Fréttablaðið - 15.03.2012, Side 2
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR2
SLYS „Tildrög slyssins eru enn í
móðu en ég man eftir því að ég lá
á hvolfi í bílnum, fastur í öryggis-
beltinu og með höfuðið ofan í
vatninu. Ég náði að að koma höfðinu
upp úr og öskraði svo á hjálp. Ég var
í sjokki út af veltunni og kuldanum
í ánni og var eiginlega búinn að
gefast upp,“ segir Sigurður Smári
Garðarsson, 24 ára Blönduósbúi,
sem lenti í bílveltu við Laxá á Ásum
í fyrrakvöld.
Röð tilviljana varð til þess að
Sigurður komst lífs af úr jökul-
kaldri ánni. Bílinn lenti á ísrönd
við árbakkann sem forðaði honum
frá því að sökkva ofan í djúpan hyl.
Sigurður var að mæta öðrum bíl
þegar slysið varð. Svo vildi til að í
hinum bílnum var Kári Kárason,
framkvæmdastjóri og marg reyndur
slökkviliðsmaður, með syni sínum.
Þeir feðgar stukku strax af stað til
að bjarga Sigurði.
Annan bíl bar að skömmu síðar.
Í honum var slökkviliðsstjórinn á
Akureyri sem hóf strax björgunar-
störf. Tveir sjúkrabílar frá Blöndu-
ósi voru síðan sendir á slysstað en í
seinni bílnum var Einar Óli Fossdal,
fósturfaðir Sigurðar.
„Það liðu bara örfáar sekúndur
frá því að ég öskraði á hjálp þar til
að Kári reif upp hurðina. Hann hélt
undir höfuðið á mér enda var ég orð-
inn máttvana. Sonur hans náði að
opna hurðina en komst ekki að bíl-
beltinu. Á endanum þurfti að skera
mig lausan,“ segir Sigurður.
„Síðan kom slökkviliðsmaður og
dró mig út úr bílnum og eftir það
varð allt mjög ruglingslegt. Ég man
þó að þegar þeir voru að bera mig í
sjúkrabílinn sá ég pabba og þá áttaði
ég mig á því hvað hafði gerst. Það
var rosalega gott að sjá hann.“
Einar Óli, fósturfaðir Sigurðar,
segir að aðkoman að slysinu hafi
verið óhugnanleg. „Maður vonast
alla daga til þess að þurfa ekki
að koma að svona slysum. Þegar
maður býr svo í svona litlu sam-
félagi er líka alltaf hætta á því að
maður þekki þá sem eiga í hlut og
það getur verið mjög erfitt – ekki
síst þegar börnin manns eiga í hlut.
Það er óhætt að segja að æðri mátt-
arvöld hafi hjálpað honum.“
Sigurður Smári slapp ótrúlega
vel úr veltunni og var útskrifaður
af sjúkrahúsinu á Akureyri í gær.
Hann segist vera ótrúlega þakk-
látur Kára og syni hans fyrir lífs-
björgina. „Kári vissi upp á hár hvað
hann var að gera. Hann er þvílíkur
nagli,“ segir Sigurður sem ætlar
að launa honum greiðann. „Ætli ég
gefi honum ekki gott faðmlag og
flösku af einhverju eðalvíni.“
kristjan@frettabladid.is
Hákon, eru Íslendingar
sem sagt heitir fyrir
jarðvarmanum?
„Já, því jarðvarminn er svo svalur.“
Hákon Gunnarsson er framkvæmdastjóri
Gekon. Capacent Gallup framkvæmdi
nýverið skoðanakönnun fyrir Gekon og
íslenska jarðvarmaklasann sem leiddi í
ljós að um 90% landsmanna telja mikil
tækifæri til verðmætasköpunar í starfsemi
sem tengist nýtingu jarðvarma.
Á SLYSSTAÐ Frá vinstri: Einar Óli, fóstur-
faðir Sigurðar, Sigurður Smári Garðars-
son, Hilmar Þór Kárason og faðir hans
Kári Kárason slökkviliðsmaður.
