Fréttablaðið - 13.02.2012, Page 54

Fréttablaðið - 13.02.2012, Page 54
13. febrúar 2012 MÁNUDAGUR30 MORGUNMATURINN Ég fæ mér alltaf hafragraut með bláberjum og hörfræjum, appelsínudjús og lýsi. Um helgar geri ég svo vel við mig með amerískum pönnukökum með bláberjum, karamellusósu og ferskum ávöxtum. Eva Laufey Hermannsdóttir háskólanemi og höfundur matarbloggsins evalaufeykj- aran.com. „Við kynntumst á Indlandi árið 2006 en þá grunaði okkur ekki að við mundum enda á að reka saman fyrirtæki,“ segir Helga Björns- dóttir, annar eigandi Minicards á Íslandi, sem hún rekur ásamt vinkonu sinni Sigríði Hrönn Guðmundsdóttur. Helga og Sigríður kynntust er þær héldu út til Indlands á vegum Eskimo fyrirsætuskrif- stofunnar til að vinna í nokkra mánuði. „Það var mikið ævintýri og í raun alveg ótrúleg upp- lifun að búa þarna. Sigga var búin að vera úti í eitt ár þegar ég flutti út og hún var orðin þjóð- þekkt persóna á Indlandi. Prýddi risastórt aug- lýsingaskilti, lék í bíómyndum og sjónvarps- auglýsingum. Við urðum miklar vinkonur úti, sem var í raun fyndið því við vorum í sam- keppni um verkefnin þarna úti,“ segir Helga en það var hún sem fékk hugmyndina að því að stofna Minicards hér heima. Minicards er auglýsingamáti sem innlend fyrirtæki geta nýtt sér til að koma vöru sinni á framfæri við erlenda sem innlenda ferðamenn. Um er að ræða lítil spjöld sem hanga á þar til gerðum stöndum á stöðum þar sem ferðamenn eiga helst leið um. Helga uppgötvaði Minicards ásamt foreldrum sínum í Amsterdam fyrir nokkrum árum. „Okkur fannst þetta svo sniðugt hugmynd og eitthvað sem ætti erindi hingað heim. Þetta gengur mjög vel og þessa dagana erum við á leiðinni með fyrirtækið til Akureyrar líka,“ segir Helga en bæði hún og Sigríður eru í fullu háskólanámi samhliða fyrirtækjarekstrinum og með börn á sama aldri. „Nú erum við á fullu að búa okkur undir komandi ferðamannatímabil. Það er því mikið fjör og nóg að gera.“ - áp Úr fyrirsætustörfum í fyrirtækjarekstur NÓG AÐ GERA Þær Helga Björndóttir og Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir kynntust við fyrirsætustörf á Indlandi og reka núna saman fyrirtækið Minicards. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Við erum ekki að gera þetta fyrir peninginn heldur aðallega vegna þess að við elskum Ísland,“ segir Trond Opsahl sem rekur norska viðburðafyrirtækið Sky Agency ásamt Christoffer Huse. Fyrirtækið, sem hefur verið starfandi í nokkur ár, stendur fyrir komu hollenska plötusnúðsins Tiesto hingað til lands í næsta mán- uði. „Ég fór í heimsókn til Íslands með félaga mínum [Huse] ásamt norskum vini okkar sem hefur unnið þar í um tíu ár. Þetta var í fyrsta sinn sem við komum þangað og við urðum ástfangnir af land- inu,“ segir Trond. „Við vorum búnir að halda tónleika í Noregi þannig að það var ekki erfið ákvörðun að prófa að halda þá líka á Íslandi þegar við komum auga á tækifæri til þess.“ Ef vel gengur með Tiesto-tón- leikana vonast þeir félagar til að fleiri flytjendur komi hingað á þeirra vegum og líklega verða margir þeirra töluvert fræg- ari. „Við höfum talað við marga umboðsmenn og listamenn og það virðast allir vilja koma til Íslands. Sérstaklega ef þeir spila í Noregi á okkar vegum og fara síðan til Íslands.“ Eru þetta þekktir flytjendur? „Já, margir af þeim vinsælustu í heiminum. Þetta snýst nefnilega ekki svo mikið um peninga varð- andi tónleika á Íslandi enda er það minna en önnur lönd. Listamenn- irnir hafa áhuga á að heimsækja Ísland og umboðsmenn þeirra vilja bæta við öðrum tónleikum á Norður löndunum,“ segir Trond. Sky Agency hefur nýlega staðið fyrir tvennum tónleikum í Noregi með franska plötusnúðnum og upp- tökustjóranum David Guetta, auk þess sem Roxette spilar á þeirra vegum í júlí. Aðspurður segist hann gera sér grein fyrir því að erfitt sé að græða á tónleikahaldi á Íslandi vegna lágs gengis krónunnar. Það sé samt ekki aðalmálið hjá þeim. „Auðvitað getum við ekki boðið listamönnunum sama pening fyrir að spila á Íslandi en við teljum að við höfum fundið svolítið sem virkar bæði fyrir þá og vonandi íslenska markaðinn. Miðaverðið yrði kannski aðeins hærra en það var fyrir hrunið en svo virðist sem Íslendingar séu tilbúnir til að borga aðeins meira fyrir góða tónleika. Það gekk til dæmis vel með Eagles- tónleikana í fyrra og þar var miða- verðið hærra en oft áður. Þetta mál er í góðum farvegi,“ segir Trond. freyr@frettabladid.is TROND OPSAHL: ÞAÐ VIRÐAST ALLIR VILJA KOMA TIL ÍSLANDS Lokka vinsælustu tónlist- armenn heims til landsins MEÐ DAVID GUETTA Frá vinstri: David Guetta, Trond Opsahl og Christoffer Huse. Þeir vilja lokka heimsfræga erlenda flytjendur til Íslands. „Þetta er glæsilegt. Hún hefur aldrei farið svona hátt,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti Veröld. Tryllirinn Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttir er í tíunda sæti yfir vinsælustu skáldsögur Noregs en listi þess efnis var birt- ur í öllum helstu dagblöðum Nor- egs í gær. Ég man þig er fyrsta bók Yrsu sem kemur út hjá norska forlag- inu Kagge en annað norskt forlag gaf út fyrstu þrjár bækur henn- ar þar í landi. Kagge hefur þegar sett aðra prentun af bókinni í gang. Vinsældir Ég man þig í Noregi eru engin tilviljun því bókin hefur fengið góða dóma þar í landi og sagði gagnrýnandi Verdens Gang hana „óbærilega spennandi“. Yrsa var einmitt stödd í Nor- egi á dögunum við kynningu á Ég man þig og var meðal annars í stóru viðtali hjá Verdens Gang. Hún fer jafnframt á stóra glæpa- sagnahátíð þar í landi um næstu mánaðamót. „Norðmenn eru greinilega að kveikja á henni,“ segir Pétur Már. Ég man þig hefur áður komið út í Þýskalandi og þar hefur hún selst í hátt í hundrað þúsund eintökum auk þess sem hún sat vikum saman á þýska bóksölu- listanum. Bókin kemur hugsan- lega út í Bretlandi síðar á þessu ári og í Bandaríkjunum á því næsta. Einnig er bókin væntanleg í verslanir í Póllandi, Portúgal og Frakklandi. Ég man þig kom út hér á landi fyrir jólin 2010 og hefur selst í yfir tuttugu þúsund eintökum. - fb Yrsa gerir það gott í Noregi VINSÆL Í NOREGI Yrsa Sigurðardóttir hefur fengið góð viðbrögð í Noregi við bók sinni Ég man þig. TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.