktd
RAKEL DÖGG BRAGADÓTTIR mun spila með Stjörnunni á næstu leiktíð en hún gekk um helgina frá
tveggja ára samningi við félagið. Hún er nú að jafna sig eftir að hafa slitið krossbönd með liði sínu, Levanger, í
Noregi skömmu fyrir áramót. Rakel Dögg er uppalin í Stjörnunni og hefur unnið marga titla með félaginu.
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
82
75
0
2/
12
Vöðva og liða Galdur.
Á bólgur og verki.
Húð Galdur.
Á hvers kyns húðútbrot og kláða.
20%
afsláttur
Lægra
verð
í Lyfju
Tilboðið gildir út febrúar.
Eimskipsbikarkeppni karla
UNDANÚRSLIT
Haukar - FH 22-14 (10-10)
Mörk Hauka (skot): Stefán Rafn Sigurmanns-
son 6 (10/1), Gylfi Gylfason 5/1 (7/1), Sveinn
Þorgeirsson 5 (9), Heimir Óli Heimisson 2 (2),
Freyr Brynjarsson 2 (3), Tjörvi Þorgeirsson 2 (6),
Nemanja Malovic (1), Þórður Rafn Guðm. (2).
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 15/1 (20/1,
75%), Birkir Ívar Guðmundsson 5 (14/1, 36%).
Hraðaupphlaup: 6 (Stefán 2, Gylfi 3, Sveinn 1)
Fiskuð víti: 3 (Heimir Óli 3)
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk FH (skot): Ari Magnús Þorgeirsson 3 (7),
Ólafur Gústafsson 3 (10), Sigurður Ágústsson 2
(2), Örn Ingi Bjarkason 2 (4), Hjalti Þór Pálmason
2/1 (4/2), Andri Berg Haraldsson 2 (7), Þorkell
Magnússon (1), Baldvin Þorsteinsson (2), Halldór
Guðjónsson (2),
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14/1 (36/2,
39%), Pálmar Pétursson 1 (1, 100%).
Hraðaupphlaup: 6 (Ari Magnús 3, Ólafur 1,
Sigurður 1, Andri Berg 1)
Fiskuð víti: 2 (Ari Magnús 1, Baldvin 1).
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur
Jóhannsson
Í KVÖLD
Digranes: HK - Fram kl. 19.30
N1-deild kvenna
Valur - Grótta 27-22 (17-11)
FH - KA/Þór 21-25 (8-12)
HK - Stjarnan 32-30 (15-20)
Haukar - Fram 24-28 (9-16)
STAÐAN
Fram 11 10 0 1 +92 20
Valur 11 10 0 1 +97 20
HK 11 7 0 4 +31 14
ÍBV 10 6 0 4 +33 12
Stjarnan 10 5 0 5 +10 10
Haukar 11 3 0 8 -61 6
KA/Þór 10 3 0 7 -44 6
Grótta 11 2 1 8 -61 5
FH 11 1 1 9 -97 3
Iceland Express-d. kvenna
Valur - Snæfell 82-88 (45-54)
Haukar - Njarðvík 64-71 (34-44)
KR - Hamar 69-72 (40-35)
Fjölnir - Keflavík 69-93 (38-52)
STAÐAN
Keflavík 22 18 4 1729-1520 36
Njarðvík 22 16 6 1836-1637 32
Haukar 22 12 10 1623-1576 24
KR 22 12 10 1615-1514 24
Snæfell 22 11 10 1564-1630 22
Valur 22 8 14 1596-1671 16
Hamar 22 6 16 1536-1686 12
Fjölnir 22 5 17 1585-1850 10
ÚRSLIT
HANDBOLTI Haukar tryggðu sér
sæti í úrslitum Eimskipsbikars
karla í handknattleik með 22-14
sigri á FH í kaflaskiptum leik í
gær. Segja má að skynsemisskort-
ur Birkis Ívars Guðmundssonar,
markvarðar Hauka, hafi komið
sér vel fyrir heimamenn. Birkir
fékk tveggja mínútna brottvísun
fyrir tuð undir lok fyrri hálfleiks
sem varð til þess að Aron Rafn
Eðvarðsson kom í markið. Þá var
staðan 10-10 sem var hálfleiksstað-
an. Segja má að Aron, með dyggri
aðstoð varnarmanna sinna, hafi
lokað markinu. FH-ingar skoruðu
aðeins fjögur mörk í síðari hálf-
leiknum en svo lágt markaskor í
nútímahandbolta er sjaldséð svo
ekki sé meira sagt.
Taugaóstyrkir í upphafi
Strax í upphafi leiks var ljóst að
mikið var í húfi. Stuðningsmenn
létu vel í sér heyra og mikið um
tæknileg mistök í sóknarleik
beggja liða. Haukarnir höfðu
frumkvæðið í fyrri hálfleik en FH-
ingum tókst að jafna metin undir
lok hans. Birki Ívari var í kjölfar-
ið vikið af velli eins og áður var
minnst á og ýmislegt sem benti til
þess að hlutirnir væru að færast
á sveif með FH. Svo var aldeilis
ekki.
„Vörnin var fáránlega góð.