Ótrúlegar tilviljanir
við lífsbjörg í Laxá
Sigurður S. Garðarsson komst lífs af eftir að bíll hans valt og endaði á hvolfi
ofan í Laxá á Ásum. Slökkviliðsmaður sá bílveltuna og kom honum til hjálpar.
Faðir hans kom síðar að á sjúkrabíl. Rosalega gott að sjá pabba, segir Sigurður.
Ég var í sjokki út af
veltunni og kuldanum
í ánni og var eiginlega búinn
að gefast upp,
SIGURÐUR SMÁRI GARÐARSSON
24 ÁRA BLÖNDUÓSBÚI
Á HVOLFI ÚTI Í Á Sigurður Smári Grétarsson missti stjórn á bíl sínum með þeim
afleiðingum að hann valt út í á. MYND/LÖGREGLAN Á BLÖNDUÓSI
BANDARÍKIN, AP Fámennasta
byggðarlag Bandaríkjanna,
Buford í Wyoming-ríki, verður
selt hæstbjóðanda í næsta
mánuði. Eini íbúi Buford er Don
Sammons, sem hefur rekið þar
verslun í tuttugu ár.
Þorpið er þó ekki fullgilt
sveitarfélag heldur er staða þess
frekar hugsuð með skírskotun til
sögunnar, en á sínum tíma bjuggu
þar allt að 2.000 manns.
Með í væntanlegum kaupum
fylgir bensínstöð, verslun, skóla-
bygging, verkstæði, bjálkakofi
og einbýlishús. Sammons vonast
til þess að fá 100.000 dali hið
minnsta fyrir Buford. - þj
Buford í Wyoming-ríki:
Eins íbúa þorp
selt á uppboði
ALLT TIL SÖLU Verslunareigandinn Don
Sammons er farinn að hugsa sér til
hreyfings og selur því þorpið Buford.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÝRALÍF Fjölmargar álftir eru
nú komnar til landsins og hefur
sést til lítilla hópa víðs vegar um
landið. Á vefsíðunni Fuglar.is er
greint frá því að sést hafi til 25
dugganda á Þveit í Nesjum, þar
sem þær voru ásamt lómapari á
vatninu sem er orðið íslaust.
Á Þveit sást einnig til fjögurra
hvinanda, sem eru flækingar,
þriggja karlkyns og einnar kven-
kyns. Þá sáust fjórir fjöruspóar á
Hlíð í Lóni, ásamt einni eyruglu
sem hefur dvalið þar í vetur sam-
kvæmt upplýsingum á síðunni. Á
Fáskrúðsfirði fannst ein bókfinka
og eyrugla á Eskifirði. - sv
Farfuglarnir tínast til landsins:
Sést hefur til
álfta og anda
NOREGUR Eftir 30 ár verður nær
helmingur íbúa Óslóar innflytjend-
ur eða börn þeirra fædd í Noregi
samkvæmt spám norsku hagstof-
unnar. Sjö af hverjum 10 verða frá
löndum utan Evrópusambandsins
eða Evrópska efnahagssvæðisins.
Nú eru innflytjendur í Ósló 170
þúsund talsins. Rætist spárnar
verður fjöldi þeirra 380 þúsund
árið 2040, að því er greint er frá á
vef norska blaðsins Aftenposten.
Innflytjendur og börn þeirra
fædd í Noregi eru nú 12 prósent
íbúanna. Því er spáð að fjöldinn
verði 24 prósent árið 2040. - ibs
Mannfjöldaspár í Ósló:
Innflytjendur
helmingur íbúa
eftir þrjátíu ár
ÁLFTIR Sést hefur til lítilla álftahópa víðs
vegar um landið undanfarna daga.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SVISS, AP Alls fórust 28 manns, þar
af 22 börn, þegar stórri farþega-
bifreið var ekið á vegg í umferðar-
göngum í svissnesku Ölpunum í
fyrrakvöld. Farþegarnir voru á
heimleið til Belgíu úr skíðaferða-
lagi.
Alls voru 52 manns í rútunni,
þar af 46 tólf ára börn úr tveimur
belgískum skólum. Flytja þurfti
hin börnin 24, sem komust lífs af,
á sjúkrahús vegna misalvarlegra
meiðsla.
