Fréttablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 18
18 15. mars 2012 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
S
amfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í gær. Þetta
er í sjöunda sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverð-
laun að undangengnum ábendingum lesenda um sam-
borgara og félagasamtök sem vinna margvísleg góðverk.
Markmiðið með verðlaununum er að staldra við og
veita athygli góðum og þörfum verkum sem unnin eru svo víða í
samfélaginu. Þessi verk eru misáberandi. Af sumum vita margir
en af öðrum kannski aðeins þeir sem njóta þeirra með beinum
hætti.
Þegar að er gáð eru þeir býsna margir sem leggja talsvert
á sig til að láta gott af sér leiða og bæta samfélagið. Auk þess
sem kærleiksverkin skipta jafn-
vel sköpum fyrir þá sem njóta
þeirra þá eru þeir einstaklingar
sem inna þau af hendi mikil-
vægar fyrirmyndir öðrum.
Sem fyrr sendu lesendur
blaðsins inn margar og góðar
tilnefningar til Samfélagsverð-
launanna. Dómnefnd stóð því
frammi fyrir vandaverki þegar
kom að því að velja úr en að sama skapi afar ánægjulegu verkefni.
Þeir sem útnefndir eru og verðlaunaðir eru fulltrúar fjölda-
margra annarra sem í öllum kimum samfélagsins láta gott af sér
leiða á hverjum degi, ýmist með sjálfboðastarfi eða með því að
inna starf sitt betur af hendi en hægt er að ætlast til.
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins komu að þessu sinni í hlut
áfangaheimilisins Dyngjunnar. Í Dyngjunni býðst konum á leið
úr áfengis- og vímuefnameðferð samastaður meðan þær koma
undir sig fótum í nýju lífi. Þar fá þær svigrúm til að byggja upp
allsgáðan ábyrgan lífsstíl að lokinni meðferð.
Pauline McCarthy er hvunndagshetja ársins. Auk þess að vinna
sjálfboðastörf bæði fyrir Rauða krossinn og Mæðrastyrksnefnd á
Akranesi hefur hún opnað heimili sitt þeim sem eru einir á jólum.
Verðlaun í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar komu í ár í
hlut Bandalags íslenskra skáta sem í ár fagnar 100 ára afmæli
og gegnir mikilvægu hlutverki sem valkostur í uppbyggilegu
frístundastarfi barna og ungmenna.
Sjónvarpsþátturinn Með okkar augum hlaut verðlaun í
flokknum Til atlögu gegn fordómum. Þættirnir eru lóð á vogar-
skálar þess að breyta þeirri ímynd sem þorri fólks hefur af
einstaklingum með þroskahömlun.
Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins komu í
ár í hlut Þorvaldar Kristinssonar sem undanfarna þrjá áratugi
hefur verið einn af máttarstólpunum í baráttu samkynhneigðra
fyrir réttindum og viðurkenningu.
Framlög þessara verðlaunahafa til samfélagsins eru hver með
sínum hætti en þau eiga sameiginlegt að vera mikils verð. Það
sama á við um alla hina sem útnefndir voru. Fjöldamargir njóta
beinlínis góðs af verkum þeirra en sú fyrirmynd sem þau skapa
skiptir einnig miklu máli.
Verðlaunahöfum og öllum tilnefndum er óskað til hamingju og
færðar þakkir fyrir framlag sitt til betra samfélags.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓR
SKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
Mannvirkjastofnun og umhverfisráðu-neytið hafa að undanförnu staðið
að umfangsmikilli kynningu á nýrri
byggingar reglugerð. Þótt komið hafi fram
athugasemdir við einstök atriði reglu-
gerðarinnar er óhætt að segja að almennt
hafi hún fengið góðar og jákvæðar undir-
tektir, enda var leitast við að vanda til
smíði hennar í hvívetna. Samráð var haft
við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum
sviðum og ólíka hagsmuni.
Í febrúar 2010 skipaði umhverfisráðherra
nefnd til að endurskoða byggingarreglu-
gerð með hliðsjón af fyrirhuguðum lögum
um mannvirki, sem tóku gildi í ársbyrjun
2011. Við endurskoðunina skyldi áhersla
lögð á að hafa sjálfbæra þróun, opna stjórn-
sýslu, gagnsæi og lýðræðis umbætur að
leiðarljósi. Áhersla var lögð á aukna notkun
markmiðsákvæða og byggingar staðla í
reglugerðinni. Sérstaklega var hugað að
neytendavernd, vistvænni byggð, hljóðvist
í skólum, byggingum ætluðum börnum
og aðgengismálum fatlaðra. Einnig var
nefndinni gert að hafa mikið samráð við
ýmsa hagsmunaaðila.
Nefndin lauk verkefni sínu síðla árs
2011 og umhverfisráðherra staðfesti reglu-
gerðina 24. janúar síðastliðinn. Var þá tals-
vert fjallað um hana í fjölmiðlum enda eru
í henni fjölmörg nýmæli sem eru til þess
fallin að auka gæði og öryggi mannvirkja.
Reglugerðin er sérlega yfirgripsmikil og
tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt
líf og aðbúnað almennings.
Mikið fjölmenni var á kynningarfundi
sem Mannvirkjastofnun efndi til í Reykja-
vík 10. febrúar. Síðan hafa sambærilegir
fundir verið haldnir á Akureyri, í Borgar-
nesi, Reykjanesbæ, á Hvolsvelli, Egils-
stöðum og Ísafirði. Fundirnir hafa hvar-
vetna verið afar vel sóttir. Þar hafa þeir
sem starfa við hönnun og gerð mannvirkja
fengið ítarlega kynningu á reglugerðinni
og tækifæri til að tjá sig um hana. Fundar-
menn hafa með örfáum undantekningum
lýst ánægju með reglugerðina.
Margvíslegar upplýsingar um reglu-
gerðina er að finna á mvs.is. Nú þegar
fundaherferðinni er lokið munu Iðan
fræðslusetur og fleiri bjóða upp á fræðslu-
fundi fyrir iðnaðarmenn. Kynningar-
starfið heldur því áfram.
Geysileg verðmæti liggja í mann virkjum
hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga.
Því er áríðandi að lög og reglugerðir um
þau miði að því að tryggja sem best gæði
þeirra, öryggi og hagkvæmni. Það er sann-
færing greinarhöfundar að ný byggingar-
reglugerð gæti þessara hagsmuna.
Góðar undirtektir
Mannvirki
Björn Karlsson
forstjóri
Mannvirkja-
stofnunar
Aðalfundur Ferðafélagsins Útivistar
verður haldinn fimmtudaginn
29. mars 2012 kl. 20.
Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 89 1. hæð
(BSRB húsið, horni Grettisgötu og Rauðarárstígs).
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Ferðafélagið Útivist
Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.is
Ég heyri ekkert illt
Ásgerður Halldórsdóttir og félagar
hennar í meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins á Seltjarnarnesi kannast
ekkert við það að hafa brotið á rétti
sviðsstjórans Ólafs Melsteð þegar
hann var lagður í einelti og staðan
hans í kjölfarið lögð af. Hvá bara
þegar innanríkisráðuneytið
skammar þau, þrátt fyrir að
ráðuneytið hafi einmitt það
hlutverk að segja sveitar-
stjórnum til syndanna þegar
svo ber undir. Og að Ólafur
hafi orðið fyrir einelti og
eigi þess vegna rétt á
bótum? Þau þekkja það
ekki heldur. Samt eru dómkvaddir
matsmenn búnir að segja þeim að
Ólafur hafi bara víst orðið fyrir einelti.
Á móti
Á Seltjarnarnesi eru menn samt ekki
hafnir yfir lög og reglur. Væri nú ekki
ráð að þar gegndu menn bara æðra
stjórnvaldi og gripu til aðgerða í
samræmi við tilmæli ráðuneytisins?
Er annað ekki heldur barnaleg mót-
stöðuþrjóskuröskun?
Var hún að meina þetta?
Ólína Þorvarðardóttir rifjaði
það upp á Alþingi
í gær að Árni
Johnsen ætti sér fortíð. Tilefnið var
að Árni sakaði Ólínu um slælega
stjórnsýslu. Ólína gekk raunar ekki
alla leið – sagðist bara ætla að hlífa
þingmanninum við því að rifja upp
einstök atvik úr ævi hans. Ólína, eins
og fleiri, má endilega sleppa því að
tala í gátum. Ef hún vill minna fólk
á að Árni Johnsen hlaut tveggja ára
fangelsisdóm fyrir fjárdrátt
og umboðssvik í opinberu
starfi, mútuþægni og
rangar skýrslur til yfirvalda,
þá er allt í lagi að minna
bara á það. En kannski
var hún að tala um
eitthvað allt annað.
stigur@frettabladid.is
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins veitt í gær:
Mikilvægar
fyrirmyndir