Freysi, Matti, Svenni, Stebbi og
Gylfi, það voru bara allir fárán-
lega góðir og staðráðnir í að vinna
þennan leik. Við gáfum okkur alla
í leikinn vitandi það að þetta væri
úrslitaleikur. Það verður gaman
að spila í Laugardalshöllinni,“
sagði Aron Rafn sem varði fimm-
tán skot af þeim tuttugu sem hann
fékk á sig. 75 prósent markvarsla
hjá landsliðsmarkverðinum unga.
Ömurlegt að komast ekki áfram
Andri Berg Haraldsson, leikmaður
FH, hafði engar skýringar á slök-
um sóknarleik FH-liðsins í síðari
hálfleik.
„Þetta var stirt hjá okkur í sókn-
inni og þeir ganga á lagið í vörn-
inni. Svo ver hann auðvitað allt í
markinu,“ sagði Andri, sem sagði
sérstaklega sárt að missa sæti í
bikarúrslitum í hendur Haukanna.
„Já, það er ömurlegt. Það verð-
ur bara að halda með hinu liðinu
sem verður vonandi Fram,“ sagði
Andri Berg sem kom til FH frá
Fram. Safamýrarliðið mætir HK
í Digranesi í síðari undanúrslita-
viðureigninni í kvöld.
Aron Rafn hefur bætt sig
Aron Kristjánsson, þjálfari
Hauka, var að vonum hæstánægð-
ur með sigurinn og hrósaði vinnu-
semi sinna manna.
„Við hirðum alla lausa bolta,
vörnin er mjög þétt og mark-
verðirnir vörðu mun betur en á
fimmtudaginn,“ sagði Aron sem
sagði hafa verið erfitt að ákveða
hvor markvarðanna hæfi leikinn.
„Það liggur við að það þurfti
að kasta upp peningi. En það má
segja Aroni til hróss að hann er
orðinn miklu betri í því að koma
inn á í leikjum. Hann vantaði
það en hefur bætt sig mikið í því
í vetur. Ef þú ert í sterku mark-
varðarteymi þarftu að geta það
líka,“ sagði Aron um mann leiks-
ins, Aron Rafn.
Svaf varla eftir tapið
Aron Rafn var ánægður með að
kvitta fyrir tapið gegn FH í deild-
inni á fimmtudag. „Ég svaf bara
í þrjá tíma nóttina eftir tapið, ég
var svo svekktur. Ég held ég hafi
aldrei verið jafnspenntur fyrir leik
gegn FH. Ég vildi svara fyrir tapið
í hinum leiknum.“ kolbeinntd@365.is
Brottvísun Birkis kom Haukum vel
Aron Rafn Eðvarðsson átti ótrúlega innkomu í leik Hauka og FH í gær og sá til þess að Haukar tryggðu sér
sæti í úrslitum Eimskipsbikars karla. Haukar hefndu þar með fyrir tapið fyrir FH í deildinni fyrr í vikunni.
TRYLLTUR DANS Aron Rafn fagnar sigrinum í gær ásamt liðsfélögum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ég held ég hafi aldrei
verið jafnspenntur
fyrir leik gegn FH. Ég vildi
svara fyrir tapið.
ARON RAFN EÐVARÐSSON
LEIKMAÐUR HAUKA
FRJÁLSAR Aníta Hinriksdóttir,
sextán ára hlaupari úr ÍR,
náði besta árangri allra
keppenda á Meistaramóti
Íslands um helgina þegar
hún fagnaði sigri í 800 m
hlaupi. Kom hún í mark
á 2:07,86 mínútum og
hafði mikla yfirburði
í greininni.
Hún náði þó ekki
slá Íslandsmetið
sitt sem hún setti á
Reykjavíkurleikun-
um í janúar.
Aníta fékk 1054 stig fyrir
hlaupið og náði enginn annar
að skáka því um helgina.
Hafdís Sigurðardóttir, UFA,
komst næst því en hún fékk
1028 stig fyrir frammi-
stöðu sína í 200 m hlaupi
kvenna.
Hafdís og Trausti
Stefánsson, FH, röðuðu
sér í sex næstu sæti á
eftir Anítu á lista bestu
afrekanna. - esá
Aníta Hinriksdóttir, sextán ára hlaupari úr ÍR:
Náði besta afrekinu á MÍ
ANÍTA HINRIKSDÓTTIR
EITT AF FIMM Hafdís með gullpening
um hálsinn í Laugardalshöllinni í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Kom, sá og sigraði á Meistaramóti Íslands:
Fékk fimm gullverð-
laun í afmælisgjöfFÓTBOLTI Emil Hallfrðsson átti stórleik þegar að lið hans, Hellas
Verona, vann 2-0 sigur á Ascoli
í ítölsku B-deildinni um helgina.
Emil skoraði fyrra markið með
glæsilegu skoti og lagði svo síð-
ara mark sinna manna upp.
Þetta var sjötta mark Emils
á tímabilinu sem hafði misst af
síðustu leikjum Hellas Verona
á undan vegna meiðsla. Liðið er
í fjórða sæti deildarinnar eftir
leiki helgarinnar. - esá
Emil Hallfreðsson:
Skoraði og lagði
upp í sigurleik