Fréttablaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 50
13. febrúar 2012 MÁNUDAGUR26
Nicotinell er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli.
Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir
nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí
á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið
hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi
eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ.
Enska úrvalsdeildin
Blackburn - QPR 3-2
1-0 Yakubu Aiyegbeni (14.), 2-0 Steven N’Zonzi
(22.), 3-1 Jamie Mackie (70.), 3-2 Jamie Mackie
(91.). Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi
QPR vegna meiðsla.
Bolton - Wigan 1-2
0-1 Gary Caldwell (42.), 1-1 Mark Davies (66.),
1-2 James McArthur (75.). Grétar Rafn Steinsson
lék allan leikinn með Bolton.
Everton - Chelsea 2-0
1-0 Steven Pienaar (4.), 2-0 Denis Stracqualursi
(70.).
Fulham - Stoke 2-1
1-0 Pavel Pogrebnyak (15.), 2-1 Ryan Shawcross
(77.).
Manchester United - Liverpool 2-1
1-0 Wayne Rooney (46.), 2-0 Wayne Rooney
(49.), 2-1 Luis Suarez (79.).
Sunderland - Arsenal 1-2
1-0 James McClean (69.), 1-1 Aaron Ramsey
(74.), 1-2 Thierry Henry (90.).
Swansea - Norwich 2-3
1-0 Danny Graham (22.), 1-1 Grant Holt (47.), 1-2
Anthony Pilkington (50.), 1-3 Grant Holt (62.),
2-3 Danny Graham (86.). Gylfi Þór Sigurðsson lék
allan leikinn í liði Swansea.
Tottenham - Newcastle 5-0
1-0 Benoit Assou-Ekotto (3.), 2-0 Louis Saha (5.),
3-0 Louis Saha (19.), 4-0 Niko Kranjcar (33.), 5-0
Emmanuel Adebayor (64.)
Aston Villa - Manchester City 0-1
0-1 Joleon Lescott (62.).
Wolves - West Brom 1-5
0-1 Peter Odemwingie (33.), 1-1 Steven
Fletcher (45.), 1-2 Jonas Olsson (63.), 1-3 Peter
Odemwingie (76.), 1-4 Keith Andrews (84.), 1-5
Peter Odemwingie (87.). Eggert Gunnþór Jóns-
son var á varmannabekk Wolves.
STAÐAN
Man. City 25 19 3 3 64-19 60
Man. United 25 18 4 3 61-25 58
Tottenham 25 16 5 4 49-25 53
Arsenal 25 13 4 8 48-35 43
Chelsea 25 12 7 6 44-31 43
Newcastle 25 12 6 7 36-36 42
Liverpool 25 10 9 6 29-23 39
Norwich 25 9 8 8 37-41 35
Sunderland 25 9 6 10 34-26 33
Everton 25 9 6 10 26-27 33
Swansea 25 7 9 9 28-32 30
Fulham 25 7 9 9 31-36 30
Stoke 25 8 6 11 24-38 30
West Brom 25 8 5 12 29-35 29
Aston Villa 25 6 10 9 29-34 28
QPR 25 5 6 14 27-44 21
Blackburn 25 5 6 14 37-56 21
Wolves 25 5 6 14 28-49 21
Bolton 25 6 2 17 29-51 20
Wigan 25 4 7 14 23-50 19
Enska B-deildin
Leicester - Cardiff 2-1
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff
en fór meiddur af velli í upphafi leiksins.
Reading - Coventry 2-0
Brynjar Björn Gunnarsson, Reading, og Hermann
Hreiðarsson, Coventry, voru ekki í leikmanna-
hópum sinna liða.
Belgíska úrvalsdeildin
Standard Liege - Anderlecht 1-2
Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Standard en
skipt af velli á 82. mínútu.
Genk - Lokeren 0-1
Alfreð Finnbogason var á bekknum hjá Lokeren.
Beerschot - Sint-Truiden 3-2
Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn í vörn
Beerschot.
Cercle Brugge - Mechelen 1-0
Arnór Þór Viðarsson spilaði allan leikinn með
Cercle Brugge. Bróðir hans, Bjarni Þór, er á mála
hjá Mechelen en er frá vegna meiðsla.
Lierse - Zulte-Waregem 2-1
Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahópi Z.
Westerlo - Leuven 1-3
Stefán Gíslason lék allan leikinn með Leuven.
Hollenska úrvalsdeildin
AZ Alkmaar - Excelsior 2-0
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem
varamaður í liði AZ sem er ásamt PSV á toppi
deildarinnar með 45 stig.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Fátt annað en fréttir af
handabandinu sem aldrei varð á
milli þeirra Luis Suarez og Pat-
rice Evra komust að í umfjöllun
um ensku úrvalsdeildina nú um
helgina. Suarez strunsaði fram
hjá Evra þegar leikmenn heilsuð-
ust fyrir leik Manchester United
og Liverpool á laugardaginn og
hleypti það illu blóði í marga sem
svo fordæmdu hegðun Suarez í
fjölmiðlum.
Svo fór að United vann leik-
inn, 2-1, með tveimur mörkum frá
Wayne Rooney. Sigurinn var sann-
gjarn þó svo að Suarez hafi náð að
minnka muninn fyrir Liverpool
um tíu mínútum fyrir leikslok.
Í gær komu svo afsakanabeiðn-
irnar á færibandi úr herbúðum
Liverpool. Suarez sjálfur sá eftir
öllu, Ian Ayre framkvæmdarstjóri
baðst afsökunar fyrir hönd félags-
ins og Kenny Dalglish gerði slíkt
hið sama fyrir framkomu sína í
sjónvarpsviðtali eftir leik.
United þakkaði fyrir sig og segir
málinu lokið af sinni hálfu. Liðið
komst á topp ensku úrvalsdeildar-
innar með sigrinum á Liverpool en
grannarnir í City endurheimtu það
svo í gær með því að vinna Aston
Villa á útivelli, 1-0. Joleon Lescott
skoraði eina markið en þess fyrir
utan var leikurinn heldur tilþrifa-
lítill.
Emmanuel Adebayor og Totten-
ham voru upp á sitt allra besta um
helgina. Adebayor lagði upp fjögur
mörk og skoraði svo sjálfur í 5-0
sigri á Newcastle.
Thierry Henry var þó hetja
helgarinnar en hann kom inn á
sem varamaður og tryggði Arsenal
2-1 sigur á Sunderland á drama-
tískan máta skömmu fyrir leiks-
lok. Var það síðasti leikur hans í
Englandi – í bili. - esá
Manchester City enn á toppnum en allt snerist um Luis Suarez og Patrice Evra:
Farsi Suarez og Evra toppaði allt
STRÁ SALT Í SÁRIN Luis Suarez lét sér fátt um finnast þó svo að Patrice Evra hafi
fagnað sigri United með þessum hætti. NORDIC PHOTOS/AFP