Fréttablaðið - 13.02.2012, Page 51
MÁNUDAGUR 13. febrúar 2012 27
HANDBOLTI AG Kaupmannahöfn
gulltryggði sér sæti í 16-liða
úrslitum Meistaradeildar Evrópu
með öruggum sigri á Partizan
Beograd í gær, 29-23. Ólafur
Stefánsson skoraði fimm mörk og
Guðjón Valur Sigurðsson fjögur.
AG mun nú berjast við Kiel
um efsta sæti riðilsins en liðin
mætast í Kaupmannahöfn í lok
mánaðarins.
Það er mikil spenna í B-riðli
Meistaradeildarinnar þar sem
tvö Íslendingalið eru í harðri
baráttu um sæti í 16-liða úrslit-
unum. Bæði unnu þau leiki sína
um helgina. Füchse Berlin vann
Chekovskie Medvedi á heima-
velli, 31-28, en Alexander Peters-
son spilaði ekki með liðinu vegna
meiðsla.
Þórir Ólafsson skoraði tvö
mörk fyrir pólska liðið Kielce
sem vann dýrmætan útisigur á
Veszprem í Ungverjalandi, 24-21.
Þessi fjögur lið eru að berjast um
þrjú sæti í 16-liða úrslitunum. - esá
Meistaradeildin í handbolta:
Góðir sigrar hjá
Íslendingaliðum
2 fyrir 1
af lambasamlokum
í febrúar.
Nýbýlavegi 32 www.supersub.is
Ekki gleyma elskunni þinni
á Valentínusardag!
ÁSTARLEYND
Ástarleynd er
100% náttúrulegt
kynörvandi gel.
Verð áður 3.070
Verð nú 2.456
UNAÐS BAÐSALT
Sjávarsalt með
kynörvandi jurtum
og kornkjarnaolíum.
UNAÐSOLÍA
Olía sem hefur seiðandi
og kynörvandi ilm. Eykur
blóðfæði og er nærandi
fyrir húðina
ÁSTARELDUR
Inniheldur kryddaðar
austurlenskar kynörvandi
kornkjarnaolíur og sítrusa.
Verð áður 1.200
Verð nú 960
Verð áður 2.337
Verð nú 1.870
Verð áður 2.337
Verð nú 1.870
Tilboðin gilda 13-14 febrúar
20%
afsláttur
Iceland Express-deild karla
Fjölnir - Haukar 68-79 (27-46)
Fjölnir: Calvin O’Neal 20, Nathan Walkup 17/15
fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 14, Jón
Sverrisson 8, Daði Berg Grétarsson 6, Hjalti Vil-
hjálmsson 3.
Haukar: Emil Barja 16, Hayward Fain 14/13
fráköst, Örn Sigurðarson 12, Christopher Smith
11/10 fráköst, Helgi Björn Einarsson 10, Steinar
Aronsson 5, Alik Joseph-Pauline 4, Davíð Páll
Hermannsson 4, Haukur Óskarsson 3.
Njarðvík - Snæfell 88-78 (46-39)
Njarðvík: Cameron Echols 41/16 fráköst, Travis
Holmes 29, Maciej Stanislav Baginski 8, Páll Krist-
insson 4, Elvar Már Friðriksson 2, Hjörtur Hrafn
Einarsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.
Snæfell: Quincy Hankins-Cole 18/13 fráköst,
Sveinn Arnar Davíðsson 17, Marquis Sheldon
Hall 16, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Hafþór Ingi
Gunnarsson 6, Ólafur Torfason 5, Jón Ólafur
Jónsson 4, Óskar Hjartarson 3.
Stjarnan - Þór Þorl. 80-88 (40-49)
Stjarnan: Justin Shouse 32, Renato Lindmets
20/9 fráköst, Keith Cothran 12, Guðjón Lárusson
8, Marvin Valdimarsson 4, Jovan Zdravevski 2,
Sigurjón Örn Lárusson 2.
Þór Þorlákshöfn: Matthew James Hairston
23/16 fráköst/7 varin skot, Blagoj Janev 22/9
fráköst, Darrin Govens 20/7 stoðsendingar, Darri
Hilmarsson 12, Guðmundur Jónsson 7, Baldur
Þór Ragnarsson 4.
LEIKIR KVÖLDSINS
Röstin: Grindavík - Valur kl. 19.15
Toyota-höllin: Keflavík - KR kl. 19.15
Seljaskóli: ÍR - Tindastóll kl. 19.15
ÚRSLIT
KÖRFUBOLTI Nýliðar Þórs frá Þor-
lákshöfn unnu átta stiga sigur á
Stjörnumönnum í Garðabænum í
gærkvöld. Mikið er um meiðsli og
veikindi í leikmannahópi liðsins
og voru aðeins átta menn á leik-
skýrslu. Það kom þó ekki að sök
og eftir að hafa náð um tíu stiga
forystu snemma leiks héldu þeir
henni nokkuð þægilega til leiks-
loka.
„Það er kannski kominn tími til
að hrósa strákunum fyrir varnar-
leikinn. Við höfum fengið á okkur
næstfæst stig í deildinni á eftir
Grindavík. Þessir sigrar sem við
höfum náð er yfirleitt vegna þess
að við stöndum okkur vel varnar-
lega,“ sagði Benedikt Guðmunds-
son, þjálfari gestanna.
Frammistaða Matthew Hairston
hjá gestunum var merkileg. Þrátt
fyrir að ganga augljóslega ekki
heill til skógar haltrandi um völl-
inn skoraði hann 23 stig, varði sjö
skot auk þess að taka sextán frá-
köst. Ótrúleg frammistaða í ljósi
aðstæðna.
„Hann var draghaltur en samt
var hann að blokka skot hægri
vinstri. Hann er mikill happafeng-
ur fyrir okkur en styrkir okkur
fyrst og fremst varnarlega,“ sagði
Benedikt um Hairston.
Með sigrinum náðu Þórsarar
Stjörnumönnum að stigum í deild-
inni. Stjarnan heldur Þórsurum þó
fyrir neðan sig í töflunni þar sem
liðið vann ellefu stiga sigur í fyrri
viðureign liðanna.
Tveir aðrir leikir fóru fram
í deildinni í gær. Njarðvíking-
ar unnu góðan sigur á Snæfelli á
heimavelli og skelltu sér um leið
upp í áttunda sæti deildarinnar.
Cameron Echols fór mikinn í leikn-
um og skoraði 41 stig en Travis
Holmes skilaði einnig sínu og skor-
aði 29 stig. Aðeins tvö stig skilja að
liðin í 7.-10. sæti og því hörð bar-
átta fram undan um síðustu sætin
í úrslitakeppninni í vor. Þangað
komast átta efstu lið deildarinnar.
Haukar fylgdu eftir góðum sigri
á Keflavík frá því á fimmtudags-
kvöldið með því að vinna Fjölni
í Grafarvoginum í gær, 79-68.
Haukarnir spiluðu frábærlega í
fyrri hálfleik og voru með nítján
stiga forystu að honum loknum.
Haukar eru enn í fallsæti en
munu með þessu áframhaldi gera
harða atlögu að því að bjarga sæti
sínu í deildinni. - ktd, esá
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í gær – Þór frá Þorlákshöfn gerði góða ferð í Garðabæinn:
Haltur Hairston sá um Stjörnuna fyrir Þór
VILLA Stjörnumaðurinn Keith Cothran
ýtir Emil Einarssyni frá sér í leiknum í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM