Fréttablaðið - 15.03.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 15.03.2012, Síða 10
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR10 FORSETI ÍSLANDS AFHENTI SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS Samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn í gær. For- seti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verð- launin. Þetta er í sjöunda sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaun en þau eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna. Samfélagsverðlaunin Að þessu sinni hlaut áfangaheimilið Dyngjan Samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins. Dyngjan hefur starfað síðan 1988. Hlutverk Dyngjunnar er að veita konum sem koma úr áfengis- og vímuefnameðferð samastað meðan þær koma undir sig fótum í nýju lífi. Dyngjan hefur reynst mörgum konum mikilvægur áfangastaður en á dvalartíma sínum fá þær svigrúm til að breyta og byggja upp alls gáðan ábyrgan lífsstíl. Að jafnaði dvelja um 14 konur í Dyngjunni og sumar þeirra með börn. Edda Guðmunds- dóttir veitir Dyngjunni forstöðu. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Eddu verðlaunin fyrir hönd Dyngjunnar. Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti síðan verð- launafé að upphæð ein milljón króna. Aðrir sem voru útnefndir til Sam- félagsverðlauna voru Frú Ragn- heiður, heilsugæsluþjónusta fyrir jaðarhópa, og Vinafjölskyldur sem er verkefni sem stuðlar að því að erlendar fjölskyldur séu virkar í skólastarfi. Hvunndagshetja Hvunndagshetja ársins 2012 er Pauline McCarthy, sem er jafnan tilbúin að leggja góðum málefnum lið. Auk þess að vinna sjálfboða- störf bæði fyrir Rauða krossinn og Mæðrastyrksnefnd hefur hún opnað heimili sitt þeim sem eru einir á jólum. Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru Árni Stefán Árnason, lög- fræðingur með dýrarétt að sérsviði, og Gróa Gunnarsdóttir, leikskóla- kennari á leikstofu Barnaspítala Hringsins. Frá kynslóð til kynslóðar Verðlaun í þessum flokki fékk Bandalag íslenskra skáta, sem hefur að leiðarljósi að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálf stæðir, virkir, hjálpsamir og ábyrgir samfélags- þegnar. Skátahreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki sem val kostur í frístundastarfi barna og ung- menna. Aðrar tilnefningar í þessum flokki voru Tölvufærninámskeið þar sem ungir kenna öldnum í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði og Stefán Þorleifsson, íþrótta kennari og samfélagsmáttarstólpi í Nes- kaupstað. Til atlögu gegn fordómum Með okkar augum – sjónvarps þáttur hlaut verðlaunin í þessum flokki. Þættirnir eru lóð á vogarskálar þess að breyta þeirri ímynd sem þorri fólks hefur af einstaklingum með þroskahömlun. Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru Kaffi, kökur og rokk&ról, tón- leikaröð á vegum SÁÁ, og Sigríður Víðis Jónsdóttir vegna bókar sinnar Ríkisfang: Ekkert. Heiðursverðlaun Heiðursverðlaun Samfélags- verðlauna Fréttablaðsins hlaut Þorvaldur Kristinsson. Undanfarna þrjá áratugi hafa fjölmargir sigrar unnist í baráttu samkynhneigðra fyrir réttindum og viðurkenningu. Þorvaldur hefur á þessum tíma verið máttarstólpi í hreyfingu samkynhneigðra, bæði í grasrót og í fararbroddi, meðal annars sem forseti Hinsegin daga. Byggt á tilnefningum lesenda Á annað hundrað tilnefninga til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum Fréttablaðsins að þessu sinni. Markmið með Samfélags- verðlaununum er að beina sjónum að margbreytilegum góðum verkum sem unnin eru í samfélaginu. Þetta er í sjöunda sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin. Samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins nema sem fyrr segir einni milljón króna, aðrir verðlaunahafar fengu tíu tommu United-spjaldtölvu frá Tölvulistanum auk verðlauna- gripa sem eru hannaðir og smíðaðir af Ásgarði, Mosfellsbæ. Dyngjan fékk Samfélagsverðlaunin Lesendur Fréttablaðsins gátu sent inn tilnefningar til Samfélagsverðlauna í janúar. Þá tók dómnefnd við og vann úr tilnefningunum. Dómnefnd um Samfélagsverðlaun var skipuð Steinunni Stefánsdóttur, aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins, sem var formaður, Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, Felix Bergssyni, útvarpsmanni með meiru, og séra Jónu Hrönn Bolladóttur. Dómnefnd um Samfélagsverðlaun Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Reykjav. Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Asaki VERKFÆRI ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm 14.890,- ALM18DD 18V höggborvél Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar 41.890,- AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm 18.890,- AV224 620W höggborvél SDS & herðslupatróna 13.900,- AB693 150W Pússvél 93x185mm 5.890,- ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm 36.890,- ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah / 38Nm 39.990,- ATH: Tvær rafhlöður, taska og hraðvirkt hleðslutæki fylgir hverri hleðsluvél! ***** 5 stjörnu verkfæri SAMFÉLAGSVERÐLAUN Edda Guðmundsdóttir, forstöðumaður áfangaheimilsins Dyngjunnar, tók við Samfélagsverðlaununum 2012 úr hendi forstjóra 365, Ara Edwald. HVUNNDAGSHETJAN Pauline McCarthy hefur meðal annars opnað heimili sitt fyrir þeim sem eru einir á jólum. FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR Forseti Íslands afhenti Braga Björnssyni skáta- höfðingja verðlaun til handa skátahreyfingunni. TIL ATLÖGU GEGN FORDÓMUM Sjónvarpsþátturinn með okkar augum færði aðstandendum hans verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Veittu fulltrúar þáttarins verðlaununum viðtöku úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEIÐURSVERÐLAUN Þorvaldur Kristinsson hefur í áratugi verið í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.