Fréttablaðið - 15.03.2012, Síða 1

Fréttablaðið - 15.03.2012, Síða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Fimmtudagur skoðun 18 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Innheimta & reikningaþjónustur 15. mars 2012 63. tölublað 12. árgangur Ullarpúði vara ársins Tímaritið Grapevine valdi ullarpúða Ragnheiðar Sigurðardóttur sem vöru ársins. Kynningarblað Hagræði, sveigjanleg úrræði og góð ráð fyrir kröfuhafa og skuldara. INNHEIMTA FIMMTUDAGUR 15. MARS 2012 &REIKNINGAÞJÓNUSTUR M omentum innheimtuþjónusta veitir alhliða þjónustu við innheimtu, allt frá útgáfu greiðslu seðils til löginnheimtu. Momentum, sem tók til starfa árið 2000, er í eigu þriggja lögmanna sem einnig starfrækja löginnheimtufyrirtækið Gjaldheimtuna, sem var stofnað árið 2003. Momentum starfar á fruminnheimtu- og milliinnheimtumarkaði en Gjaldheimtan á löginnheimtumarkaði. Hjá fyrir tækjunum starfa um það bil 30 starfsmenn, þar af fimm lögmenn. Höfuðstöðvar félaganna eru að Suðurlandsbraut 18 en auk þess starfrækir Momentum starfsstöð á Siglufirði þar sem starfa allt að fimm starfsmenn.Milliinnheimta er viðurkenndur þáttur í rekstri fyrirtækja og stofnana, enda felst mikið hagræði í því að geta útvistað slíkri starfsemi til sérfræðinga og ein-beitt sér að kjarnastarfsemi. Þannig fara saman hagsmunir kröfuhafa og greiðenda en markmiðið er að innheimtan sem slík raski ekki viðskiptasambandi fyrirtækis og viðskiptavina þess sem eiga tímabundið í erfið leikum með að standa í skilum. Starfsfólk Momentum veitir upplýsingar og ráðgjöf um hvernig best er að haga innheimtumálum fyrirtækja og stofnana.Sveigjanleiki í fyrirrúmiMilliinnheimtuferli Momentum er mjög sveigjanlegt en ferlið er skilgreint sérstaklega fyrir hvern og einn kröfuhafa í samningum milli félagsins og kröfuhafa; kröfuhafi hefur mjög mikið svigrúm til að laga innheimtu-ferlið að þörfum einstakra hópa viðskipta-vina sinna. Þegar krafa berst til Momentum er henni stýrt í rétt ferli miðað við fyrirmæli kröfuhafa og fer fjöldi innheimtubréfa, sím-hringinga og tímalengd milli aðgerða eftir óskum kröfuhafa og mati hans á þörfum ein-stakra hópa viðskiptavina hans.Momentum innheimtir kröfur sem stofnaðar hafa verið í bankanna. Kröfur eru stofnaðar samkvæmt reikningum frá kröfuhafa, annað hvort af kröfuhafa sjálfum með tengingu við vefbanka eða hjá Momentum, sem tekur þá við gögnum beint frá kröfuhafa. Vegna þess að krafan er til staðar í kröfupotti bankanna, þá sér greiðandi kröfuna í sínum heimabanka þar til hún hefur verið greidd. Rekstrar aðilar geta stillt kerfi sín þannig að kröfur fari sjálfvirkt til innheimtu hafi þær ekki verið greiddar á eða eftir eindaga, eða valið að senda ein stakar kröfur til Momentum eftir því sem þeim þykir sjálfum viðeigandi.Hagkvæm og auðveld rafrænMik aðila og innheimtufyrirtækja sem auðveldar uppgjör, upplýsingaflæði og öryggi við milli- innheimtu. Fyrir nokkrum árum var farið að bjóða upp á beina rafræna skiptingu greiðslna við uppgjör krafna í milliinn- heimtu, en þetta skiptigreiðslukerfi er til mikilla hagsbóta fyrir alla aðila. Það þýðir að þegar krafa er greidd er henni skipt upp í bankanum og fær kröfuhafi strax höfuð- stól og dráttarvexti kröfunnar inn á sinn reikning en Momentum fær áfallinn kostnað á sinn reikning. Momentum meðhöndlar þess vegna aldrei peninga kröfuh f hkoma þ i hafa, sem ekki þurfa lengur að sækja skila- greinar til Momentum. Réttarbót með nýjum lögumÍ upphafi árs 2009 tóku gildi innheimtulög sem voru til hagsbóta fyrir jafnt skuldara sem kröfuhafa, en tryggt er með lögunum að ekki er hægt að fara í kostnaðarsamar inn- heimtuaðgerðir án þess að greiðendum sé send að minnsta kosti ein aðvörun fyrir fram á lágmarksgjaldi. Sömuleiðis var tryggt með lögunum að innheimtufyrirtæki séu undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins eða annarra eftir- litsaðila. Momentum er undir eftirliti Lög- mannafélags Íslands enda eingöngu í eigu lögmanna. Nokkrir aðilar starfa við innheimtur en Momentum er meðal stærstu fyrirtækja á þessum markaði. Momentum greinir sig frá öðrum