Mikil sorg ríkir í Belgíu vegna
þessa atburðar. Elio di Rupo, for-
sætisráðherra Belgíu, sagði þetta
mikinn sorgardag. Hann hélt til
Sviss í gær að hitta börnin sem
lifðu af. Belgíustjórn ákvað einnig
að útvega nánustu ættingjum og
aðstandendum barnanna flug til
Sviss.
Óljóst var hvernig slysið varð,
en vitað er að bifreiðin snerist til
í göngunum og fór á fullri ferð
beint á vegg í útskoti. Fremsti hluti
bifreiðarinnar gjöreyðilagðist við
höggið.
„Það hafa orðið nokkur alvarleg
slys í Valais, en ekkert í líkingu
við þetta með svona mörgum
dauðsföllum ungs fólks,“ segir
Christian Varone lögregluforingi
í svissnesku kantónunni Valais.
Slysið varð þar skammt frá borg-
inni Sierra. - gb
Þjóðarsorg í Belgíu eftir að 22 börn og sex fullorðnir fórust í rútuslysi í Sviss:
Fórust á leið úr skíðaferðalagi
ILLA FARIN BIFREIÐ Börnin voru á heimleið eftir vel heppnaða skíðaferð.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÍRAN, AP Íranska þingið yfirheyrði
í gær Mahmoud Ahmadinejad
forseta vegna margvíslegra
ásakana um spillingu, mistök í
starfi og lítilsvirðingu sem hann
á að hafa sýnt klerkastéttinni.
Sjálfur gaf hann lítið fyrir
þessar spurningar, sagði þær
illa samdar en sjálfur hefði hann
hæglega getað gefið þeim ráð um
markvissari spurningar.
Varðandi frammistöðu sína í
starfi sagðist hann eiga skilið
að fá fyrstu einkunn. Allt annað
væri dónalegt. - gb
Ahmadinejad yfirheyrður:
Gæfi sér fyrstu
einkunn sjálfur
DÓMSMÁL Fjórir einstaklingar tengdir Hells
Angels voru úrskurðaðir í áframhaldandi
gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Á meðal þeirra er Einar Marteinsson, foringi
samtakanna á Íslandi. Gæsluvarðhald var
framlengt í fjórar vikur. Mikill viðbúnaður
var í Héraðsdómi þegar úrskurðurinn var
kveðinn upp.
Um er að ræða þrjá karla og eina konu sem
réðust inn á heimili konu í Hafnarfirði í des-
ember og misþyrmdu henni gróflega. Fólkinu
var birt ákæra við dóminn í gær, en tveir til
viðbótar eru ákærðir í málinu, sex einstak-
lingar alls.
Í úrskurðinum kemur fram að þegar lög-
reglan mætti á heimili konunnar þann 22.
desember síðastliðinn hafi hún verið með-
vitundarlaus. Ráðist hafði verið inn í íbúð
konunnar og henni misþyrmt gróflega. Hún
var tekin kverkataki, sparkað var í hana og
hún lamin með kylfu þar til hún missti með-
vitund um stund. Fólkið reyndi svo að klippa
fingur af konunni með klippum, beitti hana
grófu, kynferðislegu ofbeldi og dró hana á
hárinu um íbúðina.
Fólkið var úrskurðað í áframhaldandi gæslu-
varðhald á grundvelli almannahagsmuna.
Fjórir einstaklingar tengdir Hells Angels í áframhaldandi gæsluvarðhald og sex ákærðir alls:
Talin hafa beitt konuna afar grófu ofbeldi
EINAR MARTEINSSON Í HÉRAÐSDÓMI Mikill viðbúnaður
var við Héraðsdóm Reykjaness í gær þegar fjórir ein-
staklingar tengdir Hells Angels voru leiddir fyrir dómara.
SPURNING DAGSINS
Ómissandi á pizzuna,
í ofn- og pastaréttina,
á tortillurnar og salatið.
Heimilis
RIFINN OSTUR
NÝJUNG
ÍSLENSKUR OSTUR
100%