aðilum á sama markaði með ýmsum hætti. Fyrirtækið leggur til að mynda sérstaka áherslu á sveigjanleika bæði við greiðendur og kröfuhafa. Kröfuhafinn getur sjálfur ráðið innheimtu ferlinu og valið hvaða úrræðum er beitt. Þá er lögð mikil áhersla á að koma fram af lipur leik og virðingu í innheimtunni sjálfri og semja um frágang mála við greiðendur, en sú aðferðafræði skilar að mati Momentum betri árangri til lengri tíma litið. Engin kostnaður kröfuhafaKröfuhafinn greiðir engan kostnað af þjónustu Momentum, engin árgjöld eða annan fast- an kostnað. Þá greiðir kröfuhafi heldur engin skráningargjöld krafna, hlutfall af höfuð- stól kröfu eða kostnað við að nýta sér skipti- greiðslukerfið. Almenn stefna Momentum er sú að kostnaður af innheimtum lendi á þeim sem stof ð Aukið hagræði og lægri kostnaður í innheimtu Momentum leggur áherslu á sveigjanleika og hagkvæm rafræn samskipti Milliinnheimta er viðurkenndur þáttur í rekstri fyrirtækja og stofnana, enda felst mikið hagræði í því að geta útvistað slíkri starfsemi til sérfræðinga og einbeitt sér að kjarnastarfsemi. NOTKNOT VARA ÁRSINS 2012 HJÁ GRAPEVINE Úr umsög dó Þetta er ótrúlega gaman. Ég er líka ánægð með þetta framtak hjá Grapevine til að vekja athygli á íslenskri hönnun,“ segir vöruhönnuð- urinn Ragnheiður Ösp Sigurðar dóttir í hönnunar vörur. Ragnheiður vill þó ekkert gefa upp um hvaða verslun ræðir. „Það eru samninga viðræður í gangi og boltinn hjá þeim í bili.“ Ragnheiður frumsýndi N tK á ULL Í VÖRU ÁRSINS HANNAR ÚR ÍSLENSKRI ULL Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður sýnir teppi úr íslenskri ull nú á HönnunarMars. Á síðasta ári frumsýndi hún púða úr ull sem tímaritið Grapevine hefur valið sem vöru ársins 2012. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga teg. BAHAMAS - klæðilegir með spöngum í D, DD, E, F, FF, G, GG, H, HH, J skálum á kr. 12.900,- SUNDBOLIRNIR LOKSINS KOMNIR Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Íþróttastuðningshlífar NÝ LÍNA Ragnheiður með teppi úr Knot-línunni sem verður til sýnis á HönnunarMars. MYND/STEFÁN KARLMENNSKUTÁKN Yfirvaraskegg njóta ekki bara vinsælda á Íslandi. Þannig skörtuðu karlfyrirsætur myndarlegri mottu á sýningu Nuno Gama í Portúgal nýverið. Hönnuðurinn sýndi þar nýja haust- og vetrarlínu fyrir bæði kynin. Kringlukast 20–50% afsláttur Opið til 21 í kvöld Mannvinir Rauða krossins hjálpa börnum í neyð Hjálpaðu núna raudikrossinn.is í kvöld Opið til 21 Kynntu þér tilboðin í Kauphlaupsblaðinu á smaralind.is Taka upp Falskan fugl Tökur eru nýhafnar á kvikmynd byggðri á skáldsögunni Falskur fugl. popp 50 Uppfærsla á Franken- stein frábær hugmynd Benedikt Karl Gröndal leikstýrir eigin leikgerð af Frankenstein. tímamót 26 KÓLNANDI VEÐUR Í dag ríkja norðlægar áttir, víða 5-10 m/s. Horfur á éljagangi norðan og norð- vestantil en S- og SA-lands verður úrkomulítið og bjart með köflum. Vægt frost norðantil. VEÐUR 4 2 -3 -2 -1 2 Stórt tap Strákarnir okkar steinlágu gegn Þjóðverjum ytra í gær. sport 46 NOREGUR Það var ekki bara einn loftsteinn sem fannst í Noregi síðastliðinn mánudag, heldur voru steinarnir tveir. Haft var eftir Liv Kibsgaard á vef Aftenposten í gær að hún hefði haft í huga orð sér- fræðinga um að menn ættu að svipast um eftir loft- steinum eftir fund eins slíks í Rodeløkka í útjaðri Óslóar á mánudaginn. Sá steinn, sem metinn var á margar milljónir íslenskra króna, hafði fallið á þak garðskála og rofið gat á hann. Liv Kibsgaard var að viðra hundinn sinn á Ekebergsletta í Ósló þegar hún kom allt í einu auga á steininn á jörðinni. Hún sendi mynd af steinin- um í tölvupósti til vísindamannsins Knut Jørgen Røed Ødegaard og tveimur mínútum seinna hringdi síminn hjá henni. Kibsgaard varð himinlifandi yfir að hafa fundið loftstein og sagði hann vera barnið sitt. Vísindamenn telja fleiri steina geta verið á svæðinu milli Ekebergsletta og Rodeløkka. - ibs Norsk kona svipaðist um eftir steinum þegar hún viðraði hundinn: Annar loftsteinn fundinn í Ósló SAMFÉLAGSVERÐLAUNIN 2012 Áfangaheimilið Dyngjan hlaut í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Eddu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Dyngjunnar, verðlaunin. Einnig voru veitt verðlaun til sjónvarpsþáttarins Með okkar augum og Bandalags íslenskra skáta. Þorvaldur Kristinsson fékk heiðursverðlaun og Pauline McCarthy var Hvunndagshetja ársins. Sjá síðu 10. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu bárust tvær kærur vegna hópnauðgana í fyrra. Átján einstaklingar leituðu til Stíga- móta vegna hóp- nauðgana sama ár og er þetta mesti fjöldi sem hefur leitað sér aðstoðar til sam- takanna vegna málaflokksins frá upphafi. Önnur kæran sem um ræðir var á hendur Agli Einarssyni og kærustu hans. Hin var á hendur Arkadiusz Zdzislaw Pawlak og Rafal Grajewski, sem dæmdir voru í fjögurra ára fang- elsi í janúar síðastliðnum. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að ein ástæða fjölgunar í málaflokknum hjá Stíga- mótum gæti verið aukin gengja- myndun hér á landi. - sv / sjá síðu 6 Hópnauðgunum fjölgar: Tvær af átján kærðar í fyrra LÖGREGLUMÁL Lögregla handtók í gær sjö manns í umfangs mikilli rassíu á höfuðborgarsvæðinu. Rann- sókn málsins er viðamikil og snýr að skipulagðri glæpastarfsemi, alvarlegum líkamsmeiðingum, hótunum, innbrotum og þjófnuðum. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir minnst fjórum þeirra í dag. Fimm voru handteknir strax í gærmorgun. Meðal þeirra voru Annþór Kristján Karlsson, þekktur handrukkari sem á langan brota feril að baki, og Börkur Birgisson, sem hlaut meðal annars sjö og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir árás með öxi á veitingastað í Hafnarfirði. Þeir eru taldir viðriðnir tvær alvarlegar líkamsárásir sem framdar voru um svipað leyti í janúar síðastliðnum, önnur í Mos- fellsbæ og hin í Hafnarfirði. Í að minnsta kosti annarri árásinni var þolandinn beinbrotinn. Báðar eru árásirnar taldar tengjast uppgjöri í undirheimum. Annþór og Börkur eru taldir hafa verið stórtækir í innheimtu skulda, með góðu eða illu, undanfarna mánuði, jafnvel fyrir fleiri en eitt glæpagengi. Þeir eiga saman sól- baðsstofur í gegnum félagið MEB- BAKK ehf. og var leitað á tveimur slíkum í gær, auk sex annarra staða í Vesturbæ Reykjavíkur, Breiðholti, Kópavogi og Hafnarfirði. Lögregla skoðar nú hvort fyrirtæki í þeirra Rassía vegna gengjauppgjörs Sjö handteknir vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi, hótunum og ofbeldi. Varðhalds krafist yfir minnst fjórum í dag. Félagi í Hells Angels gripinn í Héraðsdómi Reykjaness. Tengist uppgjöri í undirheimum. Tvenn alþjóðleg glæpasamtök, Bandidos og Mongols, íhuga nú að hefja starfsemi á Íslandi og hafa útsendarar þeirra þegar komið til landsins af þessu tilefni. Þetta kom fram í viðtali við Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir- lögregluþjón í fréttum RÚV í gær. Fyrir eru hér samtökin Hells Angels og Outlaws. Lögregla óttast mjög vaxandi ólgu milli glæpagengja á Íslandi. Fleiri vélhjólagengi talin vera á leiðinni eigu hafi verið notuð til að þvætta peninga. Við húsleitirnar fannst meint þýfi, fíkniefni og skotfæri, en ekki í mjög miklu magni, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ein stúlka var handtekin síðar um daginn en látin laus eftir yfir- heyrslur. Sjöunda mannsins var leit- að vegna málsins fram eftir degi og hann handtekinn um miðjan dag. Sá er tæplega þrítugur liðsmaður í vél- hjólasamtökunum Hells Angels og var mættur í Héraðsdóm Reykja- ness til að styðja félaga sína, sem þangað höfðu verið leiddir til að fá gæsluvarðhald yfir þeim framlengt. Lögreglumenn báru kennsl á hann og handtóku á staðnum. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er sá maður einnig talinn tengjast skotárás á hús í Vatnsendahverfi seinni part febrúarmánaðar, sem greint var frá í DV í gær, en þar býr maður sem um langt árabil hefur haft mikil ítök í íslenskum undir- heimum. Sú árás var þó aldrei kærð og lá ekki til grundvallar hand- tökunni í gær. - sh / sjá síðu 2 GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR ANNÞÓR KRISTJÁN KARLSSON BÖRKUR BIRGISSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.